Morgunblaðið - 08.12.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 2021
116 tilfelli kórónuveirunnar greind-
ust innanlands í fyrradag, þar af
voru 53 í sóttkví við greiningu. Rík-
isstjórnin ákvað á fundi sínum í gær
að halda núverandi sóttvarnaað-
gerðum óbreyttum í tvær vikur í við-
bót, en þær áttu að renna út í dag.
Willum Þór Þórsson heilbrigðis-
ráðherra sagði í samtali við mbl.is í
gær að ástæðan væri skortur á
gögnum um Ómíkron-afbrigðið og
áhrif þess.
Í gær höfðu minnst 16 ein-
staklingar hér á landi greinst með
Ómíkron-afbrigðið, en enn er óvíst
hvort það er meira smitandi en fyrri
afbrigði eða sjúkdómseinkenni þess
verri.
Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir segir í minnisblaði sínu til
ríkisstjórnarinnar að ef sýnt þyki að
afbrigðið valdi ekki skæðum sjúk-
dómi og að bólusetningar og fyrra
smit af Covid-19 verndi fólk fyrir því
verði komnar faglegar forsendur til
að endurskoða þær aðgerðir sem nú
eru í gildi. Þar á meðal megi skoða
að undanskilja þá sem hafi fengið
örvunarskammt frá fjöldatakmörk-
um og prófaskyldu fyrir viðburði.
Staðfest Covid-19 smit á Norðurlöndunum
Fjöldi smita á hverja milljón íbúa, 14 daga meðaltal
10.000
8.000
6.000
4.000
2.000
17. júlí 23. ágúst 12. sept. 2. okt. 22. okt. 11. nóv. 6. des.
Heimild: Johns Hopkins
Danmörk
Noregur
Ísland
Finnland
Svíþjóð
16 með Ómíkron
- Óbreyttar ráðstafanir næstu tvær
vikur - Staðan endurmetin bráðum
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það er ánægjulegt að nú standi til
að ráðast í endurbætur á innra byrði
Bessastaðakirkju sem er meðal okk-
ar merkustu bygginga. Markmiðið
er að taka mið af byggingarsögulegu
og listrænu gildi kirkjunnar svo hún
fái notið sín og að hún verði aðgengi-
leg fyrir alla, gesti Bessastaða og
kirkjugesti. Það vinnur ávallt með
varðveislu sögu-
legra bygginga að
samhliða verndun
hafi húsið viðeig-
andi hlutverk í
samtímanum.
Markmiðið er að
þar fari fram
kirkjulegar at-
hafnir auk þess
að vera verðugur
áfangastaður
gesta,“ segir
Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminja-
vörður.
Margrét er formaður fram-
kvæmdanefndar um endurgerð
Bessastaðakirkju. Í fjárlaga-
frumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir
99 milljóna króna framlagi svo hægt
sé að hefja endurbætur á innviðum
kirkjunnar. Auk Margrétar sitja í
nefndinni Pétur Ármannsson, arki-
tekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun
Íslands, og Guðmundur Árnason,
ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneyt-
inu. Starfsmaður nefndarinnar er
Sveinn Bragason, verkefnastjóri í
forsætisráðuneytinu.
Sveinn segir í svari við fyrirspurn
Morgunblaðsins að Bessastaða-
kirkja eigi sitt sérstaka sæti í
byggingarlistarlegri sögu 18. aldar
steinhúsa og sögulegra kirkna á Ís-
landi þar sem Hóladómkirkja er elst
og er í barokkstíl, Viðeyjarkirkja
næst í rókókóstíl, Dómkirkjan í
Reykjavík í síðklassískum stíl og
Bessastaðakirkja þannig í sæti ný-
klassíska stílsins, einföld í formi
sínu, klassísk hlutföll. „Hana vantar
því í annars heilsteypta röð íslenskra
steinhúsa frá 18. öld,“ segir hann.
Áður hafa Viðeyjarstofa, Nesstofa
og Stjórnarráðið verði endurbyggð í
samræmi við menningarsögulegt
gildi húsanna og fengið viðeigandi
hlutverk.
