Morgunblaðið - 07.12.2021, Qupperneq 16
Páll Bergþórsson
fyrrverandi veður-
stofustjóri lét þá skoð-
un í ljósi fyrir nokkrum
árum að þrátt fyrir
áhrif CO2 væri ekki von
á hlýnandi veðri hjá
okkur; árið 2040 yrði
jafnvel svalara í veðri
en nú er en upp úr því
færi aftur að hlýna og
um 2080 yrði þokkalega
hlýtt – þó ekki jafn hlýtt og margir
spáðu.
Hann sagðist byggja þá spá á
reynslu sinni og vil ég reyna að út-
skýra hvað hann mun eiga við. Páll
fæddist 1923 og hefur því upplifað
einar þrjár AMO-sveiflur, en svo eru
hitasveiflur í Atlantshafinu kallaðar.
Upp úr 1925 var kominn tími á hlý-
skeið sjávar og fór það saman við
hlýnun á landi sem náði hámarki árið
1939 með hitameti sem hefur ekki
verið slegið síðan.
Upp úr 1960 fór síðan kólnandi,
bæði haf og land. Hafís varð þrálátur
fyrir Norðurlandi 1965-1971 og mun
hafa verið vorkalt í Hvítársíðu, en
þaðan er Páll ættaður. Kuldinn 1979
var þó verstur því þá spratt ekki gras
að neinu gagni og lóga þurfti búsmala
í stórum stíl um haustið. Upp úr 1990
fór að hlýna og náði sú hlýnun há-
marki 2004-2016, en nú virðist aftur
kominn tími kólnunar. Hitastig sjáv-
ar hefur lækkað og hitatölur á landi
stefna niður á við. Því er trúlega kul-
datíð fram undan næstu áratugina.
Ekki er það til að auka bjartsýni mína
að Kyrrahafið er nú í köldum fasa,
sem útskýrir nýtt kuldamet á Suð-
urskautslandinu í vetur
sem leið.
Graf byggt á gögnum
bresku veðurstofunnar
(HadISST). Hitasveifl-
urnar eru meiri við Ís-
land.
Ellefu ára sveiflur í
sólvirkni hafa líka áhrif.
Því mun Páll hafa tekið
eftir. Á köldustu skeið-
um Litlu-Ísaldar var
hún óvenju lítil. Þar er
um að ræða Wolf-
lágmarkið, Spörer-
lágmarkið, Maunder-lágmarkið frá ˜
1645-1715 og Dalton-lágmarkið 1̃790-
1830. Sólvirkni var hins vegar mikil
um miðja síðustu öld og á síðasta
fjórðungi hennar. Sólarlota 23 stóð
óvenju lengi yfir, eða 12,5 ár. Það var
talið benda til að þær næstu yrðu
kraftlitlar, sem varð raunin með nr.
24, og spá NASA er að hin 25. er nú
stendur yfir verði síst sterkari.
Stjarnvísindamennirnir Valentina
Zharkova og fleiri hafa spáð því að
aðrar slíkar fylgi í kjölfarið og kólnun
gæti verið fram undan næstu 50 árin.
Ef svo bættist við að eitthvert eld-
fjallið myndi skjóta ösku sinni upp í
heiðhvolfið, eins og gerðist a.m.k.
fjórum sinnum á 20. öld, er hætt við
að það gæti kólnað ansi hressilega
tímabundið.
Graf frá NOOA/SWPC – Spá
NASA um lotu 25.
En hvað með hamfarahlýnunina?
Stendur hún ekki yfir akkúrat núna?
Hvar er hana annars að finna? Ekki á
Íslandi þar sem meðalhitinn 2020 var
0,4°C undir meðallagi síðustu 10 ára.
El Nino tók smá rispu 2015-16 en
gervihnattamælingarnar á vegum há-
skólans í Alabama, BNA, sýna að
meðalhiti jarðar í nóvember sem leið
var aðeins 0,08°C yfir meðaltali ár-
anna 1991-2020.
Þau hjá IPCC eru lélegir spámenn
og þurfa iðulega að biðjast afsökunar
á röngum spádómum, eins og þau
gerðu t.d. 2010 þegar ljóst var að spá
um bráðnun jökla Himalaja myndi
ekki rætast.
Hokkíkylfugrafið hans Michaels
Manns var gert að miðpunkti skýrslu
IPCC nr. 3, 2001, og voru þar með öll
þau margbreytilegu gögn er sýndu að
hlýskeið hafði verið í heiminum frá
9̃50-1250 e. Kr. og kuldaskeið frá
1̃300-1850 lögð til hliðar. Önnur
„sönnun“ en graf hans um að athafnir
mannanna á jörðinni valdi stjórn-
lausri hlýnun hefur ekki komið fram
mér vitandi og þar sem Mann hefur
ekki fengist til að leggja fram gögn
sín til prófunar má líta svo á að engin
sönnun um að hlýnun jarðar frá því
um 1850 sé af mannavöldum og það
að hætta notkun jarðefnaeldsneytis
dugi til að kæla hana hafi verið lögð
fram.
Hefur Páll kannski rétt fyrir sér?
Er kólnun loftslags fram undan? Er
trúin á hamfarahlýnun af mannavöld-
um kannski lýsenkóismi á sterum?
