Morgunblaðið - 08.12.2021, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 08.12.2021, Qupperneq 20
20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 2021 50 ÁRA Kristín er frá Dalvík en býr í Reykjavík. Hún er með grunnskólakennara- próf og meistaragráðu í almannatengslum frá Stirling-háskóla í Skotlandi. Hún rekur eigið fyrirtæki sem heitir April almannatengsl. „Það sinnir almannatengslum og markaðsmálum í frekar víðum skilningi þess orðs en ég er að- allega með fasta viðskiptavini sem eru fyrir- tæki í ýmsum atvinnugreinum. Þetta er mjög skemmtilegt og fjölbreytt starf og alltaf eitt- hvað nýtt að gerast og nýju fólki að kynnast.“ Kristín er í kór sem heitir Spectrum, kven- veiðifélaginu Barmarnir og er félagskona í FKA. „Spectrum var einmitt með tónleika í fyrradag, en hann er metnaðarfullur og flottur kór.“ FJÖLSKYLDA Eiginmaður Kristínar er Rúnar Dýrmundur Bjarnason, f. 1973, umhverfissérfræðingur hjá Mannviti. Börn þeirra eru Bjarni Ívar, f. 1997, Ísold Kristín, f. 1999, og Gísli Dan, f. 2006. Foreldrar Kristínar voru Jóhann Kr. Daníelsson, f. 1927, d. 2015, kennari og söngvari, og Gíslína Hlíf Gísladóttir, f. 1935, d. 2009, fulltrúi sýslumanns á Dalvík. Aðalbjörg Kristín Jóhannsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Umræðuefnið sem þú bryddar upp á í vinnunni á eftir að hafa mikil áhrif á vinnuandann. Þú ert full/ur af hugmyndum og veist hreinlega ekki hvernig þú átt að koma þeim frá þér. 20. apríl - 20. maí + Naut Það er alveg kominn tími til þess að þú breytir einhverju í kringum þig heima fyrir. Leitaðu eftir tækifærum til að gera góðverk. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Sæktu þér hjálp þar sem þú veist að hana er að finna. Ekki spila rassinn úr buxunum, það er engin ástæða til þess. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Láttu ekki minniháttar persónuleg vandamál byrgja þér sýn, þú ert í góðum málum með öll þín mál. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú hugsar mikið um tilgang lífsins þessa dagana. Með innsæið að vopni, og með því að reyna að vera næm/ur á tilfinn- ingar annarra, kemstu langt. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þú hefur tekið fullmörg verkefni að þér og sýpur nú seyðið af því skipulags- leysi. Þú getur reiðst og/eða streist á móti, það er bara verst fyrir þig. Sýndu sam- starfsvilja. 23. sept. - 22. okt. k Vog Allt virðist ætla að ganga upp hjá þér svo það er ærin ástæða til að fagna með góðum vinum. Mundu að brennt barn forð- ast eldinn. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Notaðu daginn til þess að fara í saumana á lífi þínu og skoða markmið þín. Gáðu að því hvernig þú talar við aðra og öf- ugt. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Það er svo auðvelt að fylgja straumnum en erfiðara að standa á sínu. Stilltu þig um að hlaupa á eftir tískubylgj- um. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Það er engin ástæða til að týna sér í sjálfsvorkunn. Margir hafa reynt það sama og þú og komist vel frá því. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú heldur þig vita til hvers fólk ætlast af þér – reyndar ertu viss um að geta lesið hugsanir. Ekki láta glepjast af fagurgala sem kemur inn í líf þitt fljótlega. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Lausnin á vandamáli þínu er akkúrat öfugt við það sem þú hélst í fyrstu. Mundu eftir að þakka fyrir það sem gott er í lífinu. Jón Örn hóf síðan störf hjá Ís- lensku auglýsingastofunni og vann þar við hugmyndasmíði, textagerð og bæklingaskrif. „Það gjörðist þannig að sumarið 1989 hafði góður maður samband við mig og bauð mér þetta starf. Eftir 15 ár hjá ríkis- útvarpinu þótti mér freistandi til- breyting að reyna fyrir mér á alls óskyldum vettvangi og á eilítið betri launum en voru í boði hjá ríkinu. Þarna vann ég með góðu fólki og inu, „gömlu Gufunni“ við Skúlagötu 4. Þar var hann fyrst fréttamaður á fréttastofu Útvarps í sex ár, síðan varadagskrárstjóri í eitt ár og loks tónlistarstjóri í átta ár. „Ég held ég megi fullyrða að á skemmtilegri og þroskavænlegri vinnustað hef ég ekki unnið, hvorki fyrr né síðar. Þar kynntist ég fjölmörgum ógleyman- legum samstarfsmönnum og varð- veiti dýrmætar minningar frá Skúla- götu og Efstaleiti.