Morgunblaðið - 08.12.2021, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Fréttir frá
Banda-
ríkjunum
síðustu misserin
gera vini þessa
merka og mátt-
uga ríkis hugs-
andi og leiða.
Dómsmál fara fram undir
stórbrotnum hótunum,
beinum og óbeinum, um að
verði úrslit þeirra ekki í
takt við vilja samtaka eins
og BLM þá verði miðborg
þess fylkis sem í hlut á eða
sá bær eða borg sem hýsir
þennan mikilvæga þátt
mannlífsins lögð í rúst.
Þegar fáeinir dagar eru í
slíka niðurstöðu taka sak-
lausir eigendur smærri
fyrirtækja að þekja allar
dyr og glugga með grind-
verkum eða tréverki í þeirri
viðleitni að draga úr tjóni
sínu og minnka líkur á að
reksturinn fari á hliðina í
kjölfarið. Má ímynda sér
hvaða áhrif „undirbún-
ingur“ af þessu tagi getur
haft á úrslit mála. Ólíklegt
er að ákærður maður telji
líklegt að sönnun og rétt-
læti sé fyrirferðarmikið við
þær aðstæður. Ekki er
langt síðan lögreglumaður
var dreginn fyrir dóm við
slíkar aðstæður. Í margar
vikur voru helstu fjölmiðlar
ljósvakanna að hrópa upp
þau ósköp og skemmdar-
verk sem væntanleg væru
ef „röng niðurstaða“ kæmi
frá dómstólnum. Lög-
reglumaðurinn fékk dóm
eins og vænta mátti við
slíkar aðstæður og átti ekki
minnstu glætu um réttláta
málsmeðferð undir slíkum
hótunum. Núverandi
stjórnvöld í Bandaríkjunum
telja sig neyðast til að lýsa
hótunum um stórfellt of-
beldi, sem beinist að al-
mennum borgurum sem
hvergi hafa komið að máli,
eðlileg mótmæli gegn hugs-
anlega „rangri niðurstöðu!“
Demókratar kenna gjarn-
an vopnaeign Bandaríkja-
manna um þessa hrikalegu
stöðu. Sá flokkur hefur þó
lengi ráðið því sem hann vill
í borg eins og Síkakó og yf-
irvöld þar segjast vera með
hörðustu reglur gegn skot-
vopnaeign sem þekkist í
Bandaríkjunum. Útkoman
þar segir því mikla sögu.
Biden forseti gekk út frá
því að hann fengi
vaxandi álit og
stuðning með því
að ljúka því sem
hann kallaði
„lengsta stríð
Bandaríkjanna í
Afganistan“. En
forsetinn stóð með eindæm-
um illa að því verkefni og
það varð upphaf að miklu
fylgishrapi hans sem hefur
ekki enn stöðvast. En það
sem er athyglisverðast í
þessu samhengi er að í
stríðinu langa hafði þó eng-
inn Bandaríkjamaður fallið
síðustu 18 mánuðina.
Á sama tíma voru yfir
þúsund Bandaríkjamenn
myrtir í fyrrnefndri borg
einni. Þeir sem fylgjast
með fyrrnefndum frétta-
stöðvum sjá hins vegar
sárasjaldan fréttir eða for-
dæmingu á þessum stór-
styrjöldum innanlands.
Auðvitað eru morð og skot-
árásir almennt séð alvar-
legust, en 356 manns urðu
fyrir skotárásum í Síkakó í
október einum.
Þegar þær tölur og aðrar
eru skoðaðar nánar vekur
sérstakan óhug hvað mörg
ung börn og unglingar
koma þar við sögu. Frá
Kaliforníu berast nú fréttir
um að stórir hópar manna
ræni verslanir og smáfyrir-
tæki á degi sem nóttu og
þurfi lítt að óttast hand-
tökur eða refsingar. Sumir
þessara dólga eru vissulega
handteknir en látnir lausir
aftur innan sólarhrings eða
svo vegna stefnu saksókn-
ara úr röðum demókrata
sem eru að framfylgja per-
sónulegri stefnu sinni um
vægari refsingar, sem þeg-
ar hafa haft öfug áhrif með
stórauknum vandræðum.
Bandaríkjamenn horfa
upp á að sitja uppi með ein-
dæma veika leiðsögn alrík-
isins eftir síðustu kosn-
ingar og það fordæmi skilar
sér niður um allar æðar
samfélagsins. Á þetta horfa
helstu andstæðingar
Bandaríkjanna á heimsvísu
og eru augljóslega stað-
ráðnir í að nýta hin nýju
tækifæri sín til fulls.
Ótti illa varinna ríkja fer
vaxandi í sama hlutfalli og
trú á vilja og getu Banda-
ríkjanna til andófs eða
varna minnkar hratt.
