Morgunblaðið - 07.12.2021, Side 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
CHAN MADDEN NANJIANI McHUGH HENRY RIDLOFF
BARRY
KEOGHAN
DON
LEE
WITH KIT
HARINGTON
WITH SALMA
HAYEK
AND ANGELINA
JOLIE
O B S E R V E R E N T E R TA I N M E N T
94%
Frábær ný Fjölskyldumynd frá Disney
sýnd með Íslensku og Ensku tali
Breski huldulistamaðurinn vinsæli
Banksy hefur boðist til að safna allt
að 10 milljónum punda með sölu
verka, um 1,7 milljörðum króna, til
að aðstoða við að kaupa fyrrver-
andi fangelsisbyggingu í Reading á
Englandi og breyta henni í lista-
miðstöð. Verktakar ásælast lóðina
til að reisa á henni nýbyggingar.
Fangelsið er einkum frægt fyrir
að þar afplánaði rithöfundurinn
Oscar Wilde seinni hluta tveggja
ára dóms á árunum 1896-97 fyrir
samkynhneigð. Í fangavistinni
skrifaði Wilde hið langa bréf De
Profundis. Á síðustu árum hafa
margir listamenn komið fram í hinu
fyrrverandi fangelsi, þar á meðal
Ralph Fiennes, Ragnar Kjartans-
son, Patti Smith og Colm Tóibín, og
aðstoðað við að safna fé fyrir kaup-
unum.
Flótti Myndverk eftir listamanninn Banksy
á vegg hins fyrrverandi fangelsis í Reading.
Banksy vill styrkja
kaup á fangelsi
Bassasöngvarinn
Kristinn Sig-
mundsson kemur
fram á hádegis-
tónleikum í safn-
aðarheimili
Vídalínskirkju í
Garðabæ á morg-
un, miðvikudag,
kl. 12.15 og
„syngur uppá-
haldslögin sín
fyrir gesti“ eins og segir í tilkynn-
ingu. Gestir verða að framvísa vott-
orði um hraðpróf og bera grímu.
Kristinn ætlar að eftirláta öðrum
að syngja jólalög þessa dagana en
flytur þess í stað lög eftir íslenska
og erlenda höfunda. Með honum
leikur Matthildur Anna Gísladóttir
á píanó. Aðgangur er ókeypis.
Kristinn syngur
eftirlætislög sín
Kristinn
Sigmundsson
AF VEIÐISKRIFUM
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Nú þegar tekið er að fenna yfir
upplifanir veiðimanna á
bökkum vatnanna í sumar
sem leið, er kominn tími til að und-
irbúa ný ævintýri. Á veturna láta
ástríðufullir veiðimenn sig dreyma
um ferðir að ám og vötnum, ný köst
og tökur sem í mörgum tilfellum
verða ógleymanlegar. Margir eru
teknir að skipuleggja veiði komandi
sumars, í skammdeginu byrja sumir
líka að hnýta árlegan fluguskammt-
inn – og nú er líka kominn tími á
sófaveiðina. Sá veiðiskapur getur
verið stórskemmtilegur; að halda út í
náttúruna með góðum sögumönnum
og skynja lífið við veiðar með þeim,
án þess að fara út fyrir hússins dyr.
Gegnum tíðina hafa mörg forlög
gert út á sófaveiðimennsku og skilj-
anlega, enda hefur stór hluti þjóð-
arinnar gleði af stangveiði. Hinn
snjalli fluguhnýtari og margreyndi
leiðsögumaður veiðimanna, Sigurður
Héðinn, steig inn á þann markað fyr-
ir tveimur árum með sína fyrstu bók,
Af flugum, löxum og mönnum (2019),
og var þar með sýnilega kominn á
skrið við skrifin því í fyrra sendi
hann frá sér bókina Sá stóri, sá
missti og sá landaði (2020) og nú er
komin sú þriðja, Veiði, von og vænt-
ingar.
Rabbað við lesendur
Í nýju bókinni heldur Sigurður
Héðinn sig við þá uppbyggingu sem
hann kynnti strax í þeirri fyrstu –
með vísun í hina klassísku Roð-
skinnu Stefáns Jónssonar frétta-
manns – og segja má að hann rabbi á
afslappaðan hátt við lesendur. Sig-
urður segir sögur, sýnir flugur,
rabbar um ástand og horfur, kennir
aðferðir og gefur góð ráð sem eiga
að geta nýst veiðimönnum við lax-
veiðar – því áherslan er fyrst og
fremst á veiði á laxi. Bókinni er skipt
í fjóra hluta. Sá fyrsti er „Veiði-
tækni“, þar er í mörgum og oft stutt-
um köflum, sem studdir eru skýring-
armyndum eftir Sól Hilmarsdóttur,
fjallað um þætti eins og hvenær sé
gott að veiða á gárutúbu, um and-
Dásamlegt þetta veiðimannalíf
Teikning/Sól Hilmarsdóttir
Veiðigarpur Teikning af Sigurði Héðni með höfðingja úr Hnausastreng
Vatnsdalsár en hann rifjar í bókinni upp ævintýri þaðan síðan í haust.
streymisveiði, hvernig rétt sé að
landa laxi og að hverju skuli huga
þegar veitt er í miklu vatni. Frá-
sögnin er krydduð reynslusögum
höfundar, sem getur sýnilega bæði
verið þrjóskur og ögrandi, jafnvel
við þá sem eru að kaupa af honum
þjónustu við leiðsögn.
