Morgunblaðið - 04.12.2021, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2021
Eftirfarandi
grein er endurbirt
því það vantaði
hluta af texta. Beð-
ist er velvirðingar á því.
Hér sit ég í sameiningu með
vatninu, himninum og fuglunum
sem svífa allt í kring og hugsa
um þig: mína elsku systur sem
ég frá barnsaldri óskaði að vera
nær í lífinu.
Frá því að ég var lítil stúlka
og hafði einhverjar hugmyndir
um að það væru til eldri hálf-
systur úti í veröldinni stóru, fór
mig að dreyma um að kynnast
þér, elsku Linda.
Það kom svo til mín á ung-
lingsaldri að við náðum að kynn-
ast aðeins, ég þessi litla – og þú,
stóra systir mín.
Ég mun ávallt muna eftir æv-
intýraferð minni til ykkar á Pat-
reksfjörð, þar sem við lékum
okkur saman eins og unglingar
og þið mættuð mér svo vel á
þeim aldri sem ég var á, þó að
heil sautján ár væru á milli okk-
ar. Þarna náðum við góðum
systratengslum, sem síðar varð
að dýrmætri minningu sem
fylgir mér enn í dag.
Tenging okkar fæddist í
gegnum náttúruna og einlæg
samtöl sem spegluðust í stór-
fengleika sjávar og fjöru, fjalla
og flögrandi fugla. Og er inn var
stigið fléttaðist tengingin í
gegnum plönturnar þínar sem
þú elskaðir og matinn góða sem
þú eldaðir handa mér.
Þú varst með kúlu á magan-
um –kúlu sem svo hvarf einn
daginn – og ég skildi aldrei al-
veg almennilega, en vissi að það
var mikill missir, þó ég væri á
þeim tíma komin aftur heim í
borg.
Tilhlökkun okkar allra
breyttist í sorg og brostnar von-
ir, sem erfitt var að koma orði á.
Ég var bara 15 ára og óskaði
þess heitast að kynnast þér bet-
ur. Með lága sjálfsmynd og leit-
andi að stöðugleika í lífinu
dreymdi mig um að einn daginn
gætum við búið nær hvor annari
og leikið okkur meira saman.
Það var svo gott að tengjast þér
í gegnum töfra lífsins á þessum
mótandi árum. Ég sá styrk þinn
og hæfileika, fegurð þína og ljós
skína skært í gegnum þig.
Á sama tíma öðlaðist ég
innsæi inn í heim hangandi
sorgar, sem þú hafðir borið með
þér frá blautu barnsbeini og
mikið sem ég óskaði þess að
geta verið framlag í þínu lífi, því
innst inni vissi ég að við vorum
„alvörusystur“ og langt í frá
ósvipaðar.
Systur sem aldrei náðu að
kynnast almennilega, en urðu
Hellen Linda
Drake
✝
Hellen Linda
Drake fæddist
29. júní 1960. Hún
lést 19. nóvember
2021.
Hellen Linda var
jarðsungin 2. des-
ember 2021.
þess í stað fyrir
stöðugri truflun af
skuggum fortíðar,
sem ég forðaðist að
tengja sem mína
sögu.
Mig langaði svo
mest í heiminum til
að gleyma gömlum
sögum og fá að vera
í núinu með þér; að
heyra meira um
náttúruævintýrin
þín og baða mig í ljósi lífsins
með þér.
Mikið sem ég þurfti að læra
að sleppa tökunum aftur og aft-
ur og aftur, og að treysta al-
mættinu fyrir framtíð okkar
beggja. Sem og ég gerði, þó ekki
hafi alltaf reynst auðvelt.
Það er svo sannarlega mikið
og djúpt þroskaferli að læra að
sleppa og að elska á sama tíma.
Þetta kenndir þú mér. Alveg
frá byrjun.
Er þú sagðir mér frá þínum
leiðum, sem ég tók svo hjart-
anlega til mín og fann með tím-
anum mitt eigið æðruleysi og ró
í gegnum.
Nú, hér sem ég sit við vatnið
blíða og virði fyrir mér sveim-
andi fugla allt um kring; flögr-
andi pelikana og syndandi æð-
arfugla, þá veit ég djúpt í hjarta
mínu að allt er í lagi.
