Morgunblaðið - 08.12.2021, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.12.2021, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 2021 Framkvæmdir Vinnuvélar eru á fullu þessa dagana í grunninum við horn Vatnsstígs og Laugavegar þar sem íbúðir munu rísa í stað gamalla bygginga sem þarna stóðu. Árni Sæberg Fyrir okkur sem höfum bar- ist fyrir auknu frelsi launafólks til að ávaxta lífeyrissparnað sinn er ástæða til að fagna. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsókn- arflokks og Vinstri-grænna eru gefin fyrirheit um aukið frelsi: „Við ætlum að renna styrkari stoðum undir lífeyriskerfið og stuðla að aukinni hagkvæmni og fjölbreyttari ávöxtunar- möguleikum. Útfærðar verða leiðir til að auka frelsi fólks til að ráðstafa viðbótarlífeyrissparnaði.“ Aukið frelsi til að ráðstafa séreign- arsparnaði er mikilvægt skref í að ýta undir samkeppni milli lífeyrissjóða en um leið auka áhuga og vitund almennings um mik- ilvægi fjárhagslegs sjálfstæðis. Í framhald- inu er rétt að huga að því að veita launafólki fullt frelsi til að velja sér lífeyrissjóð vegna samtryggingarhluta iðgjalda, óháð kjara- samningum og stéttarfélögum. Slík breyting er í takt við vilja landsmanna samkvæmt könnun sem Fréttablaðið greindi frá í mars 2017 en um 97% vilja fullt frelsi til að velja lífeyrissjóð. Fátt mun veita lífeyrissjóðunum meira að- hald en aukin samkeppni um iðgjöld launa- fólks. Og það mun leiða til aukinnar hag- kvæmni lífeyrissjóðakerfisins. Fjöregg þjóðar Allar breytingar á lífeyrissjóðakerfinu verða að vera vel ígrundaðar. Lífeyrissjóð- irnir eru þrátt fyrir allt fjöregg okkar. Fáum þjóðum hefur tekist með sama hætti og okkur Íslendingum að byggja upp lífeyr- iskerfi sem launafólk hefur getað treyst á. Styrkleiki kerfisins er einn sterkasti horn- steinn efnahagslegrar velferðar þjóðarinnar. Forystumenn ríkisstjórnarinnar gera sér grein fyrir þessu og því verður sérstök grænbók um lífeyrismál „unnin í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins og lífeyr- issjóði á fyrri hluta kjörtíma- bilsins í því skyni að skapa grundvöll fyrir umræðu, stefnu- mörkun og ákvarðanir um líf- eyriskerfið og framtíðarþróun þess með heildstæðum hætti“. Í stjórnarsáttmálanum segir að meðal annars verði horft til „einföldunar kerfisins og fjallað um grundvallarforsendur varð- andi hlutverk, uppbyggingu, sjálfbærni og umfang sjóðanna í efnahagslíf- inu, uppbyggingu réttinda og samspil milli ólíkra stoða lífeyriskerfisins, nauðsynlega hækkun lífeyrisaldurs og sveigjanleika til töku lífeyris í samhengi við hækkandi líf- aldur, tryggingafræðilegar forsendur, fjár- festingarheimildir, starfsumhverfi og eft- irlit“. Kaldur hrollur Í sinni einföldustu mynd byggist sparn- aður launafólks á tveimur stoðum; verðmæti eigin íbúðarhúsnæðis og lífeyrissparnaði. Ég hef alltaf talið það eina af frum- skyldum stjórnmála að byggja undir fjár- hagslegt sjálfstæði fólks. Þessi frumskylda hvílir þyngst á herðum okkar hægrimanna enda sýna vinstrimenn oft lítinn skilning á mikilvægi þess að auka möguleika fólks til eignamyndunar. Að minnsta kosti hríslast kaldur hrollur niður bak margra vinstrisinn- aðra vina minna þegar ég ræði um drauminn um að gera alla Íslendinga að kapítalistum – að eignafólki sem á ekki aðeins eigið hús- næði og góð lífeyrisréttindi heldur eru virkir þátttakendur í atvinnulífinu. Ég hef lengi barist fyrir því að auðvelda launafólki að taka beinan þátt