Morgunblaðið - 07.12.2021, Page 2

Morgunblaðið - 07.12.2021, Page 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2021 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Jarðskjálfti að stærð 3,6 stig varð í Grímsvötnum í gærmorgun og mældust upptök hans vera grunn og um 1,2 km NNA af Grímsfjalli. Fluglitakóðinn fyrir Grímsvötn var færður úr gulum í appelsínugulan sem þýðir að eldstöðin sýni aukna virkni og vaxandi líkur séu á eld- gosi. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Há- skóla Íslands, segir að þarna sé spenna í jarðskorpunni en ekki hægt að fullyrða nú að eldgos sé í aðsigi. „Það komu 3-4 jarðskjálftar um og yfir þrír að stærð í kringum toppinn á Grímsvatnahlaupi árið 1954 en þá varð ekki gos,“ sagði Magnús Tumi. „Þessir skjálftar þurfa ekki að þýða að kvika sé á leið til yfirborðs. Hún þarf að brjóta sér leið og það vantar þá skjálfta. Mælingar á jarðskorpu- breytingum á Grímsfjalli sýna held- ur engin merki um að það hafi orðið kvikuinnskot í nágrenninu. En það er ekki þar með sagt að þetta geti ekki þróast þangað. Það er ákveðin hætta á eldgosi þegar Grímsvötn hlaupa og þau eru í gosham eins og þau hafa verið í 25 ár. Það gerðist árið 2004 og þar áður 1934 og 1922 að gos fylgdu hlaupum. Það dregur úr líkum á gosi eftir því sem lengra líður frá hlaupinu.“ Nýr sigketill yfir farveginum Nýr sigketill sást suðaustan við Grímsfjall þegar flogið var yfir svæðið á sunnudaginn var. Áætlað er að ketillinn hafi þá verið 500-600 metrar í þvermál, samkvæmt upp- lýsingum frá Veðurstofu Íslands. Ketillinn er á svipuðum slóðum og farvegur hlaupvatns úr Grímsvötn- um liggur undir jöklinum. Magnús Tumi segir að þessi sig- ketill sé aðeins sunnar en sigketill sem myndaðist í tengslum við Grímsvatnahlaup 2004. „Það þarf mikla orku í stuttan tíma til að búa svona sigketil til. Þessi ketill líkist svolítið kötlunum sem urðu til samhliða umbrotunum í Bárðarbungu 2014 sem leiddu til Holuhrauns. Þar var mjög mikil kvika á ferðinni og gæti hafa teygt anga sína til yfirborðsins,“ sagði Magnús Tumi. Hann segir ekki hægt að útiloka að smá kvika hafi komist nú upp á yfirborð og mynd- að nýja sigketilinn. Hins vegar sé erfitt að skilja það því það vanti skjálftana sem yfirleitt koma á und- an slíkri atburðarás. Eins gæti hafa brotist upp jarðhiti sem líka er erf- itt að skilja því þarna hefur ekki áð- ur orðið vart jarðhita. Svo gæti hafa komið upp jarðhiti fyrir nokkru og vatn safnast fyrir sem síðan hafi hlaupið. Ástæða þess að sigketillinn myndaðist verður skoð- uð betur. Vatn í Gígjukvísl var farið að réna í fyrradag. Rennslið mældist mest um 2.800 m3/sek. sem er nokk- uð minna en spáð hafði verið. Ís- hellan í Grímsvötnum hafði sigið um 77 metra í gær. Mikið hafði dregið úr hlaupóróa og er talið að vötnin séu búin að tæma sig að mestu. Magnús Tumi segir allt benda til þess að heildarvatnsmagn í hlaup- inu verði svipað og búist var við. „Þetta hlaup reis hægar og stóð að- eins lengur en búist var við. Þess vegna varð flóðtoppurinn ekki eins hár og ef hlaupið hefði risið jafn hratt og gerðist 2004 og 2010,“ sagði Magnús Tumi. Engin teikn um aðsteðjandi gos - Jarðskjálftar í Grímsvötnum í gær - Engin merki sáust í gær um að kvika væri að brjótast til yfirborðs - Eftir er að rannsaka ástæðu þess að nýr sigketill hefur myndast í jöklinum suðaustan við Grímsfjall Ljósmynd/Veðurstofan/Njáll Fannar Reynisson Grímsvötn Nýi sigketillinn sást á sunnudag suðaustur af Grímsvötnum. Horft að eystri hnjúknum við Grímsvötn. Lögreglan á höf- uðborgarsvæðinu varaði við því í gærmorgun að fljúgandi hált væri þar, og áttu ökutæki og starfsmenn borg- arinnar sem sáu um söltun í erf- iðleikum vegna hálkunnar. Skömmu fyrir sjöleytið rann vörubíll sem var að salta í Kópavogi aftur á bak í hálkunni og fór vöru- bíllinn utan í fimm bíla. Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu, sagði í samtali við mbl.is í gær að engin slys hefðu orð- ið á fólki, en að eignatjón hefði aftur á móti verið töluvert. „Það þarf oft ekki mikið til að eignatjón skipti hundruðum þúsunda,“ sagði Guð- brandur þegar rætt var við hann um níuleytið. Var þá að mestu búið að hálkuverja stofnbrautakerfið, en enn var hált á bílastæðum og í efri byggðum. Síðar um daginn var greint frá því í dagbók lögreglu að minnst einn hefði þurft aðhlynningu á slysadeild eftir að hann rann til í hálkunni. Gert er ráð fyrir áframhaldandi frosti á höfuðborgarsvæðinu á morgun, en gert er ráð fyrir að frost á landsvísu verði á bilinu 0-8 stig. Vörubíll rann utan í fimm bíla vegna hálku Frost Aðgát skal höfð í hálkunni. Ómar Friðriksson Logi Sigurðsson Landsvirkjun hefur ákveðið að skerð- ing á afhendingu raforku til fiski- mjölsverksmiðja sem greint var frá í seinustu viku taki strax gildi, en ekki í janúar eins og ætlað hafði verið. „Skerðingin nær ekki eingöngu til verksmiðjanna, heldur einnig til stór- notenda með skerðanlega skamm- tímasamninga, t.d. gagnavera og ál- vera. Þau eiga það sammerkt með fiskimjölsverksmiðjum að hafa samið um skerðanlega orku að hluta. Þar að auki hefur Landsvirkjun hafnað öll- um óskum nýrra viðskiptavina um orkukaup vegna rafmynta,“ segir í til- kynningu Landsvirkjunar síðdegis í gær. Eru nokkrar ástæður sagðar fyrir þessu, m.a. að raforkuvinnsla hjá öðr- um framleiðanda sem átti að koma inn í vikunni komi ekki inn í kerfið fyrr en í lok næstu viku. Þá nægi full keyrsla í Vatnsfelli ekki til að halda uppi orkuframleiðslu á Þjórsársvæð- inu. Krókslón hafi lækkað það mikið að byrjað var að hleypa vatni fram hjá Vatnsfelli í gær til að stöðva frekari lækkun. Auk þess kom upp bilun í vél í Búrfelli sem ekki mun koma í rekst- ur fyrr en með vorinu. Hefði mátt nýta stóran hluta orku sem rann fram hjá Bent er á að flutningskerfi rafork- unnar sé flöskuháls. „Landsvirkjun hefur fullnýtt getu flutningskerfisins til að flytja orku frá Norðausturlandi til álagspunkta á Suðvesturlandi, en flutningskerfið ræður ekki við að flytja alla þá orku sem hægt væri að færa milli landshluta. Hinn 23. ágúst sl. fylltist Hálslón á Kárahnjúkum og þremur dögum síðar nam afl yfirfalls- ins um 2.000 MW. Á 10 dögum rann því fram hjá orka, sem samsvarar heilsárnotkun allra bræðslna á land- inu, þegar vertíð er góð. Með sterkara flutningskerfi hefði mátt nýta stóran hluta þeirrar orku sem rann fram hjá. Áætla má að takmarkanir í flutnings- kerfinu dragi úr vinnslugetu kerfisins sem nemur allt að 500 GWh. Að loknu sumri með jafn ójafnri dreifingu góð- viðrisdaga og raun bar vitni koma áhrifin fram með sérstaklega sterk- um hætti,“ segir í tilkynningu Lands- virkjunar. Vilja styrkja tengingarnar Guðmundur Ingi Ásmundsson, for- stjóri Landsnets, segir að það sé al- veg rétt að flutningsgetan á byggð- arlínunni sem tengi saman Norðausturhornið og virkjanir fyrir sunnan séu takmarkandi þáttur og hafi haft áhrif á stöðu miðlana í haust. Segir hann að Landsnet hafi lengi tal- að fyrir því að styrkja byggðalínuna. „Við vorum meðal annars að taka í notkun Kröflulínu 3 og erum að fara taka í notkun Hólasandslínu 3 frá Kröflu til Akureyrar næsta sumar,“ segir Guðmundur Ingi og bætir við að þessar framkvæmdir séu þær fyrstu í röð framkvæmda að nýrri byggðalínu og hafi gengið mjög vel. Hann segir þó brýnt að klára sem fyrst tengingu frá Akureyri og alla leið að iðnaðarsvæðinu við Grundar- tanga. „Það er þá verið að tala um Blöndulínu 3 og svo línu yfir Holta- vörðuheiði og alveg inn í Hvalfjörð.“ Guðmundur Ingi segir að treglega hafi gengið að komast í gegnum leyf- isveitingaferlið og fá framkvæmda- leyfi. „Framkvæmdir hafa því gengið mun hægar en við hefðum viljað sjá. Tafsamur undirbúningur og tregða við að fá framkvæmdaleyfi hefur fyrst og fremst verið að tefja okkur.“ Guðmundur segir erfitt að spá um hvenær þessar framkvæmdir gætu verið komnar í gagnið, þar sem fram- kvæmdaleyfisferlið geti tekið allt að 10 ár. „Vonandi gengur það betur og við vinnum að því hörðum höndum, enda er þetta brýnt hagsmunamál.“ Skerðing til stórnot- enda tekur strax gildi - Flutningskerfið flöskuháls - Brýnt að klára tengingar Morgunblaðið/Ómar Búrfellsvirkjun Bilun kom upp í vél í Búrfelli sem mun taka tíma að laga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.