Morgunblaðið - 28.12.2021, Side 21
starfaði sjálfstætt við iðn sína,
trésmíði, á þessum árum. Þar
sem hann kom að smíði má
segja að „sannkallaður völund-
ur“ væri að verki. Þegar við
hjónin réðumst í húsbyggingu
kom varla annar en Hjörtur til
greina til að taka að sér smíð-
ina. Ég man vel eftir orðum
Hjartar þegar við ræddum að-
komu hans og félaga að verkinu.
Hjörtur sagði eitthvað á þá leið:
„Við þekkjumst jú orðið ágæt-
lega en í þessu samstarfi getur
auðvitað ýmislegt komið upp á
svo við verðum að vanda okkur
sérstaklega vel svo ekki beri
skugga á kunningsskap okkar
eða vináttu.“ Til þess kom ekki.
Oft eru húsbyggjendur fyrir
fagmönnunum á byggingarstað.
Ég er þess meðvitandi að kunn-
átta mín í smíði var mjög tak-
mörkuð í upphafi. Ég get þó
vitnað að Hjörtur var alltaf leið-
beinandi og umburðarlyndur
eins og síðar sannaðist. Glöggir
menn sáu þá sterku eiginleika
og hvöttu hann til að afla sér
kennsluréttinda í iðn sinni. Svo
fór að lengsti starfsvettvangur
hans var við kennslu við Fjöl-
brautaskólann í Breiðholti þar
sem hann kenndi um árabil. Við
vitum fyrir víst að þar veitti
hann mörgum nemendum það
veganesti sem hjálpaði þeim til
að öðlast þá færni í faginu er
skilaði þeim sterkum út í lífið.
Nemendur mátu hann mikils og
höfðu sumir á orði að hann hefði
nánast gengið þeim í föðurstað.
Símtölin á milli okkar voru
mörg á þessum árum. Samfund-
um okkar fækkaði síðari árin en
þó hittumst við af og til innan
vébanda Fóstbræðra. Þótt
vissulega syrti í álinn síðustu
árin er heilsan bilaði varðveitti
hann samt alltaf jafnlyndið og
„sá“ það spaugilega í tilverunni
þó sjónin væri farin.
Hjörtur hitti lífsförunautinn
hana Jónu í hrauninu sem eitt
skáldið gaf nafnið „staður elsk-
endanna“ við Hreðavatn vetur-
inn 1962 en þá starfaði hún á
Bifröst og hann við smíðar í
Hreðavatnsskála. Þar til nú hef-
ur leiðir þeirra ekki skilið. Við
hjónin sendum Jónu og fjöl-
skyldunni okkar dýpstu samúð-
arkveðjur
Viðar Þorsteinsson.
Kær frændi og góður vinur er
fallinn frá eftir löng veikindi en
alltaf var hann hress og kátur
og húmorinn aldrei langt undan,
við höfum átt margar góðar
stundir saman til sjávar og
sveita, margar ferðir fórum við
til okkar kæra Gautsdals í
Reykhólasveit, já við fórum í
leitir á haustin, hlupum upp um
fjöll og dali, þetta voru miklar
gleðiferðir hjá okkur og að hitta
okkar kæra frændfólk.
Þú hefur verið heppinn í líf-
inu að hafa hitt hana Jónu þína
og saman eignuðust þið yndis-
leg börn, samheldin og falleg
fjölskylda. Marga vísuna hefur
þú sett saman sem á eftir að
ylja okkur um ókomna tíð. Þú
hefur verið farsæll í starfi sem
smiður, afskaplega nákvæmur
og vandvirkur og síðar kennari
við Fjölbraut í Breiðholti, mað-
ur hefur heyrt að nemendur séu
þakklátir fyrir að hafa fengið
þig sem kennara, allir tala vel
um Hjört, hann var góður mað-
ur. Margar gleðistundir höfum
við hjónin átt með ykkur Jónu í
sumarbústaðnum ykkar og með
Karlakór Fóstbræðra og marg-
ar gleðistundir á heimili ykkar
og okkar, það var alltaf gaman
að hittast en nú er breyting á.
