Morgunblaðið - 08.12.2021, Page 1
Landsliðum Íslands í hópfimleikum var boðið á
sérstaka móttöku í Safnahúsinu í gær til að
fagna glæstum árangri þeirra á Evrópumeist-
aramótinu í Portúgal.
Eins og alþjóð veit vann kvennalandsliðið til
gullverðlauna á mótinu og karlalandsliðið
hreppti silfurverðlaun. Þá voru þrír fulltrúar Ís-
lands í úrvalsliði Evrópumótsins en Ísland átti
auk þess fulltrúa í valinu um efnilegasta kepp-
andann í fyrsta sinn í sögunni. Ásmundur Einar
Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, bauð
til móttökunnar í gær en á mælendaskrá var for-
seti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sem óskaði
keppendum, þjálfurum og öðrum sem að liðinu
standa innilega til hamingju með árangurinn.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gull- og silfurverðlaunahafarnir heiðraðir í Safnahúsinu
M I Ð V I K U D A G U R 8. D E S E M B E R 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 288. tölublað . 109. árgangur .
16
dagar til jóla
Búðu til jólakort á
jolamjolk.is
SKÁLDSKAPUR
ER SKILNING-
ARVIT
VETNI EINN
LYKILLINN AÐ
ORKUSKIPTUM
FAGNA ÞVÍ AÐ
NIÐURSTAÐA
SÉ KOMIN
VIÐSKIPTI 12 SÍÐUR SKÝRSLA UM KSÍ 27NÝ LJÓÐABÓK SOFFÍU 24
20 milljónir lítra af olíu
vegna raforkuskerðingar
- Skerðingin margfaldar kolefnisspor sjávarútvegsins
Baldur Arnarsson
Helgi Bjarnason
Áætla má að skerðing Landsvirkjun-
ar á raforku til fiskimjölsverksmiðja
muni kalla á aukna olíunotkun upp á
um 20 milljónir lítra, eða sem nemur
um 54.400 tonnum af kolefnisígildum,
að sögn Gunnþórs Ingvasonar, for-
stjóra Síldarvinnslunnar.
Gunnþór segir í samtali við Við-
skiptaMoggann í dag að ákvörðun
Landsvirkjunar á mánudaginn um að
hefja skerðingu á raforku strax muni
því margfalda kolefnisspor íslensks
sjávarútvegs, auk þess sem hún muni
kalla á mikinn aukakostnað fyrir
bræðslurnar.
„Bræðslurnar eru stærsti orkunot-
andi á landinu fyrir utan stóriðjuna.
Áður notuðum við allt að 50 lítra af ol-
íu á tonn í þessum verksmiðjum. Nú
eru þær að nota 38-45 lítra á tonnið,“
segir Gunnþór meðal annars, en hann
bendir jafnframt á að allar loðnu-
bræðslurnar ellefu á landinu muni nú
þurfa að vinna á fullum afköstum frá
janúar og fram í mars, þar sem fram
undan sé ein stærsta loðnuvertíð í
manna minnum.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson
(Binni), framkvæmdastjóri Vinnslu-
stöðvarinnar, segir í samtali við
Morgunblaðið að ákvörðun Lands-
virkjunar sé stórfurðuleg, þar sem all-
ar fiskimjölsverksmiðjurnar hafi fjár-
fest í rafvæðingu fyrir um eða yfir
hálfan milljarð á hverja verksmiðju.
„Svo er skrúfað fyrir rafmagnið þegar
við þurfum á því að halda,“ segir
Binni.
Binni segir að ekki verði hægt að
keyra verksmiðjurnar af fullu afli á
vertíðinni með olíu. „Það þýðir að við
munum ekki ná kvótanum og þjóðin
verður af útflutningstekjum.“
MSkerðing »4 og ViðskiptaMogginn
Teikning/Pétur Grétarsson
Endurgerð Bessastaðakirkja gæti
litið svona út eftir endurbætur.
„Mikið
lán og
forsjá“
- Innviðir Bessastaða-
kirkju varðveist vel
„Þessir innviðir sem bjargað var
hafa varðveist mjög vel. Við eigum
nánast allt sem var í kirkjunni og
getum komið þessum innviðum fyr-
ir svo hún fái notið sín á ný. Það er
mikið lán og forsjá sem býr að baki
þessari varðveislu enda hlaut að
koma að því einn daginn að kirkjan
yrði lagfærð. Hún var byggð glæsi-
lega á sínum tíma og stendur á
grunni eldri kirkna frá elstu tíð,“
segir Margrét Hallgrímsdóttir,
þjóðminjavörður og formaður
framkvæmdanefndar um endur-
gerð Bessastaðakirkju. Í fjárlaga-
frumvarpi næsta árs er gert ráð
fyrir 99 milljóna króna framlagi
svo hægt sé að hefja endurbætur á
innviðum kirkjunnar.
Samkvæmt tillögu Minjastofn-
unar mun endurgerðin miðast við
ártalið 1846. Lagt er til að milli-
gerði, altari og altarisgrindur verði
sett upp að nýju auk predikunar-
stóls frá 1709. Þá verði altaristafla
úr Dómkirkjunni, sem var í kirkj-
unni 1864-1946, sett yfir altarið en
altaristafla frá 1709 fari á kórgafl-
inn sunnan altaris og altaristafla
eftir Mugg verði sett upp á kórgafl-
inn norðan altaris. hdm@mbl.is »6
_ Joe Biden Bandaríkjaforseti
ræddi í gærkvöldi við leiðtoga
Bretlands, Frakklands, Þýska-
lands og Ítalíu um fund sinn með
Vladimír Pútín Rússlandsforseta
um stöðuna í Úkraínudeilunni.
Hafði Biden einnig rætt við leið-
toga ríkjanna fjögurra áður en
fundurinn hófst til að tryggja
samstöðu þeirra. Þá hyggst Bi-
den einnig ræða við Volodymyr
Zelenskí Úkraínuforseta í vik-
unni.
Fundur leiðtoganna þótti
„hreinskiptinn og fagmannlegur“
að sögn stjórnvalda í Moskvu, en
Biden varaði Pútín þar við alvar-
legum afleiðingum þess, ef Rúss-
ar ákvæðu að ráðast inn í Úkra-
ínu. Pútín óskaði hins vegar eftir
loforðum þess efnis að Úkraína
myndi aldrei ganga í Atlantshafs-
bandalagið. » 11
Biden ráðfærir sig
við bandamenn