Morgunblaðið - 28.12.2021, Page 20

Morgunblaðið - 28.12.2021, Page 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2021 ✝ Hjörtur Ágúst Magnússon fæddist 4. ágúst 1939 á Hólum í Reykhólasveit í Austur-Barða- strandarsýslu. Hjörtur lést 14. desember 2021. Foreldrar hans voru Magnús Sig- urðsson frá Múla- koti í Reykhóla- sveit og Ingibjörg Pálsdóttir frá Hlíð í Kollafirði í Strandasýslu. Systkini Hjartar frá Hólum voru átta talsins og eru tvö eftirlif- andi, Kristján og Steinunn Erla. Þegar Hjörtur er innan við eins árs deyr faðir hans úr berklum og fór hann því í fóstur að Gautsdal í Reykhólasveit. Kona hans eftirlifandi er Sig- urlín Jóna Sigurðardóttir (Jóna) frá Straumfirði í Álftanes- hreppi í Mýrasýslu. Hjörtur og Jóna gengu í hjónaband 31. des- ember 1965. Börn þeirra eru Inga Kol- brún, f. 18. júlí 1966, og Sig- urður Ágúst, f. 21. júlí 1969. Inga Kolbrún er gift Vil- hjálmi Hallgrímssyni. Börn þeirra eru: Sandra, f. 1982, Tara Margrét, f. 1987, gift Jó- hannesi Helgasyni, f. 1985, og Arnar Ingi, f. 1995, í sambúð með Stefáni Elí Gunnarssyni, f. 1994. Sigurður Ágúst er giftur Ás- dísi Birtu Gunnarsdóttur. Börn þeirra eru: Alexander Mar, f. 1999, Snædís Birta, f. 2006, Ísa- bella Jóna, f. 2009, og Lovísa Ljóney, f. 2017. Útför Hjartar Ágústs fer fram frá Langholtskirkju í dag, 28. desember 2021, klukkan 13. Hlekkir á streymi: https://tinyurl.com/bdembcu4 https://www.mbl.is/andlat Fósturforeldrar Hjartar eru Ólafía Elísabet Guðjóns- dóttir og Ingólfur Helgason. Uppeld- isbræður hans eru Helgi og Maggi Guðjón Ingólfs- synir. Hjörtur stundaði nám í húsasmíði og húsgagnasmíði og lauk sveinsprófi og meistaraprófi í þeim iðn- greinum. Kennararéttindum lauk hann frá Kennaraháskól- anum árið 1992. Hjörtur starfaði við húsgagnasmíði og húsasmíði, þó meira hið síðarnefnda. Hann hóf störf við við tréiðnaðarbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti árið 1989 og starfaði þar í 20 ár. Elsku pabbi okkar er látinn, lést hann 14. desember í faðmi fjölskyldunnar. Þessi sterki, einstaki pabbi okkar með gleðina, kærleikann og sinn ein- staka húmor hélt virðingu sinni og sínum sjálfsákvörðunarrétti fram til hins síðasta. Þá ákvörð- un tók hann sjálfur með stuðn- ingi okkar, það ber að virða og þakka fyrir. Það varð ekki aftur snúið og að litlum lífsgæðum að hverfa. Einnig er það mikill styrkur fyrir okkur, við gerðum þetta vel saman eins og pabbi óskaði eftir. Maður getur spurt sig: hvaða hlutverki á faðir að gegna í lífi barna sinna? „Faðir/pabbi/karlmaður sem hefur getið þann sem um er rætt; faðir veitir umönnun og vernd; faðir er sá sem er til staðar fyrir þig, hann elskar þig skilyrðislaust, annast þig, styð- ur þig og aðstoðar þig, faðir er sá sem þú getur ætíð treyst.“ Þetta er pabbi okkar og svo miklu meira. Gífurlegt þakklæti og virðing fyrir pabba okkar og hans þætti í okkar uppeldi og lífi, í lífi maka okkar og barna er ofarlega í huga okkar þessa dagana og mun lifa áfram. Pabbi hafði einstaklega gam- an af vísum og var hann snill- ingur í að semja þær. Vísur fengum við systkinin reglulega og þótti okkur mjög vænt um þær. Hér er ein um okkur: Börnin eru býsna góð bera flestum af. Þetta er pínulítið ljóð um líf sem Drottinn gaf. Pabbi var húsagagna- og húsasmiður og kennari í þeim iðngreinum á tréiðnaðarbraut í Fjölbrautaskólanum í Breið- holti. Það var hans uppáhalds- starf. Pabbi okkar snerti ekki bara okkar líf, hann snerti líf mjög margra nemenda. Í gegnum tíð- ina