Morgunblaðið - 13.12.2021, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.12.2021, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2021 Mig langar að minnast elskulegr- ar móður minnar sem hefði átt 87 ára afmæli í gær, 12. des. En hún lést 15. mars s.l. Ég saknar hennar alla daga. Sakna þess að geta ekki hringt í hana og spurt hana um eitt og annað, sakna þess að geta ekki sagt henni frá einhverju sem ég hef verið að gera og núna sakna ég þess óskaplega mikið að geta ekki fengið að hafa hana hjá okkur um jólin eins og hún gerði svo oft. Ég minnist hennar með þakklæti í huga fyrir allt sem hún kenndi mér og hjálpaði mér með. Þakklæti fyrir að taka allt- af vel á móti mér og fjölskyldu minni á hverju sumri. Ég var alltaf frekar náin mömmu og Sigríður Guðný Kristjánsdóttir ✝ Sigríður Guðný Kristjánsdóttir fæddist 12. desem- ber 1934. Hún lést 15. mars 2021. Sigríður var jarðsungin 27. mars 2021. þrátt fyrir að hafa nánast flutt að heiman um 16 ára aldur og búið á hinu landshorninu þá fór ég alltaf „heim“ til mömmu og pabba. Þess á milli urðu oft löng símtöl að duga. 12. desember var líka brúðkaupsdagur mömmu og pabba og náðu þau að fagna 50 ára brúðkaupsafmæli, 2007, skömmu áður en pabbi féll frá. Ég trúi því að pabbi hafi nú tekið vel á móti mömmu í Sum- arlandinu og að þeim liði vel í annarri tilvist. Ég ylja mér við góðar minn- ingar um samverustundir sem hefðu mátt vera svo mikið fleiri þegar maður hugsar til baka. Mamma var góð og yndisleg móðir og er ég afskaplega þakklát fyrir að hafa fengið að hafa hana þetta lengi. Hvíl í friði elsku mamma. Þín dóttir Halldóra. Afmælisminning Elsku afi, nú setjumst við niður til þess að skrifa um þig nokkur orð. Það er svo ótal margt sem kemur upp í hugann á þessari stundu. Við minnumst þín með hlýhug og brosi þegar við hugsum til baka, þegar dagarnir okkar ein- kenndust af prakkarastrikum, stríðni, brosi og miklum hlátri. Það átti jafn vel við um þig og okkur. Til að mynda gerðist það reglulega að okkur langaði í ís en við fengum ekki leyfi til þess. Þá glottir þú og laumaðist í frystinn og brosandi réttir okk- Gunnbjörn Ólafsson ✝ Gunnbjörn Ólafsson fædd- ist 18. mars 1938. Hann lést 25. nóv- ember 2021. Útför fór fram 2. desem- ber 2021. ur ísinn. Í kjölfarið varst þú skammað- ur og þá hlóst þú bara og brostir til okkar. Þetta fannst okkur fyndið. Þú varst einstak- ur persónuleiki, virkilega góðhjart- aður, hjálpsamur og jákvæður. Húmorinn þinn var einstakur og þú varst ófeiminn við að gera grín að sjálfum þér og okkur, svo við veltumst um af hlátri. Eitt sinn á ferð þinni að vestan þá sofn- aðir þú undir stýri og endaðir utan vegar. Sem betur fer urðu engin slys en skömmu síðar vor- um við saman í bíl þar sem þú sagðir við mig: „Ég er orðinn svolítið þreyttur, þú pikkar í mig ef ég sofna.“ Þú sást að mér stóð ekki á sama og skelltir upp úr. Eftir að við systkinin kom- umst á fullorðinsár þá fylgdist þú samt alltaf vel með og sýndir lífi okkar áhuga. Þú lást ekki á skoðunum þínum án þess samt að vera afskiptasamur og bentir alltaf á björtu hliðarnar. Reglu- lega spurðir þú okkur hvort við þyrftum nú ekki að fara að finna okkur maka og fara að eiga börn. Þú beiðst ansi lengi eftir því að við barnabörnin færum að fjölga okkur og gera þig af lang- afa. Það var gaman að sjá hversu ánægður þú varst yfir því að verða loksins langafi í sumar. Við áttum virkilega margar góðar stundir saman, þar á með- al sumarið þegar nafnarnir voru saman á sjó. Sá yngri á ung- lingsárum og átti það til að sofa heilu og hálfu túrana því þú vild- ir ekki vekja hann. Þegar hann vaknaði svo með samviskubit yf- ir að hafa sofið svona lengi þá hlóst þú bara að honum. Þetta sumar var virkilega dýrmætur tími. Okkar samband var náið og fullt af kærleik, þú varst alltaf til staðar fyrir okkur og tilbúinn að skottast með okkur, fyrir það verðum við ævinlega þakklát. Þú varst óhemjuduglegur og lést ekkert stoppa þig þegar á móti blés eða líkaminn fór að gefa sig. Við minnumst þín brosandi en brosið og hláturinn einkenndi þig alveg fram að kveðjustund þrátt fyrir veikindin. Viðhorf þitt til lífsins er okkur minn- isstætt en það skein í gegn þeg- ar þú greindist með heilabilun og sagðir: „Þið þurfið ekkert að hafa áhyggjur af mér, ég er orð- inn gamall kall og svona á þetta að vera. Ég er þakklátur fyrir það að hafa fengið að verða gamall.“ Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm, er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherj- ardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni og nú ertu gengin á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson frá Gríms- stöðum) Bless, elsku afi, við munum sakna þín. Sveinbjörg, Gunnbjörn og Guðný Ösp. Við vorum fjórir synir frumbýlinga á Hvolsvelli, Ágúst Ingi, Ólafur Hreinn, Sigurjón Garðar, und- irritaður og tvær stelpur úr sveitinni, þær Steinunn Anna á Brekkum og Hólmfríður á Núpi, sem hófum saman nám við Hvolsskóla haustið 1957. Næsta vetur bættist Matthías sonur skólastjórahjónanna í hópinn, en hann datt af hest- baki í réttunum um haustið og dvaldi fyrsta veturinn hjá afa sínum og ömmu í Kópavogi. Þessi kjarni hélst saman að Ólafur H. Sigurjónsson ✝ Ólafur Hreinn Sigurjónsson fæddist 30. maí 1950 á Hvolsvelli. Hann lést á Drop- laugarstöðum 25. nóvember 2021. Útför hans fór fram 2. desember 2021. mestu út barna- skólann og við strákarnir fermd- umst saman 1963 eftir vetrardvöl í Skógaskóla. Fermingarundir- búningi hafði þó ekki verið sinnt sem skyldi svo við lá að séra Arn- grímur í Odda neitaði að ferma okkur. Við sem vorum í Skógum skrópuðum nefnilega í ferming- arfræðslunni hjá séra Sigurði í Holti. Hefðum við ekki verið síð- asti hópurinn sem séra Arn- grímur fermdi frá Stórólfs- hvolskirkju hefði hann líklega frestað fermingunni. Upp úr fermingarfræðslu séra Arn- gríms stendur áhersla hans á handþvott, nokkuð sem kemur sér vel nú í baráttunni við veir- una skæðu. Í sex vetur gengum við strákarnir um 1 km leið í skólann okkar á móti austanátt- inni og eftir þrjú ár í Skóga- skóla fórum við Óli í Mennta- skólann að Laugarvatni og vorum þar bekkjarfélagar næstu fjögur ár. Um jól og páska skiptust feður okkar á að skutla okkur til og frá skóla, en á þeim árum var þetta talsvert ferðalag frá Hvolsvelli. Eftir- minnilegasta ferðin er þó þegar farið var til baka úr einu fríinu á Land Rover-jeppa með Þor- valdi Erni Árnasyni frá Álfhól- um. Þegar stutt var eftir að Laugarvatni sáum við allt í einu hvar annað afturhjólið tók fram úr okkur og bíllinn haltraði. Þrátt fyrir þetta tókst okkur nú samt að ljúka ferðalaginu og mættum í skólann þó við höfum nú líklega fengið „S“ í kladd- ann! Vorið þegar við Óli tókum bíl- próf þurftum við læknisvottorð. Óli fór inn á undan en ég var orðinn svolítið nærsýnn og spurði um stafina sem spurt var um. Svar Óla og minni dugði til að ég fékk vottorð um fulla sjón! Eftir menntaskóla hóf Óli nám í jarðfræði við HÍ en ég tók mér frí í eitt ár. Haustið 1971, þegar kólna fór á vinnusvæðinu við Þórisvatn, ákvað ég hins vegar að skrá mig í jarðfræði, enda líkaði Óla og fleiri félögum úr ML-námið vel, enda komum við með góðan grunn í náttúru- fræði frá Alfreð Árnasyni, okk- ar ágæta kennara frá Stóru- Mörk. Ég fékk í framhaldinu húsaskjól hjá Óla í kjallaraíbúð- inni við Granaskjól, eða þar til Ögga flutti til hans með dóttur þeirra þegar líða tók að vori. Eftir að Óli fluttist til Eyja lengdist í tengslaþræðinum, en þegar eftir því var leitað var hann svo vænn að hýsa okkur foreldra KR-stráka á Shellmóti og leyfði okkur að gista í skól- anum sem hann stýrði. Síðast bar fundum okkar saman þegar ég kannaði grjótnám fyrir hafn- argerð í Eyjum vorið 2008 og við áttum stuttan fund á skrif- stofu hans í Framhaldsskólan- um í Vestmannaeyjum. Að leiðarlokum er efst í huga þakklæti fyrir einstaklega þægilega samleið með gömlum vini, skólabróður og félaga. Öggu, börnum þeirra, fjöl- skyldu og systkinum Óla votta ég mína dýpstu samúð. Ómar Bjarki Smárason. