Morgunblaðið - 08.12.2021, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 2021
Útför í kirkju
Þjónusta
kirkjunnar
við andlát
utforikirkju.is
Kassagerð Reykjavíkur. Þar naut
hann mikils trausts og starfaði um
árabil. Síðar stofnaði hann ásamt
öðrum Offsetþjónustuna sem varð
hans aðalstarfsvettvangur eða þar
til þeir félagar seldu fyrirtækið
um það bil sem stafræn tölvu-
tækni tók yfir í litgreiningu, sem
gerði starf offsetljósmyndara að
engu.
Gunni tók þá meiraprófið og
starfaði við rútuakstur í nokkur
ár.
Gunni hafði alla tíð mikinn
áhuga á bílum og ekki síst mjög
sérstökum, t.d. eignaðist hann
Citroën FAF með boddí úr plasti,
einnig Citroën CV, „braggann“,
sem reyndist okkur afburða vel
sem „torfærubíll“ þegar gaus í
Skjólkvíum í Heklu 1970. Mjúk og
slaglöng fjöðrun með eftirgefan-
legri yfirbyggingu, fór bíllinn vel
með okkur á vegaslóðum fjallsins,
að vísu þurfti að herða nokkrar
skrúfur og bolta í lok ferðar. Þá
var hann með fyrstu mönnum til
að „hækka upp“ Land Rover-
jeppa, sem hann síðar seldi. Frétt-
ir bárust síðar af að jeppanum
hefði verið breytt aftur í fyrra
horf, þótti hann ekki nógu stöð-
ugur, en svona var þetta nú á ár-
dögum jeppabreytinga. Þannig
var hann alla tíð; hugaði að betri
lausnum og notagildi.
Gunnar spilaði golf í mörg ár
bæði innanlands og utan. Ljós-
myndun var alla tíð mikið áhuga-
mál og voru margar Útivistar-
ferðir farnar með
myndavélartöskuna meðferðis,
jafnt í göngu-, trúss- eða skála-
undirbúningsferðum, þar var
hann virkur félagi. Þá sá hann
lengi um litgreiningu og uppsetn-
ingu ferðablaðsins og ýmislegt í
kringum myndakvöldin. Eignað-
ist hann marga af sínum bestu
vinum þar.
Gunnar lenti í slysi 2015, eftir
það náði hann sér aldrei alveg, en
gat þó sinnt nær öllu eins og áður.
Hann var mikill fjölskylduvinur,
og fengu ekki síst afastrákarnir
tveir að njóta þess, enda ríkti mik-
il væntumþykja og trúnaður
þeirra á milli. Hann var vinmarg-
ur og átti sér enga óvildarmenn.
Þín er sárt saknað.
Kjartan B. Guðmundsson.
Gunni bróðir lifði svo ríkulegu
lífi og hafði svo margt fram að
færa. Umvafinn vinum og fjöl-
skyldu, elskaður af öllum og alls
staðar velkominn. Hann var alls
ekki búinn – en samt tekinn burt.
Hann var pabbi, stjúpi, tengda-
pabbi, afi, bróðir og sannarlega
vinur vina sinna. Mamma minnt-
ist þess oft þegar hún fór 6. júlí
1949 á spítalann til að eignast sitt
annað barn. Kjartan kom í heim-
inn og læknirinn sagði – „Það er
víst annað barn frú Sigríður.“
Þannig virðast hjörtu tvíburanna
hafa slegið í takt sem eitt hjarta
frá upphafi. Og þeir héldu áfram
að vera í takti með svipuð áhuga-
mál og lífsýn. Kjartan vissi alltaf
hvar Gunna var að finna og öfugt
– þeir töluðu nær daglega saman.
Alltaf verið að rugla þeim saman –
nei ég er ekki Gunni, nei ég er
ekki Kjartan – ég er hinn. Alveg
eins en samt ekki eins. Gunni var
sá hægláti. Þeir stórir og ég lítil
og svo stolt af þeim.
Gunni var ætíð til aðstoðar og
ekki bara okkur í fjölskyldunni og
lét þá eigin þarfir sitja á hakanum.
