Morgunblaðið - 07.12.2021, Qupperneq 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2021
þriggja náði djúpt. Við hinar stóð-
um á hliðarlínunni með allar okkar
bestu hugsanir. Fylgdumst með,
fengum fréttir af henni eða falleg-
ar kveðjur frá henni sjálfri. Guð-
rún fylltist fítonskrafti eftir því
sem þrautirnar urðu þyngri. Því-
lík seigla og lífsvilji. Alltaf þakklát
að vita af hlýjum hugsunum. Við
treystum á að góðar vættir væru
með henni. Guðrún vildi hugsa um
lífið og gleðina frekar en dauðann
og sorgina.
Hugur okkar er hjá Jóni, Hjör-
dísi, Steingrími, Ólafi Steini og
Ólafi föður Guðrúnar. Harmurinn
er mikill. Minning um einstaka
manneskju lifir. Við erum þakk-
látar samfylgdinni með Guðrúnu
okkar.
Stungið í Javann,
Ástríður, Ástrós, Dagný,
Guðfinna, Guðrún J.,
Hjördís, Hrönn, Ingunn,
Margrét S., Sigrún, Soffía,
Þóra og Þórhildur.
Menntaskólabekkurinn skiptir
okkur máli. Ekki eingöngu vegna
þess að við áttum mikilvæg mót-
unarár saman í þeim hópi áður en
við héldum hvert í sína áttina,
heldur líka vegna þess að í honum
sköpuðum við eitthvað sem er
miklu meira en summa okkar.
Eitthvað sem hefur nánast per-
sónuleika, sem okkur þykir vænt
um og sem lifir áfram. Innan hans
erum við jöfn og hvert okkar
gegnir hlutverki sem enn er það
sama og fyrir 35 árum.
Guðrún átti svo sannarlega sitt
hlutverk. Hún var var góðum gáf-
um gædd og fyrirmynd með ró-
lyndinu, jarðtengingunni, stöðug-
leikanum og félagslundinni. En
hún var líka einn hornsteinanna í
glaðværðinni sem einkennir bekk-
inn okkar. Hún var nefnilega
gædd dásamlegri lífsgleði, með
innibyggðan galsa sem þó leyndi
stundum á sér. Undir stilltu yfir-
bragðinu leyndist mikil sagna-
kona sem átti ótrúlega lifandi og
meinfyndnar frásagnir af ein-
hverju úr hversdagslífinu. Aðal-
lega gerði Guðrún grín að sjálfri
sér en aðrir komu einnig við sögu.
Þannig dróst pabbi hennar stund-
um inn í sögurnar, þar sem hann
býsnaðist yfir sælgætisáti hennar
en virtist líka vera stórhættulegur
ökumaður. Við önnur tækifæri var
maður sjálfur hluti af sögunni en
hafði alls ekki upplifað aðstæður í
svo kómísku ljósi – til þess þurfti
einstaka athyglisgáfu og húmor
Guðrúnar. Sögunum fylgdi mikill
hlátur, svo mikill að hún grét,
ásamt öllum viðstöddum, en alltaf
hélt sagan áfram.
Guðrún bjó einnig yfir einstöku
jafnaðargeði. Við munum öll eftir
því þegar hún dattí leikfimi og oln-
bogabraut sig. Brotið var svo illa
sett saman að það þurfti að brjóta
allt upp en það raskaði henni nú
ekki mikið. Það var frekar tilefni
til að gera gys að höndinni sem
snéri eiginlega öfugt lengi vel.
Bekkjarferð sem Guðrún stóð
fyrir í sumarhús foreldra sinna á
Stokkseyri og ferðin sem við fór-
um til Ibiza eftir 5. bekk, með
ótrúlegu skemmtanaúthaldi, eru
dýrmætir kaflar í minningabók
bekkjarins.