Hjörtur er látinn eftir farsæla
ævi og þökkum við fyrir góðan
tíma með þessum sómamanni á
jörðinni. Jónu, Ingu Kollu,
Sigga og fjölskyldum vottum við
innilega samúð og biðjum góðan
Guð og englana að umvefja ykk-
ur ljósi sínu.
Kær kveðja, kæri vinur.
Guðjón Magnús
og Sigríður.
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2021
✝
Steinunn
Steinarsdóttir
fæddist 26. októ-
ber 1933. Hún lést
á Landspítalanum
16. desember 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Hróðný
Pálsdóttir húsfrú,
f. 1. júní 1912, d. 9.
apríl 2005, og
Steinar Bjarnason
trésmiður, f. 17.
desember 1905, d. 17. júní
1997. Systkini Steinunnar: 1)
Garðar Steinarsson flugstjóri,
fæddur 5. ágúst 1938, d. 2007,
kvæntur Ástu Sveinbjarnar-
dóttur, f. 1942, d. 2013. Börn
þeirra: Hróðný, Þórhildur og
Páll. 2) Sigurður Steinarsson
rafvirki, f. 1. janúar 1948,
kvæntur Ingibjörgu Eysteins-
dóttur, f. 1948. Börn þeirra:
Ólöf og Bjarni.
Steinunn giftist 6. febrúar
1957 Guðna Sigurjónssyni vél-
stjóra, f. 26. maí 1935. Hann
Steinunn var fædd á Bjargi
á Seltjarnarnesi, fluttist þaðan
með foreldrum sínum á Bakka-
stíg í Reykjavík og ólst þar upp
til 11 ára aldurs eða þar til þau
fluttust á Dvergastein á Sel-
tjarnarnesi.
Steinunn útskrifaðist úr
Kvennaskólanum 1951, hún
byrjaði ung að vinna hjá Toll-
stjóranum í Reykjavík, þar
vann hún í mörg ár sem ritari
hjá Torfa Hjartarsyni ríkis-
sáttasemjara og síðustu árin
vann hún í heilbrigðisráðuneyt-
inu.
Steinunn og Guðni áttu og
ráku um árabil Áhaldaleiguna
sf. ásamt Garðari bróður henn-
ar og Ástu konu hans.
Steinunn gekk í Samfrímúr-
araregluna ung að árum þar
sem hún gegndi ýmsum trún-
aðarstörfum.
Steinunn og Guðni byrjuðu
sinn búskap á Dvergasteini á
Seltjarnarnesi, þar sem Steinar
fæddist, byggðu sér einbýlishús
við Nesbala, fluttu þar inn 1981
og voru þar í 20 ár eða til árs-
ins 2001, er þau fluttu á Boða-
granda 2.
Útför Steinunnar fer fram í
dag, 28. desember 2021, og
hefst athöfnin kl. 13.
lést 25. október
2017. Foreldrar
hans voru Kristín
Guðnadóttir, f.
11.12. 1904, d.
30.8. 1970 og Sig-
urjón Sigur-
jónsson, f. 16.10.
1903, d. 22.6. 1971.
Hann átti tvær
systur, Svanhildi
og Hjördísi, sem
báðar eru látnar.
Sonur Steinunnar og Guðna
er Steinar vélstjóri, f. 27.8.
1960, giftur Jóhönnu Runólfs-
dóttur sjúkraliða, f. 28.8. 1962,
þau eiga tvo syni: 1) Guðni
vélaverkfræðingur, f. 1982,
giftur Hildi Margréti, f. 1984,
þau eiga 3 dætur: Ingibjörg
Steinunn, f. 2009, Hugrún
Anna, f. 2013 og Elín Fanney,
f. 2019.
2) Ægir, húsasmiður og
íþróttafræðingur, f. 1989, í
sambúð með Ásu Þórdísi, f.
1991.
Elsku tengdamamma.
