Morgunblaðið - 07.12.2021, Side 26
BANDARÍKIN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Guðmundur Þórarinsson verður væntanlega fyrst-
ur Íslendinga til að leika úrslitaleik um bandaríska
meistaratitilinn í knattspyrnu um næstu helgi.
Lið hans, New York City, er komið í úrslitaleik-
inn í fyrsta skipti eftir sigur á Philadelphia Union,
2:1, á útivelli í gær þar sem Guðmundur lagði upp
sigurmarkið rétt fyrir leikslok.
Guðmundur lék sama leik í undanúrslitum Aust-
urdeildar þegar hann lagði upp mark gegn New
England Revolution í jafnteflisleik liðanna, 2:2, þar
sem New York sigraði að lokum í vítaspyrnu-
keppni. Í bæði skiptin kom hann inn á sem vara-
maður.
Portland Timbers, sigurvegarinn í Vesturdeild-
inni, verður mótherji New York City í úrslita-
leiknum á laugardaginn kemur
eftir að hafa sigrað Real Salt
Lake 2:0 í lokaleik úrslitakeppni
Vesturdeildarinnar síðasta
laugardag. Leikið verður á
heimavelli Portland en New
York leikur alla þessa úrslita-
leiki á útivöllum þar sem and-
stæðingarnir voru ofar í deilda-
keppni ársins.
Missti af úrslitakeppninni
Eitt Íslendingalið hefur áður komist í úrslitaleik
MLS-deildarinnar, Columbus Crew árið 2015.
Kristinn Steindórsson var þá leikmaður Columbus
en hann missti af úrslitakeppninni vegna meiðsla
og lið hans, sem er ríkjandi meistari frá árinu 2020,
tapaði einmitt fyrir Portland Timbers í úrslita-
leiknum.
Auk þeirra Guðmundar og Kristins eru Arnór
Ingvi Traustason og Guðlaugur Victor Pálsson einu
Íslendingarnir sem hafa leikið í MLS-deildinni.
Arnór lék í ár með New England sem vann yfir-
burðasigur í Austurdeildinni og setti stigamet en
tapaði síðan fyrir Guðmundi og félögum í úrslita-
keppninni. Guðlaugur Victor lék með New York
Red Bulls árið 2012. Þá er Róbert Orri Þorkelsson
á mála hjá CF Montréal sem keypti hann af Breiða-
bliki í sumar en hann lék ekkert með liðinu vegna
meiðsla.
Jóhannes og Þórólfur Beck
MLS-deildin var stofnuð árið 1996 en áður léku
tveir Íslendingar í efstu deild í bandarísku knatt-
spyrnunni. Þórólfur Beck lék með St. Louis Stars í
NPSL-deildinni árið 1967. Árið eftir tók NASL-
deildin við af henni og þar lék Jóhannes Eðvaldsson
með Tulsa Roughnecks árin 1980 og 1981. Hvorki
Þórólfur né Jóhannes komust í úrslit með sínum
liðum.
Fyrstur Íslendinga í úrslitaleik MLS?
- Guðmundur og félagar í New York City mæta Portland Timbers á útivelli
Guðmundur
Þórarinsson
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2021
England
Everton – Arsenal .................................... 2:1
Staðan:
Manch. City 15 11 2 2 32:9 35
Liverpool 15 10 4 1 44:12 34
Chelsea 15 10 3 2 35:9 33
West Ham 15 8 3 4 28:19 27
Tottenham 14 8 1 5 16:17 25
Manch. Utd 15 7 3 5 25:24 24
Arsenal 15 7 2 6 18:22 23
Wolves 15 6 3 6 12:13 21
Brighton 15 4 8 3 14:16 20
Aston Villa 15 6 1 8 21:24 19
Leicester 15 5 4 6 23:27 19
Everton 15 5 3 7 19:25 18
Brentford 15 4 5 6 19:21 17
Crystal Palace 15 3 7 5 19:21 16
Leeds 15 3 7 5 15:22 16
Southampton 15 3 7 5 14:21 16
Watford 15 4 1 10 20:29 13
Burnley 14 1 7 6 14:21 10
Newcastle 15 1 7 7 17:30 10
Norwich City 15 2 4 9 8:31 10
Holland
B-deild:
Jong Ajax – Emmen ................................ 1:0
- Kristian Nökkvi Hlynsson var ekki í
leikmannahóp Jong Ajax.
Spánn
Getafe – Athletic Bilbao........................... 0:0
Staða efstu liða:
Real Madrid 16 12 3 1 37:15 39
Sevilla 15 9 4 2 25:11 31
Real Betis 16 9 3 4 26:18 30
Atlético Madrid 15 8 5 2 27:16 29
Real Sociedad 16 8 5 3 19:13 29
Rayo Vallecano 16 8 3 5 24:16 27
Barcelona 15 6 5 4 23:17 23
Valencia 16 5 7 4 24:22 22
Athletic Bilbao 16 4 9 3 13:11 21
>;(//24)3;(
HM kvenna
Leikið á Spáni:
E-RIÐILL:
Tékkland – Slóvakía ............................. 24:23
Þýskaland – Ungverjaland.................. 25:24
Lokastaðan:
Þýskaland 6, Ungverjaland 4, Tékkland 2,
Slóvakía 0.