Eftir menntaskólaárin áttu
sum okkar meiri samgang við
Guðrúnu en önnur, eins og geng-
ur, en stelpurnar í bekknum héldu
saumaklúbb saman. Þar nutu þær
áfram frásagnargleði Guðrúnar,
þar sem hún hélt áfram að gera
grín að sjálfri sér – núna t.d. að
takmarkalausri framkvæmda-
gleðinni þegar hún málaði hús og
lagði hellur í gríð og erg. En með
saumaklúbbnum deildi hún líka
helstu fréttum af fjölskyldunni
sem óx og dafnaði og var henni
allt.
Við erum núna minnt á það að
þó bekkurinn okkar lifi góðu lífi er
hann ekki eilífur. Það verður
skrýtið að hittast næst án Guðrún-
ar. En mikið var gott að þekkja
hana, fá að upplifa menntaskóla-
árin með henni og eiga svo nokkra
samleið með henni á fullorðinsár-
unum.
Það er erfitt að ímynda sér
þann missi sem fjölskylda Guð-
rúnar hefur orðið fyrir við ótíma-
bært fráfall hennar. Við vottum
þeim okkar innilegustu samúð.
Kveðja frá bekkjarfélögum í
6.S, MR 1987,
Jón Ásgeirsson.
Kom, huggari, mig hugga þú,
kom, hönd, og bind um sárin,
kom, dögg, og svala sálu nú,
kom, sól, og þerra tárin,
kom, hjartans heilsulind,
kom, heilög fyrirmynd,
kom, ljós, og lýstu mér,
kom, líf, er ævin þver,
kom, eilífð, bak við árin.
(Valdimar Briem)
Huggunarrík, græðandi bæn
séra Valdimars Briem kyrrði
huga minn, eins og svo oft áður,
þegar ég frétti af láti elskulegrar
systurdóttur minnar Guðrúnar
Ólafsdóttur. Bænin gaf mér jafn-
framt kjark til að minnast hennar
hér fátæklegum orðum. Guðrún
lést eftir hetjulega baráttu við ill-
skeytt krabbamein hinn 21. nóv-
ember síðastliðinn, langt um aldur
fram, harmdauði ástvinum sínum.
Guðrún fæddist í Bandaríkjun-
um í borginni Cleveland í Ohio þar
sem faðir hennar var við nám.
Myndir og frásagnir fóru fljótlega
að berast til okkar frændfólksins
heima, frásagnir og myndir af litlu
fallegu ljóshærðu frænkunni.
Eftirvæntingin var mikil þegar
ljóst var að fjölskyldan væri vænt-
anleg heim. Okkur langaði til að
sjá hana, knúsa hana, kynnast
henni og við vildum að börnin okk-
ar fengju að kynnast þessari glæ-
nýju frænku.
Loksins komu þau, Heddý, Óli,
Gústi stóri bróðir hennar og ljúfa
litla stúlkan, Gunna eins og hún
var jafnan kölluð, björt yfirlitum,
ljóshærð, vel gerð í öllum skiln-
ingi, afar greindarleg, augun full
af ótrúlegri ró sem fylgdi henni
allt hennar líf.
Kannski var það daginn sem
þau komu heim, eða næstu daga á
eftir, að hún datt í stiga. Við fallið
opnaðist skurður á hökunni henn-
ar, svo mikill að það varð að loka
skurðinum með þó nokkrum spor-
um. Þarna var hún komin yndis-
lega litla stelpan, hún þekkti afar
fáa úr fjölskyldunni, auðvitað
flýttum við systurnar og mamma
okkur að koma og við skoðum
hana hátt og lágt, við óuðum og
æjuðum yfir óhappinu og sárinu
sem hún hafði fengið við fallið. En
hún, sem þekkti enga okkar,
horfði bara á okkur sínum gáfu-
legu augum, æðrulaus og óhrædd.
