Morgunblaðið - 07.12.2021, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2021
Bækur
Bækur
Bækur úr bílskúrnum.
Opin sölusíða á Facebook
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur.
Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Bílar
Audi A3 Sportback e-Tron
Hibryd 8/2017 Modelár 2018
Ekinn aðeins 40 þús.km. Sportsæti.
Panorama glerþak. 17” álfelgur.
Sjálfskiptur. LED ljós. O.fl.
Lækkað verð aðeins 3.990.000,-
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 10–18 virka daga.
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Merkurteigur 3, Akranes, fnr. 210-2186 , þingl. eig. Margrét Marta
Ólafsdóttir, gerðarbeiðendur Akraneskaupstaður og Sjóvá-Almennar
tryggingar hf. og Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf. og Húsnæðis- og
mannvirkjastofnun, mánudaginn 13. desember nk. kl. 12:00.
Stóraborg 13, Borgarbyggð, fnr. 233-5405 , þingl. eig. Borg 13 ehf.,
gerðarbeiðandi Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf., mánudaginn 13. de-
sember nk. kl. 10:00.
Sýslumaðurinn á Vesturlandi
6 desember 2021
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðb. kl. 9-16. Opin vinnustofa kl. 9-12.
Leikfimi m. Milan kl. 10.30. Handavinna kl. 12-16. Bridgehópur
kl.12.30. Karlakórsæfing kl. 12.45. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Heitt á
könnunni. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Allir velkomnir. Sími: 411-2600.
Áskirkja Spilum félagsvist í Dal, neðra safnaðarheimili kirkjunnar kl
20 Allir velkomnir Safnaðarfélag Áskirkju
Boðinn Þriðjudagur: Pílukast kl. 10. Ganga/stafganga frá anddyri
Boðans kl. 10. Bridge og Kanasta kl. 13. Sundlaugin er opin frá kl.
13.30-16.
Fella og Hólakirkja Kyrrðarstund kl. 12:00 í umsjá Kristínar djákna
og Arnhildar organista. Súpa og brauð eftir stundina. Félagsstarf eldri
borgara kl. 13:00 Jólabingó, verið velkomin í gott og gefandi
samfélag
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.30-11.
Prjónað til góðs kl. 8.30-12. Morgunleikfimi með Halldóru á RUV kl.
9.45-10. Hádegismatur kl. 11 .30-12.30. Myndlistarhópurinn Kríur kl.
12.30-15.30. Heimaleikfimi á RUV kl. 13-13.10. Bónusrútan kl. 13.10.
Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Bókabíllinn kl. 14.45.
Garðabær Poolhópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi
kl. 10. Qi-Gong í Sjál kl. 9. Stólajóga kl. 11. í Jónshúsi. Leikfimi í
Ásgarði kl. 12.15. Boccia í Ásgarði kl. 13.10. Smíði kl. 9. og 13. í
Smiðju Kirkjuhv.
Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8.30, heitt á
könnunni. Gönguhópur (leikfimi og ganga) kl. 10. Núvitund kl. 11.
Bókband kl. 13. Skráning í jólaljósaferð sem verður farin 16. des. sten-
dur yfir. Njótum aðventunnar saman.
Gjábakki kl. 8.30 til 11.30 Opin handavinnustofa og verkstæði.
Heilsu-Qigong er komið í jólafrí en byrjar aftur strax í janúar!
Grafarvogskirkja Þriðjudaginn 7. desember verður opið hús
eldri borgara í Grafarvogskirkju. Opna husið er kl. 13-15. Margt er til
gamans gert. Boðið er upp á kaffi og meðlæti að opna húsinu loknu.
Umsjón hefur Sigrún Eggertsdóttir. Kyrrðarstund hefst kl. 12. Að
henni lokinni er hádegisverður gegn vægu gjaldi. Allir hjartanlega
velkomnir!
Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi milli
9-11. Handavinna með leiðbeinanda kl 9-12. Félagsvist kl 13.
þátttökugjald er 200kr, léttar veitingar seldar í hléi. ATH
Grímurskylda!!
