Morgunblaðið - 08.12.2021, Side 23
ÍÞRÓTTIR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 2021
_ Knattspyrnumaðurinn Kolbeinn
Sigþórsson mun yfirgefa Gautaborg
þegar samningur hans við sænska úr-
valsdeildarfélagið rennur út um ára-
mótin. Þetta tilkynnti félagið á heima-
síðu sinni í gær. Kolbeinn lék fyrstu 17
leiki liðsins í deildinni á árinu og skor-
aði fjögur mörk en lék ekkert eftir að
hann var settur í ótímabundið leyfi í
byrjun september vegna ofbeldismáls
frá árinu 2017. Þá fór hann jafnframt í
aðgerð vegna meiðsla.
_ Þrír Íslendingar eru í úrvalsliði Evr-
ópumótsins í hópfimleikum sem fram
fór í Portúgal. Ásta Kristinsdóttir,
Helgi Laxdal Aðalgeirsson og Kolbrún
Þöll Þorradóttir voru valin í úrvalsliðið
en í því eru sex bestu karlar og sex
bestu konur mótsins. Þá var hin sex-
tán ára gamla Auður Helga Halldórs-
dóttir valin efnilegasti keppandinn í
stúlknaflokki.
_ Ragnar Friðbjarnarson hefur verið
ráðinn landsliðsþjálfari í sundi hjá
Íþróttasambandi fatlaðra. Í tilkynning-
unni frá ÍF segir að Ragnar hafi lengi
verið í fagteymi sambandsins og sé
öllum hnútum kunnugur. Hann var
með í för á Paralympics 2016 og 2021.
Eitt
ogannað
HM kvenna
Leikið á Spáni:
A-RIÐILL:
Frakkland – Svartfjallaland................ 24:19
Angóla – Slóvenía ................................. 25:25
Lokastaðan:
Frakkland 6, Slóvenía 3, Svartfjallaland 2,
Angóla 1.
B-RIÐILL:
Kamerún – Pólland .............................. 19:33
Rússland – Serbía................................. 32:22
Lokastaðan:
Rússland 6, Serbía 4, Pólland 2, Kamerún
0.
C-RIÐILL:
Noregur – Rúmenía ............................ 33:22
- Þórir Hergeirsson þjálfar Noreg.
Kasakstan – Íran .................................. 31:25
Lokastaðan:
Noregur 6, Rúmenía 4, Kasakstan 2, Íran
0.
D-RIÐILL:
Holland – Svíþjóð ................................. 31:31
Púertó Ríkó – Úsbekistan ................... 30:24
Lokastaðan:
Holland 5, Svíþjóð 5, Púertó Ríkó 2, Úsbek-
istan 0.
_ Þrjú efstu lið í A- og B-riðli fara í milli-
riðil eitt.
_ Þrjú efstu lið í C- og D-riðli fara í milli-
riðil tvö.
_ Í milliriðli þrjú eru Danmörk, Þýskaland,
Suður-Kórea, Ungverjaland, Tékkland og
Kongó.
_ Í milliriðli fjögur eru Spánn, Brasilía,
Japan, Argentína, Króatía og Austurríki.
_ Neðstu lið riðlanna fara í Forsetabikar-
inn og leika um sæti 25 til 32.
Evrópudeild karla
B-RIÐILL:
GOG – Lemgo....................................... 34:28
- Viktor Gísli Hallgrímsson lék ekki í
marki GOG.
- Bjarki Már Elísson skoraði 8 mörk fyrir
Lemgo og var markahæstur.
_ GOG 9, Benfica 9, Nantes 8, Lemgo 8,
Medvedi 2, Cocks 0.
C-RIÐILL:
Magdeburg – Nexe.............................. 32:26
- Ómar Ingi Magnússon skoraði 5 mörk
fyrir Magdeburg en Gísli Þorgeir Krist-
jánsson lék ekki með liðinu.
La Rioja – Aix....................................... 33:26
- Kristján Örn Kristjánsson skoraði 4
mörk fyrir Aix.
_ Magdeburg 9, Sävehof 8, Nexe 8, La
Rioja 5, Gorenje 3, Aix 1.
D-RIÐILL:
AEK Aþena – Kadetten ...................... 28:31
- Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten.
_ Nimes 9, Pelister 8, Sporting Lissabon 7,
Kadetten 6, AEK 4, Tatabánya 2.