Það kom svo í ljós seinna um dag-
inn að hún hafði í rólegheitum
fjarlægt alla saumana úr sárinu,
hún kveinkaði sér ekki, lét engan
vita en gekk örugg til verks þótt
lítil væri eins og hún átti eftir að
gera allt sitt líf.
Því rifja ég upp þessa sögu hér
og nú, að sagan lýsir Gunnu
frænku minni, hvernig hún gekk
fram í sínu lífi allt frá ungum aldri,
farsæl í lífi og starfi, æðrulaus,
vinmörg, góð og umhyggjusöm
dóttir foreldra sinna, þolinmóð
systir Gústa og Gunnars Bjarna,
trygg Jóni manni sínum og ynd-
isleg móðir þriggja barna sinna,
Hjördísar, Steingríms og Ólafs.
Það lýsir Gunnu einnig hvernig
hún tókst á við áföll og sjúkdóm-
inn sem hún glímdi við síðustu ár-
in, sjúkdóminn sem felldi að lok-
um þessa góðu hugrökku konu,
klettinn í fjölskyldunni sinni. Lífið
og annríki á báða bóga hagaði því
svo til að leiðir okkar lágu minna
saman en ég hefði óskað mér.
En Gunna skilur eftir sig fjár-
sjóð af minningum sem eiga eftir
að verða okkur huggun og gleði
þegar fram líða stundir. Hún skil-
ur eftir dýrmætan arf sem eru
börnin hennar þrjú, Hjördís,
Steingrímur og Ólafur Steinn.
Þau bera henni fagurt vitni.
Góður Guð blessi sporin þeirra
og fylgi þeim hvert sem leið þeirra
liggur. Guð styrki Jón mann henn-
ar, Ólaf föður hennar og bræður
hennar.
Anna Sigríður Pálsdóttir.
✝
Þorsteinn Að-
albjörnsson
fæddist á Siglufirði
3. maí 1947. Hann
lést á Dvalarheim-
ilinu Lundi á Hellu
22. nóvember 2021.
Foreldrar hans
voru Aðalbjörn Þor-
steinsson, f. 1923, d.
1997, og Guðrún
Stella Helgadóttir, f.
1929, d. 2012.
Þorsteinn var elstur sinna
systkina en þau eru Ragnhildur
Guðfinna, f. 1950, d.
1952; Jón, f. 1955,
eiginkona hans er
Sigríður Sigmunds-
dóttir; Ragna, f.
1962, eiginmaður
hennar er Ásgeir
Árnason.
Útförin fer fram
frá Sandgerðiskirkju
í dag, 7. desember
2021, klukkan 14. At-
höfninni er streymt.
Einnig er tengill á:
https://www.mbl.is/andlat
Steini bróðir kvaddi þennan
heim aðfaranótt 22. nóvember síð-
astliðins. Líf hans hafði tekið mikl-
um breytingum á síðustu mánuð-
um. Líkamlegri heilsu hans
hrakaði og hann gat ekki verið
einn heima í húsinu sínu í Sand-
gerði, þótt það hafi verið draumur
hans. Þar var allt sem hann vildi
hafa í kringum sig; plötuspilarinn,
sjónvarpið og úrklippubækurnar.
Steini fæddist á Siglufirði og
flutti ungur með foreldrum okkar
í Sandgerði. Hann átti góðar
minningar þaðan því að alltaf var-
ið farið norður á hverju sumri í
heimsókn til ömmu og afa á Sigló.
Lífið var Steina ekki alltaf auð-
velt. Misþroski og einhverfa hafði
þau áhrif að hann fór sína eigin
leið í gegnum lífið. Þegar ég lít til
baka til æskuáranna koma upp
margar minningar, sumar örlítið
sárar en flestar þó góðar. Annað
er ekki hægt því að hann Steini
bróðir hafði húmorinn í lagi. Hann
var ófeiminn við að segja sínar
skoðanir og lét mig vita af því að
ég væri bara frekjustelpa ef ég
sem barn eða unglingur var með
athugasemdir við háttalag hans
og framkomu. Sem betur fer
þroskaðist ég upp úr þessum kröf-
um mínum til hans og lærði að
taka honum eins og hann var, ljúf-
ur og einlægur.