Ég trúi því að þú sért á betri
stað og hafir fundið frið hjá Guði
alls sem er.
Ég minnist þín hér með frið-
arbæn heilags Frans af Assisi,
elsku Linda.
Bæn sem ég óska þess að við
öll í kringum þig getum umvafið
okkur, á meðan þú færð að upp-
lifa þig sem þá skæru og lýsandi
stjörnu sem þú ert,
í eftirlífinu þínu eilífa...
Guð ger þú mig að farvegi
friðar þíns
svo að ég færi
kærleika þangað sem hatur er
fyrirgefningu þangað sem misgerð er
einingu þangað sem sundrung er
trú þangað sem efi er
von þangað sem örvænting er
gleði þangað sem harmur er
ljós þangað sem skuggi er
Veit þú Guð
að ég sækist fremur
eftir að hugga en láta huggast
að skilja en njóta skilnings
að elska en vera elskuð
því er við gefum munum við öðlast
fyrirgefum mun okkur fyrirgefast
gleymum okkar eigin, finnum við okk-
ar sanna sjálf
og það er í að deyja
að við fæðumst til eilífs lífs
Amen
Takk fyrir að sýna mér syss!
Þín litla systir,
Jóhanna Guðleif
(Jósa í Ameríku).
Það er komið að kveðjustund,
sem er alltof snemmt, en ekki
spurt að því. Það er ekki nema
rúmur áratugur síðan við Linda
kynntumst, en við náðum svo vel
saman og urðum góðar vinkon-
ur. Hún var alveg einstök, mjög
sérstök manneskja. Hún bjó við
erfiðar heimilisaðstæður og náði
ekki að mennta sig, en hún
Linda lét það ekki stoppa sig,
hún var sjálfmenntaður
náttúrufræðingur. Hún sá það
fagra í öllu sem lifði, öllum
gróðri og svo umgekkst hún
skordýr með stakri virðingu.
Það er unun að horfa á myndir
sem hún tók af atferli ýmissa
skordýra. Hún var ótrúlega fjöl-
fróð um plöntur og smádýr, það
mátti svo margt af henni læra.
Hún var líka brautryðjandi,
skrifaði undir nafninu Baugalín
bókina Launhelgar lyganna.
Það hafði ekki verið gert áður að
skrifa bók um kynferðisofbeldi
gegn börnum, hér á landi. Þar
sýndi hún mikinn hetjuskap.
Elsku Linda mín, lífið fór ekki
mjúkum höndum um hana og
hún þurfti margt að reyna. En
alltaf stóð hún keik, hvað sem á
bjátaði. Ég er svo glöð yfir að
hafa heimsótt hana út til Eng-
lands fyrir tveimur árum. Við
áttum góðar stundir saman, sem
glöddu okkur báðar. Til stóð að
endurtaka þetta en það verður
því miður ekki hægt. Þakka þér
fyrir þína óeigingjörnu vináttu
og öll þín elskulegheit. Ég mun
sakna þín, en vona að þér líði vel
þar sem þú ert nú, mín kæra.
Það verður aldrei önnur Linda.
Vinkona þín,
Hera Helgadóttir.
Rósin
Rósin í garðinum er fölleit og grá,
ylur og gleði er hennar þrá.
Loks þegar ljósið fær hún að sjá,
lífslöngun vaknar þá henni hjá.
Blöð hennar grænka, hún verður flott,
í garðinum hennar er indælt og gott.
Rósin vel dafnar við sumarsins yl,
ei lengur skal óttast vetrarins byl.
(Baldvin Viggósson)
Rósin, Linda, konan sem
barðist allt sitt líf fyrir réttlæti
og sanngirni.
Árið 2000 sendi hún frá sér
bókina Launhelgi lyganna, und-
ir höfundarnafninu Baugalín.
Bókin er og var tímamótaverk
um þöggun gagnvart þolendum
kynferðisofbeldis. Hún var
brautryðjandi í þessari um-
ræðu.
Ég varð vinkona Lindu þegar
hún kom í Hvassaleitisskóla, lítil
og brothætt stúlka. Hún var
alltaf að berjast fyrir því að það
væri hlustað á hana.
Margar góðar minningar á ég
um vináttu okkar Lindu, en svo
skildi leiðir í mörg ár. Með til-
komu facebook endurnýjuðum
við vinskap okkar. Þá bjó hún á
Englandi.
