Morgunblaðið - 04.12.2021, Side 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2021
Lindarbraut 635, 262 Ásbrú
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
2ja herbergja íbúð á fyrstu hæð í tveggja hæða
fjölbýlishúsi ásamt sólpalli. Grunnskóli í göngufæri.
ATH. Vantar allar tegundir eigna á söluskrá.
Jóhannes Ellertsson
Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677
Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555
Verð 22.700.000 58,5 m2
A
llir sem fylgjast með smarta fólkinu í öllum smörtu löndunum vita
að það fólk er síupptekið við að njóta. Fyrirsagnirnar eru svona:
„Telma og Sara og kærastarnir nutu við Garda-vatn“ (nöfnum
breytt). Hvort unga fólkið er að njóta lífsins, njóta fríðinda, hæfi-
leika sinna eða veðurblíðunnar kemur ekki fram. Ég veit ekki hvað svona
stytting heitir, að sleppa fallorðinu sem sögnin vísar til, en orðabækur sam-
mælast um að þessi sögn taki með sér eignarfall, að njóta e-s. En e-s er
hvergi að finna.
Svipað mynstur hefur myndast í kringum fleiri lífsnautnir: „Ef ég hef ver-
ið dugleg í ræktinni, þá leyfi ég mér.“ Leyfir þú þér hvað, leyfist að spyrja?
Smá sætindi? Að svindla á matarkúrnum? (Orðabók hvíslar: að leyfa sér e-ð.)
Ég held að ég hafi spottað hérna trend, og að það sé fremur nýtt af nálinni.
Sjálf datt ég í gildruna þegar
ég auglýsti spennandi við-
burð á félagsmiðli og skrif-
aði: Mæli með. (Mæli með
þessu var ekki nógu svalt.)
Nú má ekki halda að þessi
tilhneiging, að sleppa botn-
inum úr föstu orðalagi, sé bundin við smartlöndin, eða ég vilji hengja bakara
þeirra fyrir smiði trendsins. Svo er alls ekki – þetta sést víðar. Nýverið var
t.d. auglýstur fyrirlestur „um mikilvægi þess fyrir börn og unglinga að til-
heyra“, en hvergi tekið fram hverju þau ættu að tilheyra, hóp, samfélagi, tíð-
aranda. (Tilheyra e-m.) Í samtali um umhverfismál ræddi sérfræðingur um
„hvort við viljum losa minna eða hvernig við viljum losa“. Hann átti við það
sem heitir fullum fetum að losa gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið
(að losa e-ð). Svipað má merkja í viðfangsefni sem er ofarlega á baugi þessa
dagana: „Grunur lék á að konu hafi verið byrlað á Stúdentakjallaranum í
gærkvöld.“ Sem betur fer erum við ekki mjög vön að orða grunsemdir okkar
um að fólk byrli öðru fólki ólyfjan eða eitur, en einnig hér virðist andlagið
vanta – að byrla e-m e-ð – mögulega vegna þess að ekki er alltaf vitað hvað
það er. Þó held ég að orðalagið yrði svona samt. Þannig veltur þetta áfram –
nú síðast í aðventuviðtali við fyrrverandi prest sem skv. vefkynningu „hefur
um árabil unnið með fólki sem hefur misst og talaði við [blaðið] um það sem
hann hefur lært …“ Að fólkið hafi misst ástvin leiðir kannski af sjálfu, orða-
lagið er samt óvenju tómlegt.
Óþarft er að taka fram að ég hef ekkert við innihald þeirra fregna sem ég
vitna í að athuga – punkturinn er að hinum nýstárlegu styttingum er beitt
blátt áfram og hversdagslega, óháð málefni, tilefni og aldurshópum. M.ö.o.
virðist tilhneigingin komin inn í málið. Hvort hún er smit úr öðrum málum
eða innbyggð tilraun til einföldunar veit ég ekki, það er heimaverkefni eða
heitapottsfóður. Í sama anda ætlaði ég að vera sniðug og enda á því að „óska
ykkur gleðilegra“! En kannski virkar svona stýfing ekki á öll orðasambönd.
Það kemur í ljós með tímanum.
Þá leyfi ég mér
Tungutak
Sigurbjörg Þrastardóttir
sitronur@hotmail.com
Morgunblaðið/GSig.
Sigling á Garda-vatni Hér er verið að leyfa sér og njóta. Mæli með!
N
eyðarlögin sem alþingi samþykkti og tóku
gildi 6. október 2008 voru stjórnvalds-
aðgerðin sem dugði Íslendingum best gegn
afleiðingum hruns bankanna nokkrum dög-
um áður. Í doktorsritgerð við mikils metinn háskóla í
Berlín segir að tvær aðrar stjórnvaldsaðgerðir fyrir ára-
mót 2008/09 hafi verið í samræmi við bestu stjórnar-
hætti, það er skipan rannsóknarnefndar alþingis og lög-
festing embættis sérstaks saksóknara.
