Morgunblaðið - 08.12.2021, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 08.12.2021, Qupperneq 25
MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ CHAN MADDEN NANJIANI McHUGH HENRY RIDLOFF BARRY KEOGHAN DON LEE WITH KIT HARINGTON WITH SALMA HAYEK AND ANGELINA JOLIE O B S E R V E R E N T E R TA I N M E N T 94% Frábær ný Fjölskyldumynd frá Disney sýnd með Íslensku og Ensku tali Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur er margt til lista lagt. Hún starfar sem mynd- listamaður, myndasöguhöfundur og rithöfundur auk þesss sem hún er einn liðsmanna hinnar vinsælu hljómsveitar FM Belfast. Hún sagði frá störfum sínum í Dagmálum, frétta- og dægurmálaþætti Morgun- blaðsins. Þar sagðist hún elta tilvilj- anirnar sem koma upp í hversdeg- inum. Það að hafa verið opin og forvitin hafi komið henni á þann stað sem hún er á í dag. Lóa teiknaði eina mynd á dag allt árið 2020 og úr varð bókin Dæs, sem er bæði skemmtileg og falleg myndræn lýsing á því óvenjulega ári. Hún skrifaði og teiknaði einnig barnabókina Grísafjörð og var bæði tilnefnd til barnabókaverðlauna Norðurlandaráðs og í flokki barna- bóka á Íslensku bókmenntaverð- laununum. Lóa þykir einstaklega fyndin og hefur hún til dæmis verið valin í hóp þeirra sem skrifa Áramótaskaupið. Það hefur verið ákveðin jafn- vægislist fyrir hana að reyna að sjá fyrir sér með listinni. Lóa segir það geta verið erfitt að tengja list- sköpun við peninga, listamenn verði að fá að gera tilraunir án þess að hugsa um að þær seljist vel. Í Dagmálum segir Lóa einnig frá áhuga sínum á buxnadrögtum og hvernig hann hefur leitt til sýningar sem opnar í Listasafni Árnesinga í febrúar. Hún sagði einnig frá mörg- um skemmtilegum atvikum, því þegar hún ullaði á gagnrýnanda sem hafði skrifað dóm um leikverk eftir hana og því þegar hún gerði í því að reyna að ná augnsambandi við gesti Reðursafnsins úr bílnum sínum. Það síðarnefnda varð uppspretta hlaðvarpsþátta sem hún gerði bara fyrir sjálfa sig og er það dæmi um það hvernig hún reynir stöðugt að skemmta sjálfri sér í hversdeginum. Lóa hefur gert áhugamálin að fullu starfi og því finnst henni mikil- vægt að finna ný áhugamál þar sem engin pressa er á henni. Trommu- leikur er nýjasta áhugamálið. „Það er mjög frelsandi að þurfa ekki að vera góð í því, að engum þurfi að finnast þetta góð pæling nema mér og trommukennaranum mínum.“ Opin, forvitin og eltir tilviljanirnar - Lóa H. Hjálmtýsdóttir í Dagmálum Morgunblaðið/Hallur Listakonan Í Dagmálum segir Lóa meðal annars frá áhuga sínum á buxna- drögtum og mikilvægi þess að skemmta sjálfri sér í hversdeginum. Bresk-tansaníski rithöfundurinn Adulrazak Gurnah, sem tilkynnt var í liðnum mánuði að hreppti Nóbels- verðlaunin í bókmenntum í ár, tók við verðlaunaskjalinu við athöfn á heimili sænska sendiherrans í Bret- landi á mánudag. Vegna heimsfar- aldurs kórónuveirunnar hefur hin annars árvissa nóbelshátíð í Stokk- hólmi verið slegin af og taka nóbels- verðlaunahafar við viðurkenning- unum í heimalöndum sínum. Síðan hann var tvítugur hefur Gurnah að mestu verið búsettur í Bretlandi þar sem hann hefur kennt bókmenntir við háskóla. Í umsögn sænsku akademíunnar segir að Gurnah fái verðlaunin fyrir „óvægna en samúðarfulla umfjöllun um áhrif nýlendustefnu og örlög flóttamanna í dýpinu sem er á milli menningar- heima og heimsálfa“. Gurnah tók við Nóbelnum AFP Lukkulegur Rithöfundurinn Adulrazak Gurnah með verðlaunaskjalið. S tjórnlaust brjálæði kemur fyrst upp í hugann eftir lestur spennusögunnar Dansarans eftir Óskar Guðmundsson. Erfiðar heimilis- aðstæður í æsku geta haft þessi áhrif, gætu viðkvæmir bætt við. Í stuttu máli fjallar sagan um vonir og þrár, drauma sem verða skyndilega að engu. Í stað glæstrar fram- tíðar blasir ekk- ert við nema dauði og djöfull. Ekkert ljós, eng- in von. Ekki beint uppörvandi. Tony er leiksoppur örlaganna. Hann elst upp hjá einstæðri móð- ur og eftir að hún verður fyrir áfalli verður hann að standa og sitja eins og hún skipar fyrir, halda áfram í hennar sporum. Honum er strítt í skóla, hann nær engu sambandi við aðra og ekki einu sinni afa sinn, sem reynir allt hvað hann getur til þess að beina drengnum í góðan farveg. Þessi grunnhugmynd er góð svo langt sem hún nær, en byggingin ofan á hana er svona sitt lítið af hverju frekar en vandlega íhuguð atburðarás. Innkoma Dodda er til dæmis vel hugsuð með minningu um stuðning í huga en missir al- gerlega marks, því eftirfylgnina vantar. Tenging Gunnhildar og Beggu er áhugaverð, en lesandinn þarf sjálfur að fylla í eyðurnar. Lykt af dúkum vekur athygli rannsakenda, en síðan er ekkert gert með vísbendinguna þótt les- andinn geti auðveldlega lagt sam- an tvo og tvo. Glæpasagan Dansarinn er villt og viðbjóðsleg frásögn. Níðst er á börnum og dýrum og það góða í fólki er virt að vettugi. Sagan hverfist um Tony, sem er ekki venjulegur ungur maður enda bregður hann sér í nokkur hlut- verk, lætur finna fyrir sér og eirir nánast engu. Svolítið ósamræmi miðað við frammistöðu hans í Broadway. Leiftrin eru mörg en þau eru eins og norðurljósin; vekja athygli, en vara of stutt. Óskar „Leiftrin eru mörg en þau eru eins og norðurljósin; vekja athygli, en vara of stutt“. Stjórnlaust brjálæði Glæpasaga Dansarinn bbbnn Eftir Óskar Guðmundsson. Storytel 2021. Innb., 237 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.