Morgunblaðið - 28.12.2021, Síða 4

Morgunblaðið - 28.12.2021, Síða 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2021 Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á sl ík u. At h. að ve rð ge tu rb re ys tá n fy rir va ra . 595 1000 Val di Fassa 5. febrúar í 7 næturSkíðaferð Verð á mann frá 142.500 Verð á mann frá 165.700 Sjö kórónuveirusmit greindust meðal sjúklinga hjartadeildar Landspítalans í gær, eins og mbl.is greindi fyrstur miðla frá í gærkvöldi. Smit greindist einnig á Landakoti í gær en óljóst er hversu mörg smitin kunna að vera. Deildinni var lokað í gær en hana á að opna aftur í dag. Útbreiðsla meðal starfsfólks er sögð einhver en umfang hennar ekki ljóst. Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra greindi frá því í gærkvöldi að hann hefði greinst með veirusmit. Alls 664 greindust með veiruna inn- anlands í fyrradag, þar af voru 255 í sóttkví við greiningu eða um 38%. Um er að ræða metfjölda smita á einum degi, en áður höfðu mest 493 greinst smitaðir. Niðurstöður rannsóknar í vísinda- ritinu Nature Medicine fyrr í desem- ber sýna fram á að aukin hætta sé á því að fá hjartavöðvabólgu eftir bólu- setningu með bóluefni Moderna, í samanburði við að smitast af veirunni sem veldur Covid-19. Í annarri grein sem birtist í fyrra- dag er rýnt betur í þau gögn sem áður voru sett fram. Þar kemur í ljós að töl- fræðilega marktækur munur er hjá karlmönnum yngri en 40 ára, ef horft er til tíðni hjartavöðvabólgu eftir þriðja skammt af bóluefni Pfizer og eftir annan skammt af bóluefni Mod- erna, miðað við tíðnina hjá þeim sem sýkjast af veirunni. Þetta útskýrir Jón Ívar Einarsson, prófessor við lækna- deild Harvard-háskóla, fyrir blaða- manni Morgunblaðsins. „Auðvitað veldur Covid ekki bara hjartavöðvabólgu, það getur valdið alls konar öðrum vandræðum, þannig að með þessu er kannski ekki verið að segja að yngri karlmenn ættu að forð- ast örvunarbólusetningu. En hins veg- ar ættu þeir að hugsa sinn gang með það,“ segir Jón. Jón telur þessar rannsóknir til þess fallnar að breyta umræðunni að ein- hverju leyti. Mikilvægt sé að líta til aldurs, kyns og áhættuþátta þegar bólusetningar eru annars vegar. „Ég er á því að það sé ekki nauð- synlegt að bólusetja heilbrigð börn, því ég hef áhyggjur af því að áhættan hjá þeim við að fá bóluefni gæti hugs- anlega verið meiri en ávinningurinn, sérstaklega hjá strákum, en við vitum það ekki nógu vel ennþá. Þau börn sem eru í áhættuhópum – þeim er vissulega ákveðin hætta búin af því að fá Covid og það er þess virði að vernda þau með bóluefnum.“ Nánar er rætt við Jón Ívar á mbl.is. logis@mbl.is Hópsmit á hjarta- deild Landspítalans - Varað við áhættu af bólusetningum yngri karlmanna júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. 206 664 14 2432 90% landsmanna 12 ára og eldri eru fullbólusettir 287.813 einstaklingar hafa fengið að minnsta kosti einn skammt Heimild: LSH og covid.is 154 Fjöldi innanlandssmita og innlagna á LSHmeðCovid-19 frá 1. júlí 664 ný innan- landssmit greindust sl. sólarhring Staðfest smit 7 daga meðaltal Fjöldi innlagðra sjúklinga á LSHmeð staðfest Covid-19 smit 4.174 erumeð virkt smit og í einangrun 6.187 einstaklingar eru í sóttkví 14 einstaklingar eru á sjúkrahúsi, þar affimmá gjörgæslu, þrír í öndunarvél 650 600 550 500 450 400 350 300 250 200 150 100 50 0 Gamlárskvöld er í hugum margra eftirminnilegt kvöld þar sem fagn- að er nýju ári og það gamla kvatt með hefðbundnum hætti. Fyrir gæludýraeigendur getur þó kvöld- ið reynst nokkuð strembið, enda oft töluverður ótti sem grípur dýr- in í kjölfar flugeldanna. Hanna Arnórsdóttir, dýralæknir á Dýraspítalanum í Garðabæ, segir afar mikilvægt að eigendur þekki hvernig hræðsla komi fram hjá dýrum en að fólk virðist oft á tíð- um vera nokkuð blint á það hvað sé hræðsla. Þá sé eðlilegt að dýr, og þá aðallega hundar, verði stressuð á gamlárskvöld en eðli- legt sé að þeir jafni sig á hræðsl- unni en séu ekki hræddir í marga daga. Það geti ógnað bæði and- legri og líkamlegri velferð hunds- ins. Kvíðastillandi lyf Hanna segir að stundum sé grip- ið til þess að gefa hundum sérstök kvíðastillandi lyf, sem ávísað er af dýralæknum og hægt er að kynna sér þau í samráði við dýralækni. „Það er lyf sem heitir Sileo, sem er svona munngel. Það vinnur þannig að það hægir aðeins á hjartslætt- inum hjá þeim, það er náttúrlega bara eins og hjá okkur að púlsinn fer upp þegar við erum hrædd og okkur líður illa.