.$0-!)49,
KSÍ
Bjarni Helgason
Víðir Sigurðsson
„Þetta eru vissulega erfið mál en við
fögnum því engu að síður að það sé
komin niðurstaða hjá úttektarnefnd-
inni,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir,
formaður KSÍ, í samtali við Morgun-
blaðið eftir að úttektarnefnd ÍSÍ
kynnti í gær niðurstöður sínar, þar
sem viðbrögð og málsmeðferð KSÍ
vegna kynferðisofbeldismála sem
tengst hafa leikmönnum í lands-
liðum Íslands voru skoðuð ítarlega.
Nefndina skipuðu Kjartan Bjarni
Björgvinsson héraðsdómari sem var
formaður hennar, Hafrún Kristjáns-
dóttir sálfræðingur og Rán Ingvars-
dóttir lögfræðingur.
„Við lítum svo á að þetta sé enn
eitt púslið í þeirri vegferð sem við
erum á að gera góða hreyfingu
ennþá betri. Þetta er mjög vönduð
skýrsla í alla staði og í henni eru góð
ráð og punktar sem við munum
halda áfram að vinna með í okkar
stefnumótun.“
Viljum að allir séu öruggir
„Starfshópur á vegum ÍSÍ er að
vinna að því að endurskoða allar
reglur innan íþróttahreyfingarinnar
í þessum málaflokki, sem er mjög já-
kvætt. Við viljum að okkar fólk og
allir sem eru hluti af hreyfingunni
séu örugg í okkar umhverfi og það
er ástæðan fyrir því að við fórum af
stað í þessa vinnu til að byrja með,“
sagði Vanda.
Stjórn KSÍ mun fara ítarlega yfir
skýrslu úttektarnefndarinnar á
stjórnarfundi sambandsins í næstu
viku.
„Núna mun ég setjast niður með
starfsfólki og stjórn KSÍ þar sem við
munum fara ennþá betur yfir það
sem kemur fram í skýrslu úttektar-
nefndarinnar.
Þetta eru góð gögn með miklum
upplýsingum og það er okkar að
greina hana eins og best verður á
kosið.
Þetta eru flókin mál sem tekur
tíma að vinna úr. Við þurfum að
vanda okkur og fylgja settum
reglum og lögum auðvitað þar sem
vinnuverndar- og persónuverndar-
lög eru ekki brotin.“
Aðspurð hver væru næstu skref
sambandsins í þessum málaflokki
sagði Vanda:
„Við höfum rætt það innan sam-
bandsins að boða til blaðamanna-
fundar þegar við höfum farið betur
yfir skýrsluna en fyrst þurfum við að
fá að leggjast almennilega yfir
þetta.“
Ítarlegar niðurstöður
Í ítarlegum niðurstöðum í skýrsl-
unni kemur m.a. fram að Guðni
Bergsson, formaður KSÍ, og Klara
Bjartmarz framkvæmdastjóri hafi 3.
júní 2021 haft vitneskju um að frá-
sögn um alvarlegt kynferðisofbeldi
sem birtist í opinni færslu á Insta-
gram tæplega mánuði áður tengdist
tveimur leikmönnum í A-landsliði Ís-
lands. Þar er vísað til atviks í Kaup-
mannahöfn árið 2010.
_ Starfsmaður KSÍ, sem er
tengdamóðir viðkomandi konu, hafi
rætt málið ítrekað við þau bæði og
Guðni rætt við annan leikmannanna.
_ Ljóst sé að stjórnarfólki KSÍ
hafi verið ókunnugt um tengslin og
frásögn af kæru en tölvupósts-
samskipti í stjórn KSÍ gefi það ein-
dregið til kynna.
_ Ekki sé hægt að sjá að fram-
ganga stjórnar, framkvæmdastjóra
eða annarra starfsmanna varðandi
meðferð frásagna um ofbeldi beri
einkenni þöggunar- og nauðgunar-
menningar umfram það sem al-
mennt gerist í samfélaginu.
_ Þáverandi formaður KSÍ, Geir
Þorsteinsson, hafi ásamt fleirum
innan sambandsins haft vitneskju
um tilkynningar um ólæti og grun
um heimilisofbeldi á dvalarstað leik-
manns landsliðsins 5. júlí 2016, eftir
heimkomu landsliðsins frá EM í
Frakklandi.
_ Athugunarvert sé að formað-
urinn hafi rætt við almannatengil
vegna málsins, þrátt fyrir skýringar
um að málið hafi aldrei verið „form-
lega á borði KSÍ og um einkalíf leik-
mannsins var að ræða“.
_ KSÍ hafi brugðist strax við
ábendingu um að lögregla hefði til
meðferðar kæru vegna ofbeldis leik-
manns á skemmtistað haustið 2017
og sent hann úr landsliðsverkefni.
