Morgunblaðið - 13.12.2021, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.12.2021, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2021 England Burnley – West Ham ............................... 0:0 - Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn með Burnley. Manchester City – Wolves ...................... 1:0 Arsenal – Southampton ........................... 3:0 Chelsea – Leeds........................................ 3:2 Liverpool – Aston Villa ............................ 1:0 Norwich – Manchester United................ 0:1 Leicester – Newcastle ............................. 4:0 Crystal Palace – Everton ........................ 3:1 Staðan: Manch. City 16 12 2 2 33:9 38 Liverpool 16 11 4 1 45:12 37 Chelsea 16 11 3 2 38:11 36 West Ham 16 8 4 4 28:19 28 Manch. Utd 16 8 3 5 26:24 27 Arsenal 16 8 2 6 21:22 26 Tottenham 14 8 1 5 16:17 25 Leicester 16 6 4 6 27:27 22 Wolves 16 6 3 7 12:14 21 Brentford 16 5 5 6 21:22 20 Brighton 15 4 8 3 14:16 20 Crystal Palace 16 4 7 5 22:22 19 Aston Villa 16 6 1 9 21:25 19 Everton 16 5 3 8 20:28 18 Leeds 16 3 7 6 17:25 16 Southampton 16 3 7 6 14:24 16 Watford 16 4 1 11 21:31 13 Burnley 15 1 8 6 14:21 11 Newcastle 16 1 7 8 17:34 10 Norwich City 16 2 4 10 8:32 10 Everton – West Ham ............................... 1:1 - Dagný Brynjarsdóttir lék allan leikinn með West Ham. Þýskaland Potsdam – Bayern München .................. 1:1 - Glódís Perla Viggósdóttir kom inn á hjá Bayern á 89. mínútu en Karólína Lea Vil- hjálmsdóttir var ekki í hópnum. Werder Bremen – Eintracht Frankfurt 1:0 - Alexandra Jóhannsdóttir var varamaður hjá Eintracht og kom ekki við sögu. Ítalía Venezia – Juventus.................................. 1:1 - Arnór Sigurðsson og Bjarki Steinn Bjarkason voru varamenn hjá Venezia. Juventus – AC Milan ............................... 4:2 - Guðný Árnadóttir lék allan leikinn með AC Milan. Inter Mílanó – Sassuolo .......................... 2:2 - Anna Björk Kristjánsdóttir var vara- maður hjá Inter og kom ekki við sögu. B-deild: Pisa – Lecce.............................................. 1:0 - Þórir Jóhann Helgason kom inn á hjá Lecce á 79. mínútu. SPAL – Brescia........................................ 0:2 - Mikael Egill Ellertsson kom inn á hjá SPAL á 81. mínútu. Holland Ajax – AZ Alkmaar ................................. 1:2 - Albert Guðmundsson kom inn á hjá AZ á 86. mínútu. Belgía Kortrijk – OH Leuven............................. 2:1 - Rúnar Alex Rúnarsson varði mark OH Leuven í leiknum. B-deild: Mouscron – Lommel................................ 2:1 - Kolbeinn Þórðarson lék allan leikinn með Lommel. Rúmenía CFR Cluj – Mioveni.................................. 1:0 - Rúnar Már Sigurjónsson lék fyrstu 60 mínúturnar með CFR. Tyrkland Adana Demirspor – Giresunspor .......... 1:0 - Birkir Bjarnason var varamaður hjá Ad- ana Demirspor og kom ekki við sögu. Grikkland PAOK – Lamia ......................................... 2:1 - Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn með PAOK. Kýpur Nea Salamis – Apollon Limassol ........... 0:2 - Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir lék allan leik- inn með Apollon. Skotland Celtic – Motherwell ................................. 7:0 - María Ólafsdóttir Gros lék fyrstu 74 mínúturnar með Celtic. Danmörk Bikarkeppnin, 8-liða, seinni leikur: OB – Randers ........................................... 1:2 - Aron Elís Þrándarson lék allan leikinn með OB sem vann 3:2 samanlagt. Svíþjóð Umspil, fyrri leikur: Helsingborg – Halmstad......................... 0:1 - Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn með Helsingborg. Noregur Kristiansund – Vålerenga ...................... 2:1 - Brynjólfur Willumsson lék fyrstu 64 mínúturnar með Kristiansund. Rosenborg – Strömsgodset .................... 