Staða Bandaríkj-
anna, inn á við sem
út á við, ýtir undir
áhyggjur þar og um
víða veröld}
Afleiðingar stjórnleysis
og mistaka blasa við
Í
heimi íþróttanna er stundum talað um
mikilvægi þess að hrista upp í liðinu.
Jafnvel lið sem fyllt hafa skápa sína af
málmi þurfa á því að halda að gerðar
séu breytingar. Það gefur ekki bara
ferskleika heldur brýnir þau sem fyrir eru,
minnir á mikilvægi þess að halda fókus – og
sækja fleiri sigra.
Það sama á við um stjórnmálin og stjórnar-
far í landinu. Við kunnum að vera vön því að
hlutirnir séu með ákveðnum hætti en við vitum
ekki alltaf – eða munum jafnvel ekki – af hverju
hlutirnir eru eins og þeir eru. Þá er hætt við því
að stjórnkerfi landsins dragist aftur úr og
endurspegli ekki þarfir og væntingar fólks og
fyrirtækja í landinu. Þess vegna er mikilvægt
að hugsa hlutina upp á nýtt og ráðast í breyt-
ingar sem eru til þess fallnar að auka lífsgæði
okkar til lengri tíma. Hrista upp í liðinu.
Við heyrum stjórnmálamenn gjarnan tala um kerfis-
breytingar. Það liggur ekki alltaf fyrir hvaða kerfum þarf
að breyta, af hverju eða hvernig – oftast er þetta hugtak
bara notað í pólitískum tilgangi til að festa ákveðnar
stjórnmálaskoðanir í sessi. Stjórnmálamenn sem telja sig
nútímalegri en aðrir tala undarlega oft um kerfisbreyt-
ingar ef þeir telja sig hafa betri skoðanir en aðrir og saka
þá sem ekki taka undir um íhaldssemi og afturhald.
Það er síðan hægt að ráðast í alvörukerfisbreytingar
sem taka mið af raunverulegum aðstæðum og framtíðar-
horfum okkar. Í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórn-
arinnar kemur fram að íslenskt samfélag sé nú
í kjörstöðu til þess að horfa til framtíðar og
sækja fram í þágu vaxandi velsældar. Það eru
orð að sönnu, en þá liggur fyrir að stjórnkerfið
þarf að vera í stakk búið til að leiða þá þróun
sem hið opinbera þarf að leiða og sinna því
þjónustuhlutverki sem það þarf að sinna.
Stofnun nýs ráðuneytis vísinda, iðnaðar og
nýsköpunar er til marks um framsækna hugs-
un stjórnmála. Þannig nýtum við þær breyt-
ingar sem hafa orðið á liðnum árum sem hafa
skapað nýjan veruleika fyrir okkur öll og það
sem mikilvægara er, þannig ýtum við undir og
styðjum við það að frekari breytingar og fram-
farir geti átt sér stað. Við sem eigum sæti í
ríkisstjórn, og þingflokkarnir sem nú mynda
meirihluta á Alþingi, erum að horfa til þess
hvernig hægt er að gera hlutina betur en áður,
hvernig hægt er að innleiða nýjungar, gera
þjónustu hins opinbera betri og gera bæði einstaklingum
og fyrirtækjum kleift að bæta hag sinn og framtíðar-
horfur. Þannig eiga stjórnmál að virka og rétt eins og í
íþróttunum má ekki eiga sér stað stöðnun.
Til að styðja við umhverfi þar sem sköpunarkraftur
fólks fær að njóta sín og það getur vaxið, dafnað og þrosk-
ast í opnu og frjálsu umhverfi þarf að ráðast í kerfisbreyt-
ingar. Alvörukerfisbreytingar sem hafa þýðingu fyrir líf
fólks. aslaugs@althingi.is
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Alvörukerfisbreytingar
Höfundur er vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
K
víði er algengasti vandi
barna og virðist fara vax-
andi. Því er eðlilegt að
þetta úrræði sé í boði,“
segir Guðríður Haraldsdóttir, sér-
fræðingur í klínískri barnasálfræði og
verkefnastjóri sálfræðiþjónustu
barna- og unglinga hjá Heilsugæsl-
unni á höfuðborgarsvæðinu.
Um þessar mundir er verið að
innleiða foreldramiðaða meðferð við
kvíða hjá 6-12 ára börnum hjá heilsu-
gæslunni um allt land. Meðferðir fyrir
einstaklinga eru þegar í boði á flest-
um heilsugæslustöðvum og eftir ára-
mót verða hópmeðferðir einnig í boði.
