Morgunblaðið - 28.12.2021, Síða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2021
✝
Leifur Eiríks-
son, bifvéla-
virki og hestamað-
ur, var fæddur 2.
apríl 1928 í Reykja-
vík. Hann andaðist
á Landspítalanum
17. desember 2021.
Leifur átti tvö al-
systkini og tvö sam-
feðra systkini. Elst
þeirra var Þor-
steinn Gestur, næst
kom Leifur en yngri voru Heiða,
Sigmundur og Bára.
Leifur bjó fyrstu ár ævi sinn-
ar í Reykjavík en flutti svo síðar
á Hlaðbrekku 19 í Kópavogi.
Foreldrar hans voru Eiríkur
Matthías Þorsteinsson smiður
og Ingibjörg Árnína Magdal
Pálsdóttir (Bára) en hún lést
ung að árum, aðeins 26 ára göm-
ul, árið 1936. Faðir Leifs lést ár-
ið 1984.
Eftirlifandi eiginkona Leifs
er Una Sigurðardóttir, fædd 12.
ágúst 1929. Hún og Leifur
byggðu sér hús á Hlaðbrekk-
unni þar sem þau bjuggu alla
tíð. Leifur og Una giftust 1. júní
1950. Leifur og Una eignuðust
dóttur sem gekk börnum hans í
móðurstað.
Sem ungur drengur var hann
í sveit á sumrin á Bakka á
Bakkafirði og Möðruvöllum í
Kjós. Hann hélt þó alltaf ákveð-
inni tryggð við Bakkafjörð það-
an sem ættin hans er og fór
reglulega með föður sínum og
vinum í laxveiði í Miðfjarðará
nærri Bakkafirði, þá dvöldu
þeir hjá Árna föðurbróður hans
í Miðfjarðarnesseli. Leifur var
drjúgur í skotveiðinni og gekk
reglulega á yngri árum til
rjúpna víða. Hestamennskan
átti stóran þátt í lífi hans og
byrjaði hún árið 1969 og stóð yf-
ir í um 40 ár.
Árið 1947 fór hann að læra
bifvélavirkjun hjá Hrafni Jóns-
syni og samhliða vinnu lauk
hann skólagöngu árið 1949 og
tók sveinspróf í greininni ári
seinna. Árið 1952 hóf hann störf
í Kistufelli hjá þeim bræðrum
Guðmundi og Jónasi og vann
alla sína starfsævi þar í 66 ár
eða þar til hann var níræður.
Útför hans fer fram frá
Hjallakirkju í dag, 28. desember
2021, klukkan 11.
Athöfninni verður streymt.
Hlekkur á streymi:
www.promynd.is/leifur
www.mbl.is/andlat
fjögur börn þau
eru: 1) Bára Leifs-
dóttir, f. 25. apríl
1949, giftist Stefáni
H. Jónssyni, f. 1943,
d. 2020. Þau eiga
þrjú börn: Jón
Gunnar, Leifur og
Þórhildur Una, níu
barnabörn og þrjú
barnabarnabörn. 2)
Ásta Leifsdóttir, f.
19. júlí 1951, giftist
Sigurði Steingrímssyni, þau
slitu samvistum. Þau eiga þrjú
börn: Steingrímur, Sigurður
Breiðfjörð og Sigþór, 12 barna-
börn og tvö barnabarnabörn. 3)
Sigurður Leifsson, f. 9. maí
1955, giftist Hallfríði Ólafs-
dóttur. Þau eiga þrjú börn: Hild-
ur, Una Björk og Sigrún Ýr og
sex barnabörn. Eiríkur Leifs-
son, f. 21. janúar 1962.
Leifur fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp. Foreldrar hans
voru nýflutt til Reykjavíkur frá
Bakkafirði eða öllu heldur
Djúpalæk í Skeggjastaðahreppi.
Leifur missti móður sína aðeins
átta ára gamall. Eiríkur faðir
hans kynntist Lilju Sigurðar-
Elsku Leifur afi er nú farinn
frá okkur. Afi dó á Landspítalan-
um 17. desember eftir stutta legu.
