Morgunblaðið - 13.12.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2021
Söfnum í jólasjóðinn hjá
Fjölskylduhjálp Íslands
fyrir þá fjölmörgu sem lægstu
framfærsluna hafa.
Þeim sem geta lagt
okkur lið er bent á
bankareikning
0546-26-6609,
kt. 660903-2590.
Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti
og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ.
Jólasöfnun
Guð blessi ykkur öll
Titill einnar bókar Þórbergs Þórð-
arsonar, æskuminninga úr Suður-
sveit, er Steinarnir tala. Titillinn er
góður og vissulega eru til margar
sögur um steina og annað í náttúru
okkar. Í geymslum Náttúrufræði-
stofnunar Íslands í Urriðaholti í
Garðabæ eru til dæmis steinar sem
geimfarar, sem fóru til tunglsins á
sínum tíma, tóku með sér til jarðar.
Þetta var annars vegar í fyrstu
tunglferðinni, leiðangri Neils Arm-
strongs og félaga í júlí 1969. Steinar
úr þeim leiðangri, sem kallaður var
Apolló 11., fóru til margra landa og
fyrir hönd Íslendinga veitti forseti
Íslands þessari gjöf Bandaríkja-
manna viðtöku.
Basalt í plasti
Þá var Íslendingum árið 1973 gef-
inn steinn úr tunglferð árið áður, en
1972 voru tunglferðir Bandaríkja-
manna tvær. Sú síðari var í desem-
ber það ár og meðal geimfara sem þá
voru um borð í Apolló 17. var Harri-
son Schmitt. Sá fékk eins og aðrir
tunglfarar þessa tíma þjálfun og
undirbúning á Íslandi og til upprifj-
unar kom hann í heimsókn hingað til
lands sumarið 2015.
„Steinarnir eru úr tunglbasalti,
sem er raunar mjög líkt venjulegu
jarðnesku basalti,“ segir Kristján
Jónsson, jarðfræðingur hjá Nátt-
úrufræðistofnun Íslands og umsjón-
armaður steinasafns þess.
Tunglsteinarnir eru agnarlitlir og
varðveittir í plasthylki, sem festar
eru á fjalir sem íslenski fáninn er
lagður á. Steinarnir voru fyrst í
vörslu forsetaembættisins en seinna
færðir Náttúrufræðistofun Íslands.
Þeir hafa verið sýndir við valin til-
efni, meðal annars í Könnunarsafn-
inu á Húsavík. Einnig hafa steinarnir
góðu verið sýndir við ýmis tilefni í
bandaríska sendiráðinu í Reykjavík.
„Já, það má vel hugsa sér að tungl-
steinarnir verði sýndir oftar og víðar
í framtíðinni. Slíkt er þó allt undir því
komið að öryggismál séu í lagi, svo
dýrmætir sem þessir gripir eru,“
segir Kristján. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Steinar Kristján Jónasson með gersemar á safni Náttúrufræðistofnunar.
- Gefnir Íslendingum fyrir hálfri öld
Tunglsteinarnir
í öruggri vörslu
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Erfitt getur verið að skrásetja sögu sem enn er
að eiga sér stað og verður því þáttaröðin
Stormur, sem fjallar um baráttu gegn faraldri
Covid-19 hér á landi, ekki sýnd yfir hátíðarnar
eins og stóð til. Stefnt er að því að frumsýna
þættina á fyrri hluta næsta
árs, að sögn Jóhannesar Kr.
Kristjánssonar framleið-
anda. Með honum starfa
þeir Sævar Guðmundsson
leikstjóri og Heimir Braga-
son klippari.
Sá síðastnefndi hefur
þurft að horfa á allt mynd-
efni sem safnast hefur í
sarpinn á hvorki meira né
minna en 375 tökudögum.
Ríkisútvarpið mun kaupa þættina og frum-
sýna þá mögulega yfir páskana, en nú er í það
minnsta vitað að ekki er um jólaefni að ræða.
„Ég held líka að fólk hafi horft á það að við
erum í miðjum faraldri ennþá og fólk er bara
orðið dálítið leitt á þessu. Kannski ekki alveg
tilbúið að horfa á einhverja seríu um upphafið
að þessu og svona,“ segir Jóhannes í samtali
við Morgunblaðið.
Í vor var gefin út stikla að þáttaröðinni þar
sem Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fellir
tár í einlægu viðtali, fjölskyldu í Bolungarvík
er fylgt eftir og Katrín Jakobsdóttir forsætis-
ráðherra ræðir viðbrögð við farsóttinni. Áhorf-
endur fá að skyggnast á bak við tjöldin og
fylgjast með þríeykinu sem var í sviðsljósinu í
byrjun faraldursins auk þess sem sýnt er frá
aðstæðum á gjörgæslu- og Covid-göngudeild
Landspítala.
„Við byggjum þessa þætti á persónulegum
sögum fólks sem eru mjög sterkar. Þær eru
svolítið límið í þessari þáttaröð. Hins vegar er
það atburðarásin, eins og hægt er að segja frá
henni í sjónvarpi,“ segir hann og bætir við að
enn sé verið að vinna efnið.