höfum við hitt fyrrverandi nemendur sem vildu þakka hon- um stuðninginn, velvildina og að hann skyldi halda þeim í nám- inu, sem var ómetanlegt að þeirra sögn. „Einstakur, ljúflingur, öð- lingur, grínisti“ eru orð sem við heyrum mikið núna til að lýsa mannkostum pabba okkar. Sú minning mun lifa áfram í huga okkar. Aldrei má samt gleyma því að baki einstökum manni er ein- stök kona, mamma okkar, Sig- urlín Jóna M., og munum við hugsa vel um hana elsku pabbi. Inga Kolbrún og Sigurður Ágúst. Elsku tengdapabbi er fallinn frá. Hjörtur var sú manngerð sem gerir heiminn sem við bú- um í miklu betri og á ég honum ótal margt að þakka. Ég var að fara yfir myndirn- ar mínar og komst að því að ég á yfir 700 myndir af Hirti. Mynd- irnar draga upp sögu af glað- værum manni, lífskúnstner sem naut þess að vera innan um fólkið sitt og vini, mann sem var sífellt að njóta og bralla eitt- hvað gagnlegt og skemmtilegt. Einstakur húmor einkenndi Hjört og það var alltaf skemmtilegt að vera þar sem hann var. Hann sá spaugilegu hliðarnar á öllu og var iðinn við að setja slíkt í gamanvísur sem hann skrifaði iðulega hjá sér. Í vísunum sjáum við heiminn með augum tengdapabba og í þeim sést að hann naut þess að vera til. Vísurnar voru honum mik- ilvægar og þótt lífsleikni á ýms- um sviðum færi þverrandi á síðri árunum þá var hann fær vísnasmiður fram á síðasta dag, þá síðustu páraði hann á blað- snifsi aðeins nokkrum dögum fyrir andlátið. Þótt síðustu dag- arnir væru honum þungbærir var síðasta vísan samt gaman- vísa, já svona var hann bara. Annan eins völundarsmið hef ég sjaldan hitt og handverks Hjartar munu margir fá að njóta áfram um ókomna tíð. Hjörtur, ég sakna þín mikið og á þér ótal margt að þakka. Þú átt stóran part af hjarta mínu og þar mun ég varðveita minningu þína um ókomna tíð. Vilhjálmur Hallgrímsson. Ótalmargar derhúfur, bú- staðarferðir, smíði og veiði. Þetta er sumt af því sem ein- kennir mitt samband við afa Hjört. Afi var alveg einstakur maður, jafn hlýjan og góðan mann er varla hægt að finna. Afi var með ótrúlega skemmti- legt skopskyn og gat alltaf séð húmorinn í öllu eins og hvert kvöld þegar hann þakkaði veð- urfréttamanninum í sjónvarp- inu. Hann var ávallt reiðubúinn til þess að hjálpa, hlusta og kenna manni. Að missa slíkan vin lætur mann rifja upp minn- ingar, minningar sem skilja mann eftir með þakklæti efst í huga. Sakna þín elsku afi minn. Arnar Ingi Vilhjálmsson. Það er erfitt að ætla að setja í orð hvað afi þýddi fyrir mér. Ég var fyrsta barnabarn afa og ömmu og þeirra eina í átta ár. Foreldrar mínir voru ung þegar þau áttu mig og að koma undir sig fótunum og því treystu þau mikið á ömmu og afa í uppeld- inu. Það má því segja að hjá ömmu og afa hafi ég átt mitt annað uppeldisheimili. Mér hef- ur alltaf þótt vænt um það en í gegnum sjálfsvinnu og sjálfs- skoðun síðastliðið ár er ég að uppgötva hvað þetta var mér af- skaplega dýrmætt og hvað þau veittu mér traustar og góðar undirstöður fyrir þær áskoranir sem lífið síðan færði mér. Afi var ótrúlega kærleiksrík- ur maður og hann hafði alltaf tíma fyrir mig. Þegar ég hugsa til baka þá er nærtækast að lýsa honum sem óþrjótandi kær- leiksbrunni. Hann sýndi mér alltaf svo mikla umhyggju og ást og leyfði mér að finna svo vel hvað ég var honum mikil- væg. Hann var mikill þátttak- andi í lífi ástvina sinna og við gengum ekki í gegnum neina dimma dali né klifum við hæstu fjöll nema hann gengi við hlið- ina á okkur. Yfirleitt með myndavél