Hann var vinur vina sinna og sá
gott í öllu fólki, bætti oftast við
vinur minn eða vinkona framan
við nöfnin á fólki í kringum sig. Líf
Steina var mikið háð rútínu og
venju. Við systkinin töluðum til
dæmis við hann í síma ávallt á
sama tíma hvern dag og ef það var
farið út fyrir þennan fasta síma-
tíma, þó ekki munaði nema fimm
mínútum, gerði hann hiklaust at-
hugasemd við að það væri verið að
hringja of seint eða snemma.
Gaman hafði hann þó af til-
breytingu í lífinu, fara í sumarbílt-
úr með Nonna bróður og þá var
jafnvel komið við hjá litlu systur í
sveitinni. Á hverju vori í mörg ár
kom hann til okkar í heimsókn og
hjálpaði til við sauðburð. Sú hjálp
fólst aðallega í því að fara með
poka fullan af brauði í fjárhúsin og
láta fjárhópinn elta sig um allt hús.
Þá hló minn maður hátt og inni-
lega, þetta þótti honum gaman.
Allir föstudagar voru heilagir,
það var dagurinn sem hann fór í
bæjarferð. Þá verslaði hann í búð-
inni og heimsótti vini. Hann var
háður öðru fólki með þessar ferðir
sínar, þá kom svo vel í ljós vænt-
umþykjan og náungakærleikur-
inn. Það væri of langt mál að telja
alla þá vini og ættingja sem hann
Steini gat sótt til hjálp og aðstoð.
Síðustu árin fór heilsu hans að
hraka og hann varð að þiggja
heimilishjálp og heimahjúkrun. Í
sumar tók lífið nýja stefnu þegar
hann flutti á dvalarheimilið Lund á
Hellu. Steini var sáttur við dvölina
þar og ég hlakkaði til að geta hitt
hann oftar og hlegið með honum
og spilað ólsen. Hann var óspar á
að láta starfsfólkið þar vita að ég
væri systir hans og eitt sinn sagði
hann við einn starfsmanninn:
„Þetta er systir mín.“ „Já,“ svaraði
hún, „er þetta litla systir þín?
Verður þú ekki að passa hana,
Steini?“ Hann leit á mig sposkur
og svaraði: „Sérðu ekki að hún er
orðin gömul!“ Þetta var honum
líkt.
Þegar ég kvaddi Steina á
fimmtudeginum kallaði hann til
mín: „Sækir þú mig ekki á laug-
ardaginn?“ Ég svaraði: „Til að
gera hvað?“ „Ég þarf aðeins að
skreppa í Sandgerði til að hitta
Dodda og Svavar, getur þú skutlað
mér er það ekki?“ „Jú, við sjáum
til,“ svaraði ég.
Elsku bróðir takk fyrir sam-
fylgdina, takk fyrir að vera þú sem
kenndir mér svo margt. Kæru vin-
ir og ættingjar, takk fyrir að hugsa
um hann Steina bróður.
Ragna B. Aðalbjörnsdóttir,
Jón Aðalbjörnsson.
Þorsteinn
Aðalbjörnsson
Okkar ástkæri
ALBERT EIÐSSON
lést á Landspítalanum 23. nóvember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu fyrir
umönnun og hlýju.
Bolli Eiðsson Klara Sigvaldadóttir
systkinabörn og fjölskyldur
Ástkær eiginmaður minn, faðir og afi,
HANNES HÓLM HÁKONARSON
bifreiðastjóri,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
þriðjudaginn 23. nóvember.
Útför fór fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Hjartans þakkir til þeirra sem sýndu okkur hlýju
og kærleik við andlát hans.