Þá er komið að leiðarlokum
og langar mig í örfáum orðum
að þakka þér okkar góðu sam-
fylgd síðastliðin 44 ár.
Ég kom 14 ára unglingsstelpa
inn á heimilið ykkar Guðna þeg-
ar ég kynntist elsku Steinari
mínum. Mér var tekið opnum
örmum frá fyrsta degi, sem er
ómetanlegt.
Við urðum strax góðar vin-
konur og eftir að Guðni fæddist
tókst þú ekki annað í mál en
passa hann þar til hann fór í
leikskóla. Við vorum flutt í
næstu götu við ykkur þegar Æg-
ir fæddist, þá var stutt fyrir þá
stubbana að hlaupa yfir til ykk-
ar, í ömmu- og afadekur, pottinn
og kósíheit.
Elsku tengdapabbi fór snögg-
lega frá okkur fyrir fjórum ár-
um, missirinn var mikill fyrir þig
og þú saknaðir þú hans alla
daga, enda voruð þið samferða í
gegnum lífið í yfir 60 ár. Ég er
fullviss um að þú ert komin til
hans í sumarlandið og þið sam-
einuð á ný.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þótt svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hugann fer.
Þó þú sért horfinn í heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Elsku Steina mín, takk fyrir
allt.
Þín
Jóhanna.
Í dag kveðjum við Steinunni
Steinarsdóttur föðursystur mína
eða Steinu frænku, eins og mér
er tamara að kalla hana. Þegar
við systkinin vorum að alast upp
bjó fjölskyldan á ættaróðalinu
Dvergasteini á Seltjarnarnesi.
Afi og amma bjuggu á fyrstu
hæðinni, við á annarri og Steina,
Guðni og Steinar sonur þeirra á
þeirri efstu. Margar góðar minn-
ingar tengjast þessum árum
enda gat maður skottast um allt
hús og nælt sér í kökubita hjá
Steinu eða teflt eina skák með
afa. Steina átti plötu með söng-
leiknum Oklahoma og kom ég
ótal sinnum upp og fékk að spila
plötuna aftur og aftur, dansaði
og söng með af mikilli innlifun.
Þetta hlýtur að hafa reynt á þol-
rifin hjá frænku þótt ég hafi
ekki orðið vör við það. Öll þessi
ár var sá siður í heiðri haldinn
að allir íbúar hússins hittust í
kvöldkaffi á einhverri hæðinni til
að spjalla um það sem á daga
fólks hafði drifið þann daginn.
Þetta var góður siður sem
þjappaði okkur vel saman. Ára-
mótagleðin hjá Steinu og Guðna
er líka eftirminnileg og þá bætt-
ust fleiri ættingjar í hópinn. Svo
var spilað fram eftir nóttu og
börnin máttu vera með eins
lengi og augun héldust opin.
Seinna meir fækkaði samveru-
stundunum en við hittumst þó á
tyllidögum eða þegar færi, gafst
til að mynda á Boðagrandanum,
í bústaðnum þeirra á Flúðum
eða hjá okkur í Fljótshlíðinni.
Leiðir okkar Steinu lágu líka
saman í Alþjóðlegri frímúrara-
reglu karla og kvenna þar sem
hún vann af heilum hug í áratugi
og sinnti ýmsum trúnaðarstörf-
um. Við gátum rætt frímúrara-
fræðin og andleg málefni fram
og til baka þar sem ég fékk að
njóta reynslu hennar og visku. Í
seinni tíð hagaði heimsfaraldur-
inn því þannig að við hittumst
sjaldan en ræddum þeim mun
oftar saman símleiðis.
Steina var reiðubúin að
kveðja þessa jarðvist enda orðin
88 ára gömul og búin að skila
sínu eins og sagt er. Hún sakn-
aði Guðna síns og trúði á líf eftir
þetta líf og þar með að þau gætu
sameinast á ný. Ég þakka
Steinu samfylgdina og allt það
sem hún hefur gefið mér og mín-
um. Steinari, Jóhönnu og öðrum
ástvinum votta ég innilega sam-
úð.
