Morgunblaðið - 07.12.2021, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 07.12.2021, Qupperneq 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2021 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Samtakamáttur sást í verki á laugar- dag þegar flutt var inn í nýjar íbúðir í fjölbýlishúsi við Austurhóla á Sel- fossi. Öllum kaupendum voru af- hentir lyklarnir á sama degi og þá strax tók fólk til óspilltra málanna við að bera kassa, borð, stóla, rúm og annað slíkt. Fjölskyldur hjálpuðust að og stemningin var góð. Alls eru 35 íbúðir í húsinu nýja, sem er sex hæð- ir og hæsta bygging á Selfossi. Verktakafyrirtækið Pálmatré reisti húsið, en á síðustu árum hefur á þess vegum verið unnið að mörg- um verkefnum á Selfossi. „Áhuginn á íbúðum í þessu húsi var mikill. Ég trúi því líka að þetta sé góður staður til að búa á,“ segir Pálmi Pálsson framkvæmdastjóri. Framkvæmdir við fjölbýlishúsið nýja, sem er austast og syðst í nýju hverfunum á Selfossi, hófust síðla sumars í fyrra. Í framgangi verksins gekk allt greiðlega fyrir sig og sam- kvæmt áætlun. Pálmatré var með allan sinn mannskap, um 25 manns, á svæðinu auk þess sem undir- verktakar, píparar, rafvirkjar, mál- arar og fleiri slíkir bættust við. Íbúðir í Austurhólahúsinu eru 2-3ja herbergja, 69-84 fermetrar að stærð, og voru seldar á 29-39 millj. kr. Fermetraverð er lægra en á höf- uðborgarsvæðinu, enda þótt heldur dragi saman í verði þar og fyrir aust- an fjall. Eftirspurnin eftir litlum íbúðum er mikil, að sögn Pálma, sem er kominn áleiðis með byggingu ann- ars fjölbýlishúss, sem einnig er við Austurhóla. Íbúðir í því fara í sölu á nýju ári og húsið verður frágengið eftir tæpt ár, héðan í frá. Festa fyrstu eign „Fasteignamarkaður á Selfossi er líflegur. Við hefðum sjálfsagt getað selt allt í þessari blokk tvisvar,“ seg- ir Snorri Sigurfinnsson, lögg. fast- eignasali hjá Bæ. Hann sá um sölu íbúða í Austurhólum, sem í tals- verðum mæli voru keyptar af ungu fólki sem var að kaupa sína fyrstu eign. Margt af því hefur rætur á svæðinu, en að öðru leyti er þar mik- ið aðstreymi fólks, til dæmis af höf- uðborgarsvæðinu. Íbúðir í Austurhólum seldust fljótt Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fjölbýlishús Blokkin nýja er sex hæðir og íbúðirnar eru alls 35 talsins. Fjær á myndinni er annað fjölbýlishús í sama stíl sem Pálmatré byggir einnig. Athafnamenn Snorri Sigurfinnsson fasteignasali, til vinstri, og Pálmi Páls- son verktaki. Ánægðir með framkvæmdina og hvernig til tókst í málinu. - 35 íbúðir í nýju fjölbýlishúsi á Selfossi - Áhugi og mikil eftirspurn - Fólkið var samtaka við flutn- inga - Litlar og gott verð - Hægt hefði verið að selja allar íbúðirnar tvisvar, segir fasteignasalinn Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Á seinustu fimm árum hafa lands- menn fengið 256 milljarða króna í arf samkvæmt skattframtölum einstak- linga um framtaldar tekjur á þessum árum. Fjárhæð framtalins arfs hefur hækkað nærfellt frá ári til árs sam- kvæmt yfirliti sem fékkst hjá Skatt- inum en líkja má aukningunni á sein- asta ári við sprengingu á milli ára því þá töldu einstaklingar fram 92.381 milljón króna í arf, sem er ríflega tvö- falt hærri fjárhæð en á árinu á undan. Framteljendum sem fengu arf fjölgaði á seinasta ári eða úr 5.250 á árinu 2019 í 6.916 í fyrra og þeir sem létu eftir sig arf voru einnig fleiri á seinasta ári en á árunum á undan eða 1.943 en á árinu 2019 voru arflátar 1.560 talsins, samkvæmt upplýsing- um sem Skatturinn lét Morgun- blaðinu í té. Þær byggjast á skatt- framtölum einstaklinga um arf og fjölda erfingja á síðasta ári. Ef litið er yfir lengra tímabil má sjá að um 48 þúsund einstaklingar hafa talið fram fenginn arf á seinustu tíu árum. Ekki liggja fyrir upplýs- ingar um hversu stór hluti arfsins sem greiddur var á seinasta ári var fyrirframgreiddur arfur. Greiða ber 10% erfðafjárskatt af öllum fjár- hagslegum verðmætum og eignum sem ganga í arf. Það eru sýslumenn sem sjá um að leggja erfðafjárskatt á dánarbú. Lagabreyting sem tók gildi 1. janúar sl. felur í sér að ekki er greiddur erfðafjárskattur af fyrstu 1.500 þúsund