í hendinni sem virtist stundum eins og órjúfanlegur partur af honum. Hann var með einstaka kímnigáfu og létti andrúmsloft- ið hvert sem hann fór. Hann hafði sérstaklega gaman af því snúa upp á tungumálið á gam- ansaman hátt og fannst gaman að fara með og semja sjálfur vísur. Stundum sat maður agn- dofa yfir því hvað hann mundi heilu kvæðin og romsaði þeim út úr sér án þess að hika. Yf- irleitt í bíltúrum í Hjartarlund eða framhjá Borg á Mýrum. Þessa vísu samdi hann um mig þegar ég var lítil stelpa: Tara Margrét falleg fín af flestu ber í huga mínum. Elsku litla ljúfan mín líkist nokkuð afa sínum. Já, við vorum nokkuð lík þó að það hafi kannski ekki verið á þann hátt sem afi sá fyrir sér. Afi missti ungur heyrnina á vinstra eyra og með árunum skertist heyrnin á því hægra. Örlögin höguðu því svo þannig að síðasta árið sem hann lifði var ég líka heyrnarlaus á því vinstra og með mikið skerta heyrn á því hægra. Um það samdi hann aðra vísu sem hefur átt sérstakan stað í hjarta mínu síðastliðið ár: Eyrnakuðung ertu að fá þitt andlit fagra skín. Í gegnum holt og hæðir þá heyrirðu elskan mín. Mér skilst að það hafi verið eins og að horfa á grínatriði að fylgjast með okkur reyna að eiga samskipti þetta síðastliðið ár, okkur varð víst lítið ágengt og vorum mest í því að öskra „ha?“ hvort á annað. En við höfðum nú bæði húmor fyrir því. Það mikilvægasta sem afi gaf mér var öryggi. Hann var öruggur faðmur í heimi sem ég upplifði snemma að væri óör- uggur og geri að mörgu leyti enn. Það er mikill missir að hon- um en mest fer fyrir þakklæti að hafa fengið að eiga hann fyrir afa og að hann hafi spilað svona stórt hlutverk í lífi mínu. Það voru mikil forréttindi. Fram undan í mínu lífi er djúpur dalur sem ég þarf að komast í gegnum. Það verður skrýtið að ganga í gegnum hann án afa. En hann gaf mér besta veganesti sem völ er á og ég mun hafa það með mér hvert sem ég fer. Líka upp á hæstu fjöll þegar þar að kemur. Takk fyrir allt elsku afi. Tara Margrét Vilhjálmsdóttir. Elsku Hjörtur. Á kveðju- stund er margs að minnast og margt að þakka: Gleðina og fjör- ið sem fylgdi þér, hvernig þú lékst þér með tungumálið, allar vísurnar, kvæðin og bullrímið sem þú kenndir okkur. Hrekk- ina og stríðnina sömuleiðis, alla bíltúrana í sund, berjamó, Reyk- hóla og Nes en ekki síst alla hjálpina með stórt og smátt og ræktarsemina við sveitina og frændfólkið í dalnum. Þú sýndir okkur athygli og umhyggju, fylgdist með hvað við værum að gera og hvernig okkur gengi. Þú gæddir tilveru okkar lífi og lit. Frá himnum svífa herskarar í nótt og hugga þá sem gráta ofurhljótt. Þau sýna okkur veröld þá sem var og vísa áfram veg til framtíðar. Við eigum þarna engla þú og ég sem áttu sporin ljúf um æviveg. Sem traustast ófu öll sín tryggðabönd og trúföst alltaf réttu hjálparhönd. Í draumum okkar staldra þau um stund og styrkja þannig von um endurfund. Frá brjóstum sindrar gullmolanna glit og glæðir allan regnbogann með lit. Er dagur rennur dögg er aftur ný og dögun eilífðar er mjúk og hlý. Í fangi sínu hefur frelsarinn nú fólkið okkar – líka himininn. Svo demöntum er dreift um æviskeið og dásamleg er farin litrík leið. Frá himnum svífa herskarar í nótt og hugga þá sem gráta ofurhljótt. (Jóhanna H. Halldórsdóttir) Hjartans þakkir fyrir allt. Þinn bróðir, Kristján, og systkinin frá Gautsdal. Eftir erfið veikindi er vinur okkar Hjörtur Ágúst Magnús- son fallinn frá. Á þeim tímamót- um er því margs að minnast. Fyrstu kynni okkar af Hirti