Það er óhætt að segja að þarna sé
sá maður farinn sem ruddi slóðina
fyrir okkur afkomendur hans í
hestamennskunni en öll okkar
byrjuðu með honum. Þegar við
fjölskyldan fluttum á Kálfhól
1979 voru afi og amma mætt nán-
ast um hverja helgi og nokkru
seinna eða 1986 byggðu þau sér
bústað þar. Afi var duglegur að
taka til hendinni í viðgerðum á
vélum o.fl. Mér er það minnis-
stætt þegar ég þurfti 12 ára gam-
all að leggjast inn á spítala í
Reykjavík, þá á sama tíma var afi
frá vinnu vegna smá hjartaáfalls
sem hann hafði fengið. Hann kom
daglega til mín á spítalann, og var
ég hjá þeim fyrstu vikurnar eftir
aðgerð á Hlaðbrekkunni þar sem
hann hugsaði um mig og fór með
mig upp á spítala í skoðun, mín
veikindi voru ekki alvarleg en ég
þurfti að nota hækjur og til að
nota tímann vel þá fór hann með
mig upp í hesthús þar sem við
vorum að skipta um planka í stí-
unum, ég á hækjum og hann
hjartveikur. Það vildi nú ekki bet-
ur til en svo að við hittum lækninn
minn þar og vorum ekkert klapp-
aðir upp þá nafnarnir. Seinna
dvaldi ég svo hjá þeim þegar ég
var í skóla og í vinnu í bænum og
vann í nokkra mánuði í Kistufelli
með honum. Þá tók ég hesta suð-
ur og var með honum í hesthúsinu
á veturna. En flestar eru minn-
ingarnar frá Kálfhóli þar sem
hann var mikið, við innréttuðum
hesthús og redduðum hinu og
þessu. Hann kenndi mér að verka
gæsirnar sem ég var snemma far-
inn að skjóta. Eins var hringferð-
in eftirminnileg sem ég fór með
þeim 1985, Siggi móðurbróðir og
Fríða konan hans voru líka með.
En það eftirminnilegasta úr þess-
ari ferð var þegar við komum á
Bakkafjörð, þá gistum við tvær
nætur hjá Árna í Miðfjarðarnes-
seli, föðurbróður afa. Árni fór
með okkur að Gunnarsstöðum til
að fá veiðileyfi í Hölkná. Ég hélt
ég dræpist úr hlátri þegar Árni
fékk sér kaffi, hann helti kaffinu í
bollann og mokaði svo sykri í og
hrærði, því næst hellti hann
kaffinu á undirskálina og skellti
því svo í sig í einum sopa án þess
að dropi færi út fyrir, henti sér
svo á eldhúsbekkinn og lagði sig,
þvílíkt eintak af manni. Svo hófst
veiðin í Hölkná, ég var fyrstur til
þess að veiða tvo en afi og Siggi
lúbörðu ána og ekkert gekk. Það
enda með því að þeir færðu sig
neðar í ána og er ég viss um að
þar hafi afi sett í einn lax og rétt
Sigga syni sínum stöngina sem
fékk svo að landa honum og eigna
sér tilþrifin (ath. hér gæti höfund-
ur mögulega verið að færa í stíl-
inn) en Árni hafði svo á orði að
Siggi skylfi svo í lappirnar að
hann hefði aldrei getað landað
þessum laxi. Já, það eru margar
dýrmætar minningar sem ég á
með honum þessi 52 ár sem við
fylgdumst að. Eftirlifandi er Una
amma en hún hefur dvalið á
Hrafnistu sl. þrjú ár.
Ég þakka honum samfylgdina
og sakna hans mikið, en á sama
tíma er ég ánægður yfir því að
hafa sinnt honum vel og komið
reglulega í heimsókn til hans og
get með sanni sagt að í sorg-
mæddu hjarta eru milljón tonn af
góðum minningum. Hvíldu í friði,
elsku afi.
Leifur Stefánsson, eða nafni
eins og þú kallaðir mig.
Leifur Stefánsson.
Elsku afi minn er farinn í sum-
arlandið. Á sama tíma og ég er
þakklát fyrir að hafa átt hann að
svona lengi er ég sorgmædd að
hann sé farinn. Mér mætti alltaf
mikil hlýja og ást þegar ég heim-
sótti hann og ömmu í Hlaðbrekk-
una og mun ég sakna þess mikið.
Við afi ræddum margt en aðal-
lega hesta og afkomendur Flugu
gömlu og þá sérstaklega Sörla, en
það var hesturinn hans afa sem
ég fékk að hafa sem minn hest og
vorum við afi sammála um að
þetta væri besti hesturinn. Það
skipti engu máli hversu hátt
dæmdir stóðhestarnir eða mer-
arnar voru sem komu inn í hest-
húsið, alltaf sagði afi Sörla vera
bestan, enda hestur með einstakt
geðslag. Þegar ég var svo eldri
fékk ég stundum ráðleggingar
varðandi bíla og þá var svarið að
best væri að eiga Toyotu.
Afi var einstakur á svo marga
vegu. Hann var einstaklega góður
maður og man ég ekki eftir að
hafa séð hann skipta skapi né tala
illa um nokkurn mann. Duglegri
mann hefði ekki verið hægt að
finna en hann vann hjá Kistufelli
sem bifvélavirki til níræðisaldurs.