Allt voru þetta pólitískar ákvarðanir sem nutu á ögur-
stund víðtæks stuðnings á alþingi. Þegar litið er til þess
sem síðan gerðist blasir við að þarna voru stigin gæfu-
spor. Sama verður ekki sagt um allt sem stjórnvöld
gerðu. Meðal mistaka má nefna ákvarðanirnar um að
sækja um aðild að Evrópusambandinu (ESB), um að
kollvarpa stjórnarskránni og fara í landsdómsmálið gegn
Geir H. Haarde. Allt var þetta misráðið.
Því var og er enn haldið víða fram að hrunið megi
rekja til íslenska stjórnarráðsins. Innan þess hefðu
menn ekki séð að bankarnir væru að sligast. Sama má þá
segja um stjórnkerfi margra annarra landa. Vissulega er
ekki öllum gefið að sjá fyrir
óorðna hluti. Að taka réttar
ákvarðanir á hættustund er ekki
heldur öllum gefið. Við óvænt
áföll skiptir þó mestu að rétt sé
við brugðist. Gripið sé til skyn-
samlegra ráðstafana til að draga
úr skaða og hefja endurreisn.
Þetta var gert hér strax haustið
2008.
Eftir 1. febrúar 2009 hófst
framkvæmd stefnu vinstri stjórn-
ar sem vildi að þrennt hefði for-
gang þjóðinni til bjargar: aðild að ESB, samþykkt nýrr-
ar stjórnarskrár og uppstokkun á stjórnarráðinu.
Stjórnarráðslögin sem giltu frá 1970 til 2011 mæltu
fyrir um skýrar boðleiðir: hverju ráðuneyti stýrði ráðu-
neytisstjóri í umboði ráðherra sem gæti stýrt fleiri en
einu ráðuneyti. Þetta skipulag á stjórnarráðinu stuðlaði
ekkert að hruni bankanna en reyndist vel þegar tekið
var á afleiðingum þess. Innan stjórnarráðsins og á al-
þingi voru teknar farsælar ákvarðanir á ögurstund.
Í vinstri stjórninni 2009 til 2013 var þannig lagt út af
skýrslu rannsóknarnefndar alþingis að það yrði að koll-
varpa lögunum um stjórnarráðið frá 1970 og setja ný – ef
þyrfti yfirleitt nokkur lög um stjórnarráðið. Jóhönnu
Sigurðardóttur forsætisráðherra þótti mikið liggja við í
þessu efni og knúði á um skjóta niðurstöðu við litla and-
stöðu á þingi. Þetta hjartans mál hennar hlaut brautar-
gengi árið 2011. Breytingin átti meðal annars að tryggja
fækkun ráðherra.
Nú 10 árum síðar myndar Katrín Jakobsdóttir (VG) 12
manna ríkisstjórn. Ráðherrafjöldinn er þar með orðinn
sá sami og hann varð mestur samkvæmt gömlu lögunum.
Markmið Jóhönnulaganna um fáa ráðherra með stór
ráðuneyti er orðið að engu.
Í stefnuræðu sinni 1. desember 2021 boðaði Katrín
Jakobsdóttir að hún hefði „hug á að hefja endurskoðun
laga um Stjórnarráð Íslands“ í samvinnu við alla þing-
flokka. Dagar Jóhönnulaganna um stjórnarráðið eru
taldir eftir óvissuna sem við blasir þegar við skiptingu
starfa ráðherra var leitast við að endurskipuleggja ráðu-
neyti eftir pólitískum áherslum og auka hreyfanleika í
opinberri stjórnsýslu.
„Eins og staðan er núna vitum við eiginlega bara ekki
neitt,“ sagði Þórveig Þormóðsdóttir, formaður Félags
starfsmanna stjórnarráðsins, við Morgunblaðið 2. des-
ember og Friðrik Jónsson, formaður Bandalags háskóla-
manna, sendi forsætisráðherra bréf og spurði hvað væri
eiginlega á seyði.
Næsta skref er tillaga forsætisráðherra til þingsálykt-
unar um breytingu á ráðuneytum og skiptingu verkefna
milli þeirra. Þegar alþingi hefur samþykkt hana getur
ráðherrann svarað hvernig framkvæmdin verður.
Stjórnarmyndunardaginn, 28.
nóvember, rituðu forseti Íslands
og forsætisráðherra undir tvo for-
setaúrskurði, (1) um skiptingu
stjórnarmálefna milli ráðuneyta
og (2) um skiptingu starfa ráð-
herra. Þessa tvo úrskurði verður
að lesa saman til að átta sig á
málaflokkum sem falla undir ein-
staka ráðherra.
