Morgunblaðið - 01.12.2021, Síða 21

Morgunblaðið - 01.12.2021, Síða 21
DÆGRADVÖL 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2021 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt „NÚ ER KÓLESTERÓLIÐ HJÁ MÉR Í FÍNASTA LAGI, ÞÖKK SÉ HUNGURVERKFALLINU.“ „VIÐ EIGUM 72 MYNDIR ÚR BRÚÐKAUPINU OKKAR OG HANN ER EKKI Á EINNI EINUSTU ÞEIRRA.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... fyrir hugrakka! Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann HANN GLEYMDI ÞVÍ HVAÐ HANNÆTLAÐI AÐ SEGJA VOFF! TIL HVAÐA RÁÐA EIGUM VIÐ AÐ GRÍPA ÞEGAR VIÐ ERUMORÐNIR OF GAMLIROG LASKAÐIR EFTIR ORUSTUR TIL AÐ RÆNA KASTALA? ÉG HEF HEYRT AÐ ÞAÐ MEGI FINNA DÝRGRIPI Á ÖSKUHAUGUNUM! inn. „Hér unum við okkur vel, enda er hún Þuríður mín dugleg við að finna mér verkefni og það er virki- lega gott að búa í Kópavoginum.“ Björn er mjög listrænn eins og ferill hans sýnir. „Ég teikna og mála og er mikil félagsvera og hef gaman af æskulýðsstarfi og íþróttum. Við höfum líka haft mjög gaman af því að ferðast innanlands alveg frá því vor- um ung og spræk og áttum alltaf jeppa sem voru mikið notaðir.“ Fjölskylda Eiginkona Björns er Þuríður Backman, hjúkrunarfræðingur og fv. þingmaður VG, f. 8.1. 1948. For- eldrar hennar voru hjónin Ernst Fri- dolf Backman, f. 21.10. 1920, d. 22.2. 2018 og Ragnheiður Jónsdóttir, f. 10.4. 1928, d. 29.7. 2018. Þuríður og Björn eiga synina 1) Kristleif, mynd- listamann í Reykjavík, f. 12.11. 1973 og hann á dótturina Ronju Þuríði, f. 12.2. 2002; og 2) Þorbjörn, sviðslista- mann í Þýskalandi, f. 28.6. 1978 sem er í sambúð með Júlíu Max. Áður átti Þuríður dótturina Ragnheiði Sívert- sen, íþrótta- og leikskólakennara, f. 28.3. 1966. Ragnheiður er gift Hilm- ari Sigurðssyni vélfræðingi, f. 7.2. 1965, og eiga þau dæturnar Tinnu Björk, f. 23.3. 1992 og Hildi Sif, f. 26.11. 1996. Tinna Björk er í sambúð með Vernharði Ríkharðssyni og eiga þau soninn Frosta. Systkini Björns eru María Elísabet, f. 13.4. 1939 og Jens Sigurður, f. 18.11. 1940. Foreldrar Björns voru hjónin Kristleifur Jónsson verkstjóri, f. 18.11. 1898, d. 29.1. 1978 og Sigríður Þóra Jensdóttir húsfreyja, f. 27.8. 1910, d. 11.7. 1995. Þau bjuggu í Reykjavík. Björn Kristleifsson Margrét Guðmundsdóttir vinnukona í Litlutungu, Árbæjarsókn, Rang. og síðar húsfreyja á Bjarnastöðum, Grímsneshr., Árn. Ólafur Jónsson bóndi í Litlutungu, Árbæjarsókn, Rang. Margrét Ólafsdóttir húsfreyja á Túni, Stokkseyrarsókn, Árn. Jens Sigurður Sigurðsson vegavinnumaður á Túni, Stokkseyrarsókn, Árn. Sigríður Þóra Jensdóttir húsfreyja í Reykjavík Margrét Eiríksdóttir var í Tungu, Úlfljótsstaðasókn, Árn. og síðar vinnukona á Litlu-Háeyri, Árn. Sigurður Ásmundsson vinnumaður á Vaðnesi í Grímsnesi og síðar sjómaður í Hafnarfirði Þórunn Ólafsdóttir húsfreyja á Höfða í Þverárhlíð og víðar Jón Helgason bóndi í Höfða, Norðurtungusókn,Mýr. María Elísabet Jónsdóttir húsfreyja í Höfða, Norðurtungusókn, Mýr. Jón Guðmundsson bóndi í Höfða í Þverárhlíð, Norðurtungusókn,Mýr. Helga Brandsdóttir húsfreyja á Lundi í Þverárhlíð og víðar Guðmundur Björnsson bóndi á Lundi í Þverárhlíð og víðar Ætt Björns Kristleifssonar Kristleifur Jónsson verkstjóri í Reykjavík Hólmfríður Bjartmarsdóttir yrkir í Boðnarmjöð: Þegar afturförin fín fer að baga andann Ætla ég að eiga vín eða brugga landann. Hvern mæli aldur mælist á er misjafnt, eins og gengur. Menn eru gamlir, ef þeir sjá ekkert fallegt lengur. Allir vita hvað ellin er þung og aldurinn hroðaleg brekka. Ég lofaði að vera alltaf ung yrkja, éta og drekka. Eyjólfur Ó. Eyjólfsson skrifar: „Síðastliðinn föstudag jusu þeir Óttar Guðmundsson og Einar Kára- son Sturlungufróðleik sínum yfir okkur ellihrum gamalmennin. Ég var svo heppinn að vera þar við- staddur og skemmti mér kon- unglega enda mennirnir báðir stór- snjallir“: Hér fræðimenn ferskir og snarir á fróðleikinn lítt eru sparir en herinn svo grár og grátlega smár gapandi hlustar og starir. Víst ræða þeir Óttar og Einar um alls konar vísinda greinar en hin tíræða sveit tæplega veit hvað tvístirnið heimsfræga meinar. Svo ákaft þeir bættu í brímann, svo brennheit var gleðskaparvíman að þar hlegið var dátt þó heyrði ég fátt enda hraut ég víst mestallan tímann. Út af stjórnarmyndun yrkir Magnús Halldórsson og kallar „Hrókeringar“: Guðlaugur Þór mun af gætni í skurðina moka og glaður út virkjunar hindranir stroka. En Guðmundur Ingi, mun ganga i hringi. Með handónýtt hálendisfrumvarp í poka. Jón Jens Kristjánsson yrkir: Þá er stjórnin þessi klár þau eru einum fleiri heldur en fyrri fjögur ár og fallþunginn er meiri. Vaknað hafa vonir þær að vel hún reynast kunni því stefnan enga stjörnu fær hjá stjórnarandstöðunni. Gunnar J. Straumland yrkir: Þótt tali ég töluvert mikið og taumlaus ég fari yfir strikið er sífellda malið það sorglega galið að ég segi ekki neitt fyrir vikið. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Enn er ort um Sturlungu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.