Þórhildur Garðarsdóttir.
Horfin er til hins eilífa aust-
urs kær systir og góður frímúr-
ari, horfin sjónum okkar en
minningin lifir, minning um
traustan ferðafélaga á lífsins
göngu. Að rækta sinn innri
mann, að fága hann og fegra
mannkyni til heilla er hluti af því
að vera frímúrari. Það verkefni
er stórt, það er lífsstíll sem
margir velja að gera að sínum,
iðka hann með öðrum innan vé-
banda Reglunnar og í daglegu
lífi.
Steinunn var ung þegar hún
tók vígslu inn í Regluna og
ákvað að þar væri vegur er vert
væri að ganga, vegur visku,
mannkærleika og fágunar. Mörg
störf voru henni falin er hún
gegndi af alúð og trúmennsku
við hugsjónir frímúrara. Styrk-
ur, virðing og jafnrétti voru
hennar aðalsmerki. Í reglustarf-
inu var hún kjölfesta er hafði að
leiðarljósi að öll skiptum við
máli, hvert og eitt okkar, og
gagnkvæm virðing, bræðraþel
og hjálpfýsi skyldu vera þeir
eiginleikar er leiða skyldu mann-
kyn á rétta braut að mannlegu
réttlæti öllum til handa. Ákveðið
fas hennar, hispursleysi og eðl-
islægur virðuleiki ramma inn
minningu hennar í huga okkar.
Hafðu þökk fyrir allt, kæra
systir. Fyrir alla þá vinnu er þú
lagðir í starfið á löngum ferli,
hvort sem það var fyrir stúkuna
Ými, hærri stig eða Íslandssam-
bandið. Megi ferð þín til ljóssins
og kærleikans færa þér frið.
Steinari og fjölskyldu sendum
við innilegar samúðarkveðjur.
Kveðja frá Íslandssambandi
Alþjóðlegrar frímúrarareglu
karla og kvenna, Le droit huma-
in.
Fyrir hönd Reglunnar og
systkinanna í stúkunni Ými,
Ásdís Þorsteinsdóttir.
Steinunn
Steinarsdóttir
✝
Pétur Jónsson
fæddist 13.
ágúst 1944 á Ak-
ureyri. Hann lést
á Hjúkrunarheim-
ilinu Hlíð 17. des-
ember 2021.
Foreldrar Pét-
urs voru Jón Pét-
ursson frá Sigtún-
um í Eyjafjarðar-
sveit, f. 3. ágúst
1915, d. 28. októ-
ber 2000, lengst af bílstjóri og
húsvörður á Akureyri, og
Auður Pálmadóttir frá Gull-
brekku í Eyjafjarðarsveit, f.
16. janúar 1917, d. 25. mars
1978, húsfreyja á Akureyri.
Systkini Péturs eru Gunnar, f.
30. maí 1942, Ragnheiður, f.
5. maí 1943, d. 21. júní 2014,
Pálmi Geir, f. 28. mars 1946,
Kristinn Örn, f. 14. apríl 1950
og Anna Margrét, f. 8. febr-
úar 1956, d. 18. mars 2007.
25. desember 1966 kvæntist
Pétur Helgu Eyjólfsdóttur,
verslunarmanni frá Ísafirði, f.
30. október 1944.
Synir þeirra eru Guð-
mundur Ómar, f. 12. ágúst
1964, framkvæmdastjóri og
laganemi, búsettur á Spáni,
og Jón, f. 7. apríl 1966, fyrr-
verandi vörubílstjóri, vélfræð-
ingur búsettur í Danmörku.
Eiginkona G. Ómars er
Björk Pálmadóttir framhalds-
var hann mörg sumur í sveit
á Garðsá í Eyjafjarðarsveit.
Pétur lærði rafvirkjun og út-
skrifaðist árið 1964. Nokkur
ár þar á eftir starfaði hann
sem rafvirki en síðan sem
afgreiðslumaður hjá vöru-
flutningamiðstöðinni Pétri og
Valdimar sf. og síðar hjá
vörubílastöðinni Stefni hf.