F-RIÐILL:
Túnis – Kongó....................................... 24:33
Danmörk – Suður-Kórea ..................... 35:23
Lokastaðan:
Danmörk 6, Suður-Kórea 4, Kongó 2, Túnis
0.
G-RIÐILL:
Brasilía – Paragvæ............................... 33:19
Króatía – Japan .................................... 26:28
Lokastaðan:
Brasilía 6, Japan 4, Króatía 2, Paragvæ 0.
H-RIÐILL:
Argentína – Kína .................................. 36:24
Spánn – Austurríki............................... 31:19
Lokastaðan:
Spánn 6, Argentína 4, Austurríki 2, Kína 0.
Þýskaland
B-deild:
Ludwigshafen – Gummersbach ........ 30:25
- Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú mörk
fyrir Gummersbach og Hákon Daði Styrm-
isson eitt. Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar
liðið.
_ Efstu lið: Gummersbach 24, Hüttenberg
21, Hagen 21, Hamm 20, Nordhorn 20, Ess-
en 17, Elbflorenz 13, Rostock 15.
E(;R&:=/D
NBA-deildin
Cleveland – Utah .............................. 108:109
Atlanta – Charlotte .......................... 127:130
Toronto – Washington ....................... 102:90
Houston – New Orleans................... 118:108
Staðan í Austurdeild:
Brooklyn 16/7, Chicago 16/8, Milwaukee
15/9, Miami 14/10, Washington 14/10, Char-
lotte 14/11, Cleveland 13/11, Boston 13/11,
Philadelphia 12/11, Atlanta 12/12, New
York 11/12, Toronto 11/13, Indiana 9/16,
Orlando 5/19, Detroit 4/18.
Staðan í Vesturdeild:
Golden State 19/4, Phoenix 19/4, Utah 16/7,
Memphis 13/10, LA Clippers 12/12, LA La-
kers 12/12, Dallas 11/11, Denver 11/11,
Minnesota 11/12, Portland 11/13, Sacra-
mento 10/14, San Antonio 8/13, Houston 7/
16, Oklahoma City 6/16, New Orleans 7/19.
Rúmenía
Phoenix Constanta – Arad ................. 55:63
- Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 13 stig
fyrir Constanta, tók 7 fráköst og átti 2 stoð-
sendingar á 34 mínútum.
>73G,&:=/D
KÖRFUKNATTLEIKUR
1. deild karla:
Vallaskóli: Selfoss – Skallagrímur ...... 19.15
ÍSHOKKÍ
Íslandsmót karla, Hertz-deildin:
Akureyri: SA – SR................................ 19.45
Í KVÖLD!
NFL
Gunnar Valgeirsson
Los Angeles
Los Angeles Rams ráku af sér
slyðruorðið með fyrsta sigri sínum
(37:7) í mánuð í NFL-ruðningsdeild-
inni hér á SoFi-leikvangnum, gegn
Jacksonville Jaguars á sunnudag.
Við hér á Morgunblaðinu skruppum
á leikinn til fá tilfinningu fyrir NFL-
boltanum þetta leiktímabil.
Eftir að hafa farið á leik Rams á
síðasta keppnistímabili án áhorf-
enda, mest til að upplifa nýja SoFi-
leikvanginn, var kominn tími til að
sjá leikvanginn skarta sínu fínasta
fullan af áhorfendum.
Skemmst er að segja að völlurinn
og stemningin er allt öðruvísi með
70 þúsund manns undir skelinni svo-
kölluðu sem hylur leikvanginn og
nærliggjandi svæði. Þetta er lang-
stærsti leikvangur sem ég hef komið
á og er ótrúlega mikið svæði fyrir
áhorfendur að fara úr sætum sínum
í mat, drykk eða aðra skemmtan.
Áhorfendastæðin eru á níu hæðum
og um allan leikvanginn eru hlið-
arsvæði fyrir áhorfendur að losa sig
við meiri pening, eða bara ráfa um –
enda eru NFL-leikir í dag annálaðir
fyrir langar pásur þar sem bæði lið
eru að bíða eftir hverri auglýsinga-
pásunni í sjónvarpi á fætur annarri.
Þessi leikvangur hefur nú loks
komist í fulla notkun og hafa tón-
leikar þegar farið fram og listafólk á
borð við Justin Bieber, Kaskade,
Rolling Stones og BTS (með ferna
tónleika) haldið tónleika á vellinum.
Þá mun Ofurskálarleikurinn í NFL-
deildinni fara fram hér í febrúar, og
leikir hafa þegar verið skipulagðir
fyrir heimsmeistarakeppnina í
knattspyrnu 2026, auk þess sem
leikvangurinn mun skipa stóran sess
á Ólympíuleikunum 2028 hér í borg.
Erfitt að vera á
toppnum til lengdar
Annars hefur keppnistímabilið í
deildinni þetta árið ráðist mest af
því að ekkert lið virðist skara fram
úr öðrum eins og oft hefur gerst.
