Morgunblaðið - 07.12.2021, Page 14

Morgunblaðið - 07.12.2021, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þvermóðska og ein- strengings- háttur er það sem einna helst ein- kennir stjórn Reykjavíkurborgar um þessar mundir og á undanförnum ár- um. Þetta sést í hverju málinu á fætur öðru og skiptir þá engu hvort málið er í eðli sínu stórt eða smátt, hvort það snertir alla borgarbúa eða fáa ein- staklinga, alltaf er viðmótið hið sama. Og undirliggjandi ástæða þessarar framgöngu er oftar en ekki fjandskapur við einkabílinn, svo undarlegt sem það má teljast. Borgaryfirvöld finna sér tækifæri í flestum málum til að tengja þau við þennan fjand- skap og taka í framhaldinu ákvarðanir sem engin skyn- samleg skýring er á, aðeins þessi óskiljanlegi fjandskapur við langsamlega vinsælasta ferðamáta borgarbúa. Eitt dæmi um afleiðingar öfgafullrar aðfarar borgaryfir- valda að fólksbílum borg- arinnar birtist í Morgun- blaðinu í gær. Sagt var frá því að bílar Reykjavíkurborgar, sem notaðir eru til að sinna heimahjúkrun, hefðu skyndi- lega verið kallaðir inn til dekkjaskipta. Ástæðan var sú að borgin vildi tafarlaust taka bílana af nagladekkjum og breytti þá engu þó að kostn- aður við þennan hringlanda- hátt lenti á útsvarsgreiðendum í borginni. Ekki skipti heldur máli að þeir sem þurfa að sinna þjónustunni verða að fara tölu- vert út fyrir þröngan radíus þeirra sem spóka sig um í ráð- húsinu og næsta nágrenni en virðast ekki gera sér grein fyr- ir að borgin teygir sig langt í austur og upp í hæðir þar sem skilyrði eru önnur en í mið- bænum og raunar alla leið upp á Kjalarnes, þar sem allra veðra er von og færð að vetri til allt önnur en í 101. Fyrst minnst er á Kjalarnes, þá hafa Kjalnes- ingar líka fengið að kenna rækilega á fjandskapnum við fólksbílinn, en það birtist í því að þeir bíða enn eftir Sunda- brautinni sem þeim var lofað þegar þeir greiddu atkvæði um sameininguna við Reykjavík. Og það er ekki aðeins að þeir hafi ekki fengið Sundabraut- ina, þeir hafa ekki einu sinni fengið minnisvarðann sinn um sviknu loforðin sem þeir kusu í íbúakosningu en borgaryfir- völd neita að reisa. Fleiri dæmi mætti nefna en er svo sem óþarft enda flestum kunn. Það sem borgarbúum er hins vegar ekki kunnugt um eru ástæður þessa fjandskapar við fólksbílinn. Ef til vill skýr- ist það mál á fundi Íbúa- samtaka Bústaða- og Foss- vogshverfis annað kvöld. Ekki er talið útilokað að borg- arstjóri muni mæta á þann fund og skýra út fyrir íbúunum hvers vegna hann ætlar að þröngva allt of mörgum nýjum íbúðum inn í hverfið og bjóða upp á minna en eitt stæði á hverja íbúð. Allir vita hvað það þýðir fyrir þá íbúa sem fyrir eru, sem og þá sem flytja nýir í hverfið, enda er fjarri lagi að þessi viðbótarbílastæði dugi fyrir þá bíla sem bætast við. En það er einmitt einn helsti kosturinn við skipulagið að mati borgaryfirvalda, því að með þessu er íbúunum gert erfiðara fyrir að eiga bíl og þar með standa vonir borgar- yfirvalda til þess að þeir nýti sér aðra ferðamáta – nú eða haldi sig heima. Þeir flækjast ekki fyrir borgaryfirvöldum á meðan. Engu er eirt í barátt- unni gegn fólks- bílnum í borginni} Fjandskapurinn Greint var frá því í gær að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hygðist ráðfæra sig við samherja sína í Evrópu fyrir símtalið við Vladimír Pútín, forseta Rúss- lands, sem áformað er síðar í dag. Þetta kann að hafa verið nauðsynleg yfirlýsing eftir þau mistök Bidens að hrökklast fyrirvaralaust og án samráðs út úr Afganistan með skelfileg- um afleiðingum. Þetta breytir þó engu um það ástand sem uppi er í samskiptum Kína annars vegar og Rússlands hins vegar við nágranna sína og Vesturlönd. Carl Bildt, fyrrverandi for- sætisráðherra Sví- þjóðar, lýsti þess- ari stöðu ágætlega í grein hér í blaðinu í gær og þeim vanda sem við er að etja. Kínverjar verða sífellt meira ógnandi í garð Ta- ívana og Rússar safna herliði við