Árið 1970 keypti Pétur sinn
eigin vörubíl og starfaði sem
sjálfstæður atvinnurekandi í
rekstri vörubíla í um 40 ár.
Verkefnin voru m.a. akstur
og kranavinna á Akureyri,
snjómokstur á vegum
norðanlands, áburðar-
flutningar, vegagerð og
flutningur á tækjum og tól-
um milli landshluta. Vörubíl-
arnir í rekstri voru einn til
þrír eftir atvikum. Árið 2003
seldi Pétur tvo af bílum sín-
um og keypti sumarbústað,
Lækjarbrekku, í Vaðlaheiði.
Árið 2008 réðst Pétur til
starfa hjá Ásprenti á Akur-
eyri. Þar sinnti hann út-
keyrslu á vörum, lagerstörf-
um og tilfallandi verkefnum
allt þar til hann lét af störf-
um árið 2014, þá sjötugur að
aldri.
Útför Péturs fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 28.
desember 2021, kl. 13.
Streymt verður frá athöfn-
inni á Facebook-síðu Ak-
ureyrarkirkju.
Hlekkir:
https://tinyurl.com/yckuxz2h
https://www.mbl.is/andlat
skólakennari, f.
12. júlí 1969, og
börn þeirra: a)
Helga Sigrún, f.
1989, fram-
kvæmdastjóri og
eigandi líkams-
ræktarstöðvar-
innar Norður á
Akureyri. b)
Kristófer Leó, f.
1994, sjávar-
útvegsfræðingur á
Akureyri. c) Ívan Geir, f.
1996, iðnaðarmaður á Ak-
ureyri. d) Aþena Björk, f.
2004, framhaldsskólanemi á
Akureyri. e) Elena Soffía, f.
2007, grunnskólanemi í Dénia
á Spáni. Barnabörn G. Ómars
og Bjarkar eru þrjú.
Eiginkona Jóns er Kolbrún
Ævarsdóttir hundaræktandi,
f. 1. júní 1963, og börn þeirra:
a) Sigurrós Yrja, f. 1982, hús-
móðir á Akureyri. b) Gunnar
Sigurbjörn, f. 1987, búsettur í
Reykjavík. c) Ævar, f. 1990,
nemi í uppeldisfræði í Ála-
borg í Danmörku. d) Pétur, f.
1996, framreiðslumaður og
veitingastjóri á Bryggjunni á
Akureyri. e) Kara Mist, f.
1997, kennaranemi í Árósum í
Danmörku. Barnabörn Jóns
og Kolbrúnar eru sex.
Pétur ólst upp í foreldra-
húsum í Oddeyrargötu 23 á
Akureyri. Á uppvaxtarárunum
Við kveðjum elskulegan bróð-
ur og mág, Pétur Jónsson. Hann
reyndist okkur einstaklega vel í
gegnum lífið og börnin okkar
hændust að honum og Helgu
konu hans.
Pétur lærði rafvirkjun á unga
aldri þó svo að vörubílaakstur
yrði ævistarf hans. Hann var
duglegur og vandvirkur og þeg-
ar við keyptum okkar fyrstu
íbúð fokhelda kom ekki annað til
greina en hann legði rafmagnið í
hana. Nokkrum árum síðar
þurftum við á rafvirkja að halda
og Pétur ekki heima, þá fengum
við gamlan vinnufélaga hans til
að aðstoða okkur. Þegar hann
opnaði rafmagnstöfluna sagði
hann: „Ég sé hver hefur lagt í
þessa töflu, ég kannast við hand-
bragðið.“ Þarna var allt unnið af
fagmennsku og vandvirkni.
Þegar fram liðu stundir fór-
um við báðir í rekstur eigin
vörubíla og þeir voru ófáir tím-
arnir sem Pétur lagði fram þeg-
ar einhverjar bilanir urðu, það
þurfti ekki að hringja í hann eft-
ir aðstoð, hann kom bara. Hann
var betri en enginn á svona
stundum því hann var bæði lag-
hentur og útsjónarsamur í við-
gerðum. Pétur var eftirsóttur í
vinnu og á yngri árum var hann
ávallt með öfluga bíla og krana,
það besta sem var á markaðnum
þá.