Eftir Ingibjörgu
Gísladóttur
» Páll Bergþórsson
náði athygli margra
er hann spáði kólnun
næstu áratugina.
Hvað skyldi hann
hafa fyrir sér í því?
Ingibjörg Gísladóttir
Hlýnun eða kólnun?
Graf byggt á gögnum bresku veðurstofunnar (HadISST). Hitasveiflurnar
eru meiri við Ísland.
Graf frá NOOA/SWPC - Spá NASA um lotu 25.
Höfundur starfar við
umönnun aldraðra.
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2021
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
Sími 555 2992 / 698 7999
Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra
Gott fyrir:
• Maga- og þarmastarfsemi
• Hjarta og æðar
• Ónæmiskerfið
• Kolesterol
• Liðina
Læknar mæla með selaolíunni
Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu ogMelabúð
Óblönduð
– meiri virkni Selaolía
Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en
konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika
í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð
að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar
breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið
niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað
áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var
með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir
að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og
húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað
Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni
bætta líðan og heilsu.
Guðfinna Sigurgeirsdóttir.
„Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga
á vinnustaðmínum sem ég hafði ekki getað áður.“
Þó óþarfi sé að etja
atvinnugreinum sam-
an þá getur ólík verð-
mætasköpun milli ein-
stakra atvinnugreina
verið sláandi, greina í
bláa og græna hag-
kerfinu. Það sjáum við
til dæmis þegar við
skoðum laun í sjávar-
útvegi annars vegar og
svo hins vegar í gisti-
og veitingastarfsemi. Samkvæmt
upplýsingum Hagstofu Íslands þá
greiðir sjávarútvegurinn 886 þúsund
kr. í laun á mánuði án launatengdra
gjalda. Samsvarandi tala er 309 þús-
und kr. á mánuði í gisti- og veitinga-
starfsemi. Þarna er munurinn nærri
þrefaldur. Inni í þessari tölu sjáv-
arútvegsins eru veiðar, vinnsla og
fiskeldi. Ef við tökum fiskveiðarnar
einar út þá eru meðallaun þar 1.314
þúsund krónur eða heilli milljón kr.
meira á mánuði en í gisti- og veit-
ingastarfsemi. Þetta er sláandi sam-
anburður og dregur fram þá gríð-
arlegu framleiðni og
verðmætasköpun sem finna má í
sjávarútvegi hér á landi.
Af hverju er verið að benda á
þetta hér? Jú, stundum er eins og
vanti skilning á mikilvægi sjáv-
arútvegsins og hve
langt hann hefur náð
þegar kemur að fram-
leiðni og sjálfbærni. Þar
er hann í fararbroddi og
hefur löngum verið
okkar helsta og traust-
asta atvinnugrein. Höf-
um hugfast að sjálfbær
þróun er háð breyt-
ingum sem ráðast af
þekkingu, tæknistigi og
samfélagsskipan á
hverjum tíma. Án fisk-
veiða og þeirrar tækni-
væðingar sem þar hefur átt sér stað,
sem hefur skilað sér í hagkvæmum
veiðum og vinnslu, værum við sem
þjóð ekki eins vel sett og raun ber
vitni. En þetta hefur einnig skilað
sér í sjálfbærri nýtingu auðlind-
arinnar og framsækni þegar kemur
að mengunar- og umhverfismálum.
Því má spyrja, hvers vegna við erum
stöðugt að elta skottið á þjóðum sem
eiga við mikinn vanda að etja í sínum
umhverfismálum? Oft er eins og við
sýnum því sem við erum að gera í
sjávarútvegi furðumikið tómlæti,
þeim árangri sem hefur gefið okkur
mesta auðlegð allra þjóða. Það gerist
þrátt fyrir að við séum stöðugt að
reyna að gera betur hér heima og
um leið með því að kenna öðrum
þjóðum hvernig við nýtum auðlindir
hafsins á sjálfbæran hátt.
Í stjórnarsáttmála nýrrar rík-
isstjórnar er mikið talað um græn
verðmæti náttúrunnar, en skyldu
þau bláu gleymast? Það fyr-
irkomulag sem við höfum sett upp á
stjórn fiskveiða er forskrift sem gæti
orðið öðrum þjóðum til heilla. Það
sem skortir á frekara starf á því sviði
er að aðrar þjóðir vita bara ekki
hvernig við fórum að þessu. Þessa
þekkingu á stjórnun, vísindum og
tækni eigum við að flytja út og kenna
þá forskrift sem við förum eftir við
stjórn veiða og vinnslu.
Það er betra að leiða en að vera
leiddur. Við Íslendingar höfum tæki-
færi til að vera leiðtogar þegar kem-
ur að framsæknum, sjálfbærum og
umhverfisvænum sjávarútvegi. Við
búum yfir einstakri þekkingu á
þessu sviði og okkur ber að leiðbeina
öðrum þjóðum og lýsa þeim leiðina.
Græn og blá verðmæti náttúru
Eftir Svan
Guðmundsson
Svanur Guðmundsson
» Ísland er umlukið
hafi en í stjórnar-
sáttmálanum er rætt
um grænu verðmætin.
Eru menn að gleyma
bláa hagkerfinu?
Höfundur er framkvæmdastjóri
Bláa hagkerfisins ehf. og
sjávarútvegsfræðingur.