Við Linda ætluðum að hittast
á Englandi vorið 2020. Við
hlökkuðum til að kynnast upp á
nýtt, eiga góða daga og hlæja
saman, en ekkert varð af því
vegna Covid.
Rósin, Linda, var mikill nátt-
úruunnandi og hafði næmt auga
fyrir því fallega, jafnt stóru sem
smáu í náttúrunni, einnig skor-
dýrin voru falleg og áhugaverð.
Hún var dugleg að safna
hnetum og fræjum af trjám og
blómum sem hún sendi til vina á
Íslandi.
Margir eiga eflaust eftir að
hugsa fallega til Lindu þegar
trén stækka og teygja blöðin í
átt til sólarinnar og blómin
blómstra í öllum regnbogans lit-
um, upp frá hnetunun og fræj-
unum sem hún sendi okkur.
Þegar Linda vissi að stutt
væri eftir af hennar jarðvist var
ósk hennar að geta komið til Ís-
lands að kveðja, og sú ósk rætt-
ist, en hún lést 19. nóvember sl.
Rósin, Linda, á alltaf stað í
hjarta mínu og ég er þakklát
fyrir að hafa kynnst þessari bar-
áttukonu, sem lífið fór ekki allt-
af mjúkum höndum um.
Guð gefi mér æðruleysi til þess að
sætta mig við það sem ég fæ ekki
breytt, kjark til að breyta því sem ég
get breytt og vit til að greina þar á
milli.
(Reinhold Niebuhr)
Jóhanna
Eysteinsdóttir.
Í dag kveðjum við hinstu
kveðju Hellen Lindu Drake.
Hún lifði í anda rómantísku ald-
arinnar, hún var rótlaus, unni
tónlist, ritlist og náttúruskoðun,
og hafði réttlætiskennd og for-
tíðarþrá að leiðarljósi. Ævi
hennar minnir á ævi Jónasar
Hallgrímssonar, Heinrich
Heine eða Frederic Chopin:
Skáldagáfa, basl, fátækt, flótti
frá heimalandinu, heimþrá, dag-
draumar, þ.e. rómantíska stefn-
an í hnotskurn. Hvað útlit henar
varðar þá kemur upp í hugann
Frelsisgyðjan á rómantíska
málverkinu fræga eftir Delacro-
ix. Fyrirmynd Fjallkonu okkar
og Frelsisstyttunnar í USA.
Kynni okkar Lindu hófust
þegar við vorum bæði komin á
fullorðinsár. Þau voru fyrst og
fremst hugmyndafræðilegs eðl-
is, og samskiptin nær eingöngu
rafræn. Linda hafði skrifað bók
undir dulnefni og við veltum
innihaldi hennar fyrir okkur.
Mörg er þar átakanleg lýsingin
á ofbeldi og erfiðleikum, en ég
er þess fullviss að fræðingar
framtíðar eiga eftir að sjá betur
og betur að bókin er ekki ein-
göngu um hana sjálfa, heldur
um margar stúlkur á ýmsum
tímum, bæði skyldar og óskyld-
ar henni, og í ýmsum löndum,
jafnvel um drengi líka, og að
bókin sú arna var algjört tíma-
mótaverk. Jafnvel á pari við
Kúgun kvenna eftir John Stuart
Mill. Dulnefnið er Baugalín.
Linda var vel að sér í tónlist
og í náttúrufræðum, unni hinu
smáa og fagra eins og Jónas
Hallgrímsson. Hún var óspör á
skilaboð til Facebókarvina sinna
varðandi eitt og annað sem hún
sá á netinu eða myndir sem hún
tók sjálf. Hún bar einhvers kon-
ar virðingu fyrir mér vegna þess
að mér hafði auðnast að ljúka
BS-prófi í líffræði, auk þess að
hafa starfað á vistheimilum, en í
raun var hún sjálf miklu fróðari
en ég um nánast öll náttúrufyr-
irbæri, sérstaklega plöntur og
skordýr. Þá komu gjarnan frá
henni skilaboð um að ég yrði að
hlusta á þetta eða hitt lagið sem
hún taldi henta mér í það og það
skiptið, og oftast var það rétt
ályktað hjá henni. Alltaf var hún
jákvæð, en það örlaði samt
gjarna á trega og einmanaleika.
