Morgunblaðið - 04.12.2021, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2021
VERÐ FRÁ
66.989
m.VSK
JÓLA-
TILBOÐ
á Duke skrifborðsstólum
Öldungadeild Bandaríkjaþings sam-
þykkti í fyrrinótt frumvarp um fjár-
mögnun alríkisins fram til 18. febr-
úar næstkomandi, en óttast var að
loka þyrfti alríkisstofnunum yfir jól-
in ef samkomulag næðist ekki á milli
demókrata og repúblikana í deild-
inni.
Greiddu 69 þingmenn atkvæði
með frumvarpinu en 28 á móti, en
það tryggir meðal annars að starfs-
menn alríkisins geti fengið greidd
laun fyrir jólin. Chuck Schumer,
leiðtogi demókrata í deildinni, sagð-
ist vera ánægður með að raddir
skynseminnar hefðu fengið að ráða.
Hópur repúblikana í deildinni hót-
aði að halda frumvarpinu í gíslingu
nema demókratar féllust á að hætta
við fyrirhugaða bólusetningarskyldu
á fyrirtæki með fleiri en hundrað
starfsmenn. Náðist á endanum
málamiðlun, þar sem þeir fengu að
greiða atkvæði um tillögu sína, sem
var felld, og fengu þeir þannig mót-
bárur sínar gegn bólusetningar-
skyldu skjalfestar með atkvæði sínu.
Mitch McConnell, leiðtogi repú-
blikana í öldungadeildinni, lagðist
gegn tilraunum til að stöðva frum-
varpið, en leiðtogar repúblikana ótt-
uðust að þeim yrði kennt um ef al-
ríkið gæti ekki greitt starfsmönnum
sínum laun eða haldið úti starfsemi
yfir jólahátíðina.
Það er hins vegar skammt stórra
högga á milli í öldungadeildinni, því
að líklegt er að hækka þurfi skulda-
þak Bandaríkjanna aftur um miðjan
mánuðinn. McConnell hefur hins
vegar heitið því að repúblikanar
muni ekki aðstoða við það. Munu
demókratar því líklega að grípa til
nokkurs konar fjáraukalaga til að
hækka þakið, en ferlið við slíka laga-
setningu þykir nokkuð strembið.
AFP
Þinghúsið Það er sjaldan lognmolla
á Bandaríkjaþingi í Washington.
Framlengdu
gálgafrestinn
- Fjármögnun tryggð fram í febrúar
Verðbólga í
Tyrklandi er orð-
in yfir 21% á árs-
grundvelli sam-
kvæmt nýbirtum
tölum. Í kjölfarið
lækkaði mats-
fyrirtækið Fitch
lánshæfis-
einkunn ríkisins
og er hún nú orð-
in neikvæð. Ekki
bætir úr skák að gengi lírunnar,
gjaldmiðils Tyrklands, féll um 30%
gagnvart dollar í síðasta mánuði og
hefur fallið um 45% frá áramótum.
Seðlabanki landsins lækkaði stýri-
vexti í þriðja sinn í röð að kröfu Er-
dogans forseta sem segir að þannig
sé hægt að örva atvinnulífið, auka
framleiðslu og örva útflutning.
Hann heldur því fram að háir vextir
orsaki verðbólguna, en það fer
gegn viðteknum skoðunum hag-
fræðinga. Búist er við nýrri vaxta-
lækkun 16. desember.
TYRKLAND
Mikil verðbólga
og óstöðugleiki
Erdogan
Tyrklandsforseti
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO
varaði við því í gær að ríki heims
ættu að búa sig undir mikla fjölgun
tilfella Covid-19 á næstunni vegna
Ómíkron-afbrigðisins, sem nú hefur
greinst í 38 löndum í öllum heims-
álfum. Enn hefur þó ekki verið stað-
fest neitt dauðsfall af völdum af-
brigðisins, en Christian Lindmeier,
talsmaður WHO, sagði í gær að
gagnaöflun um afbrigðið og feril
þess síðustu vikurnar væri enn í
gangi, og því gæti það breyst.
Stjórnvöld í Bandaríkjunum og
Ástralíu tilkynntu í gær um fyrstu
innanlandssmitin sem rekja megi til
afbrigðisins, en frumniðurstöður
rannsókna í Suður-Afríku, þar sem
afbrigðið kom fyrst fram, benda til
þess að fólk sem hafi áður smitast sé
þrisvar sinnum líklegra til þess að
smitast á ný af Ómíkron-afbrigðinu
en fyrri afbrigðum.