Jóhanna Margrét Guðlaugsdóttir
Bára Konný Hannesdóttir
Heiðar Bragi Hannesson
Valdimar Hannes Hannesson
Sölvi Snær, Soraya Yasmin, Arnar Gauti
Kári Steinn, Hildur Elva, Ariana Selma
Elskulegur stjúpfaðir okkar, afi, langafi
og frændi,
JÓNAS SIGURÐUR STEINÞÓRSSON
frá Breiðabólsstað,
Hjallagötu 9, Sandgerði,
lést á Hrafnistu Hlévangi miðvikudaginn
1. desember. Útförin fer fram frá Sandgerðiskirkju föstudaginn
10. desember klukkan 15. Allir sem vilja fylgja honum eru
velkomnir en vegna sóttvarna þarf að sýna neikvætt
Covid-19-hraðpróf við innganginn, tekið af viðurkenndum aðila
og ekki eldra en 48 tíma.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðlaug og Hafdís Hulda Friðriksdætur
Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
KOLBRÚN VALDIMARSDÓTTIR,
lést á dvalarheimilinu Lundi á Hellu
laugardaginn 27. nóvember. Útförin fer
fram frá Selfosskirkju föstudaginn
10. desember klukkan 14. Í ljósi aðstæðna verða einungis
ættingjar og nánir vinir viðstaddir. Blóm og kransar afþakkað en
þeim sem vilja minnast hennar er bent á reikning
dvalarheimilisins Lundar á Hellu, 0308-13-300709 og kt.
440375-0149.
Streymt verður frá athöfninni: https://fb.me/e/13XNulTgF.
Katrín Leifsdóttir Jón Pálmi Pálsson
Valdís Leifsdóttir Oddur Helgi Jónsson
Grétar Steinn Leifsson Guðfinna Guðmundsdóttir
Kristín Erna Leifsdóttir Baldur Ólafsson
Sigrún Björk Leifsdóttir Óskar Kristinsson
Sigurlaug Hanna Leifsdóttir Guðmundur Örn Ólafsson
og fjölskyldur
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
LEIFUR ÞORLEIFSSON,
bifreiðasmíðameistari
og verslunarmaður,
Hörgslundi 19, Garðabæ,
verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju í Garðabæ fimmtudaginn
9. desember klukkan 13. Allir eru velkomnir í kirkjuna en vegna
sóttvarna þurfa kirkjugestir að sýna neikvætt hraðpróf við
innganginn, sem er ekki eldra en 48 klst. Hraðpróf er pantað
fyrir fram á covidtest.is, covid.is eða testcovid.is. Streymt
verður frá athöfninni á https://youtu.be/I4Pvb9kSd2I og hlekk á
streymi má nálgast á mbl.is/andlat.
Marta Pálsdóttir
Erla Leifsdóttir
Páll Þór Leifsson Helga María Fressmann
og barnabörn
Systir okkar og mágkona,
DÝRLEIF EGGERTSDÓTTIR,
Dvalarheimilinu Hlíð,
Akureyri,
lést fimmtudaginn 2. desember.
Útför hennar fer fram frá Höfðakapellu
mánudaginn 13. desember klukkan 13. Vegna aðstæðna í
samfélaginu verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir
en athöfninni verður streymt á Facebook-síðunni Jarðarfarir í
Höfðakapellu – beinar útsendingar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hulda Eggertsdóttir Sverrir Valdemarsson
Guðrún Eggertsdóttir Klemenz Gunnlaugsson
Okkar elskulegi
BIRGIR HENNINGSSON
sjómaður
lést á líknardeild Landspítalans
miðvikudaginn 17. nóvember. Útförin
hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Fjölskyldan þakkar Heru heimahjúkrun fyrir einstaka umönnun.
Gyða Ólafsdóttir
Henný Björk Birgisdóttir
Birgitta Rut Birgisdóttir Halldór Geir Jensson
og barnabörn