Morgunblaðið - 28.12.2021, Side 6

Morgunblaðið - 28.12.2021, Side 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2021 Við óskum landsmönnum gleðilegra jóla og þökkum viðskiptin á árinu Sími 567 4949 | bilahollin.is Sími 587 1390 | bilarydvorn.is Átta banaslys hafa orðið í umferðinni það sem af er ári og er það sami fjöldi og allt síðasta ár. Athyglisvert er hversu langur tími leið á milli bana- slysa í umferðinni í ár, en frá bana- slysi 17. febrúar liðu 258 dagar eða hátt í níu mánuðir þegar næst varð banaslys, 3. nóvember. Fara þarf allt aftur til áranna 1930-1931 til þess að sjá lengri tíma líða á milli banaslysa. Árið byrjaði með hörmungum, en tvennt lést af völdum bílsyss í Skötu- firði í Ísafjarðardjúpi 16. janúar. Síð- an hafa orðið sex banaslys, meðal annars lést ökumaður rafhlaupahjóls eftir árekstur við létt bifhjól á hjóla- stíg við Sæbraut 10. nóvember. Mun þetta hafa verið fyrsta banaslysið hérlendis þar sem rafmagnshlaupa- hjól á í hlut. Síðasta slysið til þessa varð 25. nóvember er gangandi veg- farandi varð fyrir strætisvagni við gatnamót Skeiðarvogs og Gnoðar- vogs. 1.592 hafa látist í umferðinni Eins og áður sagði hafa átta látist í slysum í umferðinni í ár, en það er sami fjöldi og beið bana í umferðar- slysum í fyrra og 2019 létust sex einstaklingar í slysum í umferðinni. Árin 2015-2018 dóu 16-18 manns í umferðinni árlega. Árið 2014 létust fjórir, en svo fáir höfðu ekki látist frá árinu 1939 en þá létust einnig fjórir. Árið 1977 var mannskæðasta árið í umferðinni en þá létust 37 í 33 slysum. 33 létust 1975, 32 árið 2000 og 31 lést í slysum í umferðinni 2006. Á rúmlega 100 ára tímabili, frá 1915, hafa 1.592 einstaklingar látist í umferðarslysum á Íslandi. Í ítarlegri samantekt Óla H. Þórð- arsonar, fyrrverandi framkvæmda- stjóra Umferðarráðs, um banaslys í umferðinni frá 1915 til ársins 2014 kemur fram að fyrsta banaslysið varð í umferðinni 25. ágúst 1915. Þá hljóp níu ára drengur, Guðmundur Ólafsson, úr Veltusundi inn á Aust- urstræti í Reykjavík og lenti þar á reiðhjóli. Hann fékk mikið höfuð- högg og lést um kvöldið. Fyrsta banaslysið af völdum bifreiðar varð 29. júní 1919. Þá varð gangandi veg- farandi, Ólöf Margrét Helgadóttir, 66 ára að aldri, fyrir bifreið í Banka- stræti við gatnamót Ingólfsstrætis og lést daginn eftir. Í samantektinni er rifjað upp að tvö börn létust eftir að hafa orðið fyr- ir eimreið sem flutti efni úr Öskjuhlíð í hafnarmannvirki í Reykjavík. Fyrra slysið varð 22. ágúst 1916 á Skúlagötu. Þar lést 5 ára telpa, Guð- laug Eiríksdóttir. Seinna slysið varð 7. ágúst 1919 á Hringbraut, nú Snorrabraut, rétt norðan Hverfis- götu. Þar lést 2 ára telpa, Guðrún Aðalheiður Elíasdóttir. aij@mbl.is - Svipaður fjöldi og síðustu ár - Hátt í níu mánuðir liðu á milli banaslysa - Lengsta tímabil í 90 ár Mestur fjöldi dagamilli banaslysa í umferðinni 1. 22. ágúst 1916 til 29. júní 1919 2. 24. okt. 1923 til 05. júlí 1925 3. 05. sept 1930 til 16. ágúst 1931 09. apríl 1968 til 15. ágúst 1968 19. okt. 1996 til 01. apríl 1997 13. okt. 2002 til 09.mars 2003 17.mars 2014 til 28. ágúst 2014 4. 