Þegar ég heimsótti hann stuttu
eftir að hann hætti að vinna sýndi
hann mér fuglana í garðinum
heima í Hlaðbrekku en hann fór
reglulega út að gefa þeim brauð
og voru þeir orðnir vel pattara-
legir hjá honum svo duglegur var
hann að gefa þeim. Oft mætti ég
honum í umferðinni og var hann
þá á fleygiferð með vindilinn,
stundum náði ég að heilsa honum
á rauðu ljósi. Síðast þegar við
hittumst á rauðu ljósi kallaði
hann til mín að hann væri á leið-
inni að heimsækja ömmu, svo
kvöddumst við. Emelía dóttir mín
hafði mjög gaman af þessum hitt-
ingum og leitar hún oft að bílnum
hans langafa þegar við erum að
keyra.
Ég er svo þakklát fyrir þig,
elsku afi minn, það er ekki sjálf-
gefið að eiga góðan afa eins og
þig. Takk fyrir allt, ég sakna þín
og trúi því að þú sért á góðum
stað og loks búinn að hitta móður
þína og veitir það mér hlýju í
hjartað.
Þín sonardóttir,
Sigrún Ýr.
Leifur frændi var alvöru. Það
var mikið lán að við náðum að
kynnast þó seint væri. Dauðsföll
og tvístraðar fjölskyldur okkar
upp úr þarsíðustu aldamótum
flæktu fjölskylduböndin og
tengslin rofnuðu. En Lárus
frændi átti stærstan þáttinn í að
við náðum saman við ættingja
okkar í Minneapolis. Það yndis-
lega fólk vildi komast í kynni við
rætur sínar sem spruttu úr frjó-
um sverði Íslands bæði í föður- og
móðurlegg. Við frændurnir fórum
saman við áttunda mann í víking
vestur um haf. Það var upphafið
að sameiningu stórfjölskyldunn-
ar. Þarna sáum við svipinn með
Ellu Fríðu og Jean, Óskar bróðir
og Strehlows-fólkið með langa
nefið hans Páls Magdal afa og
langafa okkar allra í BNA. Þar
hittust þeir fyrst Jóhannes Snorri
Pálsson Magdal, f. 1923 í BNA, og
Leifur. Þeir voru búnir að vera
frændur í 70 ár og voru að fá
fréttirnar af því við stóra tréð í
garðinum hjá Snorra sem var
sjónarmun stærri og þeir horfðu
út í garðinn, gömlu mennirnir.
Leifur var með vindil í munnvik-
inu og þeir töluðu saman. Snorri á
ensku og Leifur á íslensku. Þeir
skildu hvor annan. Þeir voru af
sama meiði, rætur þeirra sprottn-
ar úr íslenskri sveit, já þeir voru
sveitamenn. Slíkir menn skilja
hvor annan þó annar tali ensku og
hinn íslensku. Þeir skildu það sem
þeir vildu skilja. Lífssýn þeirra
var þeim í brjóst borin og þeir
höfðu sterkar skoðanir. Traust-
ustu hlekkir fjölskyldunnar. Lífs-
starf þeirra beggja var hjá sama
vinnuveitanda lengst af. Leifur
var í 66 ár hjá Kistufelli og eins og
hann sagði sjálfur þá drap hann
alla af sér hjá Kistufelli. Meira að
segja tæknin náði ekki að ryðja
honum úr vegi. Rennibekkurinn
sem Kistufell keypti árið 1952
þegar hann hóf þar störf lifði af
alla eigendur og starfsmenn
nema karlinn. Hann stóð við
bekkinn alla ævi með vindil í
munnvikinu og vann vandasöm-
ustu verkin. Nákvæmnisvinnu við
að renna sveifarása og krún-
tappa. Hendurnar voru styrkar
og mældu brot úr millimetra og
nýjustu tölvurnar náðu ekki að
sigra Leif. Hann og rennibekkur-
inn stóðu af sér alla orrahríð nú-
tímans. Þeir voru líkir, báðir úr
stáli og gáfu ekkert eftir í skoð-
unum eða stefnu. Leifur var 90
ára þegar hann stimplaði sig út
síðasta vinnudaginn. Hann hataði
aumingjaskap og pírata. Þoldi
ekki fólk sem nennti ekki að vinna
fyrir sér og sínum. Hann vann af
sér allar skerðingar og frí. Hann
var ráðinn í vinnu og það var hlut-
verk hans í lífinu og kærði sig
ekki um vinnustyttingu. Hann
var í landsliðinu í sundknattleik
en hafði ekki tíma í svoleiðis leik-
araskap þegar nýi rennibekkur-
inn var kominn og þurfti á allri at-
hyglinni að halda. Ási, þú kaupir
ekki svona bíl, sagði hann einu
sinni við mig. Frændi, það eru
bara aumingjar og kommar sem
keyra svona druslur. Ég er alltaf
með vélarnar úr þessu dóti í
höndunum. Þú átt að vera á bíl
fyrir alvöru menn eins og ég.
