Morgunblaðið - 01.12.2021, Page 22

Morgunblaðið - 01.12.2021, Page 22
22 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2021 Óvenjulegar tölur í knattspyrnuleik sáust í Doncaster á Englandi í gær- kvöld þegar enska kvennalands- liðið rótburstaði lið Lettlands 20:0 í undankeppni Evrópumótsins. Ellen White skráði sig í sögubækurnar en hún skoraði þrennu og er nú markahæsti leikmaður enska lands- liðsins frá upphafi með 48 mörk. Hún fór fram úr Kelly Smith sem skoraði 46 mörk á árunum 1995 til 2015. Alessia Russo sem kom inn á fyrir White á 60. mínútu skoraði líka þrennu í leiknum en Lauren Hemp skoraði mest, fjögur mörk. Skoruðu 20 og markametið féll AFP Met Ellen White er orðin marka- hæst í sögu enska landsliðsins. Tékkar, sem eru í hörðum slag við Íslendinga í undankeppni heims- meistaramóts kvenna í knatt- spyrnu, gátu ekki spilað gegn Hvít- Rússum á heimavelli í gær þar sem þrír leikmenn Hvít-Rússa greindust með kórónuveiruna á leikdegi. Ekki var staðfest í gærkvöld hvort leiknum yrði frestað eða hann spil- aður í dag en það átti að ráðast af skimun leikmanna hvítrússneska liðsins. Til að leikur fari fram þurfa þrettán leikmenn liðs, þar af einn markvörður, að vera leikfærir, samkvæmt reglum UEFA. Morgunblaðið/Unnur Karen Frestun Tékkar gátu ekki spilað vegna smita hjá mótherjunum. Reyndust smit- aðar á leikdegi KÝPUR– ÍSLAND 0:4 0:1 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir 7. beint úr aukaspyrnu. 0:2 Berglind Björg Þorvaldsdóttir 15. úr vítaspyrnu. 0:3 Sveindís Jane Jónsdóttir 37. með föstu skoti hægra megin úr vítateignum. 0:4 Guðrún Arnardóttir 62. með skalla af markteig eftir að aukaspyrna Karól- ínu var varin í þverslána. Ísland: (4-3-3) Mark: Sandra Sigurðar- dóttir. Vörn: Guðný Árnadóttir, Glódís Perla Viggósdóttir (Natasha Anasi 65), Guðrún Arnardóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir. Miðja: Dagný Brynjars- dóttir (Ída Marín Hermannsdóttir 65), Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Alex- andra Jóhannsdóttir 46), Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Sókn: Sveindís Jane Jónsdóttir (Amanda Andradóttir 46), Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Svava Rós Guðmundsdóttir 81), Agla María Albertsdóttir. Gul spjöld: Andria Michael og Kry- styna Freda. Dómari: Louise Thompson, Norður-Ír- landi. Áhorfendur: Ekki leyfðir. _ Ída Marín Hermannsdóttir kom inn á í sínum fyrsta A-landsleik. Foreldrar hennar, Hermann Hreiðarsson og Ragna Lóa Stefánsdóttir, léku bæði með A-landsliðum Íslands. _ Natasha Anasi kom inn á í sínum fjórða landsleik og spilaði fyrsta móts- leikinn fyrir Íslands hönd. _ Berglind Björg Þorvaldsdóttir skor- aði sitt níunda mark fyrir A-landsliðið, Sveindís Jane Jónsdóttir sitt sjötta, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sitt fimmta og Guðrún Arnardóttir sitt fyrsta. _ Alexandra Jóhannsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Agla María Alberts- dóttir léku alla níu landsleiki Íslands á árinu 2021. _ Karólína og Sveindís Jane eru markahæstu leikmenn landsliðsins á árinu 2021 með fjögur mörk hvor. _ Dagný Brynjarsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir enda báðar árið með 97 landsleiki á bakinu og ættu því báðar að bætast í 100 leikja hópinn áð- ur en Ísland fer á EM næsta sumar. HM 2023 Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Öruggur sigur, fjögur mörk og þrjú stig var niðurstaðan úr síðasta leik íslenska kvennalandsliðsins í knatt- spyrnu á árinu 2021 þegar það vann Kýpur 4:0 í Larnaka í undankeppni heimsmeistaramótsins í gærkvöld. Undankeppnin er þar með hálfnuð hjá íslenska liðinu sem á eftir báða leikina gegn Hvít-Rússum og síðan útileikina gegn stóru keppinaut- unum, Tékklandi og Hollandi. Sem stendur hefur Ísland tapað fæstum stigum í riðlinum, er tveimur stigum á eftir Hollandi en á leik til góða. Leikurinn fer sem slíkur ekki í sögubækurnar. Yfirburðir Íslands voru miklir eins og vænta mátti og úrslitin voru í raun ráðin eftir að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir komu liðinu í 2:0 á fyrstu 15 mínútum leiksins. En markaflóðið sem búast hefði mátt við í kjölfarið kom ekki. Á þeim 75 mínútum sem eftir voru gekk ís- lenska liðinu illa að brjóta niður þéttan varnarleik kýpversku kvennanna sem vörðust af miklum krafti við eigin vítateig og gáfu fá opin færi á sér. Maria Matthiaou var líka örugg í marki Kýpur, varði vel og greip inn í leikinn. Hún hefði þó líklega átt að verja aukaspyrnu Kar- ólínu í fyrsta markinu. Bestu tækifærin til að skora komu úr föstum leikatriðum, enda skoraði íslenska liðið tvö marka sinna úr og eftir aukaspyrnur og eitt úr víta- spyrnu. Aðeins Sveindís Jane Jónsdóttir náði að brjóta upp leikinn og skora úr opnum leik, með föstu skoti hægra megin úr vítateignum, sem er nánast orðið vörumerki hennar með íslenska landsliðinu. Guðrún Arnardóttir innsiglaði svo sigurinn með hörkuskalla eftir að markvörður Kýpur varði auka- spyrnu Karólínu í þverslána og út. Fyrsta landsliðsmark Guðrúnar, sem líka kom í veg fyrir að Kýpur skoraði úr sínu eina umtalsverða færi í leiknum með því að elta uppi Krystynu Fredu, sem var sloppin ein innfyrir vörn Íslands. Úr þessu varð líklega slakasti leikur íslenska liðsins í keppninni til þessa en þetta var þá líka rétti stað- urinn og stundin til þess að ná sér ekki almennilega á strik. Hefur notað 24 leikmenn Þorsteinn Halldórsson hefur verið ófeiminn við að gera breytingar á liðinu. Hann sagði eftir sigurinn gegn Japan á föstudag að það hefði verið besti leikurinn undir sinni stjórn og samt gerði hann sex breyt- ingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn á Kýpur. Þorsteinn hefur nú notað 24 leikmenn í fyrstu fjórum leikjunum í undankeppninni og hann er greini- lega að vinna í því að vera með sem breiðastan hóp. Alveg eins og í leikj- unum við Tékkland og Kýpur í októ- ber gerði hann miklar breytingar á milli leikjanna. Það er ekki ólíklegt að þessi aðferðafræði skili sér á næsta ári þegar liðið fer í lokakeppni EM og freistar þess að komast áfram úr þessum riðli í undankeppni HM. Það er alla vega mjög hörð keppni um flestar stöðurnar í liðinu. Þorsteinn ger- ir út á breidd- ina í hópnum Ljósmynd/Knattspyrnusamband Kýpur Larnaka Dagný Brynjarsdóttir sem lék sinn 97. landsleik fyrir Íslands hönd reynir að komast fram hjá Mariu Panagiotou í leiknum á Kýpur í gær. - Slakasti leikur íslenska liðsins þegar það vann Kýpur 4:0 í Larnaka Undankeppni HM kvenna C-RIÐILL: Tékkland – Hvíta-Rússland ............. frestað Kýpur – Ísland.......................................... 0:4 Staðan: Holland 5 3 2 0 15:3 11 Ísland 4 3 0 1 13:2 9 Tékkland 4 1 2 1 11:7 5 Hvíta-Rússland 3 1 1 1 5:4 4 Kýpur 6 0 1 5 2:30 1 A-RIÐILL: Svíþjóð – Slóvakía .................................... 3:0 Írland – Georgía ..................................... 11:0 _ Svíþjóð 15, Írland 7, Finnland 6, Slóvakía 4, Georgía 0. B-RIÐILL: Ungverjaland – Úkraína.......................... 4:2 Spánn – Skotland...................................... 8:0 _ Spánn 15, Skotland 10, Ungverjaland 6, Úkraína 4, Færeyjar 0. D-RIÐILL: England – Lettland................................ 20:0 Lúxemborg – Austurríki ......................... 0:8 _ England 18, Norður-Írland 13, Austur- ríki 13, Lúxemborg 3, Norður-Makedónía 3, Lettland 0. E-RIÐILL: Bosnía – Malta .......................................... 1:0 Aserbaídsjan – Svartfjallaland ............... 1:0 Danmörk – Rússland ............................... 3:1 _ Danmörk 18, Rússland 15, Svartfjalla- land 9, Bosnía 4, Malta 4, Aserbaídsjan 3. F-RIÐILL: Armenía – Noregur ............................... (0:9) _ Hætt vegna þoku eftir 70 mínútur, leikn- um verður lokið í dag. Kósóvó – Albanía ...................................... 1:3 Belgía – Pólland........................................ 