Í umfjöllun á vef heilsugæsl-
unnar kemur fram að meðferðin
gangi út á að kenna foreldrum aðferð-
ir hugrænnar atferlismeðferðar
(HAM) til að nota í daglegu lífi barns-
ins og hjálpa því þannig að komast yf-
ir kvíðavandann. Hugmyndin byggist
á að foreldrar séu best til þess fallnir
að styðja barnið þar sem þeir eru oft-
ast með barninu á erfiðum tímum
þegar kvíðinn kemur fram.
„Rannsóknir gefa til kynna að
allt að 30% einstaklinga muni á ein-
hverjum tímapunkti á lífsleiðinni þróa
með sér kvíða sem verður það mikill
að hann hindrar eða skerðir verulega
daglegt líf einstaklingsins,“ segir á
vef heilsugæslunnar. „Helmingur
allra kvíðaraskana þróast fyrir 12 ára
aldur og hátt í 7% barna greinast með
kvíðaröskun einhvern tíma. Það getur
skipt sköpum að grípa snemma inn í
og veita börnum, sem stríða við kvíða,
stuðning til að draga úr hættu á að
vandinn þróist á verri veg. Sýnt hefur
verið fram á með rannsóknum að
þessi meðferð er hagkvæm og mælist
jafn árangursrík og aðrar HAM-
meðferðir sem krefjast mun lengri
meðferðartíma,“ segir þar enn frem-
ur.
Staðan margra verri í Covid
Dæmi eru um að löng bið hafi
verið eftir sálfræðiþjónustu hér á
landi sem hefur þótt sérstaklega
hvimleitt með börn sem glíma við
kvíða. Guðríður kveðst vona að þetta
nýja úrræði bæti úr því. „Já, við erum
að vonast til þess að geta boðið fleiri
börnum og foreldrum þeirra þjónustu
og þar af leiðandi stytt biðlista án
þess að slá af gæðum.“
Unnið hefur verið að innleiðingu
þessarar meðferðar síðustu 2-3 ár að
sögn Guðríðar. Sálfræðingar hafa
fengið viðeigandi þjálfun og ýmiss
konar efni fyrir þá hefur verið þýtt á
íslensku. Þá var þýdd bókin „Hjálp
fyrir kvíðin börn – handbók fyrir for-
eldra“ sem er fáanleg í bókabúðum.
Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsu-
gæslu stóð fyrir þýðingu bókarinnar
með styrk frá Lýðheilsusjóði og emb-
ætti landlæknis. Á vef heilsugæsl-
unnar segir að bókin nýtist foreldrum
kvíðinna barna hvort sem þau eru í
meðferð eða ekki. „Með útgáfu bókar
og innleiðingar meðferðar í heilsu-
gæslu eykst aðgengi foreldra og
barna að árangursríkri kvíða-
meðferð,“ segir á vef heilsugæsl-
unnar.
Guðríður segir í samtali við
Morgunblaðið að kannanir sem
Rannsókn og greining hefur gert í
grunnskólum leiði það í ljós að börn
hafi meiri áhyggjur en áður og upplifi
meiri vanlíðan. Hún segir aðspurð að
kórónuveirufaraldurinn hafi síður en
svo hjálpað. Þau börn sem voru við-
kvæm fyrir eða glímdu við kvíða hafa
orðið kvíðnari af völdum óvissu og
umróts sem faraldurinn hefur skap-
að. „Margt í kringum börnin hefur
raskast og þetta hefur skapað meiri
vanda fyrir börn sem eru viðkvæm og
þau sem eru í viðkvæmri stöðu.“
Freista þess að taka
á kvíðavanda barna
Morgunblaðið/Eggert
Vandi Helmingur allra kvíðaraskana þróast fyrir 12 ára aldur og hátt í
7% barna greinast með kvíðaröskun einhvern tíma. Meðferð verður bætt.
Með aðgerðaáætlun í heilbrigð-
ismálum til fjögurra ára frá
árinu 2016 var meðal annars
sett fram það markmið að að-
gengi á heilsugæslustöðvum
að gagnreyndri meðferð sál-
fræðinga við algengum geð-
rænum vanda, svo sem þung-
lyndi, kvíðaröskunum og
áfallastreitu, yrði bætt. Því
hafa heilsugæslustöðvar um
allt land sett í forgang sál-
fræðiþjónustu fyrir börn, ung-
menni og fjölskyldur þeirra. Dr.
Brynjar Halldórsson, sálfræð-
ingur á LSH, klínískur dósent
við Háskólann í Reykjavík og
University of Oxford, hefur
undanfarin þrjú ár kynnt gagn-
reynda foreldramiðaða með-
ferð við kvíða hjá 6-12 ára
börnum hér á landi. Að sögn
Guðríðar mun hann setja af
stað rannsókn um áramótin
þar sem árangur af þessari
nýju meðferð verður metinn.
Munu meta
árangurinn
DR. BRYNJAR RANNSAKAR