Morgunblaðið - 08.12.2021, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 08.12.2021, Qupperneq 21
DÆGRADVÖL 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 2021 stjóri, og Benedikta Þorsteinsdóttir, f. 20.5. 1920, d. 6.5. 2011, húsmóðir. Þau bjuggu í Reykjavík. Börn Jóns Arnar og Sigríðar eru: 1) Melkorka, f. 14.1. 1972, forstöðu- maður skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings, búsett í Reykjavík. Sambýlismaður: Kjartan Long, f. 12.7. 1972. Barn: Elísa Guðrún Agn- arsdóttir, f. 3.2. 1994; 2) Brynjólfur Borgar, f. 1.11. 1974, stofnandi og forstjóri DataLab Ísland, búsettur í Reykjavík. Maki: María Reynis- dóttir, f. 1.7. 1976, sérfræðingur á skrifstofu ferðamála í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Börn: Sveinn Marinó, f. 2.7. 2007; Vigdís, f. 26.7. 2010; 3) Ragnhildur, f. 20.11. 1981, teymisstjóri hjá Sambýlinu við Hólmasund í Reykjavík, búsett í Reykjavík. Sambýlismaður: Lukasz Bogdan Stencel, f. 22.2. 1981. Börn: Embla Gabríela, f. 9.12. 2008, Týr, f. 28.8. 2012, Askur, f. 27.11. 2019. Systkini Jóns Arnar: Lovísa Margrét Marinósdóttir, f. 4.9. 1937, og Sigrún Ólöf Marinósdóttir, f. 6.2. 1941, d. 15.2. 2021. Foreldrar Jóns Arnar voru hjónin Marinó Ólafsson, f. 16.6. 1912, d. 26.5. 1985, verslunarmaður, og Guð- rún Jónsdóttir, f. 27.10. 1913, d. 2.1. 1997, húsfreyja. Þau bjuggu í Reykjavík. Jón Örn Marinósson Þórey Sveinsdóttir húsfreyja, f. í Simbakoti Brynjólfur Vigfússon trésmiður í Simbakoti á Eyrarbakka, f. á Söndum í Meðallandi Margrét Sigríður Brynjólfsdóttir húsfr. í Rvík og á Eyrarbakka Jón Gíslason sjómaður og verkamaður í Reykjavík, síðar á Eyrarbakka Guðrún Jónsdóttir húsfreyja í Rvík, uppeldisforeldrar: Jón Eyvindsson og Kristjana Lovísa Ísleifsdóttir Guðlaug Jónsdóttir húsfreyja, f. á Stóra-Núpi í Gnúpverjahr. Gísli Jónsson sjóm. í Eyvakoti á Eyrarbakka, f. á Litlu-Háeyri á Eyrarbakka Sigríður Eiríksdóttir húsfr., f. á Tjörvastöðum á Landi Halldór Böðvarsson bóndi í Holtsmúla og Neðra-Seli á Landi og loks í Lágum í Ölfusi, f. á Reynifelli á Rangárvöllum Sigborg Halldórsdóttir húsfreyja í Reykjavík Ólafur Þórðarson ökumaður og kyndari í Reykjavík Guðný Helgadóttir húsfreyja, f. á Læk í Ölfusi Þórður Jónsson bóndi lengst af í Króki í Arnar- bælishverfi í Ölfusi, f. í Sogni Ætt Jóns Arnar Marinóssonar Marinó Ólafsson verslunarmaður í Reykjavík „ÁTTU SAMA MÓDEL FYRIR ÖRVHENTA?“ „ÉG SAGÐI ÞÉR AÐ OPNA EKKI TÖSKUNA.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vera samstiga. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann HRÓLFUR ER MIKIÐ FYRIR AÐ SKIPA MÖNNUM FYRIR! ÉG SÉ EKKERT AÐ ÞVÍ! SÉRSTAKLEGA ÞEGAR HANN SPLÆSIR! LAUKHRINGI OG RIF FYRIR ALLT BORÐIÐ… OG LÁTTU BJÓRINN FLÆÐA! NOTAÐIR BÍLAR ÞJÓNUSTU- VERKSTÆÐI Hér eru þrjár hringhendur sem tónlistarmaðurinn Reynir Jónasson sendi Vísnahorni. Faðir Reynis, Jónas Friðriksson (1896- 1983) á Helgastöðum í Reykjadal, setti þær saman, liggjandi á sjúkra- húsi: Ég er orðinn alveg frá, allur úr skorðum genginn. Gefur borðin bæði á, broti forðar enginn. Nú er fátt sem gleður geð, góðs er máttur fjarri. Hvíli ég lágt á kvalabeð, kominn háttum nærri. Fjörið þrýtur, þrekið dvín, þreyttur hnýt að beði. Enginn lítur inn til mín, engrar nýt ég gleði. Ingólfur Ómar skaut að mér þessari stöku „þar sem nú er komið talsvert frost. Annars eru veður breytileg eftir dögum á þessum árs- tíma“: Þó nú sé úti frost og fönn er fjör á bragaslóðum. Ekki vefst mér tunga um tönn og tala því í ljóðum. Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir: Í vinnu ég var en veit nokkur hvar ég mæti á morgun? Ég spenntur hef spurt: Mín spor liggja – hvurt? Má búast við borgun? Pétur Stefánsson orti þessar tvær vetrarvísur: Kyljur harðar kjúkur bíta, krókna döpur gróðurstrá. Klæðir foldu fönnin hvíta, flæða ský um loftin blá. Smýgur frost um gil og gjár, grund er köld og hrakin. Skýin hvít og himinn blár, heimur fönnum þakinn. Friðrik Steingrímsson orti eftir atkvæðagreiðslu á þingi á föstudag: Ég vil stýra stjórnarmynstri stimpast við það lengi enn, helst að kæra hægri, vinstri og hýrudraga nefndarmenn. Á Boðnarmiði yrkir Atli Harð- arson við mynd af stækkunargleri: Í náköldu netþjónabúi nem’ allt sem talað er hér vélar og víst mun sá grúi vista hvert lífsmark hjá mér. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Misjafnt er gengi manna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.