Morgunblaðið - 07.12.2021, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 07.12.2021, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 7. D E S E M B E R 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 287. tölublað . 109. árgangur . 17 dagar til jóla Jóladagatalið er á jolamjolk.is ÆVINTÝRA- BLÆR YFIR ARÍUM DAGSINS RAMMI UTAN UM RAFÍÞRÓTTIR SPENNANDI TÆKIFÆRI HJÁ HAMMERS DRÖG AÐ NÝRRI STEFNU 11 ÞÓRIR TIL HOLLANDS 27HRAFNHILDUR SYNGUR 28 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Veitt er heimild til sölu margra ríkiseigna í nýju fjárlagafrumvarpi, þar á meðal stórra og áberandi fasteigna í miðborg Reykjavíkur. Meðal annars er veitt heimild til að selja stórar fasteignir við Hlemmtorg, þar á meðal lögreglu- stöðina, en breyta á Hlemmi í eitt stærsta torg borgarinnar. Þá er veitt heimild til að selja hús Ríkisskattstjóra á Laugavegi og byggingar sem voru í notkun Vega- gerðarinnar en þessir reitir gætu samanlagt rúmað hundruð íbúða. Af öðrum dæmum má nefna Land- helgisgæslureitinn við Ánanaust og hús Héraðsdóms Reykjavíkur og Landsréttar, sem er í Kópavogi. Eignir erlendis seldar Hin fyrirhugaða eignasala tak- markast ekki við Ísland því áform- að er að selja óhentugar eða óhag- kvæmar húseignir utanríkis- þjónustunnar erlendis og kaupa eða leigja hentugra húsnæði. Einnig stendur til að selja lóðir í eigu ríkisins og má þar nefna land við Blikastaðaveg í Reykjavík. »12 Ríkið hyggst selja stórhýsi Morgunblaðið/Golli Lögreglustöð Heimild er veitt til að selja Hverfisgötu 113-115, Hlemmi. - Heimild veitt til að selja áberandi byggingar í borginni _ „Þessir skjálft- ar þurfa ekki að þýða að kvika sé á leið til yfir- borðs. Hún þarf að brjóta sér leið og það vantar þá skjálfta. Mæl- ingar á jarð- skorpubreyt- ingum á Grímsfjalli sýna heldur engin merki um að það hafi orðið kvikuinnskot í nágrenninu. En það er ekki þar með sagt að þetta geti ekki þróast þangað,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor við HÍ, um jarðskjálfta í Grímsvötnum í gærmorgun. »2 Engin merki um kvikuinnskot Eldgos Grímsvötn gusu síðast 2011. Jólaverslunin er nú í fullum gangi, enda styttist í jólin með hverjum deginum sem líður. Í búðargluggum á Laugavegi má nú sjá alls kyns jólaskraut og jólapakka, sem stillt hefur verið upp fyrir gesti og gangandi, og minna á að mögulega geti hin fullkomna gjöf leynst þar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Stillt upp fyrir jólin Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Einstaklingar fengu samtals rúm- lega 92 milljarða króna í arf á sein- asta ári. Fjárhæð arfsins sem greiddur var í fyrra ríflega tvöfald- aðist frá árinu á undan en framtelj- endur töldu fram rúmlega 45 millj- arða króna í fenginn arf á árinu 2019. Þessar upplýsingar fengust hjá Skattinum og byggjast á skatt- framtölum einstaklinga sem töldu fram arf á framtölum ársins 2021. Samtals fengu 6.916 einstaklingar arf á seinasta ári og fjölgaði þeim umtalsvert á milli ára en 5.250 töldu fram arf á árinu 2019. Páll Kolbeins, rekstrarhagfræð- ingur hjá Skattinum, segir að al- mennt hafi arfur aukist mikið á árinu 2020, eins og sjá megi af þess- um fjöldatölum, en einnig voru stór dánarbú fleiri en árið á undan. Þá fengu fleiri framteljendur umtals- verðan arf á seinasta ári og kann að vera að hann hafi í sumum tilfellum verið greiddur fyrir fram. Erfingjar greiddu alls rúmlega 8,8 milljarða kr. í erfðafjárskatt til rík- isins vegna arfs sem þeir fengu í fyrra. Er sú upphæð rúmlega tvöfalt hærri en á árinu á undan. »6 Fengu 92 millj- arða í arf - Arfur einstaklinga tvöfaldaðist í fyrra Morgunblaðið/Golli Peningar 6.916 fengu arf í fyrra og greiddu 8.818 millj. í erfðafjárskatt. „Það er mikið umhugsunarefni að þessi staða sé komin upp,“ segir Sig- urður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, en Landsvirkjun tilkynnti í gær að hún hygðist skerða þegar í stað afhendingu raforku til stórnotenda sem eru með skerðanlega skammtímasamninga, en þar á meðal eru fiskimjölsverksmiðjur, gagnaver og álver. Þá hefur Landsvirkjun einnig hafn- að öllum óskum nýrra viðskiptavina um orkukaup vegna rafmyntagraftar. Upphaflega átti skerðingin að hefjast í janúar, en í tilkynningu Landsvirkjun- ar segir að nokkrar ástæður séu fyrir því að hún komi fyrr til framkvæmda, en fyrirtækið segist meðal annars hafa fullnýtt getu flutningskerfisins til að flytja orku frá Norðausturlandi til álagspunkta á Suðvesturlandi. Sigurður segir að þessi staða komi sér sérstaklega illa á þeim tíma sem hrávöruverð sé hátt, með hliðsjón af því að græn orkuskipti eru á næsta leiti. „Skerðingin kemur illa við ís- lenskt efnahagslíf og við hagkerfi Ís- lands,“ segir Sigurður, og bætir við að hún muni draga úr framleiðslu og verðmætasköpun. Hann bætir við að það sé rétt að ákveðnu marki að flutningskerfið sé ekki nógu skilvirkt en engu að síður sé það staðreynd að það þurfi að afla meiri orku. „Flutningskerfið er sann- arlega eitthvað sem þarf að skoða og bæta en það breytir ekki því að það þarf að afla meiri orku á landinu vegna þess að eftirspurnin er sannarlega til staðar og líka með hliðsjón af loftslags- málunum þar sem eftirspurn eftir grænni orku er að aukast á heimsvísu,“ segir Sigurður. Leyfisveitingar tefji fyrir Guðmundur Ingi Ásmundsson, for- stjóri Landsnets, segir í samtali við Morgunblaðið að það sé rétt að flutn- ingsgeta byggðalínunnar sem tengi saman norðausturhornið og virkjanir fyrir sunnan sé takmarkandi þáttur. Aðalástæðan fyrir því séu miklar tafir á framkvæmdum Landsnets vegna leyfisveitinga. „Við höfum lagt áherslu á að það þurfi að einfalda ferlið við leyfisveit- ingar og gera það skilvirkara og tryggja að niðurstaða fáist í leyfisveit- ingaferlið,“ segir Guðmundur og nefnir að umsóknir hafi tafist mikið í kerfinu. Séu dæmi þess að framkvæmda- leyfisferlið geti tekið allt að tíu ár. Kemur sér illa fyrir hagkerfið - Landsvirkjun hyggst skerða raforku til stórnotenda með skerðanlega skamm- tímasamninga strax - Þarf að skoða og bæta stöðu flutningskerfis raforkunnar MSkerðing »2

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.