Hraunsel Brigdge kl. 13.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8.30-10.30.
Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Jóga með Rakel Írisi kl. 9. Bridge í handavin-
nustofu 13. .Aðventuguðsþjónusta kl. 14. Hádegismatur kl. 11.30 –
12.30, panta þarf fyrir hádegi deginum áður.
Korpúlfar Árdís félagsráðgjafi verður til viðtals í Borgum í dag
þriðjudag kl. 10 til 11.
Korpúlfar Málaralist með Pétri kl. 9. í Borgum síðan jólafrí í
málaralist til 11. jan. Boccia kl. 10. í Borgum, helgistund kl. 10.30 í Bor-
gum og leikfimishópur Korpúlfa í umsjón Margrétar kl. 11. í Egilshöll.
Spjallahópur kl 13. í Borgum og sundleikfimi kl. 14. í Grafarvogssund-
laug. Ættfræðigrúsk í fyrramálið 8. des kl. 10.30 í Borgum allir velkom-
nir. Sóttvarnir í heiðrum hafðar.
Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag er bútasaumshópur í handavinnus-
tofu 2. hæðar milli kl. 9-12. Hópþjálfun fer fram í setustofu 2. hæð mi-
lil kl. 10.30-11. Þórunn, fyrrum forman félagi eldri borgara, heimsækir
og heldur erindi sitt "Þetta verður góður dagur" hjá okkur kl. 12.30 -
hvetjum öll til að mæta. Þá er bókband milli kl. 13-16.30 í smiðju 1.
hæðar. Verið öll velkomin til okkar á Lindargötu 59!
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.10. Kaffikrókur alla
morgna á Skólabraut frá kl. 9. Ath. púttið í Risinu fellur niður í dag
þriðjudag. Kvennaleikfimi í Hryefilandi kl. 11.30. Karlakaffi í saf-
naðarheimilinu kl. 14. Örnámskeið / roð og leður á neðri hæð
félagsheimilisins kl. 15.30. Nk. fimmtudag 9. desember ferður
félagsvist í salnum á Skólabraut kl. 13.30. Allir velkomnir.
Smá- og raðauglýsingar
fyrri eiginkona hans var Hjörný
Friðriksdóttir sölustjóri hjá sölu-
skrifstofu Flugleiða, vönduð, dug-
leg og kraftmikil kona. Þau gengu
í hjónaband árið 1961. Þeirra sam-
band var gott og við áttum
ánægjulegar samverustundir á
heimili þeirra auk þess að fara í
ferðir innanlands og utan. Hjörný
greindist ung með krabbamein og
lést af sjúkdómnum eftir harða
baráttu þann 21. febrúar 1989 að-
eins 48 ára að aldri. Meðan á bar-
áttu Hjörnýjar stóð var Minni
sem klettur við hlið hennar og
dvaldist löngum stundum á
sjúkrahúsinu.
Í september 1991 giftust Minni
og Kristín Unnur systir okkar.
Hjónaband þeirra hefur verið
ákaflega farsælt og var samstaða,
vinátta og kærleikur þeirra á milli
eftirtektarverð.
Við erum Minna afar þakklátir
fyrir góða og ánægjulega samleið
sem aldrei bar skugga á. Ótal
samverustundir í gegnum lífið og
dýrmæt vinátta standa upp úr og
verða nú að ómetanlegum minn-
ingum um okkar góða vin.
Við bræður sendum elsku syst-
ur okkar og öllum ástvinum
Minna innilegar samúðarkveðjur.
Guðmundur, Baldur, Ásgeir
og fjölskyldur.
Einn af þeim Seltirningum sem
breyttu Seltjarnarnesinu úr alda-
gömlum hreppi sjósóknara og
bænda í einn framsæknasta kaup-
stað landsins var Jón Hilmar
Björnsson, fyrrverandi hitaveitu-
stjóri, sem lést á dögunum. Jón
hitó, eins og hann var oftast kall-
aður, var uppalinn á Nesinu. Það
fór ekki framhjá neinum að per-
sónueinkenni hans og hvernig
hann lagði fram röksemdir voru
sem meitluð í granít.
