Morgunblaðið - 07.12.2021, Síða 17

Morgunblaðið - 07.12.2021, Síða 17
UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2021 Í þættinum Kveik á RÚV þriðjudags- kvöldið 16. nóv. tóku þrjár konur og einn karl þátt í umræðum um ofbeldisbrot karla gegn konum. Umræðan snerist mikið um það að leggja áherslu á að þolandinn ætti alla samúð skilda umfram gerandann, nokkuð sem allir eru sammála um. Það var reyndar lögð áhersla á að alls ekki mætti sýna gerandanum neina miskunn og hug- takið fyrirgefning fékk ekki að vera með í umræðunni og helst að skilja að sátt á milli gerenda og þolenda væri af því illa því ekki mætti trufla þjáningarferli þolandans með því að sýna að gerandinn ætti sér ein- hverrar viðreisnar von. Einhver konan í þættinum vísaði mjög til menntunar sinnar og mik- illar hæfni til að vinna í þessum málum en karlinn var frekar hlut- laus í umræðunni. Eitt af því sem mér fannst at- hyglisvert var að oft kom í um- ræðuna að orsök afbrota gerandans væri að illvirkin væru sótt í karl- mennskuímyndina og var helst að skilja í þættinum að það sem gerði karl að karli væri ruddaleg fram- koma í orði og verki. Öll jákvæð sýn á karlmennsku var sniðgengin líkt og fyrirgefningin var sniðgengin og kristin viðhorf eins og að elska náungann eins og sjálfan sig virtust ekki koma til greina. Ég ætla nú sem karlmaður að leyfa mér að nefna nokkur atriði sem koma mér í hug og ég byggi karlmannsímynd mína á, því rudda- leg orð og athafnir eru ekki séreign karlmanna. Fyrir nokkrum árum sýndi björgunarsveitarmaður á Akranesi þá hugdirfsku að láta binda saman á sér fæturna og síga með höfuðið á undan niður í djúpa og þrönga jök- ulsprungu til að bjarga ungum dreng. Sönn karlmannsímynd og hetjulund. Fyrir mörgum árum bjargaði ungur Eyrbekkingur lífi sínu með því að sýna þá karlmennsku að velt- ast í brimgarðinum í tvo eða þrjá klukkutíma en ná loks landi, eftir að bátur hans fórst þar og tveir bræður hans drukknuðu. Sönn karl- mannsímynd og hreystiverk. Fyrir álíka mörgum árum bjarg- aði ungur Vestmannaeyingur lífi sínu með því að synda langa leið til lands eftir að bátur hans fórst, og í frosti og kulda gekk hann langa leið berfættur á úfnu hrauni til manna- byggða. Sönn karlmannsímynd og hreystiverk. Í barnaskóla bar það við að ungar stúlkur, sem reyndar kynntu sig yf- irleitt sem ágætar stelpur, lögðu skólasystur sína í einelti og margir fylgdu með. Skeði það gjarnan í kennslustofu þegar hlé var á kennslu. Einu sinni við slíkar að- stæður kom skólabróðir hennar, kannski tveimur árum eldri, í dyrn- ar á kennslustofunni og ávítaði þá sem þátt tóku í eineltinu. Ég var þarna viðstaddur og ég man enn hvað ég dáðist og dáist að karl- mennsku þessa drengs fyrir inngrip hans. RÚV sýndi nýverið mynd af lækni sem helgað hefur líf sitt því að starfa sem læknir í héraði lands í Afríku þar sem stjórnvöld herja á eigið fólk og reyna að flæma það úr byggðum sínum. Það er kristið fólk sem þarna býr en stjórnendur landsins eru ekki kristnir. Læknirinn sýnir með fórnfýsi sinni mikla karlmennsku. Langflestir íslenskir heimilisfeður sem ég hef kynnst unnu/vinna langan vinnudag og sækja gjarnan vinnu langt frá heimili sínu ef því er að skipta. Þessir menn taka alla þá yf- irvinnu sem er í boði til að geta séð sem best fyrir fjölskyldu sinni. Þessir menn eru verðug fyrirmynd barna sinna og láta hag konu og