krónunum af dánarbú- um sem stofnuð voru fyrir seinustu áramót en skattleysismörkin voru hækkuð í fimm milljónir í upphafi yfirstandandi árs. 8,8 milljarðar í erfðafjárskatt Alls nam erfðafjárskattur sem greiddur er til ríkisins á seinasta ári 8.818 milljónum króna vegna arfs sem framteljendur fengu á árinu 2020, sem er ríflega tvöfalt hærri upphæð en á árinu á undan. Á sein- ustu fimm árum hafa tekjur ríkisins af erfðafjárskatti verið rúmlega 24 milljarðar króna. Álagður erfðafjárskattur einstaklinga tekjuárin 2005-2020 Erfðafjárskattur Fjöldi arfláta Heimild: RSK '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20 Tekjuár Fjöldi framtala Fjöldi arfláta Arfur, m.kr. Erfðafjár- skattur, m.kr. 2005 3.931 1.320 15.265 692 2006 3.992 1.298 15.530 737 2007 4.462 1.436 24.948 1.196 2008 4.094 1.274 19.114 911 2009 4.941 1.532 27.705 1.336 2010 6.611 2.114 42.658 2.085 2011 3.551 1.006 11.491 994 2012 3.919 1.140 16.415 1.523 2013 3.901 1.219 20.747 1.947 2014 4.168 1.298 21.709 2.026 2015 4.400 1.339 26.323 2.485 2016 4.878 1.532 32.474 3.093 2017 5.379 1.632 38.479 3.692 2018 5.573 1.605 47.144 4.539 2019 5.250 1.560 45.355 4.342 2020 6.916 1.943 92.381 8.818 10 9 8 7 6 5 4 3 2 1 0 2.500 2.250 2.000 1.750 1.500 1.250 1.000 750 500 250 0 Erfðafjárskattur,milljarðar kr. Fjöldi arfláta Alls var álagður erfðafjárskattur 8.818milljónir kr. fyrir tekjuárið 2020 sem er 103% aukning frá árinu á undan 8.818 milljónir kr. Móttekinn arfur tvö- faldaðist á milli ára - 256 milljarðar í arf á fimm árum 92 milljarða heildarfjárhæð arfs sem framteljendur töldu fram í fyrra er svipuð og allt framlag ríkisins til rekstrar Landspít- alans í 14 mánuði. Arfurinn jafn- gildir fasteignamati þriðjungs allra sumarbústaða og frí- stundabyggðar í landinu. Upp- hæðin dygði fyrir tveggja vikna fríi 140 þúsund fjölskyldna með tvö börn á Spáni miðað við með- alverð á tilboði ferðaskrifstofu. Fjárhæðir vega þungt FRAMTALINN ARFUR Landspítalinn Rekstur hans kostar tæpa 80 milljarða á þessu ári. „Við höfum ekki náð sömu álags- toppum og í fyrra enda er flæðið jafn- ara í ár, meðal annars vegna skilvirk- ari flutningaleiða,“ segir Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslands- pósts. Miklar annir hafa verið hjá dreifingarfyrirtækjum síðustu vikur eftir stóra verslunardaga á borð við svartan föstudag, dag einhleypra og netmánudaginn. Kjósa sífellt fleiri að kaupa inn á netinu, og hefur eftir- spurn eftir vörusendingum heim til fólks aukist mjög. Þórhildur segir að miklar sveiflur séu í sendingum með pakka innan- lands, þar sem í fyrra hafi verið 40% meira af innlendum pökkum en árið 2019. Þá hafi á vertíðinni október- desember 2020 verið 90% meira magn af innlendum pökkum en á ver- tíðinni árið 2019. Í ár eru sveiflurnar jafnari og magnið í heild fyrir árið um 2% yfir magninu 2020 en vertíðin október-desember stefnir í -16% undir árinu 2020, miðað við væntan- legt magn í desember. Hún segir jafnframt að sendingar til útlanda séu svipað margar í ár og í fyrra. Hvað varðar sendingar frá út- löndum er flæðið mun jafnara í ár en Covid-árið 2020 þegar miklar sveiflur voru vegna tafa á flutningaleiðum til landsins. „Á vertíðinni október- desember er magnið um 30% meira en aðra mánuði ársins að meðaltali,“ segir hún. Vel gengið þrátt fyrir magn Hrólfur Andri Tómasson, fram- kvæmdastjóri Dropp, segir að vel hafi gengið að koma sendingum til skila í nóvember þó magnið hafi verið mikið. „Það er auðvitað rosalegt þeg- ar allir þessir útsöludagar eru á sama tíma en við vissum af þessu og höfð- um undirbúið okkur allt árið.“ Dropp hóf göngu sína fyrir tveim- ur árum. Síðasta árið hefur fjölgað til muna þeim fyrirtækjum sem Dropp dreifir fyrir, eða um 70%. Í ár stóðu útsöludagarnir í nóvember lengur hjá mörgum fyrirtækjum en verið hefur og því dreifðist álagið betur. Hrólfur segir þó að jólavertíðin verði áfram stór. „Við búumst við því að desember verði jafn stór mánuður og nóvember en álagið verður eitthvað jafnara.“ hdm@mbl.is Jafnara flæði í pakkasendingum - Útsöludagar valda auknu álagi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.