“ J ón Örn Marinósson fæddist 8. desember 1946 á Reyni- mel 37 í Reykjavík og ólst þar upp fyrstu tvo áratugi ævinnar. „Ég telst því óumdeilanlega innfæddur Reykvík- ingur en er svo að auki eins sunn- lenskur og eitthvað sunnlenskt getur orðið; slóðir forfeðra minna eru í Ölf- usi, á Eyrarbakka, í Flóa, á Rang- árvöllum og Landi og í Meðallandi. Til að bæta mér upp þessa sunn- lensku einhæfni var ég sendur í sveit til Skagafjarðar þegar ég var 11 ára. Þar tók ég út þroska í sjö sumur í Holtsmúla í Staðarhreppi og naut þeirrar forfrömunar undir lokin að vera nefndur „Jón í Holtsmúla“ þeg- ar skipt var niður verkum í göng- um.“ Jón Örn sótti sér grunnmenntun í Melaskóla og Hagaskóla og lærði meðfram því á píanó. Eftir þáver- andi landspróf fór hann í Mennta- skólann í Reykjavík. „Ég átti þar fjögur ógleymanleg ár en eftir stúd- entspróf taldi ég rétt að taka mér hvíld frá námsbókum. Þar sem ég hafði kynnst nær eingöngu sjálf- stæðismönnum á æskuheimili mínu og í Skagafirði þótti mér fýsilegt að fá svolitla nasasjón af framsóknar- mönnum og réðst því til starfa sem „skríbent“ í eitt ár hjá Sunnudags- blaði Tímans undir handleiðslu Jóns Helgasonar ritstjóra. Þetta var lær- dómsríkt ár sem færði mér heim sanninn um að framsóknarmenn voru nær allir mætir menn og eru það flestir eflaust enn. Ég réð þó af að verða ekki framsóknarmaður enda óvíst að ég hefði þá kosti til sveigjanleika sem prýða framsókn- armenn.“ Að loknu starfsnámi hjá Jóni Helgasyni á Tímanum tók Jón Örn eitt ár í íslensku og sögu í Háskóla Íslands. „Mér þótti kennslan hjá flestum fremur daufleg og réð því af eftir nokkra umhugsun að leggja stund á lögfræði. Mér sóttist námið sisona þokkalega og náði lögfræði- prófi í júní árið 1974. Ég náði bestu einkunn í þjóðarrétti en sú kunnátta hefur aldrei komið mér að nokkrum notum.“ Þá um haustið 1974 réðst Jón Örn til starfa hjá Ríkisútvarp- fékk nasasjón af hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í viðskiptalífinu á Ís- landi. Ég var starfsmaður á „Ís- lensku“ allt þar til „hrunið“ illræmda varð til þess að ég mátti sjá fyrir mér eftir það með því sem skattyfirvöld nefna „sjálfstæða atvinnustarfsemi“ en við einyrkjar köllum gjarnan „hark“. Meðfram þeim störfum, sem talin voru hér á undan, fékkst ég við að skrifa eitt og annað fyrir útvarp, gamansama og „íróníska“ pistla um málefni líðandi stundar, Flóamanna- rollu og sitthvað fleira sem markaði engin tímamót í íslenskri bók- menntasögu en skemmti sjálfum mér ágætlega. Auk þess tók ég sam- an fjöldann allan af þáttum um sí- gilda tónlist á mínum útvarpsárum. Nú – úr því að maður er orðinn hálfáttræður hef ég haft fremur hægt um mig á opinberum vettvangi enda full vinna að eldast hægt og hægt, reyna að botna í greiðslukerfi Tryggingastofnunar, nöldra í sífellu út í stjórnvöld fyrir framkomu þeirra gagnvart eldri borgurum og safna fyrir sisona eins og einum „implant“. Ég hef aldrei verið ofstækisfullur „nörd“ þegar kemur að áhugamálum en nálgast þó eiginlega áráttu hvað mér þykir nauðsynlegt að fylgjast með veðurfregnum og fréttum (arf- leifð frá dvölinni í Skagafirði og á fréttastofunni). En vissulega get ég nefnt með góðri samvisku að sígild tónlist, bókmenntir, saga og stjórn- mál eru áhugamál sem stytta mér stundir og gefa lífi mínu nokkurt gildi. En framar öllu hef ég notið þess og er þakklátur fyrir að hafa notið samvista við einstaka og ynd- islega eiginkonu í nærri hálfa öld, þrjú börn mín og sex barnabörn.“ Fjölskylda Eiginkona Jóns Arnar er Sigríður D. Sæmundsdóttir, f. 15.11. 1947, á eftirlaunum. Þau bjuggu fyrst í níu ár í Sörlaskjóli í Reykjavík, síðan í 21 ár á Seltjarnarnesi, í 13 ár í Kópa- vogi og síðan i janúar 2016 hafa þau búið á Víðimel 70 í Vesturbæ Reykjavíkur. Foreldrar Sigríðar voru hjónin Sæmundur Kristjáns- son, f. 2.9. 1909, d. 5.11. 1982, vél- Jón Örn Marinósson, á eftirlaunum – 75 ára Í Biskupstungum Jón Örn og Sigríður með nokkrum sýnishornum af fjöl- skyldu sinni á veröndinni í sumarbústaðnum, Marteinsseli, neðst í Haukadal. Er ekki bara best að vera 75? Afmælisbarnið Jón Örn á góðri stundu í Kvosinni fyrir þremur árum. Til hamingju með daginn Reykjavík Helena Katrín Daníels- dóttir fæddist 30. nóvember 2021 kl. 0.34. Hún vó 4.460 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Hulda Sveindís Jóhannesdóttir og Daníel Grímur Kristjánsson. Nýr borgari NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Heilsa &útivist –– Meira fyrir lesendur Nú er tíminn til að huga að betri heilsu og bættum lífstíl. Í blaðinu verður kynnt fullt af þeim möguleikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífsstíl. PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir fimmtudaginn 23. desember. fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 4. janúar SÉRBLAÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.