Fyrir nokkrum árum keypt-
um við bræður og nokkrir
frændur gamlan Chevrolet-
vörubíl árgerð 1955 sem pabbi
okkar hafði fengið nýjan á sínum
tíma og stefndum við á að gera
hann sem líkastan því sem hann
var í upphafi. Þetta var gríðar-
legt verkefni sem tók þrjá vetur
og á þessum tíma var sjúkdóm-
urinn, sem átti eftir að leika Pét-
ur grátt, farinn að bæra á sér.
Hann lét þó engan bilbug á sér
finna og mætti fyrstur manna á
morgnana og var oft búinn að
moka frá dyrum og sópa þegar
við hinir mættum. Verkefnið
kláraðist og á Pétur sinn þátt í
því.
Það var erfitt að sjá þennan
atorkumann hverfa smátt og
smátt frá okkur en Pétur tókst á
við þennan sjúkdóm sem lagðist
á hann af miklu æðruleysi og
jafnaðargeði. Að leiðarlokum
þökkum við samfylgdina og biðj-
um góðan Guð að vaka yfir fjöl-
skyldu Péturs.
Kristinn Örn Jónsson,
Gísley Þorláksdóttir.
Við Pétur ólumst upp í Odd-
eyrargötunni nr. 23 og 32 á Ak-
ureyri, báðir í stórum systkina-
hópi. Það var líka mikill fjöldi
barna í öðrum húsum í götunni
og einnig þeim götum sem að
Skátagilinu lágu. Þar var leik-
svæði okkar barnanna árið um
kring. Fótbolti og útileikir voru
á sumrin en á vetrum var þetta
svæði eitt besta skíðaland barna
á Akureyri.
Faðir Péturs var vörubílstjóri
og því óku drengirnir hans
áfram á þeim vegum sem hann
lagði fyrir þá í lífinu. Þegar Pét-
ur hafði lokið gagnfræðaprófi
fór hann hins vegar að læra raf-
virkjun hjá Indriða í Cóinu. Þeg-
ar því námi lauk keypti hann sér
fljótlega vörubíl og hóf útgerð á
slíkum bíl og fljótlega fékk hann
krana á bílinn og eftir það varð
ekki til baka snúið. Hann varð
mjög vinsæll með bílana sína og
þótti laginn með kranann og því
mjög eftirsóttur starfskraftur
og hafði mikið að gera og gat því
vinnudagurinn verið langur.
Við Pétur vorum mjög nánir
alla tíð. Við iðkuðum saman
skallabolta tvisvar í viku um
margra áratuga skeið og einnig
áttum við sameiginlegt áhuga-
mál sem voru vélsleðar og fórum
saman í nokkrar eftirminnilegar
ferðir.
Pétur var vinmargur og okkar
sameiginlegi vinahópur um
skallboltann og vélsleðaferðir
var stór. Þar var mikið brallað
og oft hittumst við með kaffi-
bolla og skoðuðum gamlar
myndir og rifjuðum upp
skemmtilegar og gamlar minn-
ingar.
Fyrir nokkru fór heilsu Pét-
urs að hraka og sáum við þá
þennan stóra og hrausta mann
nánast falla saman. Hann lést á
Dvalarheimilinu Hlíð allt of
snemma því ennþá átti hann
mikið eftir að gera. Við félagar
hans sendum Helgu og börnum
þeirra og barnabörnum svo og
bræðrum hans og fjölskyldum
þeirra dýpstu samúðarkveðjur.
Við erum þess vissir að Guð al-
máttugur haldi verndarhendi
sinni yfir þeim alla tíð. Hvíl þú í
friði, kæri vinur, og haf þökk
fyrir allt og allt.
Ólafur Ásgeirsson.
Pétur Jónsson