2:2 - Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn með Rosenborg og Ari Leifsson kom inn á hjá Strömsgodset á 83. mínútu. Lilleström – Sandefjord.......................... 2:0 - Viðar Ari Jónsson lék í 88 mínútur með Sandefjord. 50$99(/:+0$ KÖRFUBOLTI Gunnar Egill Daníelsson Víðir Sigurðsson Þór frá Þorlákshöfn og Stjarnan eru búin að tryggja sér sæti í undan- úrslitum bikarkeppni karla, VÍS- bikarsins, með sigrum í átta liðum úr- slitum keppninnar í gærkvöldi. Þór heimsótti ÍR og hafði afar nauman 79:77-sigur í æsispennandi leik í Seljaskóla. Luciano Massarelli og Daniel Mortensen voru stigahæst- ir Þórsara með 19 stig hvor. Þá lék Glynn Watson vel er hann náði tvö- faldri tvennu. Skoraði hann 12 stig, tók 14 fráköst og gaf átta stoðsend- ingar að auki. Igor Maric var stiga- hæstur ÍR-inga með 17 stig og skammt undan var Sigvaldi Eggerts- son með 15 stig. Jordan Semple náði tvöfaldri tvennu er hann skoraði 10 stig og tók 13 fráköst. Stjarnan fékk þá Grindavík í heim- sókn í Garðabæinn í hörkuleik. Eftir að Grindavík hafði byrjað betur sneru Stjörnumenn taflinu við og unnu að lokum 85:76. Eugene Turner III fór fyrir Stjörnumönnum og náði tvöfaldri tvennu þegar hann skoraði 23 stig og tók 11 fráköst. Stigahæstur Grindvíkinga í leiknum var landsliðs- maðurinn Ólafur Ólafsson, sem skor- aði 25 stig og tók einnig níu fráköst. Síðari tveir leikir átta liða úr- slitanna fara fram í kvöld. Haukar og Njarðvík líkleg Haukar og Njarðvík eru sigur- stranglegustu liðin í bikarkeppni kvenna en þau eru komin í undan- úrslit VÍS-bikarsins ásamt Breiða- bliki, sem er næstneðst í úrvalsdeild- inni, og Snæfelli, sem er í neðri hluta 1. deildarinnar. Haukakonur þurftu að hafa tals- vert fyrir því að vinna topplið 1. deildar, ÍR, í Seljaskóla, 76:58. ÍR hélt í við Haukana stóran hluta leiks- ins. Bríet Sif Hinriksdóttir skoraði 15 stig fyrir Hauka og Elísabeth Ýr Ægisdóttir 13. Haiden Palmer var með þrefalda tvennu, 10 stig, 13 stoð- sendingar og 18 fráköst. Irena Sól Jónsdóttir skoraði 19 stig fyrir ÍR og Danielle Reinwald var með 15 stig og 18 fráköst. Njarðvík vann Fjölni 89:88 í stór- leik átta liða úrslitanna, eftir fram- lengingu. Aliyah Collier átti sannkall- aðan stórleik með Njarðvík og skoraði 42 stig og tók 17 fráköst. Al- iyah Mazyck skoraði 34 stig fyrir Fjölni og Dagný Lísa Davíðsdóttir 18. Breiðablik vann mjög öruggan sig- ur á fyrstudeildarliði Hamars/Þórs, 101:75, í Smáranum. Anna Soffía Lárusdóttir skoraði 19 stig fyrir Breiðablik og Telma Lind Ásgeirs- dóttir 18 en Astaja Tyghter skoraði 30 stig fyrir Sunnlendinga. Loks hafði Snæfell betur gegn Stjörnunni í slag fyrstudeildarlið- anna í Garðabæ, 67:61. Sianni Martin skoraði 19 stig fyrir Snæfell og Re- bekka Rán Karlsdóttir 18 en Diljá Ögn Lárusdóttir skoraði 19 stig fyrir Stjörnuna. Línur að skýr- ast í bikarnum - Tvö lið skera sig úr kvennamegin Morgunblaðið/Óttar Geirsson Barátta Luciano Massarelli og Triston Simpson eigast við í hörkuleik Þórs frá Þorlákshöfn og ÍR í átta liða úrslitum bikarkeppni karla í gærkvöldi. Íslandsmeistarar KA/Þórs fengu sinn annan sjö marka skell í röð í Olísdeild kvenna í handbolta á laug- ardag. Norðankonur heimsóttu þá Hauka og sáu aldrei til sólar. Hauk- ar náðu tólf marka forskoti um tíma en lokatölur urðu 34:27. Haukaliðið sýndi hinsvegar að það gæti farið langt í vetur og er búið að koma sér vel fyrir í fjórða sætinu. Sara Odden skoraði átta mörk fyrir Hauka og Elín Klara Þorkelsdóttir sjö og Annika Fríð- heim Petersen varði 17 skot. Martha Hermannsdóttir skoraði sjö mörk fyrir KA/Þór. Fram náði eins stigs forskoti á Val á toppi deildarinnar með stór- sigri gegn HK í Kórnum, 33:20. Karen Knútsdóttir skoraði 7 mörk fyrir Fram, Perla Ruth Alberts- dóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir 6 hvor, en Jóhanna