_ Niðurstöðurnar eru birtar í
heild sinni á mbl.is/sport ásamt yfir-
lýsingu Guðna Bergssonar.
Fögnum því að fá niðurstöðu
- Ítarleg skýrsla frá úttektarnefnd ÍSÍ vegna viðbragða og málsmeðferðar KSÍ
- Góð ráð og punktar sem við vinnum með, segir Vanda Sigurgeirsdóttir
Morgunblaðið/Eggert
Úttektarnefndin Rán Ingvarsdóttir, Kjartan Bjarni Björgvinsson og Haf-
rún Kristjánsdóttir kynna niðurstöðurnar á fréttamannafundi í gær.
Ísland átti fjóra keppendur í flokk-
um fatlaðra á Norðurlandamótinu í
sundi í Väsby í Svíþjóð um síðustu
helgi, og allir unnu til verðlauna.
Guðfinnur Karlsson úr Firði fékk
bronsverðlaun í 100 metra bak-
sundi og 400 metra bringusundi í
flokki S11. Sonja Sigurðardóttir úr
ÍFR fékk silfurverðlaun í 50 metra
baksundi í flokki S4. Þórey Ísafold
Magnúsdóttir úr KR fékk silfur-
verðlaun í 100 metra bringusundi í
flokki S14. Thelma Björg Björns-
dóttir úr ÍFR fékk bronsverðlaun í
100 metra bringusundi í flokki SB5.
Öll fjögur unnu til
verðlauna á NM
Ljósmynd/ÍF
Norðurlandamót Guðfinnur, Þórey,
Sonja og Thelma kepptu í Väsby.
Hásteinsvöllur, aðalknatt-
spyrnuvöllurinn í Vestmanna-
eyjum, verður lagður gervigrasi
með flóðlýsingu fyrir keppnis-
tímabilið 2023. Þar hefur ÍBV leikið
heimaleiki sína á grasi frá árinu
1963. Haraldur Pálsson fram-
kvæmdastjóri ÍBV staðfesti við
Fréttablaðið í gær að þetta hefði
verið samþykkt sem forgangsverk-
efni á félagsfundi hjá ÍBV. Fram-
kvæmdir eiga að hefjast næsta
haust, strax að loknu keppnis-
tímabilinu 2022, og stefnt er að því
að geta hafið tímabilið 2023 þar.
Gervigras lagt
á Hásteinsvöll
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Eyjar ÍBV hefur leikið heimaleiki á
Hásteinsvelli í tæp sextíu ár.
Breiðablik leikur í kvöld síðasta
heimaleik sinn í riðlakeppni Meist-
aradeildar kvenna í knattspyrnu
þegar Breiðablik tekur á móti
stórliði Real Madríd klukkan 20.
Breiðablik er með eitt stig í
keppninni eftir fjóra leiki en liðið á
enn eftir að skora mark og reynir
að bæta úr því í kvöld.
Ósennilegt er að mótsleikur í
knattspyrnu hafi áður farið farið
fram utandyra á Íslandi á þessum
árstíma. Vel viðraði til knatt-
spyrnuiðkunar í Kópavoginum í
gær þótt vafalaust verði viðbrigði
fyrir konur búsettar í Madríd að
spila á íslensku vetrarkvöldi. Í
gær mátti sjá snjó og klaka í
kringum upphitaðan völlinn.
Vegna sóttvarnareglna þurfa
áhorfendur að framvísa nið-
urstöðum úr hraðprófi til að sækja
leikinn en tvö fimm hundruð
manna sóttvarnahólf eru í stúk-
unni á Kópavogsvelli.
Hafrún Rakel Halldórsdóttir,
leikmaður Breiðabliks, sagði á
blaðamannafundi í Smáranum í
gær að liðið hefði reynt að und-
irbúa sig eins vel og kostur væri
fyrir leikinn á morgun. Til dæmis
með því að spila æfingaleiki við ís-
lensk félagslið. Liðið væri í ágætu
standi þótt komið sé fram í desem-
ber en augljóslega sé leikæfingin
ekki sú sama og meðan á Íslands-
mótinu stendur.
Hafrún Rakel segir að til að
skora gegn stórliðum eins og Real
Madríd eða París St. Germain
þurfi að grípa tækifærin sem bjóð-
ast. Marktækifærin séu ekki það
mörg gegn slíkum andstæðingum.
kris@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Meistaradeild Hafrún Rakel Halldórsdóttir í Evrópuleik fyrr á tímabilinu.
Síðasti leikur
Blika á heimavelli
- Real Madríd leikur í Kópavogi í kvöld