Fyrirhuguð endurgerð á sér nokk-
urn aðdraganda að sögn Sveins. Í til-
efni þess að öld var liðin frá fæðingu
dr. Kristjáns Eldjárns forseta Ís-
lands í desember 2016 ákvað Minja-
stofnun Íslands, í samráði við húsa-
friðunarnefnd, að kosta byggingar-
sögulega rannsókn á þeim innviðum
Bessastaðakirkju sem fjarlægðir
voru úr kirkjunni um 1946 og hafa
síðan verið í vörslu Þjóðminjasafns
Íslands sem mun annast forvörslu
viðanna. Þar á meðal eru altaris-
töflur, predikunarstóll, altari,
kirkjubekkir og fleira sem prýddi
áður kirkjuna. Þorsteinn Gunn-
arsson arkitekt og Argos arkitektar,
þeir Stefán Örn Stefánsson og Grét-
ar Markússon arkitektar, unnu að
þessari rannsókn. Á grundvelli
hennar var unnin tillaga að end-
urgerð kirkjunnar sem skoða má á
Youtube með því að slá inn Bessa-
staðakirkja.
Búast má við því að skriður komist
á verkið á nýju ári. Á vegum Fram-
kvæmdasýslunnar – ríkiseigna er nú
unnið að frumáætlun um verkefnið
sem byggist á þeim rannsóknar-
gögnum sem áður er getið. Segir
Sveinn að gögn sem Framkvæmda-
sýslan – ríkiseignir mun skila af sér
verði lögð fyrir samstarfsnefnd um
opinberar framkvæmdir með ósk um
að hefja áætlanagerð.
Margrét segir í samtali við Morg-
unblaðið að allar forsendur séu fyrir
hendi til vandaðra endurbóta Bessa-
staðakirkju í samræmi við listrænt
gildi með það að markmiði að
tryggja örugga varðveislu til fram-
tíðar, gott aðgengi og aðstöðu til
notkunar. „Þessir innviðir sem
bjargað var hafa varðveist mjög vel.
Við eigum nánast allt sem var í kirkj-
unni og getum komið þessum inn-
viðum fyrir svo hún fái notið sín á ný.
Það er mikið lán og forsjá sem býr að
baki þessari varðveislu enda hlaut að
koma að því einn daginn að kirkjan
yrði lagfærð. Hún var byggð glæsi-
lega á sínum tíma og stendur á
grunni eldri kirkna frá elstu tíð.“
Hún segir að við endurgerð
Bessastaðakirkju verði ekki bara
horft til þess að koma henni í fyrra
horf. Einnig verði aðgengi fatlaðra
bætt, lýsing, brunavarnir og loft-
ræsting bætt og snyrting fyrir gesti
og þannig mætti áfram telja.
Í tillögu Minjastofnunar að endur-
gerð Bessastaðakirkju segir að ekki
sé fýsilegur kostur að færa kirkjuna
í upphaflegan búning sinn frá 1795.
Rétt sé að miða við ártalið 1846 en
lunginn af innviðum kirkjunnar frá
þeim tíma hafi verið ósnertur fram
að breytingum um miðja 20. öld.
Lagt er til að milligerði, altari og alt-
arisgrindur verði sett upp að nýju
auk predikunarstóls frá 1709. Þá
verði altaristafla úr Dómkirkjunni,
sem var í kirkjunni 1864-1946, sett
yfir altarið en altaristafla frá 1709
fari á kórgaflinn sunnan altaris og
altaristafla eftir Mugg, sem verið
hefur í kirkjunni frá 1957, verði sett
upp á kórgaflinn norðan altaris.
„Meðal okkar merkustu bygginga“
- Endurbætur á innviðum Bessastaðakirkju hefjast á næsta ári - Kirkjan fái viðeigandi hlutverk
Teikningar/Pétur Grétarsson
Endurgerð Milligerði, altari og altarisgrindur verða sett upp að nýju. Ekki verður hróflað við steindu gluggunum.
Breytingar Á vinstri myndinni má sjá að gangur milli bekkja verður lagður tigulsteinum í skásettu tiglamunstri. Altaristaflan sést hægra megin.
Margrét
Hallgrímsdóttir