landamæri Úkraínu. Þetta væri nægilega slæmt við hefðbundna forystu í Hvíta húsinu, en sú veika forysta sem þar er nú ýtir enn frekar undir þennan vanda á alþjóðavett- vangi. Samráð Bidens við sam- herja sína nú breytir engu þar um og þar sem trúverðugleik- ann skortir er hætt við að sím- tal hans við Pútín skili litlum eða engum árangri. Pútín er ekki líkleg- ur til að gefa mikið eftir gagnvart Biden} Vonlítið símtal Þ að er sérstakt fagnaðarefni að í kosningum til Alþingis skuli hafa náðst öflugri meirihluti en nokkru sinni fyrr um forystu Katrínar Jakobsdóttur sem forsætisráð- herra næstu fjögur ár. Nú erum við Vinstri græn enn kölluð til verka og hefjum á þeim grunni nýtt stjórnarsamstarf með Sjálfstæð- isflokki og Framsóknarflokki. Markmiðið er enn að skapa breiða samstöðu um uppbygg- ingu innviða samfélagsins. Nú er sérstaklega mikilvægt að horfa sérstaklega til þeirra áskorana sem blasa við vegna heimsfaraldurs vegna Covid-19-veirunnar og viðfangsefna sem snúast um efnahagsmál, en einnig að auka jöfnuð í samfélaginu. Verkefni sem lúta að loftslagsvánni verða einnig í forgangi í störfum nýrrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Í loftslagsmálunum reynir ekki síst á ráðuneyti mat- væla, sjávarútvegs og landbúnaðar. Þar búum við að grænni stefnumótun, allt frá stofnun Vinstri hreyfing- arinnar – græns framboðs, og líka nýlegri stefnumótun hreyfingarinnar í atvinnumálum, loftslagsmálum og nátt- úruverndarmálum. Sjálfbærni í allri umgengni við náttúruna er lykilatriði. Við erum hluti af vistkerfum jarðar en þau þarf bæði að vernda og efla. Við höfum hér byggt tilveru okkar á nýt- ingu lands og sjávar um aldir og þar eru tækifærin mý- mörg í nýsköpun, ýmiss konar sprotum, klasastarfi og þróunarverkefnum. Markmiðið þarf alltaf að vera að halda til haga órofa tengslum fólks og um- hverfis, gæta að lífríkinu öllu og því sem nærir það. Matvælaframleiðsla, sjávarnytjar og landnýting með sjálfbærni, heilnæmt um- hverfi og heilsu að leiðarljósi færa okkur tæki- færi sem ég hlakka til að takast á við í nýju ráðherraembætti, í samstarfi við fólk og at- vinnulíf um allt land. Við búum í góðu landi sem er ríkt af auð- lindum og mannauði og samheldni og slíkt samfélag á aldrei að sætta sig við fátækt, út- skúfun eða einmanaleika. Það er alltaf okkar verkefni að huga að hagsmunum og velsæld þeirra sem ekki búa yfir ríku afli, fjármagni eða tækifærum til að halda sínum sjónar- miðum á lofti, og leggja áherslu á að auka jöfnuð. Í stjórn og stjórnarandstöðu eigum við að forgangsraða í þágu hagsmuna heildar- innar. Mælikvarðar velsældar, réttlætis, sjálfbærni og umhverfisverndar eiga að leysa aðra og eldri mælikvarða af hólmi og það er á þeim góða grunni sem við eigum að feta leiðina fram á veg. Ég mun leggja sérstaka áherslu á loftslagsmál og jöfn- uð í öllum mínum verkum sem ráðherra matvæla, sjávar- útvegs og landbúnaðar, í samræmi við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar en ekki síst í samræmi við stefnu Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, og ég hlakka til nýrra verkefna. Svandís Svavarsdóttir Pistill Umhverfisvernd og jöfnuður Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Andrés Magnússon andres@mbl.is Í margra augum er Svíþjóð fyrirmyndarríki, þar sem vel- ferð og velmegun haldast í hendur, heimkynni Volvo og IKEA, þar sem landsmenn eru yfir- máta meðvitaðir um hvers kyns vandamál lífsins og lausnir þeirra. Það brá því mörgum í brún fyrir átta árum, þegar óeirðir brutust út í Stokkhólmi og víðar og fréttamyndir sýndu brotna glugga og brunnin bíl- flök en slökkvilið og lögreglu á flótta undan grjótkasti. Þá varð mörgum ljóst að ekki var allt í himnalagi í fyrirmyndarrík- inu. Mikið af ólgu í sænsku sam- félagi hefur hverfst um innflytjenda- mál. Sænsk stjórnvöld hafa um langa hríð verið mjög frjálslynd að því leyti, en hins vegar hefur ekki gengið jafnvel