Margrét Sigurð- ardóttir skoraði 8 mörk fyrir HK. Morgunblaðið/Óttar Geirsson Kórinn Karen Knútsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Fram í leiknum á laug- ardag og fer hér framhjá HK-ingnum Elnu Ólöfu Guðjónsdóttur. Annar skellur meistar- anna og Fram á toppinn Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Vítaspyrnur réðu úrslitum í leikj- um þriggja efstu liða ensku úrvals- deildarinnar í knattspyrnu á laug- ardaginn, og að auki hjá Man- chester United, en þessi fjögur lið unnu öll nauma eins marks sigra. _ Raheem Sterling skoraði sigur- mark Manchester City gegn Wolv- es, 1:0, úr vítaspyrnu á 66. mínútu. _ Mohamed Salah skoraði sigur- mark Liverpool gegn Aston Villa, 1:0, af vítapunktinum eftir að brot- ið var á honum á 67. mínútu. _ Jorginho skoraði úr tveimur vítaspyrnum og sigurmarkið í upp- bótartíma þegar Chelsea vann nauman sigur á Leeds, 3:2. _ Cristiano Ronaldo krækti í vítaspyrnu og skoraði úr henni sig- urmark Manchester United í Nor- wich, 1:0, á 75. mínútu. Staðan í toppbaráttunni breyttist því ekkert, nema hvað Manchester City, Liverpool og Chelsea fjar- lægðust enn hin liðin eftir að West Ham náði aðeins 0:0-jafntefli gegn Jóhanni Berg Guðmundssyni og fé- lögum í Burnley í gær. Steven Gerrard, fyrirliða Liver- pool til langs tíma, var vel fagnað á Anfield þegar hann mætti þangað sem knattspyrnustjóri Aston Villa. _ Youri Tielemans skoraði tvö mörk fyrir Leicester í stórsigri á Newcastle í gær, 4:0. Staða New- castle á botninum versnar enn, liðið hefur unnið einn leik af sextán, og forríkir nýir eigendur hafa um nóg að hugsa hvað varðar mögulegan liðsauka í janúar. Toppliðin unnu öll með vítaspyrnum AFP Tvö Jorginho fagnar eftir að hafa tryggt Chelsea sigur á Leeds _ Keflvíkingurinn Elías Már Óm- arsson var í aðalhlutverki hjá Nimes í fyrrakvöld þegar liðið vann Nancy 2:1 í frönsku B-deildinni í knattspyrnu. Elías skoraði fyrra mark Nimes og lagði upp það seinna en honum var skipt af velli á 84. mínútu. Lið hans, sem féll úr efstu deild í vor, er um miðja B-deildina. Elías skoraði þarna sitt þriðja mark fyrir liðið í deildinni á tímabilinu. _ Hollendingurinn Max Verstappen á Red Bull varð í gær heimsmeistari í Formúlu 1 í fyrsta skipti eftir ótrú- lega baráttu við sjöfalda heims- meistarann Lewis Hamilton á Mercedes í Abú Dabí-kappakstr- inum, lokamóti tímabilsins. Ver- stappen hóf kappaksturinn fremstur eftir sigur í tímatökunni á laugardag en Hamilton var ekki lengi að taka fram úr Hollendingnum strax í upp- hafi. Hélt hann forystunni fram að síðasta hring, þegar Verstappen tók fram úr og tryggði sér sigurinn. Lið Mercedes lagði fram tvenn mót- mæli en þeim var hvorum tveggja vísað frá og Verstappen var þar með staðfestur heimsmeistari fjórum tím- um eftir að kappakstrinum lauk í gær. _ Kvennalið Þróttar úr Reykjavík í knattspyrnu fékk í gær liðsauka fyrir næsta tímabil. Bandaríski framherj- inn Danielle Marcano samdi þá við Þrótt en hún lék með HK í 1. deild- inni á síðasta tímabili og skoraði þar sex mörk í tólf leikjum. _ Enski knattspyrnumaðurinn Luke Rae, sem hefur leikið með Vestra og Tindastóli undanfarin tvö ár, hefur gert tveggja ára samning við fyrstu- deildarfélag Gróttu. _ Guðjón Valur Sigurðsson, þjálfari toppliðsins Gummersbach í þýsku B- deildinni í hand- knattleik, hefur fengið horna- manninn Óðin Þór Ríkharðsson lán- aðan frá KA til áramóta. Hand- bolti.is greindi frá þessu. Óðinn, sem er næst- markahæsti leikmaður Olís- deildarinnar í vetur, missir af einum leik með KA en getur spilað þrjá leiki með Gummersbach. _ Sigrún Árnadóttir skoraði þrennu fyrir Fjölni í gær þegar liðið vann Skautafélag Akureyrar 5:3 á Íslands- móti kvenna í íshokkíi. Fjölniskonur fylgdu eftir 4:1-sigri í leik liðanna á Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.