Mörg þúsund klukkutímar af efni
Þegar stiklan kom út hefði framleiðendur
sennilega ekki órað fyrir því að ástandið yrði
eins og raun ber vitni í lok ársins 2021 en Jó-
hannes segir þrátt fyrir þetta að búið sé að
ákveða endapunkt þáttanna.
„Við erum hættir að mynda daglega, eins og
við höfum verið að gera. Við erum komnir með
endapunkt í þáttunum. Svo er þetta ennþá að
gerast og sú saga varðveitist náttúrlega í fjöl-
miðlum,“ segir Jóhannes. Eru þeir þá hættir
að mynda?
„Við dettum inn kannski við og við og erum
að mynda pínkulítið. Ef það er eitthvað sem við
viljum eiga þá er það það sem gerist í byrjun.
Við mynduðum mjög mikið í eitt og hálft ár og
þá náðum við efni en það sem er að gerast núna
er endurtekið efni,“ segir Jóhannes enda sé
komin þjálfun og reynsla í fólk í framvarða-
sveitinni.
Tökudagar þáttanna eru orðnir 375 eins og
áður var getið: „Ég veit ekki um þáttaröð með
375 tökudögum og þeir eiga eftir að verða
fleiri, út af viðtölum og fleiru. Ég veit ekki einu
sinni hversu margir klukkutímar þetta eru af
efni, ég myndi segja fleiri þúsund frekar en
fleiri hundruð,“ segir Jóhannes og því ljóst að
um ærið verkefni er að ræða.
Covid-þáttaröðin dregst á langinn
- Þáttaröðin Stormur dregst á langinn, rétt eins og faraldurinn - Áttu að koma út um jólin en koma
líklega á fyrri hluta næsta árs - Skyggnast á bak við tjöldin og vilja segja söguna á einlægan hátt
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Langdregið Faraldurinn hefur dregist nokkuð á langinn og heimildaþættirnir feta sama veg.
Jóhannes Kr.
Kristjánsson
Fjórum verslunum Hagkaupa, á
Eiðistorgi, Akureyri, í Spönginni
og í Smáralind, þurfti að loka um
tíma síðdegis í gær vegna bilunar í
kassakerfi verslananna.
„Við lentum í smá kleinu; við
misstum út fjórar búðir af tækni-
legum ástæðum sem varð til þess að
ekki var hægt að skanna neitt inn.
Kassakerfið lá því niðri en nú er bú-
ið að leysa málið og allt opið að
nýju,“ sagði Sigurður Reynaldsson,
framkvæmdastjóri Hagkaupa, í
samtali við mbl.is í gær. Um vef-
þjónavandamál var að ræða sem
Sigurður kunni ekki skil á, en
tæknimenn leystu úr því hratt og
örugglega.
Morgunblaðið/Heiðar Kristjánsson
Bilun Kassakerfin fóru á hliðina í gær.
Þurftu að loka
fjórum verslunum
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Tvö hverfafélög Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík hafa ályktað gegn fyrir-
liggjandi áformum um borgarlínu og
vilja að samgöngusáttmáli höfuð-
borgarsvæðisins verði tekinn til end-
urskoðunar.
„Sjálfstæðismenn í Reykjavík
hafa miklar áhyggjur af því hvernig
borgarstjórnarmeirihlutinn ætlar að
útfæra borgarlínuna, því sú aðferð
að þrengja að umferð og taka akrein-
ar burt mun ekki leysa umferðar-
vandann, heldur þvert á móti,“ segir
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðis-
flokksins í borgarstjórn, um þetta,
en það eru félög sjálfstæðismanna í
Árbæ annars vegar og í Nes- og
Melahverfi hins vegar sem hafa
ályktað í þessa veru, en hverfin eiga
ólíkra hagsmuna að gæta í sam-
göngum. Skoðanakannanir sýna að
stuðningur við borgarlínu er mestur
í miðborginni, en minnkar eftir því
sem utar dregur.
Sér í lagi er það kostnaðurinn sem
vex mönnum í augum, en verkefnið
er sagt bæði gífurlega kostnaðar-
samt og óarðbært, en einnig að
ótímabært sé fyrir Reykjavíkurborg
að leggja í slíka fjárfestingu með
miklar skuldir á bakinu og óvissu um
ávinninginn.
Árbæingar benda á að ein megin-
hugmynd borgarlínu felist í því að
fækka verulega núverandi akreinum
almennrar umferðar, sem myndi enn
auka á umferðartafir, valda vegfar-
endum ómældum kostnaði með
óþarfri tímaeyðslu, auk heilsutjóns
vegna aukinnar mengunar. Þeir telja
að það muni mest bitna á íbúum í efri
byggðum borgarinnar og gjaldtakan
vegna verkefnisins sömuleiðis.
Eyþór tekur undir þetta í samtali
við Morgunblaðið.
„Það er ekkert í samgöngusátt-
málanum sem kallar á þessar þreng-
ingar sem Reykjavíkurborg er að
ráðgera, og Árni M. Mathiesen,
stjórnarformaður Betri samgangna,
hefur staðfest það. Hér er verið að
misnota samgöngusáttmálann í því
skyni að þrengja að almennri umferð
að óþörfu.“
Misnota samgöngusáttmála
- Hverfafélög gegn borgarlínu - Þrengt að umferð að
óþörfu - Einkum kostnaðurinn sem vex mönnum í augum