Morgunblaðið - 28.12.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2021
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Aukin eftirspurn hefur verið eftir
tengiltvinnbílum á undanförnum
vikum, væntanlega vegna áforma
stjórnvalda um að framlengja ekki
ívilnun í virðisaukaskatti af þannig
bílum. Er nú svo komið að þeir bílar
sem næst að skrá fyrir áramót eru
að mestu eða fullu fráteknir hjá
þeim bílaumboðum sem rætt var við
í gær.
Ef ekki verða gerðar breytingar
við lokaafgreiðslu fjárlagafrumvarps
fellur niður hluti vsk-ívilnunarinnar
um áramót og öll ívilnunin þegar
vissum kvóta verður náð og er búist
við að það gerist fljótlega á nýju ári.
Jón Trausti Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Öskju, segir að við það muni
útsöluverð bílanna líklega hækka
um 960 þúsund. Það komi sér sér-
staklega illa fyrir kaupendur bíla á
verðbilinu fjórar til sex milljónir, þar
verði hækkunin hlutfallslega mikil.
Þetta séu dæmigerðir bílar fyrir
ungt fólk sem býr úti á landi og vill
geta ekið langar leiðir en sé ekki
tilbúið að taka skrefið til fulls yfir í
rafmagnsbíl. Nýjustu kynslóðir
tengiltvinnbíla hafi 40 til 100 kíló-
metra drægni á rafmagni og geti
flestar fjölskyldur ekið mikið á raf-
magni einu saman en þurfi þó ekki
að hafa áhyggjur af drægninni ef
þær þurfi að komast lengra.
Góð áhrif á söluna
Samkvæmt upplýsingum Páls
Þorsteinssonar, upplýsingafulltrúa
Toyota á Íslandi, hafa ívilnanirnar
sannarlega hjálpað til við rafvæð-
ingu bílaflotans og þær hafi haft góð
áhrif á söluna. „Áhugi Íslendinga á
rafmagnsbílum og tengiltvinnbílum
er greinilegur og skiljanlegur því
hér höfum við ódýrt rafmagn sem
framleitt er á umhverfisvænan og
sjálfbæran hátt og það er ánægju-
legt að við getum notað innlenda
orku á bílana okkar. Hvort fyrirhug-
uð breyting á ívilnunum hefur áhrif
á sölu á eftir að koma í ljós,“ segir í
skriflegu svari Páls.
Frá áramótum og fram til jóla
höfðu verið skráðir hér á landi 3.223
tengiltvinnbílar sem eru rúm 26%
nýskráðra bíla. Allt árið 2020 voru
skráðir 1.859 bílar sem voru tæp
20% af skráningum það ár. Aukn-
ingin er því talsverð og meiri hlut-
fallslega en á bílum sem aðeins
ganga fyrir rafmagni. Skráðir voru
3.446 rafmagnsbílar frá áramótum
til jóla, sem eru tæp 28% skráninga
en hlutfallið var rúm 25% allt árið
2020.
Ekki er að sjá að breytingin sé
mikil í desember, hvað svo sem ger-
ist á milli jóla og nýárs, því 270 teng-
iltvinnbílar voru skráðir í desember,
fram til jóla, á móti 295 allan mán-
uðinn í fyrra. Fréttir um áform um
niðurfellingu vsk-ívilnunar ýttu fólki
af stað, samkvæmt upplýsingum
bílaumboða, en áhrifin virðist hafa
komið meira fram í nóvember en
allra síðustu vikur ársins, skv. tölum.
Hins vegar er framboðið orðið
takmarkað og ekki svigrúm til að fá
fleiri bíla til landsins. Þá hefur það
áhrif að ívilnun fæst út á bílana þeg-
ar þeir eru skráðir og það tekur að
lágmarki 3-4 daga að fá bíl afgreidd-
an úr tolli og skráðan. Þess vegna er
svigrúmið til skráninga að verða bú-
ið með þeim bílum sem þegar hafa
verið pantaðir.
Verða of dýrir
Páll Þorsteinsson bendir á að auk-
in sala á síðustu vikum ársins og
niðurfelling ívilnunar, verði það
raunin, hafi talsverð áhrif á sölu
slíkra bíla.