Útlegðin tekur á, því hafa Jón-
as, Heine og Chopin einnig lýst
þá þeir dvöldu fjarri uppruna
sínum í Danmörku eða Frakk-
landi.
Fyrir nokrum árum dró
dimm ský fyrir sólu. Linda
sendi mér dag nokkurn mynd af
stokkbólginni tá sinni og spurði
hvort þetta væri þvagsýrugigt.
Hún var óróleg, hafði áhyggjur
og sagði þetta kvalafullt. Ég
taldi gigtina líklega skýringu,
hafði sjálfur glímt við þann vá-
gest, en til öryggis ákvað ég að
áframsenda myndina á gigtar-
lækninn minn, hann Ragnar
Frey. Hann er glöggur og svar-
aði um hæl að við færum algjör-
lega vill vegar með málið, þetta
væri „blóðþurrð“ (blóðtappi),
sem væri mun alvarlegra mál en
gigtin, og eigandi táarinnar yrði
að fara eins og skot í rannsókn.
Þessi svör sendi ég Lindu strax
um kvöldið og varð þetta upp-
hafið að því sjúkdómsferli sem
átti eftir að verða henni erfitt,
því fleiri blóðtappar fundust
fljótlega og á hættulegri stöð-
um. Ég vil nota þetta tækifæri
til að þakka Ragnar Frey Ingv-
arssyni lækni fyrir þessi skjótu
viðbrögð, Linda kunni að meta
þau, hún vildi umfram allt vita
sannleikann, hver sem hann
væri. Hún var enda vön mann-
eskja þegar kom að vonbrigðum
og óþægilegum niðurstöðum.
En nú eru skilaboð hætt að ber-
ast og Facebook-vinir einum
færri en áður. Aðstendendum
Lindu votta ég alla mína samúð.
Ég lýk þesum fátæklegu orðum
með erindi úr kvæði eftir Valde-
mar Hólm Hallstað frá Húsa-
vík, sem á Kristnesi við Eyja-
fjörð orti á sínum tíma um
fjarlægðina, fárveikur af berkl-
um:
Heyrirðu ei, þig hjartað kallar á?
Heyrirðu ei storm, er kveðju mína
ber?
Þú fagra minning eftir skildir eina,
sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er.
Baldur Garðarsson.
Til Lindu
Fjallið er ekki eins bratt
og sýnist í hraða hugans.
Leiðin er létt því kjarkurinn flýgur á
undan.
Fegurðin kallar á tár.
Beinn og breiður stigi niður
Hugur og berir fætur segja nei.
Austræn sól rís með ögun mannlífs
Naglinn sem stendur uppúr er lam-
inn
súrefni inn auðmýkt út.
Ekki trufla einkalíf hvers og eins.
Í vestrænu sólarlagi hleypur og fellur
negla
auðmýkt inn súrefni út.
Afar kær vinkona er fallin
frá.
Hjartað grætur, tár falla með
þakklæti fyrir ríkar minningar.
Þakklæti fyrir minningar um
stórhuga náttúrubarn með hug-
rekki, hugsjónir, auðmýkt og
einlægni sem fylgdu Lindu þau
þrjátíu ár sem kynni okkar
vörðu. Að auki gaf Linda okkur
öllum hlutdeild í sársauka sem
og öðrum stundum lífs síns.
Endurminningar æsku hennar
og uppvaxtar sem hún færði til
bókar voru brautryðjandaverk
sem lýsti einstöku hugrekki og
réttlætiskennd. Ég er þakklát
fyrir stundir vinskapar okkar
hér heima sem og í heimsóknum
okkar til Englands. Linda lifir
sterk í huga okkar.
Við fjölskyldan kveðjum
Lindu með ljóði Sigurðar Páls-
sonar
Náttmyrkrið
Treystu náttmyrkrinu
fyrir ferð þinni
Heitu ástríku
náttmyrkrinu
Þá verður ferð þín
full af birtu
frá fyrstu línu
til þeirrar síðustu
Gréta Mjöll Bjarnadóttir,
Björn Ragnar, Baldur
og Óðinn.
Hún Kristín á
Hömrum fylgdi
okkur hjónunum í
rúma hálfa öld.