“ Hún segir mikil- vægt að útbúa skjól fyrir hundinn og veita honum þannig aðgengi að stað þar sem hann er vanur að draga sig í hlé og þar sem minnsta hljóðáreitið er. „Sumum líður best að fá að vera upp við okkur og hjá okkur.“ Einnig sé mikilvægt að huga að því að hundar geta bitið og glefsað í varnarskyni ef gestir eða ókunnugir ætla sér að klappa hundinum á meðan hann er hrædd- ur og óöruggur. rebekka@mbl.is Eigendur þekki hræðslumerki - Hlúa þarf að hundum á gamlárskvöld Morgunblaðið/Árni Sæberg Flugeldar Gamlárskvöld er oft erf- itt kvöld fyrir hunda og eigendur. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Félagsstofnun stúdenta (FS) mun fá í sinn hlut fjórðu til sjöundu hæð norð- urálmu Hótel Sögu. Þar verða útbún- ar 113 litlar stúdíóíbúðir. Fé- lagsstofnun stúdenta er með veitingasölu í háskólanum undir merkjum Hámu. Hefur félagið óskað eftir því að fá aðstöðu til veit- ingareksturs á fyrstu hæð hótelsins, þar sem hótelið var með veitingahús, og segir framkvæmdastjórinn að það sé til athugunar hjá Háskóla Íslands. Félagsstofnun keypti 27% af Hótel Sögu á móti ríkinu sem mun afhenda Háskóla Íslands þann hluta í maka- skiptum fyrir önnur hús háskólans. Kaupverðið á hlut FS er um 1,3 millj- arðar. Að auki þarf félagið að kosta viðgerðir á sínum hlut og breytingar á húsnæðinu vegna nýrra nota. Til að mynda eru rakaskemmdir víða í hús- inu vegna þakleka. Guðrún Björns- dóttir, framkvæmdastjóri Fé- lagsstofnunar stúdenta, segir enn nokkuð óljóst hvað endurbæturnar muni kosta en frumdrög geri ráð fyrir 900 milljónum kr. Vonast hún þó til að kostnaðurinn verði heldur minni. Ekki þarf að brjóta veggi Í húshluta FS eru nú 113 rúmgóð hótelherbergi. Þau verða öll endur- nýjuð og sett upp eldhúsaðstaða. Ekki þarf að brjóta niður veggi til að sameina herbergi og út úr þessu munu koma 113 tiltölulega litlar stúd- íóíbúðir. Félagsstofnun mun fá húsnæðið af- hent í áföngum á næstu vikum og mánuðum og þá verður hafist handa við að kanna nánar ástand eign- arinnar, gera við og endurbæta. Guð- rún vonast til þess að hægt verði að taka íbúðirnar í notkun í upphafi árs- ins 2023, það er að segja eftir rúmt ár. Stúdentaíbúðirnar eru augljóslega á mjög góðum stað, í útjaðri háskóla- svæðisins. Guðrún segir að leigan verði sú sama og fyrir sambærilegar íbúðir hjá Félagsstofnun, um 115-120 þúsund á mánuði miðað við verðlag í dag. Hagstæð lán frá HMS Húsið er keypt samkvæmt lögum um almennar leiguíbúðir, út á hag- stæð langtímalán hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Guðrún segir að kostnaðarrammi fyrir framkvæmdir sé þröngur og verði íbúðirnar í Hótel Sögu í hærri kantinum í þeim ramma, eins og aðrar framkvæmdir hjá Fé- lagsstofnun sem rekur nú um 1.500 leiguíbúðir fyrir námsmenn. Hún seg- ist þó full bjartsýni um að kostnaður- inn verði innan rammans, enda verði svo að vera. Ekki sé hægt að hækka leiguna. FS fær 113 stúdíóíbúðir í Sögu - Félagsstofnun stúdenta óskar eftir að fá aðstöðu til veitingasölu á jarðhæð Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Íbúðir Félagsstofnun stúdenta festi kaup á fjórum hæðum í nýrri álmu Bændahallarinnar. Þar verða 113 stúdíóíbúðir fyrir námsmenn. Fjölmiðlafólk kom að læstum dyrum Héraðsdóms Reykjavíkur í gær þegar taka átti fyrir mál fimm einstaklinga gegn sótt- varnalækni þar sem reynir á lög- mæti PCR-prófa og hvort þau séu nægur grundvöllur einangr- unar fyrir einkennalausa. Vænta má niðurstöðu dómsins í dag. Arnar Þór Jónsson, lögmaður einstaklinganna fimm, segir í samtali við Morgunblaðið að skýrslutaka Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis hafi staðið yfir í um klukkustund. Segir Arnar sóttvarnalækni meðal annars hafa sagt að ekki ætti að horfa til dauðsfalla vegna Covid-19 heldur frekar sjúkrahúsainn- lagna þegar meta eigi alvarleika sjúkdómsins. Þá segir Arnar sóttvarnalækni ekki hafa viður- kennt að Ómíkrón-afbrigðið væri vægara en önnur afbrigði Co- vid-19. Vænta niðurstöðu dómsins í dag SKORIÐ ÚR UM LÖGMÆTI EINANGRUNAR Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Lögmaður Arnar Þór lét reyna á sótt- varnalögin fyrir héraðsdómi í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.