Hann skrúfaði saman húsgögn,
setti upp eldhúsinnréttingar,
parketlagði, tengdi þvottavélar,
setti upp þvottasnúru, skoðaði
bíla og íbúðir, flutti allt milli him-
ins og jarðar á stóra svarta Land
Rovernum. Aldrei var komið að
tómum kofunum hjá honum –
hann var alltaf búinn að pæla allt
til þrautar og finna út hvar gæðin
og fegurðin lá í hlutunum. Hann
var þúsundþjalasmiður og lista-
maður. Hann var sinn eigin kenn-
ari. Þannig lærði hann að teikna
hús, byggja hús, smíða og inn-
rétta, mála myndir, gera upp hús-
gögn, taka ljósmyndir, framkalla
myndir o.m.fl. Ekkert var gert
nema vel gert – þar var honum
ekki haggað og við lærðum af hon-
um. „Gunni myndi aldrei sam-
þykkja þetta,“ var þekkt setning.
Hann var hamingjusamur þegar
Hera og Njáll fóru að búa í húsinu
hans, fyrst með honum þar til
hann flutti. Þar var hann öllum
stundum að klára húsið og garð-
inn með þeim sem hann elskaði
mest. Sinnti afastrákunum sínum
af þeirri natni sem hann sýndi í
öllum sínum verkum en kannski
hvergi betur en í afahlutverkinu.
Hann elskaði litlu drengina sína,
Benjamín Gunnar og Brynjar
Reyni, heitt og innilega. Hann
hitti þá helst á hverjum degi, sótti
þá í leikskólann, fór með þeim í
ævintýraferðir út í náttúruna, las
fyrir þá, teiknaði með þeim, smíð-
aði, hann vildi ekki missa af neinu
sem þeir gerðu og fylgdist grannt
með því hvernig þeir tóku á móti
lífinu. Hann sagði oft sögur af
þeim með gleðiglampa í augum –
hvernig þeirra tilsvör voru og
hvað þeir hefðu lært þann daginn.
Hann var svo stoltur og þeir voru
sannkallaðir afastrákar, afi skyldi
vera með í öllu. Gunni talaði alltaf
við börn af virðingu og sem jafn-
ingja en fannst líka mikilvægt að
miðla til þeirra. Það var unun að
sjá hversu samrýnd Hera og
Gunni voru alla tíð. Hvílíkur feng-
ur var svo að fá Njál inn í fjöl-
skylduna þegar þau Hera tóku
saman. Njáll og Gunnar urðu ein-
staklega góðir vinir. Þar fóru góð-
ir menn saman. Missir ungu fjöl-
skyldunnar er mikill og ekki
annað hægt að gera en að ylja sér
við minningarnar og þakka fyrir
sannarlega góðar stundir.
Bryndís S. Guðmundsdóttir.
Nú er elskulegur bróðir minn
farinn. Svo óvænt að ég er varla
farin að meðtaka það ennþá. Hann
var á heilsubótargöngu með vin-
um sínum, sem betur fer, þegar
hann hnígur niður og hjartað
hættir að slá. Þetta er auðvitað
besta leiðin til að fara en bara ekki
alveg strax! Þrátt fyrir hvað
Gunni bróðir var hæglátur maður
þá skilur hann eftir sig ótrúlega
stórt skarð. Bróðir minn var svo
lánsamur að eignast eina yndis-
lega dóttur, Heru Brá, og voru
þau alla tíð mjög náin. Hann var
líka svo heppinn að eignast Njál
fyrir tengdason. Þeir áttu mjög
vel saman. Litlu drengirnir
þeirra, Benjamín og Brynjar,
voru mikið með afa sínum og hafa
þeir misst mikið. Ég get ekki sagt
eins og er sagt okkur hinum til
huggunar að nú sé Gunni kominn
á betri stað því hann var á góðum
stað. Elsku litla fjölskylda, Hera,
Njáll, Benjamín og Brynjar, ég
samhryggist ykkur innilega.
Ásta Guðmundsdóttir.
- Fleiri minningargreinar
um Gunnar S. Guðmunds-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
✝
Páll Arnar
Pétursson
fæddist 31. ágúst
1934 í Reykjavík.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu
Sunnuhlíð 25. nóv-
ember 2021. For-
eldar hans voru
Pétur Pálsson, f.
1906, d. 1989,
verkamaður, og
Steinunn Sæ-
mundsdóttir, f. 1908, d. 1989,
húsmóðir. Systkini hans eru
Sæmundur, f. 1943, og Stein-
unn, f. 1945.
Sonur Páls er Ólafur Þor-
kell, f. 27. júlí
1954, móðir hans
var Katla M.
Ólafsdóttir. Fyrri
eiginkona Ólafs
er Jóhanna S.
Sveinsdóttir.
Dætur þeirra eru:
1) Kristín Þóra, f.