Jón Hilmar var frumkvöðull;
hann byggði upp og sá um rekstur
Hitaveitu Seltjarnarness allt frá
árinu 1973 og var fyrsti hitaveitu-
stjóri Seltjarnarness, því starfi
gegndi hann þar til hann lét af
störfum vegna aldurs. Jón Hilmar
átti mikinn þátt í að breyta tvö
þúsund manna kaupstað í nútíma-
legt bæjarfélag. Hann stýrði
Hitaveitu Seltjarnarness til ársins
2009 eða í rúm 37 ár.
Hann var félagsmálamaður
mikill og var t.d. ötull þátttakandi
í Kiwanis. Jón Hilmar var gegn-
heill Seltirningur og lagði sitt af
mörkum til að gera góðan bæ
betri. Hann var bóngóður, lausna-
miðaður og hugsaði vel um eignir
bæjarins. Fyrir hönd bæjar-
stjórnar og starfsmanna Seltjarn-
arneskaupstaðar færi ég fjöl-
skyldu Jóns Hilmars innilegar
samúðarkveðjur á sorgarstundu.
Megi hann nú njóta þess að vera
mættur á grænar grundir eilífð-
arinnar.
Ásgerður Halldórsdóttir
bæjarstjóri.
Jón Hilmar Björnsson
Kær samstarfsmaður og vinur,
Jón Hilmar Björnsson, hefur nú
kvatt þetta líf allt of snemma mið-
að við baráttuvilja og þrek í veik-
indum hans síðustu árin.
Ég kynntist Jóni „hitó“, eins og
hann var jafnan kallaður, fyrir
rúmum 40 árum þegar ég var að
rannsaka eiginleika jarðhitasvæð-
isins á Seltjarnarnesi. Fljótlega
urðum við nánir samstarfsmenn
og einnig góðir vinir. Jón var vak-
inn og sofinn yfir Hitaveitu Sel-
tjarnarness og hafði mikinn skiln-
ing á hvað til þurfti til að reka
hana á sjálfbæran og umhverfis-
vænan hátt. Því var hann opinn
fyrir tillögum um vöktun og
skráningu vinnslu og saman kom-
um við á mjög góðri vöktun með
áhrifum vinnslu á jarðhitakerfið.
Sagt var að Jón hrykki upp á
nóttunni ef einhver hitaveitudæl-
an slægi feilpúst og hann sagði
sjálfur að hann hefði aldrei náð að
borða jólamatinn fyrir kl. 21 á að-
fangadag vegna kvartana og upp-
hringinga. Hann vann margfalt
starf miðað við það sem ætlast
mætti til, en kvartaði aldrei og
hlífði samstarfsmönnum sínum
langt umfram það sem eðlilegt
gæti talist. Hann hafði jafnframt
mjög næman skilning á því sem til
þurfti til að ná sem mestu út úr
jarðhitakerfinu og lágmarka
kostnað við rekstur.
Við urðum fljótlega persónu-
legir vinir og ég fylgdist með bar-
áttu hans og hryggð þegar Hjörný
fyrri kona hans veslaðist upp
vegna krabbameins. Ég fylgdist
líka með þegar hann höndlaði
hamingjuna á ný með henni Stínu
sinni og eignaðist þá fjölskylduna
sem hann hafði alltaf þráð. Við
Stína urðum líka góðar vinkonur
og við Axel áttum margar góðar
stundir með þeim hjónum, bæði
hér á Seltjarnarnesi, á hitaveituf-
undum og á Akureyri meðan við
Axel bjuggum þar. Ég minnist
sérstaklega vornætur í Dalsgerð-
inu þegar við sátum með hitara
undir markísu og spjölluðum og
hlógum hálfa nóttina. Stína sagði
seinna að hitastigið hefði verið um
3°C en við fundum ekkert fyrir
því! Hin síðari ár hafa samveru-
stundirnar verið allt of fáar af
ýmsum ástæðum, aðallega veik-
indum í beggja ranni og covid-
draugnum. Við höfum þó alltaf
haldið tengslum og síðast í sumar
hringdi ég í Jón til að fá upplýs-
ingar um gamla vinnsluholu og
kom aldeilis ekki að tómum kof-
unum. Við Stína vorum búnar að
strengja þess heit að nú létum við
ekki covid hamla því að við gætum
hist og átt saman góðar stundir,
en svo kvaddi Jón okkur mjög svo
óvænt og ótímabært.