og eiginkonu hans Jónu urðu um það leyti sem ég hóf að syngja í Karlakórnum Fóstbræðrum haustið 1973, en þá hafði Hjört- ur þegar sungið í kórnum frá árinu 1967. Í fyrstu voru sam- skipti okkar ekki mikil, frekar svona á almennum nótum eins og gengur og gerist. Síðar, þeg- ar við Hjörtur sátum í stjórn kórsins á sama tíma, urðu sam- skiptin meiri og tíðari og góð vinátta tókst okkar á milli. Um þetta leyti, eða árið 1984, var stofnaður tvöfaldur kvartett innan Fóstbræðra er hlaut nafnið Átta Fóstbræður og sungum við Hjörtur alla tíð í honum ásamt öðrum góðum fé- lögum. Söngstarfið í Átta Fóst- bræðrum var mjög gefandi enda höfðum við lengst af frábæran stjórnanda sem var Gylfi Gunn- arsson. Á tímabili sungum við víða á ýmsum samkomum. Starfið í þessum hópi efldi mjög vináttu og samhug félaganna og eiginkvenna þeirra. Þetta voru skemmtilegir tímar. Þau Jóna og Hjörtur höfðu, eins og við hjónin, mikinn áhuga á stangveiði og tókum við því öll þátt í árlegri veiðiferð hóps söngmanna í Fóstbræðrum á silungasvæði Vatnsdalsár sem farin var í allnokkur ár. Þetta voru skemmtilegar ferðir sem treystu mjög vináttubönd manna. Oft var mjög glatt á hjalla á kvöldin í þessum veiði- ferðum. Eftir að þessum ferðum var hætt héldum við Hjörtur og eiginkonur okkar áfram að fara í veiðiferðir á hverju ári meðan Hjörtur hafði heilsu til. Þetta var einstaklega skemmtilegt, oft veiddist vel og á kvöldin var spilað og rabbað saman. Við veiddum í ýmsum ám og einnig í vötnum norður á Skaga. Hjört- ur var magnaður veiðimaður og kunni vel að lesa árnar sem við veiddum í hverju sinni og meta hvernig best væri að nálgast fiskinn. Við lærðum mikið af Hirti í þessum efnum sem síðan hefur reynst okkur vel. Eitt var það sem við stund- uðum saman um árabil en það var kartöflurækt á ýmsum stöð- um í Reykjavík, Kópavogi og Mosfellssveit. Það veitti okkur öllum ánægju. Þeirri iðju hætt- um við þegar sífellt varð erf- iðara að finna ræktunarstaði þar sem alls staðar var verið að taka garðlönd undir byggingu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis. Á síðustu árum höfum við viðhaldið vináttu okkar og hist reglulega hvor heima hjá öðr- um, tekið í spil, notið góðra veit- inga og átt gott rabb saman. Það voru einstaklega gefandi stundir. Hjörtur var mikill mann- kostamaður. Hann var greiðvik- inn, ávallt léttur í lund, gam- ansamur, glettinn og stundum örlítið stríðinn, en ætíð ljúfur og nærgætinn. Á kveðjustund erum við hjón- in þakklát fyrir að hafa átt Hjört að vini á lífsleiðinni. Við vottum Jónu, börnum þeirra Hjartar og öðrum að- standendum okkar dýpstu sam- úð. Finnbogi H. Alexandersson, Sigríður M. Halldórsdóttir. Um miðjan september 1971 gekk ég í fyrsta skipti inn í Fóstbræðraheimilið til að ganga til liðs við Karlakórinn Fóst- bræður sem var þá að taka fé- lagsheimilið í notkun. Eins og til siðs er í þessum mæta fé- lagsskap var tekið mjög vel á móti nýliðanum, og kannski bet- ur af 2. bössum því ég var settur í þá rödd. Þarna hitti ég mikla úrvalsmenn sem áttu eftir að verða góðir vinir mínir, sérstak- lega þó tveir, Hjörtur Á. Magn- ússon, sem við kveðjum hér í dag, og Grétar Samúelsson. Átt- um við eftir að bralla ýmislegt saman á næstu áratugum, en þó urðum við Hjörtur nánari, sér- staklega eftir 1975, en þá vorum við báðir færðir í 1. bassa að beiðni söngstjórans, Jónasar Ingimundarsonar. Upp frá því og í góð 30 ár vorum við Hjörtur alltaf hlið við hlið á æfingum og tónleikum eða þar til hann