að aðlaga innflytj- endur og að var stefnt, félagsleg vandamál mikil og glæpir hafa auk- ist mjög ört, sem að talsverðu leyti má rekja til þess. Skothríð og sprengjuregn Ískyggilegasta breytingin er of- beldisaldan sem dunið hefur yfir síð- ustu misseri. Fyrst í stað varð henn- ar vart með stóraukinni notkun skotvopna, oft um hábjartan dag. Enn meiri óhug vekur þó þróun síðustu missera, þar sem sprengju- árásir hafa orðið æ tíðari, svo kalla má faraldur. Það sem af er árinu hafa meira en hundrað sprengju- tilræði verið framin í Svíþjóð og lög- reglan stendur ráðþrota frammi fyr- ir vandanum og hefur raunar verið gagnrýnd fyrir að gera lítið úr hon- um. Sömuleiðis hafa fjölmiðlar verið sakaðir um að segja ekki fréttir af sprengjufaraldrinum eins og vera bæri, að þeir séu feimnir við að segja slíkar fregnir af ótta við að kynda undir innflytjendaandúð. Fyrst og fremst eru það glæpa- gengi sem standa að baki sprengju- árásunum, aðallega til þess að jafna einhverjar sakir hvert við annað, en sem fyrr verða fleiri fyrir barðinu á þeim en hin eiginlegu skotmörk. Þar eru jöfnum höndum notaðar hand- sprengjur, heimatilbúnar rör- sprengjur og ýmsar vítisvélar aðrar. Það er ljóslega ekki sú Svíþjóð sem menn áttu að venjast, en kannski segir sína sögu að sprengjutilræði voru ekki einu sinni skráð í tölfræði lögreglu fyrir árið 2018, en það ár voru þau 162 talsins. Sprengjutilræðin eiga sér að langmestu leyti stað í stóru borg- unum, Stokkhólmi, Gautaborg og Málmhaugum, og þá aðallega í hverfum þar sem mikið er um inn- flytjendur, atvinnuleysi er mikið og meira um glæpastarfsemi en gerist og gengur. Það er þó ekki einhlítt og upp á síðkastið hefur færst í vöxt að slíkar árásir séu gerðar í betri hverf- um, svo sem úthverfinu Bromma í Stokkhólmi, Linköping og háskóla- borginni Lundi, þar sem margir Ís- lendingar hafa búið. Rappskáldin vondu Þrátt fyrir að margir Svíar hafi viljað loka augunum fyrir þessu ófremdarástandi, litið svo á að þetta væri vandi bundinn við ískyggileg- ustu innflytjendahverfin og þeir ein- ir muni vera, að þeir hirði aldrei þó að drepist, þá brá þeim mörgum í brún í lok október síðastliðins. Þá var Nils Grönberg, betur þekktur sem Einár, helsta rapp- stjarna Svíþjóðar, drepinn úti á götu fyrir utan heimili sitt í Hammarby, einu af fínni hverfum Stokkhólms, skotinn í brjóstið og andlitið. Mörgum miðaldra Svíum í mið- stétt brá þó ekki minna við að upp- götva að börn þeirra höfðu sæg kenninga um hver hefði drepið Ein- ár og gátu rakið erjur glæpahópa Svíþjóðar í smáatriðum. Þá þekk- ingu höfðu þau úr rapptextum hans og fleiri glæparappara, sem hafa vaxið í vinsældum í Svíþjóð í réttu hlutfalli við aukin ítök og ofbeldi glæpahópa, sem þar er lýst, beinlínis til þess að mæra óaldarlýðinn, blóð- þorsta hans og samviskuleysi. Sjálfur var Einár með langa sakaskrá, þó hann væri aðeins 19 ára gamall þegar hann var drepinn, orti um Glock-skambyssuna sína, dráp á uppljóstrurum og handlék hand- sprengjur í myndbandi, án þess að nokkur hreyfði andmælum við. Rapparinn Cuz, sem kom fram í sama myndbandi, hafði áður hlotið tveggja ára dóm, en líka komið fram með öðrum sænskum æskuljóma, sjálfri Gretu Thunberg. Öfugt við flestar glæparapp- stjörnur Svíþjóðar átti Einár ekki ættir að rekja til innflytjenda, held- ur eru foreldrar hans velmegandi menningarborgarar. Sjálfur rappaði hans hins vegar með innflytjenda- hreim. Enn hefur enginn verið hand- tekinn grunaður um morðið, sem að líkindum verður óupplýst líkt og flest önnur ofbeldisverk í gengja- stríðum Svíþjóðar, þar sem enginn vill eða þorir að tala. Og áfram flytja rappskáldin drápur sínar og drótt- kvæði um ómennin. Dauði og tortíming í fyrirmyndarríkinu AFP Svíþjóð Blóm, kerti og mynd af sænska rapparanum Einár í Hammarby Sjöstad, úthverfi Stokkhólms, þar sem hann var skotinn til bana í fyrri mánuði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.