barna ganga fyrir eigin hag. Sannir karlmenn og traustir. Sagt er að danshljómsveitin á Títanik, sem ég hef alltaf talið að hafi verið skipuð körlum, hafi fórn- að lífi sínu með því að spila sálminn „Hærra minn Guð til þín“ aftur og aftur á meðan skipið sökk í hafið. Sönn karlmennska þar á ferðinni. Í fornsögum okkar er gjarnan vitnað til orðheldni og drengskapar í sambandi við karlmannsímyndina, samanber „hann var drengur góð- ur“. Karlmennska er jákvætt og gott hugtak, byggt á mannkostum og á að vera það. Það er ljótur leikur sem ber vott um slæmt hugarfar að tína til glæpaverk sem sumir karlar eru sekir um og flokka þau sem ímynd karlmennsku. Ég vona að þessi atriði sem ég hef hér tínt til af handahófi varðandi sýn á ímynd karlmennskunnar fái einhverja til að skoða málin í jákvæðara ljósi en hin þröngsýna og einhliða niðurrifs- umræða sem verið hefur í gangi undanfarið. Umræðan í nefndum Kveiksþætti fannst mér flytja þann boðskap heiðindóms og hefnda að með illu skuli illt út reka, og fordómafull sjónarmið gagnvart körlum gekk illa að fela undir yfirlætisfullri ábreiðu þeirra viðhorfa að hægt sé að mennta sig frá anda fyrirgefn- ingarinnar sem gefin er af Guði. Í upphafi 8. kafla 1. Kor. segir að þekkingin blási menn upp en kær- leikurinn byggi menn upp. Guð Biblíunnar sé þeim synd- ugum líknsamur sem ekki vilja af neinu góðu vita hjá meðbróður sem framið hefur glæp en iðrast gerða sinna. Þú, Drottinn, sem segir í orði þínu að allir hafi syndgað og skorti Guðs dýrð. Þú gerir alla jafna í hjálpræðisverki frelsarans og fyr- irgefur syndir án verðskuldunar syndarans af náð þinni. „Því að dómurinn verður mis- kunnarlaus þeim, sem ekki auð- sýndi miskunn, en miskunnsemin gengur sigri hrósandi að dómi.“ (Jak. 2:13.) Ég bið Íslendingum Guðs friðar. Ímynd karl- mennskunnar Eftir Ársæl Þórðarson Ársæll Þórðarson » Öll jákvæð sýn á karlmennsku var sniðgengin líkt og fyrirgefningin var sniðgengin og kristin viðhorf eins og að elska náungann eins og sjálfan sig. Höfundur er húsasmiður. Einu sinni, fyrir ekkert svo langa- löngu, tóku þrír ör- yrkjar tal saman á kaffihúsi og ræddu guðs blessaða vegi og heimsins óréttlæti. Þetta voru þau Katr- ín, Guðmundur og Bjarni. Þau sögðu farir sínar ekki slétt- ar og fullyrtu reyndar að þau væru í bar- daga við eitthvert óskilgreint skrímsli sem gekk undir nafninu „kerfið“. Á meðan Katrín og Guð- mundur biðu eftir ameríkanó og kappúsjínó tölti Bjarni að af- greiðsluborðinu og fékk sér uppá- hellt, alltaf aðhaldssamur, hann var nefnilega búinn að uppgötva að þannig gæti hann fengið ábót á kaffið – sem sagt meira fyrir minna. Þegar hann kom til baka til „kollega“ sinna var Katrín að lýsa fyrir Guðmundi hvernig „kerfið“ hefði í einu vetfangi svipt hana heimilisuppbótinni! Hinni kláru, sjálfstæðu og fem- ínísku Kötu fannst það alveg fá- ránlegt – það eina sem hún hafði leyft sér var að verða ástfangin – og leyft ástinni sinni að flytja inn til sín. „Já en Kata þú veist að heimilisuppbótin er aðeins fyrir þá sem búa einir,“ sagði Guðmundur og bætti við að það væri auðveld- ara fjárhagslega fyrir tvo að reka heimili en einn. Katrín var snögg til og hvæsti á Gumma: „Ertu þá að segja að ég eigi að leggjast upp á aðra vegna framfærslu minnar? Og brosti svo snöggt, nánast um leið og hún tók lítinn sopa af am- eríkanóinu. Guðmundur ákvað að láta kyrrt liggja enda