Leifur frændi var alvöru mað-
ur, snillingur. Þjóðasagnapersóna
í heimi vélamanna en tími hans og
rennibekksins er liðinn. Leifur
frændi var einstakur iðnaðarmað-
ur sem þáði aldrei opinbera að-
stoð. Ég votta Unu og fjölskyldu
hjartans samúð.
Ásmundur Friðriksson.
Leifur Eiríksson
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
GUNNVÖR SVERRISDÓTTIR
sjúkraliði,
Klukkuvöllum 10, Hafnarfirði,
lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild
Landspítalans mánudaginn 13. desember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.
Gunnlaugur Grétar Sigurgeirsson
Sverrir Gunnlaugsson
Ingunn Gunnlaugsdóttir Sigurður Karl Magnússon
Silja Rós, Steinunn Kamilla og Sævar Ernir
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
ANNA BJARNARSON,
Þrúðvangi 25, Hellu,
lést á dvalarheimilinu Lundi miðvikudaginn
22. desember. Útför hennar fer fram frá
Oddakirkju miðvikudaginn 5. janúar.
Í ljósi aðstæðna fer athöfnin fram í kyrrþey og verða einungis
nánustu aðstandendur viðstaddir.
Þökkum starfsfólki Lundar hlýja og góða aðhlynningu.
Ragnar Pálsson, Guðrún Dröfn Ragnarsdóttir
Ragnar Páll, Ásgerður og Þorgerður Harpa
Stefán Smári, Álfheiður Fanney og Ásrún Ásta
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GUNNAR ÖRN JAKOBSSON,
bifreiðastjóri og verktaki,
Reynihlíð 7,
varð bráðkvaddur mánudaginn
20. desember.
Útför verður auglýst síðar.
Olga Sigríður Marinósdóttir
Guðrún Anna Gunnarsdóttir Ólafur Róbert Ólafsson
Erna Dís Gunnarsdóttir Haukur Gunnarson
Díana Dögg Gunnarsdóttir Jónas Bjartur Kjartansson
Daði Freyr Gunnarsson Karen Jóhannsdóttir
Guðmunda María Sigurðard. Sigurgeir Gunnarsson
Íris Sigurðardóttir Breki Konráðsson
og barnabörn
Ástkær móðir mín, amma okkar
og langamma,
ÞORGERÐUR MARÍA GÍSLADÓTTIR
íþróttakennari,
lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, 17. desember.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
fimmtudaginn 30. desember klukkan 13. Streymt verður frá
athöfninni á https://youtu.be/sNyz1pzX4-U
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir en gestir eru vinsamlegast
beðnir að framvísa hraðprófi við inngang.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hennar
er bent á Fríkirkjuna í Hafnarfirði.
Sigríður Jónsdóttir
Jón Ólafur Gestsson Katrín Ásta Stefánsdóttir
Þorgerður María Halldórsd.
og langömmubörnin
Elsku faðir okkar, afi og langafi,
BENÓNÝ M. ÓLAFSSON,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnudaginn
19. desember.
Ásta María Benónýsdóttir Styrmir Ingi Bjarnason
Ólafur Björn Benónýsson
Arnór Freyr Styrmisson Helena Friðbertsdóttir
Birna Mjöll Styrmisdóttir Axel Ingi Jónsson
Kára Dís Ólafsdóttir, Krista Bríet Ólafsdóttir,
Hrannar Ben Ólafsson og Sara María Arnórsdóttir
Móðir okkar,
ESTHER BRITTA VAGNSDÓTTIR,
Öldrunarheimilinu Hlíð,
Akureyri,
lést 19. desember.
Útför hennar fer fram frá Glerárkirkju
þriðjudaginn 4. janúar klukkan 13.
Einungis nánustu aðstandendur verða viðstaddir en athöfninni
verður streymt á facebooksíðunni Jarðarfarir í Glerárkirkju –
beinar útsendingar.
Egill, Skúli, Snorri
og fjölskyldur
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
INGÞÓR BJÖRNSSON
pípulagningameistari,
lést á Hrafnistu, Sléttuvegi 3,
miðvikudaginn 8. desember.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn
29. desember klukkan 13.
Ólöf Ingþórsdóttir Guðbjörn Sævar
Garðar Ingþórsson Ingibjörg Óladóttir
Sigríður Ingþórsdóttir
Benedikt Ingþórsson Mirjam van Schijndel
Hjörtur Ingþórsson Þórunn Einarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn