Morgunblaðið - 04.12.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.12.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2021 SPORTÍS SKE I FAN 1 1 1 08 REYKJAV ÍK S POR T I S . I S 520-1000 IMPALA HJÓLASKAUTAR - SKEMMTILEG JÓLAGJÖF! VERÐ: Frá 21.990.- Til 24.990.- STÆRÐIR: 34-44. Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Viðtökur þeirra sem standa í veit- ingarekstri af margvíslegu tagi á Akureyri við nýju samfélagsverkefni sem hefur að markmið að draga úr matarsóun og rétta um leið þeim sem minna mega sín hjálparhönd hafa verið góðar. Það eru Hjálp- ræðisherinn, Akureyrarbær og Vist- orka sem standa að þessu verkefni með dyggum stuðningi fleiri aðila. Bergrún Ósk Ólafsdóttir, versl- unarstjóri hjá Hertex og tengiliður vegna þessa verkefnis, segir að starfsemin muni fara fram í nýjum húsakynnum Hjálpræðishersins við Hrísalund á Akureyri. Þar hefur verið útbúið svonefnt velferðar- herbergi með eldhúsi, kæli- og frystiskápum þar sem hægt er að skila af sér matvælum sem ekki hafa selst þann daginn eða orðið eftir við veisluhöld sem dæmi. „Það er mjög gefandi að taka þátt í þessu stóra og þarfa verkefni,“ seg- ir Bergrún. Alls hafa 36 aðilar í veit- ingarekstri, matvælaframleiðendur, verslanir, bakarí, veisluhaldarar og fleiri ákveðið að taka þátt í verkefn- inu. Fyrirkomulagið er með þeim hætti að fyrirtækin skila þeim mat- vælum sem ekki seljast í eldhúsið. Þátttökufyrirtækin fá aðgang að vel- ferðarrýminu og þar eru til reiðu kæli- og frystiskápar til að koma matvælum fyrir. Þeir fylla út eyðu- blöð þar sem fram kemur dagsetn- ing, þ.e. hvenær matur var eldaður til að nýting verði sem best. Sjálf- boðaliðar Hersins munu raða í matarbakka. Hjartað á réttum stað Fyrr í haust hóf Silja Björk Björnsdóttir sem rekur Barr kaffi- hús í Hofi að gefa þeim sem þiggja vildu það sem eftir var þegar kaffi- húsinu var lokað á kvöldin. Hún kom brauði og mat fyrir í bökkum úti við menningarhúsið. Þegar vetur gekk í garð með meiri kulda gekk það ekki lengur upp. Þannig að segja má að Hjálpræðisherinn hafi nú tekið við keflinu. Allir matarbakkar verða úr efni sem brotnar niður og mega fara í tunnu fyrir moltu, en Bergrún segir það skipta verulegu máli í þessu verkefni þar sem samvinna þeirra sem þátt taka miðar að því að hlúa að því sem mestu máli skiptir; náunganum, umhverfinu og lofts- lagsmálunum. Hún segir að þegar séu komnir í hús um 250 matar- bakka en þeir fengust með styrkj- um. „Eitt af markmiðum verkefn- isins er að draga úr matarsóun og styðja í leiðinni við þá sem mest þurfa á aðstoð að halda,“ segir Bergrún. „Þetta er frumraun hjá okkur og við hlökkum mikið til að taka til starfa á þessum mikilvæga vett- vangi. Ég er sannfærð um að þetta verkefni á eftir að vaxa og blómstra og verður öllum til hagsbóta. Við höfum hjartað á réttum stað, við er- um Hjálpræðisherinn,“ segir Berg- rún Ósk Ólafsdóttir. Samfélagsverkefni ýtt úr vör - Þrjátíu og sex fyrirtæki á Akureyri taka þátt í verkefninu með Hjálpræðishernum, Akureyrarbæ og Vistorku - Markmið verkefnisins er að draga úr matarsóun og aðstoða þá sem á þurfa að halda Morgunblaðið/Margrét Þóra Tengiliður Bergrún Ósk Ólafsdóttir, verslunarstjóri og tengiliður vegna verkefnis sem Hjálpræðisherinn, Akureyrarbær og Vistorka hafa ýtt úr vör. Dómsmálaráðuneytið hefur auglýst laust til umsóknar embætti fram- kvæmdastjóra landskjörstjórnar. Með nýjum kosningalögum nr. 112/ 2021 verður sett á fót sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem hefur yfirum- sjón með framkvæmd kosninga til Alþingis og sveitarstjórna, forseta- kjörs og þjóðaratkvæðagreiðslna. Framkvæmdastjóri verður for- stöðumaður landskjörstjórnar og hefur umsjón með daglegum störf- um hennar. Um nýtt og krefjandi starf er að ræða sem kallar á