hafði hann slæma reynslu af því að lenda í Katrínu og rökræðustíl hennar, sem einkenndist af ákveðni og snöggum brosviprum, enda hafði hún oft forsæti fyrir hópnum. Velsældin lítið aukist Þess í stað ákvað hann að beina athyglinni að sjálfum sér og lagði frá sér kappúsjínóbollann. Hann hafði nú aldeilis lent í klóm „kerf- isins“. Hann var svo heppinn að hafa getað verið í hlutastarfi frá árinu 2009 – og hafði því at- vinnutekjur. En „kerfið“ var í raun og veru ekkert hrifið af slíkri framtakssemi. „Það skerðir bara mínar almannatrygg- ingar auk þess sem frítekjumarkið hefur ekkert hækkað í þessi 12 ár, öfugt við kjara- samningsbundnar hækkanir, bæði á hin- um opinbera vinnu- markaði sem og almenna. Því hef- ur velsæld mín lítið aukist og þetta kerfi hvetur ekki til atvinnu- þátttöku. Mér finnst það hins veg- ar ómissandi að hafa samskipti við annað fólk og taka þátt í félags- legum athöfnum sem fylgja starf- inu. Ég met það meira en tekju- legan ávinning en auðvitað er þetta súrt,“ sagði Guðmundur fé- lagsmálafrömuður. Nú gat Bjarni ekki lengur á sér setið. Hann varð að leggja eitt- hvað til málanna, enda hafði hann ekki síður upplifað óréttlæti. „Vissuð þið að örorkulífeyrir hefur dregist verulega aftur úr lægstu launum og almennri launaþróun? Útreikningar sýna umtalsverða kjaragliðnun lífeyris almanna- trygginga frá árinu 2007, sem aldrei hefur verið leiðrétt. Sérhver er nú ósvífnin,“ sagði peningamað- urinn, sem náði varla andanum af hneykslun.“ Þunn uppáhellingin sat eftir í botni bollans en hann var snöggur til og fékk sér ábót og var fljótur að því enda átti hann ýmislegt eftir ósagt. Stjórnarsáttmálinn veit á gott „Það er bara búið að koma illa fram við öryrkja og við verðum að fá þetta leiðrétt!“ Katrín tók undir og Guðmundur lá ekki á liði sínu í þeim umræðum og öll fundu þau fleira til. „Það er víst búið að kjósa nýja ríkisstjórn og hún lá undir feldi í margar vikur – og kom undan honum með stjórn- arsáttmála,“ sagði Bjarni. „Ætli þar sé eitthvað um okkur og hugs- anlegar breytingar á „skrímsla- kerfinu“?“ sagði Guðmundur spyrjandi. „Já, það er sko,“ sagði Katrín. Þar segir m.a. að örorkulífeyr- iskerfið verði einfaldað, dregið úr tekjutengingum og það gert skil- virkara, gagnsærra og réttlátara. Þátttaka og endurkoma ein- staklinga með skerta starfsgetu verður auðvelduð þannig að fólk hafi fjárhagslegan hag af atvinnu- þátttöku og Samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks verður lög- giltur.“ Ja hérna, öðruvísi mér áð- ur brá,“ sagði Bjarni. „En það er best að hafa samráð við okkur ör- yrkjana um hvar skórinn kreppir helst,“ klykkti Kata út með. „Já,“ sagði Guðmundur, „við vitum best. Kannski mun hagur okkar vænk- ast á komandi kjörtímabili. Von- andi verður ríkisstjórnin nógu hugrökk til að koma á nauðsyn- legum breytingum í málefnum ör- yrkja. Við berum þá von í brjósti …“ sögðu þau nánast sam- hljóma og ætluðu virkilega að fylgjast með og veita ríkisstjórn- inni aðhald í sínum góðu verkum. Eftir Unni H. Jóhannsdóttur »Hinni kláru og femínísku Kötu fannst það alveg fáránlegt – það eina sem hún hafði leyft sér var að leyfa ástinni sinni að flytja inn til sín. Unnur H. Jóhannsdóttir Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki. uhj@simnet.is Í brjósti okkar bærist von … Fasteignir Matur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.