Annar hluti bókarinnar, „Flug-
ur“, er sá viðamesti en fjallað er um
nær sextíu flugur í bókinni. Birtar
eru af þeim stórar myndir og fyrir
þá sem hnýta er birt uppskrift, sem
fengur er að. Þá eru sagðar sögur
um sumar flugnanna, til að mynda
um Zeldu sem Kjartan Antonsson
hannaði og hina fáséðu Cirillo Yel-
low Grub sem sagnameistarinn
Björn J. Blöndal minnist nokkrum
sinnum á í bókum sínum og kallaði
aðra af tveimur eftirlætisflugum sín-
um. Líka er sagt frá hinum fræga af-
burðahnýtara Megan Boyd sem
fæddist fyrir rúmri öld í Skotlandi.
Margir innvígðir fluguveiðimenn
hafa lesið um Boyd og þekkja til
flugna hennar en það er vel til fundið
að minna á hana hér.
Í þriðja hluta bókarinnar, „Það
er dásamlegt þetta veiðimannalíf“
segir höfundurinn nokkrar sögur og
veltir fyrir sér kjarna veiðigleðinnar:
„Hvað er betra en að vera við bakk-
ann og gera það sem manni þykir
skemmtilegast? Nákvæmlega EKK-
ERT,“ skrifar hann (103). Minnst er
á mikilvægi góðra veiðifélaga, glaðst
yfir því að konur verði sífellt virkari
við veiðina, og svo eru sagðar sögur,
bæði persónulegar upplifanir og
flökkusögur af veiðislóð, sem er
gaman að lesa og hefði þessi kafli vel
mátt vera viðameiri og lengri. Bók-
inni lýkur svo með „Að hausti“, þar
sem Sigurður Héðinn veltir til að
mynda fyrir sér framtíð íslenskra
laxastofna. Í þessum hluta er líka
fjallað um flugur hnýttar á gull-
króka, sem Sigurður hefur meiri trú
á en sumir aðrir, og þarna er ein
bestu veiðisagna bókarinnar, fersk
upprifjun á veiðiferð höfundar í
Vatnsdalsá í haust sem leið þar sem
hann, illa bakveikur, landaði sínum
fyrsta laxi sem var yfir 100 cm lang-
ur. Og fékk annan 94 cm sama dag.
Ekki er furða að Sigurður segi um
þá upplifun: „Dásamlegt, þetta veiði-
mannalíf.
Kynt undir væntingum
Veiðibækur eru á sinn hátt sér-
stök bókmenntagrein, rétt eins og til
dæmis ferðabækur. Í veiðibókum
mætast ferðafrásagnir og ævintýri –
og stundum ýkjusögur, fræðsla,
landafræði og vísindi um lifnaðar-
hætti dýra, um gróður og vatna-
svæði. Líftími bóka er lengri en til að
mynda tímarita og dagblaða og fyrir
vikið er mikilvægt að taka heim-
ildagildi þeirra alvarlega. Stundum
vantar upp á það hjá Sigurði, hvað
varðar að sannreyna og staðfesta
sitthvað sem haldið er fram. Til
dæmis segir um fyrrnefnda flugu Ci-
rillio Yellow Grub að Björn J. Blön-
dal minnist á hana „í einhverjum
bókum sínum“. Ekki tók langan tíma
við að fletta upp í bókum Björns til
að sjá að hann talar til dæmis um
fluguna í meistarsverkinu
Hamingjudögum og Að kvöldi dags.
Og í umfjöllun um Snældu, hina vin-
sælu flugu Gríms Jónssonar, segir:
„Eins og ég skil þetta var svarta
Snældan fyrst í röðinni.“ Auðvelt er
að finna viðtöl við Grím, til að mynda
hér í blaðinu árið 2006 (það birtist
líka í bókinni Í fyrsta kasti) þar sem
hann sagði undirrituðum að „þýska“
Snældan hafi fyrst orðið til.
Annars tekst Sigurði Héðni vel
það sem eflaust er uppleggið með
bókinni, að kynda undir vonum og
væntingum annarra veiðimanna, og
stytta bið okkar eftir nýju veiði-
sumri.
»
… tekst Sigurði
Héðni vel það sem
eflaust er uppleggið með
bókinni, að kynda undir
vonum og væntingum
annarra veiðimanna.
Ljósmynd/Sigurður Héðinn
Fáséð Flugan Cirillo Yellow Grub,
hnýtt af Sveinbirni Blöndal.