metn- að, kraft og áræðni, segir í auglýs- ingu í Lögbirtingablaðinu. Framkvæmdastjóri landskjör- stjórnar ber ábyrgð á og annast daglega stjórn á starfsemi, fjár- reiðum og rekstri landskjörstjórnar og ræður annað starfsfólk. Hann undirbýr jafn- framt fundi stjórnar lands- kjörstjórnar og situr þá með málfrelsi og tillögurétt. Framkvæmdastjóri og annað starfs- fólk annast í umboði landskjör- stjórnar daglega framkvæmd og stjórn þeirra verkefna sem henni eru falin samkvæmt kosningalögum. Verkefni landskjörstjórnar eru undirbúningur og framkvæmd al- mennra kosninga, upplýsingagjöf og fræðsla til almennings, frambjóð- enda, fjölmiðla, kjörstjórna og ann- arra, samvinna og samráð við við- eigandi aðila um framkvæmd kosninga, kosningarannsóknir og framþróun kosningaframkvæmdar, ráðgjöf til stjórnvalda um kosning- ar, gerð tillagna að reglusetningu málefnasviðsins og alþjóðlegt sam- starf á sviði kosningamála. Loks er það verkefni landskjörstjórnar að annast samræmingu verklags kjör- stjórna með því að birta fyrirmæli um undirbúning og framkvæmd kosninga. Umsóknarfrestur er til og með 20. desember 2021. sisi@mbl.is Nýskipan landskjörs - Sjórnsýslunefnd hefur umsjón með framkvæmd kosninga Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Vegagerðin hefur auglýst eftir til- boðum í endurbyggingu og breikkun auk lagnavinnu á hringveginum í Mosfellsbæ. Um er að ræða 520 metra kafla milli Langatanga og Reykjavegar. Þetta er eini kaflinn á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ, þar sem akstursstefnur eru ekki aðskild- ar núna. Fram kemur í umsókn um fram- kvæmdaleyfi að Vegagerðin, í sam- ráði við Mosfellsbæ, Landsnet og Veitur, hafi undirbúið framkvæmdir við vegarkaflann. Þessi kafli hring- vegar sé nú fjórar akreinar en undir- bygging vegarins sé ekki nægilega góð auk þess sem akstursstefnur séu ekki aðskildar. Auk endurbóta á hringveginum verði gerð ný tenging að Sunnukrika. Landsnet og Veitur muni svo endurnýja háspennu- strengi sem liggja í veginum. Helsta markmið framkvæmdar- innar er að auka umferðaröryggi og afköst vegarins, eins og segir í lýs- ingunni. Tvær akreinar verða í hvora átt, 3,5 metra breiðar, og miðdeili verður þrír metrar að breidd með tvöföldu vegriði. Það sem er e.t.v. sérstakt við þetta útboð er að vinna á staðnum hefst ekki fyrr en í apríl/maí á næsta ári (2022), samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Um leið og framkvæmdir hefjast þarf að þrengja að umferð (er núna 2+2 akreinar og fer í 1+1). Umferð um veginn verður færð til norðurs á meðan unnið er við bergskeringar sunnan vegarins. Þegar lokið er við breikkun hringvegar til suðurs og gerð nýrrar tengingar að Sunnu- krika verður umferðin færð yfir á nýja veghlutann á meðan unnið verð- ur norðanmegin. Verkið ekki unnið að vetri „Vegagerðin setur þetta skilyrði um að ekki megi breyta umferðar- skipulagi á hringvegi (1) á meðan vetraraðstæður eru,“ segir G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi. Tilboðum í verkið skal skilað til Vegagerðarinnar fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 21. desember 2021. Sumarið 2020 var Vesturlandsveg- ur, milli Skarhólabrautar og Langa- tanga, breikkaður. Á þessum 1.100 metra kafla í Mosfellsbæ var 2+1- vegur og mynduðust oft bílaraðir á álagstímum. Eftir breikkun eru tvær akreinar í hvora átt og akstursstefn- ur aðskildar með vegriði. Grunnkort/Loftmyndir ehf. L a n g ita n g i Vestur- landsvegur Ve st ur - la nd sv eg ur Reykjavegur Endurbætur á Vesturlandsvegi Frá Langatanga að Reykjanesvegi í Mosfellsbæ Ný tenging að Sunnukrika Akstursstefnur verða aðgreindar Breikka kafla hringvegar í Mosfellsbæ - Eini kafli hringvegar í bænum þar sem akstursstefnur eru ekki aðskildar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.