7. maí 1973, í
sambúð með
Hreiðari Geirs-
syni og eiga þau
tvær dætur og á Kristín einn
son frá fyrra sambandi. 2)
Ásthildur, f. 11. nóvember
1975, gift Matthíasi Zaiser og
eiga þau tvo syni. 3) Erna Sif,
f. 10. maí 1983, gift Finni Ei-
ríkssyni og eiga þau þrjú
börn.
Eiginkona Ólafs er Lára
Björnsdóttir og eiga þau eina
dóttur, Kötlu Boghildi. Fyrir
átti Lára son, Smára Ein-
arsson.
Páll lauk námi sem vél-
virki frá Vélsmiðjunni Héðni
og vann mikið í fiskimjöls-
verksmiðjum og frystihúsum
við uppsetningu á vélbúnaði
um land allt. Seinna starfaði
hann hjá Vegagerð ríkisins í
fjölda ára. Páll bjó með for-
eldrum sínum þar til þau lét-
ust og seinna í sama húsi og
systir hans og fjölskylda. Ár-
ið 2018 fór Páll á hjúkrunar-
heimilið Sunnuhlíð og bjó þar
þar til hann lést.
Útför Páls fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 8. des-
ember 2021, klukkan 13.
Elsku Palli minn, komið er
að kveðjustund.
Við höfum átt samleið sl.
þrjátíu ár enda ég svo heppin
að vera eina tengdadóttir þín.
Þú varst tíður gestur á Hraun-
braut 1, æskuheimili þínu, þeg-
ar við bjuggum þar enda stutt
að fara fyrir þig, þú áttir heima
á nr. 7, ásamt Steinunni systur
þinni og hennar fjölskyldu, það
ber að þakka hversu vel var
hugsað um þig þar.
Gaman er að rifja upp ferða-
lög okkar með þér, þú komst og
gistir hjá okkur í hjólhýsinu í
Þjórsárdal, þá var Katla á
fyrsta ári og þú gafst henni
fyrsta kóksopann við litla hrifn-
ingu okkar foreldranna. Þú
varst fljótur að koma þér út úr
því: Afar mega allt.
Austur á Fáskrúðsfjörð
komstu nokkrum sinnum á
þeim tíu árum sem við bjuggum
þar. Eitt skiptið vorum við að
fara í skálavörslu í Breiðuvík í
Víkunum og þú varst með í för
og naust þín úti í náttúrunni.
Við lögðum net í ósnum og
fengum þennan flotta lax sem
var góður á grillið og þú og
Katla afastelpan þín borðuðuð
á ykkur gat.
Við skruppum í Loðmundar-
fjörð í þessari ferð og þar lent-
um við í þvílíkum berjamó; allir
dallar og pokar fylltir, ekkert
okkar hafði séð annað eins.
Já við fjölskyldan eigum
margar góðar minningar um
þig, og afabörnin Katla og
Smári biðja að heilsa en þau
áttu ekki heimangengt að koma
við útför þína.
Síðustu árin dvaldir þú í
Sunnuhlíð við góða umönnun og
það ber að þakka.
Alzheimersjúkdómurinn tók
þig frá okkur smátt og smátt,
svo hvíldin var kærkomin fyrir
þig elsku Palli minn.
Ég hugsa vel um Óla þinn
áfram.
Blessuð sé minning þín.
Þín tengdadóttir,
Lára Björnsdóttir.
Í dag minnist ég Palla
frænda míns sem hefur verið
stór hluti af mínu lífi alla tíð.
Við systkinin urðum þeirrar
gæfu aðnjótandi að búa nálægt
ömmu og afa, á meðan þau
lifðu, og Palla frænda. Í hús-
unum tveimur við Hraunbraut-
ina höfum við öll fylgst að og
þar var Palli mikilvægur hlekk-
ur enda fjölskyldan honum afar
kær. Palli var elstur af sínum
systkinum og það var gaman
þegar þau hittust systkinin,
Palli, Sæmi og mamma. Þau
rifjuðu upp gamla tíma,
bernskubrek og stríðnissögur
bræðranna gagnvart litlu syst-
ur og oftast ræddu bræðurnir
sameiginleg áhugamál sín, bíla
og vélar.
Palli lærði vélvirkjun og
vann hjá Vegagerðinni við lok
starfsævinnar. Menntun hans
og reynsla fylgdi honum í
einkalífinu því flest lék í hönd-
unum á honum. Hann var sann-
kallaður þúsundþjalasmiður og
ef eitthvað var bilað eða
skemmt gat hann lagað það.