Störfum ráðherra er nú lýst
með töluliðum sem vísa til úr-
skurðarins um skiptingu stjórnar-
málefna. Í byrjun vikunnar birtist leiðari í Fréttablaðinu
sem sýndi að ritstjórinn áttaði sig ekki á nýrri verka-
skiptingu í útlendingamálum innan stjórnarráðsins, út-
listun hans varð marklaus.
Áður gátu ráðherrar farið með fleiri en eitt ráðuneyti
sem hvert og eitt laut forystu ráðuneytisstjóra. Nú geta
margir ráðherrar farið með pólitíska stjórn málefna í
ráðuneyti undir stjórn eins ráðuneytisstjóra.
Þrjú dæmi skulu tekin um nýmæli: Jón Gunnarsson
fer með málefni dómsmálaráðuneytisins en ber embætt-
isheitið innanríkisráðherra. Sigurður Ingi Jóhannsson
fer með málefni samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis
en ber embættisheitið innviðaráðherra. Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir ber embættisheitið vísinda-, iðnaðar-
og nýsköpunarráðherra og fer með málefni sem heyra
undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, mennta- og
menningarmálaráðuneyti og samgöngu- og sveitar-
stjórnarráðuneyti.
Vissulega má kenna þessa nýskipan við hreyfanleika.
Hann má hins vegar ekki verða á kostnað gagnsæis og
skilvirkni. Hreyfanleikinn verður að tryggja að borg-
urunum séu auðvelduð samskipti við stjórnarráðið og
þeir viti að erindi hreyfist eftir móttöku. Flækjufótur í
stjórnarráðinu þar sem embættismenn vita „eiginlega
bara ekki neitt“ samræmist ekki góðu stjórnarháttunum
sem einkenndu viðbrögðin haustið 2008. Við útgöngu úr
faraldrinum verður gangverk stjórnarráðsins að virka.
Flækjustig stjórnarráðsins magnast
Dagar Jóhönnulaganna um
stjórnarráðið eru taldir eftir
óvissuna sem við blasir eftir
skiptingu starfa ráðherra og
endurskipulögð ráðuneyti
eftir pólitískum áherslum.
Björn Bjarnason
bjorn@bjorn.is
Ég tók þátt í skemmtilegri mál-
stofu Miðaldastofu í Háskóla
Íslands 2. desember um Snorra
Sturluson. Þar skýrði ég, hvers
vegna ég skipaði Snorra fremst í ný-
lega bók mína um tuttugu og fjóra
frjálslynda íhaldsmenn, ásamt heil-
ögum Tómasi Akvínas. Ástæðan er
sú, að þeir komu báðir orðum að
kenningum, sem John Locke kerfis-
batt síðar, þegar hann þurfti að færa
rök fyrir byltingunni blóðlausu á
Bretlandi 1688. Þessar kenningar
voru, að konungar væru seldir undir
sömu lög og aðrir og að setja mætti
þá af, ef þeir virtu ekki þessi lög.
Heimskringlu Snorra má lesa sem
viðvörun við konungum, og kemur
það skýrast fram í ræðu Þorgnýs
lögmanns yfir Svíakonungi og ræðu
Einars Þveræings á Alþingi. Raunar
gengur Einar Þveræingur svo langt
að segja, að Íslendingum sé best að
hafa engan konung. Jafnframt benti
ég á, að Egill Skallagrímsson væri
einn fyrsti raunverulegi einstakling-
urinn í mannkynssögunni, og á ég þá
við, að hann stígur út úr móðu fjöl-
skyldu, ættbálks og héraðs, reisir
konungi níðstöng, steytir hnefa
framan í goðin og á sér auðugt til-
finningalíf.
Sverrir Jakobsson sagnfræðipró-
fessor var andmælandi minn og
flutti mál sitt með ágætum. Hann
tók undir með mér um stjórnmála-
hugmyndirnar í Heimskringlu, en
gerði aðallega ágreining um tvennt.
Í fyrsta lagi væri alls óvíst, að Snorri
hefði samið Egils sögu, eins og ég
gengi að vísu. Í annan stað hefði
Snorri í eigin lífi hegðað sér eins og
konungsmaður frekar en andstæð-
ingur konungs. Þótt ég telji senni-
legt, að Snorri hafi samið Egils sögu
(eins og flestir fornfræðingar), ætla
ég ekki að hætta mér út í deilur um
það. En ég lét hins vegar í ljós þá
skoðun, að aðalheimildarmaðurinn
um Snorra, frændi hans Sturla
Þórðarson, væri hlutdrægur.
Treysta ætti honum varlega.
.Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Hver var Snorri?
Allt um sjávarútveg