17. feb. 2021 til 3. nóv. 2021 1.041 dagur 620 dagar 345 dagar 128 dagar 164 dagar 147 dagar 164 dagar 258 dagar Fjórði lengsti tími frá upphafi milli banaslysa í umferðinni Heimild: Banaslysaskrá Óla H. Fjöldi látinna í umferðinni 2000 til 2021* 35 30 25 20 15 10 5 0 2000 2003 2006 2009 2012 2015 2018 2021 *Það sem af er ári 2021 Heimild: Samgöngustofa 88 18 31 32 64 Frá og með árinu 2000 hafa 363 látist í umferðinni* Átta banaslys í umferðinni á árinu Tvö grænlensk loðnuskip, Polar Amaroq og Polar Ammassak, voru á loðnuveiðum í gær í góðu veðri í kantinum utan við Langanesgrunn. Þau héldu til veiða á Þorláksmessu, en jólaleyfi er á íslensku skipunum samkvæmt kjarasamningum. Fram kemur á vef Síldarvinnslunnar að Polar Amaroq var í gær komið með um 600 tonn í þremur holum. Polar Ammassak þurfti að fara í land til að láta sinna smávægilegum lag- færingum og var á fyrsta holi í gær. Grænlenska félagið Polar Pela- gic, sem Síldarvinnslan á 33% hlut í, festi nýverið kaup á Polar Amma- sak, en fyrir á fyrirtækið Polar Amaroq. Skipið var keypt af danska útgerðarfélaginu Gitte Henning A/S. Polar Ammasak bar nafnið Beitir á árunum 2013-2015 og var þá í eigu Síldarvinnslunnar. Polar Ammasak var smíðað 1997 og er 2.148 brúttótonn að stærð. Ljósmynd/Jón Einar Marteinsson Neskaupstaður Polar Ammasak leggst að bryggju Hampiðjunnar. Tvö grænlensk skip á loðnu Að loknu jólapakkaflóði er komið að því að losa sig við pappír, kassa og aðrar umbúðir samfara jólagjöfun- um sem landsmenn skiptust á. Endurvinnslustöðvar Sorpu taka sem fyrr við þessu og einnig er hægt að setja pappa og plast við heimilin í þartilgerðar tunnur. Þá er hægt að skila þessu til endurvinnslu á fjórum stöðvum Orkunnar á höfuðborgarsvæðinu fram á mið- vikudag, 29. desember. Um tilraunaverkefni er að ræða og möguleiki að fjölga staðsetning- um fyrir næstu jól ef vel gengur í ár, segir í tilkynningu frá Orkunni. Gámar eru staðsettir við stöðvar Orkunnar á Suðurströnd, Seltjarn- arnesi, við Kleppsveg og á Gylfaflöt í Reykjavík og á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði og eru aðgengilegir all- an sólarhringinn. Í gámana mega fara pappi, plastumbúðir og jóla- pappír. Orkan bauð upp á samskonar þjónustu sl. sumar með garða- úrgang, við góðar undirtektir, segir Jóhanna Margrét Gísladóttir, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Ork- unnar. Verður sá úrgangur jarð- gerður og boðinn sem molta á næsta ári. Tiltekt Orkan tekur við jólapappír og öðrum umbúðum, líkt og Sorpa. Tekið á móti jólapappír og öðru rusli eftir jólin Hundarnir tveir sem drápu heim- iliskött í Laugarnesinu á Þorláks- messu eru komnir aftur í hendur eigenda sinna. Eigandi kattarins telur að hundarnir tveir, sem eru ungverskir veiðihundar af tegund- inni Vizsla, hafi drepið fleiri ketti í hverfinu. Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri hjá dýraþjónustu Reykjavíkur- borgar, segist hafa heyrt sögur sem ríma nokkurn veginn við frásögn konunnar, en ekki sé hægt að full- yrða um það. „Það er búið að afhenda þá aftur eigendum sínum. Þetta er náttúr- lega eitthvað sem getur gerst þeg- ar hundar ganga lausir, svo ég tali nú ekki um þegar fleiri en einn ganga lausir saman, þá endar þetta stundum með svona ósköpum.“ Þrátt fyrir að ekki verði meira aðhafst í málinu getur eigandi katt- ar, eða hvers konar dýrs, sem verð- ur fyrir tjóni vegna annars dýrs, leitað réttar síns og mögulega átt rétt á bótum. „Í því samhengi er vert að benda á að þeir sem greiða hundagjöld og eru með allt rétt skráð eru með svokallaða ábyrgð- artryggingu gegn tjóni sem hundur kann að valda þriðja aðila.“ Hundarnir komnir aftur til eiganda síns

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.