Átti það við jafnt um vélar, hús
eða bíla – hann fann út úr því
sem þurfti að laga. Hann var
nýtinn og af honum og hans
kynslóð getum við yngri kyn-
slóðirnar lært mikið. Að nýta
hlutina, farga ekki því sem er
heilt og koma auga á notagildi
hluta. Palli fylgdist vel með
fréttum og þjóðfélagslegri um-
ræðu og naut þess að rökræða
enda var hann rökfastur og oft
á tíðum þrjóskur. Hann var
traustur, hjartahlýr, trygglynd-
ur, fylginn sér og góður maður
sem ég mun sakna sárt. Börnin
mín, sérstaklega eldri tvö,
kynntust Palla vel og nutu þess
að heimsækja hann, hvort held-
ur sem var á Hraunbrautina
eða í Sunnuhlíð. Hann var mikil
barnagæla og tók dætrum mín-
um fagnandi og hann laumaði
til þeirra sælgætismola, helst
án þess að við foreldrarnir
tækjum eftir.
Á aðfangadag áttum við Palli
okkur hefð; að tendra kerti við
leiði ömmu og afa, en í ár
breytist hefðin. Ég mun
kveikja á kerti hjá þeim ömmu,
afa og Palla. Þannig mun hefð-
in okkar lifa áfram. Minning
hans, nærvera, hugulsemi og
hlýja mun alltaf fylgja mér og
kann ég honum allar mínar
hjartans þakkir fyrir að vera
besti frændi í heimi.
Elsku Óli, Lára, Stína, Ásta,
Erna Sif, Smári og Katla –
innilegar samúðarkveðjur til
ykkar sem og til mömmu,
Sæma og Péturs. Starfsfólki
Sunnuhlíðar vil ég þakka kær-
lega fyrir hlýja og góða umönn-
un síðustu ár. Ég kveð Palla
með söknuði, þakklæti og góð-
um minningum.
Steinunn Skúladóttir.
Páll Arnar
Pétursson
Tilkynningar
Aðalskipulag Mýrdalshrepps 2012-2028 – V26
Ytri-Sólheimar
Í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með
auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps
2012-2028.
Breytingin fellst í sér að verslunar- og þjónustusvæði V26,
Gisti- og ferðaþjónusta á Ytri-Sólheimum er stækkað úr 1,2 ha
í 7,7 ha og nýtingarhlutfall lækkað í 0,1.
Breytingartillagan og umhverfismatsskýrsla liggja frammi hjá
skipulags- og byggingarfulltrúa Mýrdalshrepps Austurvegi 17,
870 Vík, á heimasíðu Mýrdalshrepps www.vik.is og á Skipu-
lagsstofnun frá 9. desember 2021 til og með 22. janúar 2022.
Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrif-
stofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík eða í tölvupósti á
bygg@vik.is. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út
föstudaginn 22. janúar 2022.
Ytri-Sólheimar 1, 1A og lóð - deiliskipulag
Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með
auglýst eftir athugasemdum við deiliskipulagstillögu fyrir
Ytri-Sólheimar 1, 1A og lóð.
Deiliskipulagstillaga nær yfir jaðar Sólheimasands og tekur til
hluta af jörðinni Ytri-Sólheimum 1 L163037, Ytri-Sólheimum
1a L226302, og Ytri-Sólheimum lóð L210360. Svæðið er við
Mýrdalsjökulsveg nr. 222 austan við Húsá á Sólheimasandi og
er um 8,45 ha að stærð.
Deiliskipulagstillagan og umhverfismatsskýrsla liggja frammi
hjá skipulags- og byggingarfulltrúa Mýrdalshrepps Austurvegi
17, 870 Vík og á heimasíðu Mýrdalshrepps www.vik.is frá
9. desember 2021 til og með 22. janúar 2022.
Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrif-
stofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík eða í tölvupósti á
bygg@vik.is. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út
föstudaginn 22. janúar 2022.
George Frumuselu
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Mýrdalshrepps
Auglýsing um skipulagsmál
í Mýrdalshreppi
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Smáauglýsingar
Bækur
Bækur
Bækur úr bílskúrnum.
Opin sölusíða á Facebook
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bílar
Nýr 2021 Nissan Leaf e+ 62 kWh
Tekna 3ja ára evrópsk verksmiðju-
ábyrgð. Með öllu sem hægt er að fá
í þessa bíla. Reykgrár – hvítur og
dökkgrár.
800.000 undir tilboðsverði um-
boðs á aðeins 4.990.000,-
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 10–18 virka daga.
Raðauglýsingar
mbl.is
alltaf - allstaðar
ÁSKRIFTASÍMI
569 1100