Jón Trausti Ólafsson leggur
áherslu á að það sé ótímabært að
fella niður ívilnunina nú í miðjun
orkuskiptum. Hann telur að tengil-
tvinnbílar verði of dýrir ef ekki verði
breytingar á áformum stjórnvalda
við lokaafgreiðslu fjárlaga. »14
Flestir bílar fráteknir til áramóta
- Aukin eftirspurn eftir tengiltvinnbílum vegna áforma um að framlengja ekki vsk-ívilnun um áramót
- Takmarkað hvað hægt er að skrá marga bíla - Verð bílanna hækkar að óbreyttu um 960 þúsund
Páll
Þorsteinsson
Jón Trausti
Ólafsson
Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir
tók sæti sem varaþingmaður í
gær fyrir þingflokk Pírata og
varð þar með yngsti varaþing-
maður Íslandssögunnar. Gunn-
hildur hefur undanfarin misseri
látið að sér kveða í samfélags-
umræðunni á sviði umhverfismála
og barist fyrir nýrri stjórnarskrá,
einkum á samfélagsmiðlinum Tik-
Tok, sem hrinti af stað umræðu
um málefnið.
Þá varð Lenya Rún Taha Ka-
rim fimmti yngsti varaþingmað-
urinn til þess að taka sæti á þingi
í gær. Kváðust þær í gær hafa
„tekið yfir“ þingið.
Lenya hafði fengið kynningu á
þingstörfum á meðan undirbún-
ingsnefnd kjörbréfanefndar var
að störfum en Gunnhildur fékk
stutta kynningu á þinginu í gær-
morgun. „Ég myndi aldeilis ekki
kjósa að gera neitt annað í
jólafríinu. Einhverjir varaþing-
menn hafa talað um að þeir hefðu
viljað verja fríinu sínu öðruvísi
en ég segi bara: „Ha?“ Þetta er
það besta sem maður getur gert
yfir jólin,“ sagði Gunnhildur í
samtali við Morgunblaðið í gær.
veronika@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ungar kon-
ur „tóku
yfir“ þingið
Þróunin á skjálftahrinunni á
Reykjanesskaga helst sú sama og
enn eru líkur á gosi á svæðinu. Þeg-
ar Morgunblaðið fór í prentun í gær
höfðu fæstir skjálftar mælst á einum
degi síðan hrinan hófst 21. desem-
ber. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúru-
vársérfræðingur hjá Veðurstofu Ís-
lands, segir stöðuna álíka og fyrir
gos, en í mars þegar gosið í Geld-
ingadölum hófst voru dagarnir í að-
draganda gossins rólegir og minna
um skjálfta þar en áður. Hann segir
þó erfitt að bera saman stöðuna nú
og í mars þótt þetta sé á sama svæði.
Magnús Tumi Guðmundsson jarð-
eðlisfræðingur segir líklegast að
kvika berist upp á yfirborðið á sama
svæði og síðast, það er í námunda við
Fagradalsfjall og Geldingadali.
„Það hefur ekkert breyst í þeirri
sviðsmynd að ef þetta heldur áfram
á sömu braut þá sé þetta sennilegast
undanfari þess að gos taki sig upp að
nýju. Líklegasti staðurinn er þá
þarna í Fagradalsfjalli og Geldinga-
dölum. Mælingarnar benda til þess,“
sagði Magnús í samtali við mbl.is
síðdegis í gær.
Hann segir aukna virkni beggja
vegna svæðisins þar sem gaus nú í
vor vera skólabókardæmi um svo-
kallaða gikkskjálfta.
Spenna sé fyrir á svæðinu og þeg-
ar viðbótarfærsla á landi kemur ofan
í spennuna eykst þrýstingurinn, sem
leiði til skjálfta á svæðunum við
Kleifarvatn og í Svartsengi, norðan
við Grindavík.
„Við höfum séð þetta býsna oft.
Til að mynda þegar Holuhraun
myndaðist, þá voru miklir skjálftar í
Kverkfjöllum. Það var bara viðbót-
arspenna og hafði ekkert með kviku
á svæðinu að gera. Sama er uppi á
teningnum nú.“
steinar@mbl.is
Skjálftavirknin minnkað
- Minni skjálftavirkni fyrir gosið í mars - Líklegast að
kvika berist upp á yfirborðið á sama svæði - Gikkskjálftar
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hraun Almannavarnir hafa varað
fólk við því að ganga á hrauninu.