Ég kveð góðan vin og sam-
starfsmann og þakka góða sam-
fylgd. Ég bið Stínu og fjölskyld-
unni blessunar og votta þeim
innilega samúð frá okkur Axel.
Hrefna Kristmannsdóttir.
✝
Albert Eiðsson
fæddist á Búð-
um í Fáskrúðsfirði
9. mars 1945. Hann
lést í Reykjavík 23.
nóvember 2021.
Hann var sonur
hjónanna Eiðs Al-
bertssonar, skóla-
stjóra á Búðum, f.
1890, d. 1972, og
Guðríðar Sveins-
dóttur organista, f.
1906, d. 1986.
Systkini Alberts: Þórunn Eva,
hálfsystir samfeðra, f. 1921, d.
1965, Örn, f. 1926, d. 1997,
Sveinn Rafn, f. 1928, d. 2014,
Ragnhildur, f. 1930, d. 2000,
Berta, f. 1933, d.
2004, Kristmann, f.
1936, d. 2020, Bolli,
f. 1943.
Albert ólst upp á
Búðum í Fáskrúðs-
firði og að loknu
skyldunámi hóf
hann störf hjá
Kassagerðinni þar
sem hann starfaði
nokkur ár. Að því
loknu hóf hann störf
sem póstburðarmaður hjá Póst-
inum og starfaði þar þar til
hann fór á eftirlaun, sjötugur að
aldri.
Útförin hefur farið fram í
kyrrþey.
Hann Albert frændi er fallinn
frá. Það eru sorgartíðindi fyrir
okkur öll í fjölskyldunni. Hann var
yngstur föðursystkina minna sem
voru sjö talsins. Móðir hans og
amma mín, Guðríður Sveinsdóttir,
varð lasin af MS á sínum tíma og
þótt fjölskyldan sinnti henni tölu-
vert var það samt Albert sem bar
hitann og þungann af því að annast
hana, alveg þar til hún lést. Þetta
var fyrir tíma heimahjúkrunar og
enginn hefði getað komið henni á
neitt heimili úti í bæ. Albert var
ógiftur alla ævi og fremur hlé-
drægur maður en afar ljúfur í
samskiptum. Blíður í skapi og ró-
lyndismaður að öllu leyti. Á æsku-
árum mínum þegar hann og amma
bjuggu í grenndinni vorum við oft í
heimsókn og það var gaman að
spjalla við hann, hann hafði mikinn
áhuga á tónlist, hjá honum heyrði
maður oft í Tom Jones syngja The
Green, Green Grass of Home. Svo
var hann með mikla fótboltadellu.
Hann var ákaflega bundinn fjöl-
skyldu sinni og móður, en átti líka
sína pennavini og hafði gaman af
að skrifa bréf og fá, enda vann
hann líka lengi sem bréfberi hjá
póstinum. Hann tranaði sér aldrei
fram, en þó man ég eftir því að
hann tók einu sinni þátt í heilsu-
átaki Póstsins fyrir allmörgum ár-
um og varð þar fremstur í flokki.
En fyrst og fremst var hann gæða-
sál og góður maður sem við sökn-
um nú að genginni ævi.
Gauti Kristmannsson.
Við Albert höfðum oft rætt
þetta, hvernig ég ætti að standa að
málum þegar hann myndi kveðja.