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birt- ingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einn- ig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minn- ingargreinunum. Minningargreinar Í dag kveðjum við Petru frænku okkar og látum hugann reika um góðar stundir fyrst og fremst á Suðurgötu 37 á Siglufirði. Þar áttum við systk- inabörnin, sem vorum fjölmörg og á öllum aldri, afa- og ömmu- hús. Og þar var Petra, sem tók alltaf vel á móti og mátti ekk- ert aumt sjá. Hún var stoð og stytta foreldra sinna á þessum árum. Hún þreyttist ekki á því að segja hvað við værum flott og fín. Á vetrum í siglfirskum skafrenningi var húsið sann- kallað sæluhús. Þar var maður klæddur úr og fötin hengd upp til þerris, og oft var spjallað yfir heitu kakói og vínarbrauði. Alltaf hélt ég að maður væri í sérstöku uppáhaldi hjá þeim afa, ömmu og Petru. Seinna kom í ljós að þessa tilfinningu Petra Jónsdóttir ✝ Petra Jóns- dóttir fæddist 25. mars 1931. Hún lést 7. nóvember 2021. Útför Petru fór fram 22. nóv- ember 2021. höfðu hin barna- börnin líka. Eftir að afi og amma voru dáin fór Petra suður og nokkru síðar kynntist hún Ragn- ari sínum. Það var happafengur fyrir þau bæði. Ragnar var fjölfróður hesta- og sögumað- ur og lét gamminn geisa. Þau Petra fóru víða um landið í hestaferðum. Petra kunni reyndar best við sig með trússinu í jeppanum. Þessar ferðir voru hennar sælustundir og oft sagði hún frá þeim. Einnig var farið víða á Lödunni góðu um landið og Ragnar allt- af duglegur að taka myndir. Heimsóknir til þeirra á Eini- grund 7 voru góðar og minn- isstæðar og þar fann maður vel hve kærleiksríkt samband þeirra var. Eftir að Ragnar lést fór að halla undan fæti hjá Petru og lífsneistinn fór þverr- andi. Petra frænka mín var hlý og heilsteypt og skilur eftir sig góðar minningar. Þórhallur Jóhannesson. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, MATTHILDUR GESTSDÓTTIR, Lautasmára 3, Kópavogi, lést á heimili sínu þriðjudaginn 30. nóvember. Útför hennar verður gerð frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 14. desember klukkan 13. Streymt verður frá: https://www.skjaskot.is/matthildur Gestir eru beðnir að framvísa við innganginn neikvæðu Covid-prófi sem er ekki eldra en 48 klst. Þ. Björgvin Kristjánsson Kristján Björgvinsson Hrefna Gunnarsdóttir Matthildur Gunnarsdóttir Jóhann Vignir Gunnarsson Björgvin Smári Kristjánsson Iðunn Elva Ingibergsdóttir Þorgeir Örn Tryggvason Hulda Ósk Bergsteinsdóttir Gunnhildur Kristjánsdóttir Hekla Sóley, Snædís Lilja, Friðrik Hrafn og Harpa Sif Ástkær dóttir okkar og systir, TÓTA VAN HELZING, Þórunn María Einarsdóttir, lést á heimili sínu í faðmi fjölskyldunnar og Prímusar föstudaginn 3. desember. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju hinn 16. desember kl. 15. Sveinhildur Vilhjálmsdóttir Einar Jónsson Valgerður Anna Einarsdóttir Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA KARLSDÓTTIR frá Flatey á Skjálfanda, Laugarnesvegi 87, Reykjavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 28. nóvember, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju miðvikudaginn 15. desember kl. 13.00. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina. Streymt verður frá athöfninni og verður hægt að nálgast það á www.mbl.is/andlat. Sigurður Helgi Jóhannsson Steinar Örn Sigurðsson Karen Ósk Óskarsdóttir Karl Jóhann Sigurðsson Dóra Birna Kristinsdóttir Erna Björg Sigurðardóttir Stefán R. Pálsson barnabörn og barnabarnabörn Faðir okkar, TÓMAS ODDSSON, Furugerði 1, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi síðastliðinn miðvikudag, 8. desember. Börn hins látna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.