í atvinnulífinu með kaupum á hlutabréfum. Skilvirkasta leiðin er að heimila einstaklingum að draga frá tekjuskatti kaup á skráðum hlutabréfum og hlutdeildarskírteinum sem eru skráð á skipulegan verðbréfamarkað. Frumvarp þessa efnis verður lagt fram að nýju á þessu þingi. Nái frumvarpið fram að ganga verður ekki aðeins skotið enn einni stoðinni undir eignamyndun almennings heldur er einnig verið að byggja undir hlutabréfamarkaðinn – gera hann skilvirkari, dýpri og auka að- gengi fyrirtækja að áhættufé. Skattaaf- sláttur vegna hlutabréfakaupa spilar vel saman við hugmyndir um að auka frelsi launafólks til að ráðstafa séreignarsparnaði sínum. Þannig færumst við nær því að draum- urinn um fjárhagslegt sjálfstæði launafólks rætist. Hagsmunir almennings og atvinnu- lífsins verða betur samtvinnaðir. Á því getur enginn tapað. Samstarfsverkefni Ég hef áður gert það að umtalsefni að líf- eyrissjóðirnir á almennum vinnumarkaði séu samstarfsverkefni launafólks og atvinnurek- enda, sem hafa tekið höndum saman til að tryggja launafólki lífeyri eftir að góðri starfsævi lýkur en um leið veita sameig- inlega tryggingavernd vegna örorku eða veikinda. Ábyrgð þeirra sem hafa tekið að sér stjórn lífeyrissjóða er því ekki lítil. Launa- fólk gerir þá skýru kröfu til stjórna og starfsmanna sjóðanna að láta aðeins hags- muni sjóðfélaga ráða för. Sjóðfélagar geta aldrei sætt sig við að fjármunir þeirra séu nýttir í valdabaráttu eða til að vinna að framgangi sjónarmiða eða vinna gegn ákveðnum fyrirtækjum, sem hafa ekkert með hagsmuni þeirra að gera. Hafi for- ystumenn verkalýðsfélaga eða atvinnurek- enda ekki andlegan styrk til að virða sjálf- stæði stjórna sjóðanna grafa þeir undan lífskjörum launafólks. Stærsta áskorun lífeyrissjóða á hverjum tíma er að ávaxta fjármuni launafólks og oft hafa möguleikarnir ekki verið margir. Þar skipta áhættudreifing og fjölbreytilegir fjár- festingarkostir mestu. Það er rétt sem Bjarni Benediktsson fjár- málaráðherra hefur sagt að vísbendingar séu um að lífeyrissjóðirnir þurfi meira svig- rúm til fjárfestinga erlendis. Raunar má leiða rök að því að skynsamlegt sé að aflétta öllum hömlum á fjárfestingum í öðrum lönd- um og jafnvel setja lágmarkskröfu um hlut- fall erlendra eigna. Þannig verður fjöreggj- unum dreift í fleiri en eina körfu. Í stjórnarsáttmálanum kemur skýrt fram að ríkisstjórnin áttar sig á mikilvægi þess að lífeyrissjóðirnir eigi fjölbreytta möguleika til að ávaxta fjármuni: „Stuðlað verður að því að fjölga ávöxtunarmöguleikum lífeyrissjóð- anna og möguleikum til aukinnar þátttöku í innviðafjárfestingum og grænum fjárfest- ingum.“ Ríkisstjórnin ætlar með öðrum orðum að taka höndum saman við lífeyrissjóðina við uppbyggingu mikilvægra innviða. Með því vinnst tvennt. Annars vegar fá lífeyrissjóð- irnir nýja fjárfestingarmöguleika sem sjóð- félagar njóta í formi góðrar ávöxtunar og hins vegar njóta allir landsmenn uppbygg- ingar sterkari innviða, jafnt hagrænna og fé- lagslegra. Takist ríkisstjórninni ætlunarverk sitt í lífeyrismálum með auknu frelsi, fjölbreyttari ávöxtunarmöguleikum lífeyrissjóðanna og öflugri uppbyggingu innviða getur margt annað setið á hakanum. Eftir Óla Björn Kárason »Ein af frumskyldum stjórn- málanna er að byggja undir fjárhagslegt sjálfstæði fólks. Þessi skylda hvílir þyngst á herðum okkar hægrimanna. Óli Björn Kárason Frelsi í lífeyrismálum aukið Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.