Albert hafði sterkar skoðanir á
þessu eins og mörgu öðru og eitt
sinn þegar við ræddum þetta tók
hann af mér það loforð að ég skyldi
skrifa minningargrein. Hann
minnti mig reglulega á þetta og
vildi endilega fá að vita um hvað ég
ætlaði að skrifa.
Ég hef oft velt þessu fyrir mér,
um hvað ég ætti að skrifa. Ætti ég
kannski að segja frá því hvernig
hann, þvert á allar spár og tölfræði
um lífslíkur, sigraðist á alvarleg-
um veikindum aftur og aftur síð-
ustu ár. Svo oft að við Albert gerð-
um grín að því að hann væri eins
og köttur, ætti níu líf. Albert var
einfaldlega ekki tilbúinn að kveðja.
Eða ætti ég kannski að segja
frá því hversu gaman það var að
ræða við hann pólitík. Þar var
hann á heimavelli, fylgdist vel
með og var iðulega fyrstur að
segja mér fréttir af því sem efst
var á baugi hverju sinni.
Kannski ætti ég frekar að
skrifa um óbilandi áhuga hans á
íþróttum og þá sérstaklega enska
boltanum. Hann hafði miklar
áhyggjur af gengi Manchester
United undanfarið og oftar en
ekki þegar ég heyrði í honum um
helgar var hann ansi niðurlútur
og reiður vegna gengis sinna
manna.
Það væri líka hægt að skrifa
um það hversu stoltur hann var af
mér. Hvernig hann kynnti mig
alltaf sem nöfnu sína og hversu
stoltur hann var af börnunum
mínum, fylgdist vel með gengi
þeirra í námi og íþróttum og hafði
óbilandi áhuga og trú á þeim.
Svo væri ekki hægt að skrifa
minningargrein um Albert
frænda án þess að minnast á það
hversu óstýrilátur hann gat verið.
Hvernig hann beit eitthvað í sig
og ætlaði aldrei að gefa sig. Oftar
en ekki var það í tengslum við eitt-
hvað í heilbrigðiskerfinu og það
þurfti oft ansi mikla lagni við að
sannfæra hann. Þegar slíkt gerð-
ist endaði hann oft daginn á því að
senda mér skilaboð, hann vildi
ekki að við færum að sofa ósátt
hvort við annað. En sennilega
ætti nú samt minningargrein um
Albert frænda að fjalla um það
hvernig hann táraðist þegar hann
sagði mér fréttir af fátækt, eymd
og óréttlæti. Hvernig hann mátti
ekkert aumt sjá, vildi öllum vel og
bjó yfir ríkri réttlætiskennd.
Það var falleg og friðsæl stund
þegar hann ákvað að kveðja.
Snjónum kyngdi niður en Albert
sagði mér eitt sinn að eftir að
hann hætti að bera út þá vissi
hann fátt betra en að vakna og sjá
snjó kyngja niður, vitandi að hann
þyrfti ekki að bera út í þessu
veðri. Um kvöldið sigraði svo
Manchester United óvænt Villar-
real í Meistaradeildinni. Það læð-
ist nú að mér sá grunur að Albert
frændi hafi náð að innheimta
greiða í Sumarlandinu.
Hvíl í friði elsku Albert frændi.
Þín nafna,
Ragnhildur Berta.
Albert Eiðsson
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr
minningargreinum til birt-
ingar í öðrum miðlum nema
að fengnu samþykki.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað útförin
fer fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast er
til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en
ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni
undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja mynd
skal senda hana með æviágripi í
innsendikerfinu. Hafi æviágrip
þegar verið sent er ráðlegt að
senda myndina á netfangið minn-
ing@mbl.is og láta umsjónar-
menn minningargreina vita.
Minningargreinar
Minningarvefur á mbl.is
Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að
andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-,
útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að-
gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur
lesið minningargreinar á vefnum.
" 3,0'*2 ,5 (1 .''( *!!4&)#'/(5 *2
þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber
(1 +-'%*2 $/ (15(5 /(/'4,/(5 *!!4&)#'/(5
ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina.
www.mbl.is/andlát
Minningar
og andlát