Eftir tólf fyrstu leikina hafði aðeins
eitt lið færri en þrjú töp.
Þessi staða skapast mest af því að
eins og reglur deildarinnar eru sett-
ar upp, auk samnings eigenda við
stéttarfélag leikmanna, er erfitt fyr-
ir toppliðin að halda leikmanna-
hópnum saman fyrir þau lið sem
komast í úrslitaleikinn ár hvert.
Meistaraliðin tapa venjulega tveim-
ur til þremur lykilleikmönnum fyrir
næsta keppnistímabil, þar sem
launaþakið í NFL-deildinni er mun
óbilgjarnara en hjá NBA-deildinni
til að mynda.
NFL-deildin er hins vegar með
svokallað „stíft launaþak“, sem þýð-
ir að liðin geta einfaldlega ekki
borgað liðsmannahópi sínum dollar
yfir þakið. Þetta hefur leitt til þess
að töluverð samkeppni er milli lið-
anna um að laða til sín topp-
leikmenn.
Það má segja að árangur New
England Patriots undanfarna tvo
áratugi hafi af þeim sökum verið
sérstakur. Það tókst með samblandi
af besta þjálfara og besta leikstjórn-
anda deildarinnar allan þann tíma.
Ekkert lið tekið af
skarið, mörg tilkölluð
Meistarar Tampa Bay, LA Rams
og Kansas City Chiefs voru talin
sigurstrangleg í byrjun keppnis-
tímabilsins og eru enn með í barátt-
unni þegar tæplega þriðjungur af
deildakeppninni er eftir. En eins og
staðan er í dag hafa Kansas City,
Baltimore Ravens, New England,
Tennessee Titans (öll með átta sigra
og fjögur töp) og Buffalo Bills (7:4)
tekið forystuna í Ameríkudeildinni.
Ekkert af þessum liðum hefur skor-
ið sig úr það sem af er, þannig að
tækifærið er opið fyrir hvaða lið sem
er að taka af skarið í síðustu fimm
leikjunum. Í landsdeildinni hafa hins
vegar Arizona Cardinals (10:2),
Tampa Bay og Green Bay Packers
(bæði 9:3) tekið góða forystu, þótt
búast megi við að LA Rams (8:4) nái
einnig að láta í sér heyra.
Á sunnudag var enginn stórleikur
á dagskrá þar sem ekkert af þessum
liðum virðist í stakk búið að taka
toppsætið tangarhaldi.
Um næstu helgi mun heimsókn
Rams til Arizona í mánudags-
leiknum gefa okkur góða vísbend-
ingu hvort hægt sé að taka Los Ang-
eles-liðið sem alvarlegan meistara-
kandídat eða ekki.
NFL-eðjótar á Los Angeles-
svæðinu vilja endilega að heima-
menn komist í Ofurskálarleikinn, en
ef það á að gerast verður Rams að
geta náð heimavallaryfirburðum af
Arizona fyrir úrslitakeppnina. Leik-
ur liðanna á mánudag mun gefa okk-
ur vísbendingu um styrkleika
beggja liða. gval@mbl.is
LA vill sitt
lið í Ofur-
skálarleikinn
- Vill besta liðið vinsamlegast stíga
fram? - Mikið jafnræði í NFL í vetur
AFP
Kalifornía Cooper Kupp, leikmaður Los Angeles Rams, reynir að hrista af
sér Rudy Ford, leikmann Jacksonville Jaguars, í viðureign liðanna.
Demarai Gray reyndist hetja Ever-
ton þegar liðið vann 2:1-sigur gegn
Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu á Goodison Park í Liv-
erpool í 15. umferð deildarinnar í
gær. Gray skoraði sigurmark Ever-
ton með stórkostlegu skoti utan
teigs í uppbótartíma en Martin
Ödegaard kom Arsenal yfir í upp-
bótartíma fyrri hálfleiks áður en
Richarlison jafnaði metin fyrir
Everton á 79. mínútu. Þetta var
fyrsti sigur Everton síðan 25. sept-
ember en liðið er með 18 stig í
tólfta sæti deildarinnar.
Everton kom til
baka gegn Arsenal
AFP
Sigurmark Demarai Gray fagnar
með stuðningsmönnum Everton.
Knattspyrnudeild Stjörnunnar
staðfesti í gær að félagið hefði náð
samkomlagi við Fjölni um félags-
skipti fyrir miðjumanninn Jóhann
Árna Gunnarsson og samið við
hann til fjögurra ára. Jóhann er
tvítugur miðjumaður sem hefur
skorað fjögur mörk í 20 leikjum
með Fjölni í úrvalsdeildinni og
þrettán mörk í 42 leikjum í B-
deildinni, þar af níu mörk í 20
leikjum á síðasta tímabili. Hann á
að baki 19 leiki með yngri lands-
liðum þar sem hann hefur skorað
eitt mark.
Jóhann kominn
til Stjörnunnar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Stjarnan Jóhann Árni Gunnarsson
hefur kvatt Fjölnismenn.