Hjörtur var fjósa-
maður hjá þeim Gunnari sum-
arið 1969 og bræddi þá hjarta
mitt varanlega. Við fluttum í
sveitina 1972 og þá kynntist ég
Stínu og fleiri ungum konum.
Það voru þroskandi og
skemmtilegir tímar.
Við Stína vinkona vorum
ólíkar að mörgu leyti en aldrei
slettist upp á vinskapinn þessi
50 ár. Hún nákvæm og skipu-
lögð en líka til í stuð. Ég með
brussuganginn, athyglisbrest-
inn og létta kæruleysið. Ýmsar
Kristín Carol
Chadwick
✝
Kristín Carol
Chadwick
fæddist 5. janúar
1943. Hún lést 15.
nóvember 2021. Út-
förin fór fram 2.
desember 2021.
góðar ráðleggingar
fékk ég frá minni
kæru vinkonu, t.d.
að hafa mál á
veggjum í veskinu
ef ég rækist á eitt-
hvað sem vantaði
til heimilisins. Það
dugði vel þegar ég
keypti forláta
bókahillu og spegil
í nýja húsið í
Hamravík.
Stína var félagslynd og fróð-
leiksfús og dugleg að bæta við
sig þekkingu á ýmsum sviðum.
Hún dreif sig í þýsku, vélritun,
tölvufræði og svæðisleiðsögn og
fór á tískusýningarnámskeið
hjá Hönnu Frímanns í Karon.
Hún bar af sýnendum á út-
skriftarkvöldinu þar, enda var
hún glæsileg kona, með góðan
takt og þokka. Rauði krossinn
naut starfskrafta hennar í
fjölda ára, hún var fangavinur,
heimsóknarvinur, og öflug í
verkefninu Föt sem framlag.
Þá var hún virk í kvenfélagi og
kirkjukór og tók þátt í end-
urreisn Gömlu Borgar með
fleiri dugnaðarforkum.
Hún var okkur Hirti afar
hjálpleg í hótelrekstrinum á
Hamri, lagði á ráðin við skipu-
lagningu þvottahússins og tók
að sér næturvörslu þegar við
brugðum okkur til útlanda.
Hún hafði gaman af þessu
stússi okkar enda átti hún sér
gamlan draum um að vinna á
hóteli. Góðar minningar tengj-
ast ferðalögum til Köben,
London, Edinborgar og Berl-
ínar og ljúfar stundir áttum við
á Spáni haustið 2018.
Við Hjörtur fluttum á Sel-
foss 2019 og hlökkuðum til þess
að njóta samvistanna við Stínu
og aðra vini hér. Veikindi henn-
ar breyttu þó miklu og ekki síð-
ur Covid-fárið. Ég reyndi eftir
bestu getu að létta undir með
henni og dáðist oft að seiglunni
og æðruleysinu sem hún sýndi
við þessar aðstæður. Hún naut
frábærrar heimaþjónustu og
var afar þakklát þeim góðu
konum sem gerðu henni kleift
að vera heima í Fosstúni. Stína
átti gott sumar eftir geislameð-
ferðina í vor og var farin að
huga að bílakaupum þegar ör-
lögin tóku í taumana. Hún vissi
hvert stefndi og kvaddi sátt við
guð og menn.
Stína kom sannarlega mörgu
í verk á lífsleiðinni. Dæmi um
það er bókin hennar „Tveggja
landa kona“ sem hún gaf út í 25
eintökum svo að afkomendur
hennar fengju að kynnast ævi
hennar og starfi. Í tvö ár greip
hún í verkið, handskrifaði í
stílabækur og svo var allt fært
í tölvu, 130 síður með völdum
myndum. Í lokakaflanum
stendur þetta: „Ég hef litið á
lífið eins og verkefni sem þarf
að leysa og gengið í það með
þeim aðferðum sem mér fannst
að myndu duga í hvert sinn.
Trúin hefur hjálpað mér og
gefið mér æðruleysi. Lífið er
ekki alltaf eftir óskalista, málið
er að læra að lifa með lífinu í
gleði og sorg.“ Það tókst Stínu
minni vel.
Systkinin frá Hömrum og
fjölskyldur þeirra fá innilegar
samúðarkveðjur okkar Hjartar.
Guð blessi minningu Stínu vin-
konu minnar.
Unnur
Halldórsdóttir.
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512