4:0 _ Noregur 13, Belgía 13, Pólland 11, Alb- anía 7, Kósóvó 4, Armenía 0. G-RIÐILL: Króatía – Moldóva.................................... 4:0 Rúmenía – Ítalía ....................................... 0:5 Litháen – Sviss ......................................... 0:7 _ Sviss 18, Ítalía 15, Rúmenía 9, Króatía 4, Litháen 1, Moldóva 0. H-RIÐILL: Búlgaría – Serbía...................................... 1:4 Tyrkland – Ísrael...................................... 3:2 Portúgal – Þýskaland............................... 1:3 _ Þýskaland 18, Portúgal 13, Serbía 9, Tyrkland 7, Búlgaría 0, Ísrael 0. I-RIÐILL: Slóvenía – Grikkland................................ 0:0 Frakkland – Wales................................... 2:0 _ Frakkland 18, Wales 13, Slóvenía 11, Grikkland 7, Kasakstan 0, Eistland 0. Vináttulandsleikir kvenna Ástralía – Bandaríkin............................... 1:1 Suður-Kórea – Nýja-Sjáland .................. 0:2 England Newcastle – Norwich ............................... 1:1 Leeds – Crystal Palace ............................ 1:0 Staða neðstu liða: Everton 13 4 3 6 16:20 15 Leeds 14 3 6 5 13:20 15 Southampton 13 3 5 5 11:18 14 Watford 13 4 1 8 18:24 13 Norwich City 14 2 4 8 8:28 10 Burnley 12 1 6 5 14:20 9 Newcastle 14 0 7 7 16:30 7 Ítalía Atalanta – Venezia .................................. 4:0 - Bjarki Steinn Bjarkason var varamaður hjá Venezia en Arnór Sigurðsson var ekki í hópnum. B-deild: Pisa – Perugia.......................................... 1:1 - Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn með Pisa. SPAL – Lecce........................................... 1:3 - Mikael Egill Ellertsson hjá SPAL og þeir Brynjar Ingi Bjarnason og Þórir Jó- hann Helgason hjá Lecce voru varamenn og komu ekki við sögu. Tyrkland Bikarkeppnin, 4. umferð: Adana Demirspor – S.Belediyespor...... 5:0 - Birkir Bjarnason skoraði tvö marka Ad- ana Demirspor og lék í 63 mínútur. 4.$--3795.$ Evrópudeild karla B-RIÐILL: GOG – Nantes ...................................... 29:29 - Viktor Gísli Hallgrímsson varði 3 skot (12%) í marki GOG. Lemgo – Medvedi ................................ 30:27 - Bjarki Már Elísson skoraði 7 mörk fyrir Lemgo. _ Benfica 8, Lemgo 8, GOG 7, Nantes 7, Medvedi 0, Cocks 0. C-RIÐILL: Magdeburg – La Rioja ........................ 33:31 - Ómar Ingi Magnússon skoraði 7 mörk fyrir Magdeburg en Gísli Þorgeir Krist- jánsson var ekki með. Sävehof – Aix ....................................... 33:31 - Kristján Örn Kristjánsson skoraði 7 mörk fyrir Aix. _ Nexe 8, Magdeburg 7, Sävehof 6, Go- renje 3, La Rioja 3, Aix 1. D-RIÐILL: Kadetten – AEK Aþena ...................... 30:26 - Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten. _ Nimes 7, Sporting 7, Pelister 6, AEK 4, Kadetten 4, Tatabánya 2. %$.62)0-# Leeds lagaði verulega stöðu sína í botnbaráttu ensku úrvalsdeild- arinnar í knattspyrnu í gærkvöld þegar liðið knúði fram sigur gegn Crystal Palace, 1:0, með marki frá Raphinha úr vítaspyrnu í uppbót- artíma á Elland Road. Leeds fór þar með upp fyrir Southampton og Watford og er með 15 stig í fimmtánda sæti deild- arinnar, fimm stigum fyrir ofan fallsæti deildarinnar. Palace er í tólfta sæti með 16 stig. Newcastle er enn án sigurs á botninum og náði ekki að leggja Norwich að velli í uppgjöri neðstu liðanna á St. James’ Park. Leikur liðanna endaði 1:1 eftir mikla baráttu en Newcastle missti miðvörðinn Ciaran Clark af velli með rautt spjald strax á 9. mínútu. Þrátt fyrir það komst Newcastle yfir á 61. mínútu þegar Clive Wil- son skoraði úr vítaspyrnu, 1:0. Nor- wich náði loks að nýta sér liðsmun- inn á 79. mínútu þegar finnski framherjinn Teemu Pukki jafnaði með glæsilegu skoti, 1:1. AFP Rautt Ciaran Clark miðvörður Newcastle rekinn af velli eftir aðeins níu mínútna leik gegn Norwich í úrvalsdeildinni í gærkvöld. Sigurmark Raphinha í uppbótartímanum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.