hætti örfáum árum á undan mér. Árið 1975 stóðum við hjónin í húsbyggingu og var þá aldeilis gott að eiga hauk í horni þar sem Hjörtur var því samvisku- samari trésmið höfðum við ekki kynnst en hann og tveir félagar hans sáu um alla smíðavinnu í nýja húsinu okkar. Félagsstörf í kór eins og Fóstbræðrum byggjast mjög á sjálfboðavinnu. Má t.d. nefna að fyrstu árin önnuðust Hjörtur og annar 2. bassi; Helgi Veturliða- son heitinn, alla umsjá með heimilinu og var í nógu að snú- ast enda varð salurinn okkar fljótt vinsæll enda var á þessum árum vöntun á mátulega stórum veislusölum. Alla tíð var Hjört- ur boðinn og búinn að taka til hendi við hvaðeina sem gera þurfti, líka umsjón með öðrum félagsstörfum, t.d. fékk ég hann til að verða gjaldkeri í stjórn kórsins á árunum 1983-87 en þá var ég formaður. Þennan starfa leysti Hjörtur með mikilli prýði. Eins og fyrr sagði var sam- starf okkar náið og ekki minnk- aði það 1984 þegar stofnað var til tvöfalds kvartetts, sem kall- aðist Átta Fóstbræður, en við Hjörtur sungum 1. bassa. Þessi hópur söng við alls konar tæki- kæri ýmiss konar lög sem hent- uðu t.d. á árshátíðum. Hópur þessi náði allnokkrum vinsæld- um og var kórnum mikill styrk- ur því mikið af tekjum rann til kórsins. Aðeins urðu einu sinni mannaskipti en síðustu árin stjórnaði Gylfi Gunnarsson tón- listarskólastjóri hópnum. Eftir að Hjörtur hætti smíða- vinnu kenndi hann smíðar við Fjölbrautaskólann í Breiðholti en svo fór smátt og smátt að halla undan fæti. Sjón og heyrn dapraðist og ýmis annar krank- leiki fór að herja á hann. Eins og oft vill verða minnkuðu sam- skipti okkar um tíma en segja má að með Covid hafi hlutirnir breyst því undanfarin tæp tvö ár höfum við talað saman að minnsta kosti einu sinni í viku. Ég vissi að honum leið ekki vel en samt kom það mér á óvart þegar Sigurður sonur hans hringdi í mig þriðjudaginn 13. desember klukkan 10.30 og sagði mér að pabbi sinn hefði dáið 9.30 þá um morguninn. Þarna andaðist minn besti vinur sem ég hef eignast um ævina og varði sú vinátta í rúma hálfa öld. Ég bið góðan Guð að styðja Jónu, Ingu Kolbrúnu og Sigurð og fjölskyldur þeirra við þennan mikla missi þeirra. Far þú í friði Guðs, kæri vinur, og hafðu þökk fyrir allt og allt. Skúli Möller. Glaðværð, hnyttin tilsvör, traust og jafnlyndi koma upp í hugann þegar ég hugsa til Hjartar. Við kynntumst innan vébanda Fóstbræðra fyrir rétt- um 50 árum. Á þessum árum var Fóstbræðraheimilið að rísa og kórmenn litu björtum augum til þess að eignast samastað fyr- ir kórinn. Við sem vorum ný- græðingar í starfinu skynjuðum sterkan anda meðal kórmanna, hvernig efla mætti starf kórs- ins. En þótt félagsheimilið væri risið þurfti virkt afl og þrek kórmanna næstu árin svo rekst- urinn væri tryggður. Þarna hóf- ust kynni og samstarf okkar Hjartar. Ekki verður sagt að hann lægi á liði sínu. Hjörtur var í fyrstu húsnefndinni og þar var réttur maður á réttum stað. Hann var mjög ötull liðsmaður en allt starf kórmanna var unn- ið í sjálfboðavinnu. Þeir sem enn muna söngskemmtanir Fóstbræðra á þessum árum gleyma ekki þjónustulund Hjartar sem stóð marga vakt- ina. Þegar ég hugsa nú til baka er það trú mín að Hjörtur hafi notið þess mjög að þjóna fólki og sjá til þess að allt væri með þeim brag sem hann, snyrti- maðurinn sjálfur, vildi að gestir nytu. Hjörtur var alla ævi bind- indismaður en fann ekki að þótt aðrir hefðu vín um hönd. Hann Hjörtur Ágúst Magnússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.