Nú er um vika liðin frá því að
Ómíkron-afbrigðið var sett á sér-
stakan válista hjá WHO. Segja sér-
fræðingar stofnunarinnar að enn
gætu liðið nokkrar vikur þar til hægt
verði að skera úr um hvort afbrigðið
sé meira smitandi en Delta-afbrigðið
og þá hvort það valdi verri einkenn-
um en fyrri afbrigði.
Michael Ryan, framkvæmdastjóri
neyðardeildar WHO, sagði í gær að
stofnunin myndi fá þessi svör fljót-
lega. „Við þurfum að treysta vísind-
um, vera þolinmóð og ekki óttasleg-
in,“ sagði Ryan.
Fleiri börn á sjúkrahús
Í Suður-Afríku hefur tilfellum
kórónuveirunnar fjölgað ört í þessari
viku, og greindust nú um fjórfalt
fleiri með Covid-19 í landinu en í síð-
ustu viku. Þá hafa fleiri börn yngri
en tólf ára gömul þurft að leggjast
inn á sjúkrahús í landinu en í fyrri
bylgjum.
Enn er þó of snemmt að fullyrða
hvort afbrigðið eigi auðveldara með
að smitast milli barna en fyrri af-
brigði, þar sem bólusetning fyrir
börn yngri en tólf ára er ekki hafin í
landinu. Þá flækir það mat á áhrifum
afbrigðisins í Suður-Afríku að ein-
ungis um fjórðungur íbúa þar hefur
verið bólusettur gegn veirunni.
Í nágrannaríkinu Simbabve hefur
tilfellum einnig fjölgað mjög mikið,
þrátt fyrir að hert hafi verið mjög á
sóttvarnaaðgerðum vegna
Ómíkron-afbrigðisins. Þar greindust
1.042 ný tilfelli í gær, en fyrir tveim-
ur vikum voru dagleg tilfelli einungis
um 20 talsins.
Sautján smitaðir í jólaboði
Talið er að minnst sautján manns
hafi smitast af Ómíkron-afbrigðinu í
fjölmennu jólaboði sem haldið var í
Ósló, höfuðborg Noregs, á föstudag-
inn í síðustu viku. Er smitrakning
enn í gangi, en rúmlega hundrað
manns sóttu boðið. Voru allir bólu-
settir, en einn gesta var nýkominn
heim frá Suður-Afríku. Þá höfðu allir
tekið heimapróf og voru því engar
reglur brotnar í boðinu.
Allir hinir smituðu hafa enn sem
komið er einungis mild einkenni á
borð við höfuðverk, hálsbólgu og
hósta, en allir tilheyra aldurshópum
sem taldir eru í minni hættu á að
þróa með sér alvarleg einkenni. Hafa
sóttvarnaaðgerðir verið hertar í Ósló
vegna hópsmitsins.
Afbrigðið komið til allra heimsálfa
- Ómíkron-afbrigðið hefur nú fundist í 38 ríkjum - Enn ekkert dauðsfall staðfest af völdum þess
- Fjöldi tilfella fjórfaldast milli vikna í Suður-Afríku - Grunur um stórt hópsmit í jólaboði í Ósló
AFP
Covid-19 Þessir Lundúnabúar biðu í
gær eftir því að fá örvunarskammt.
Úkraínumenn glíma við gífurlegan
sorpurðunarvanda. Í landinu eru
rúmlega sex þúsund löglegir urð-
unarstaðir og eru þeir allir orðnir
yfirfullir. Talið er að óleyfilegir urð-
unarstaðir séu vel á fjórða tug þús-
unda víðs vegar um landið. Landið
er mjög vanþróað í allri sorphirðu,
landsmenn virða ekki tilmæli um að
flokka sorp; 10 milljónir tonna falla
til árlega og aðeins 4% eru flokkuð.
Þá er eingöngu ein sorpbrennsluvél
starfrækt í öllu landinu, gömul vél
frá þeim tíma er landið var hluti
Sovétríkjanna. Sú vél ræður ekki
einu sinni við að brenna öllu sorpi
frá höfuðborginni, Kænugarði. Sér-
fræðingar telja að kjarni vandans sé
sá að stjórnvöld geti ekki eða vilji
ekki verja meiri fjármunum til að
laga ástandið.
Aðeins ein sorpbrennsluvél í allri Úkraínu
Allt yfirfljót-
andi í sorpi
í landinu
AFP