Morgunblaðið - 28.12.2021, Page 22

Morgunblaðið - 28.12.2021, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2021 Raðauglýsingar Tilkynningar Mat á umhverfisáhrifum Álit Skipulagsstofnunar Breikkun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum sam- kvæmt lögum nr. 106/2000. Álitið liggur frammi hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, Reykjavík. Álitið og matsskýrslu Vegagerðarinnar er einnig að finna á vef stofnunarinnar www.skipulag.is. Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Opin vinnustofa kl. 9-15.30. Hádegismatur kl. 11.30- 12.30. Eitthvað skemmtilegt á tjaldinu kl. 14. Heitt á könnunni. Kaffi- sala kl. 14.45-15.30. Allir velkomnir. Sími 411-2600. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 10-11. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Lokum kl. 14. Garðabær Pool-hópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Gjábakki Kl. 8.30-11.30 opin handavinnustofa og verkstæði. Heilsu- Qi-gong er komið í jólafrí en byrjar aftur strax í janúar! Seltjarnarnes Kaffikrókur á Skólabraut frá kl. 9 til 11.30 alla virka daga. Félags- og tómstundastarf eldri bæjarbúa er komið í jólafrí fram yfir áramót. Byrjum aftur miðvikudaginn 5. janúar. Óskum ykkur öllum gleðilegrar hátíðar, árs og friðar og þökkum samveru og sam- starf á liðnum árum. FINNA VINNU AtvinnublaðMorgunblaðsins kemur út tvisvar í viku. Á fimmtudögum í aldreifingu og í laugardagsblaðinu. Þær birtast líka á atvinnuvef mbl.is og finna.is Aðeins er greitt eitt verð. 80.000manns 18 ára og eldri sjá FINNA VINNU atvinnublaðMorgunblaðsins Lesendur Morgunblaðsins lesa blaðið oftar og lengur en hjá öðrum 71% landsmanna heimsækja mbl.is daglega sem gerir hann að stærsta fjölmiðli landsins* Fáðu meira út úr þinni atvinnuauglýsingu! Fjórir snertifletir – eitt verð! 1 Morgunblaðið fimmtudaga 2 Morgunblaðið laugardaga 3 mbl.is atvinna 4 finna.is atvinna *GallupMediamix – dagleg dekkun 2020 Vantar þig fagmann? FINNA.is Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Verslun Hringar fyrir áramótin, frí áletrun Tökum enn við pöntunum og afgreið- um fyrir áramót trúlofunar- og gifting- arhringa. Mikið úrval. Kíkið á heima- síðuna www.erna.is. ERNA Skipholti 3, s. 552 0775. Bókhald NP Þjónusta Tek að mér bókhaldsvinnu o.fl. fyrir einstaklinga og fyrirtæki Upplýsingar í síma 892 2367. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Bílar Nýr 2021 Hyundai Kona EV Premium rafmagnsbíll með 64 kWh rafhlöðu Raun drægni um 380 km. Flottasta typa með leðri og gler- topp-lúgu + fullt af öðrum lúxus. Nýtt útlit. 2 litir svartur og dökk grár á staðnum. Til afhendingar strax ! Okkar verð aðeins: 5.790.000,- www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 10–18 virka daga. Húsviðhald Tek að mér ýmisskonar húsaviðhald og ýmis smærri verk- efni . Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com ✝ Einar Gunnar Guðmundsson fæddist á Blöndu- ósi 8. október 1952. Hann lést á HSN Blönduósi 17. desember 2021. Hann var sonur Guðmundar Mýr- manns Einars- sonar, bónda á Neðri-Mýrum, og Guðrúnar Hólm- fríðar Sigurðardóttur frá Mánaskál. Einar var elstur þriggja systkina: Sigurbjörg Sigríður, f. 17. nóvember 1953. Maki: Jón Bjarnason, f. 24. janúar 1946, d. 15. nóvember 1990. Synir þeirra eru Bjarni og Guðmundur Rúnar Jónssynir. Guðrún Björg, f. 17. mars 1958. Maki: Egill Sigurjón Benediktsson, f. 14. júlí 1953, d. 16. nóvember 2012. Synir þeirra eru Benedikt Rúnar og Unnar Bjarki Egilssynir. Einar bjó á Neðri-Mýrum í félagsbúi með föðursystkinum sínum, þeim Unni og Hall- grími. Hann eyddi megninu af sínu lífi í að hlúa að þeim og til merkis um það þá flutti hann ekki að heiman. Gæska Einars við föðursystkini sín var með eindæmum og hélst alveg þar til þeirra tilveru lauk hér á jörðu. Eftir hefð- bundna barnaskólagöngu tók hann gagnfræðapróf á Skaga- strönd. Einar fór síðan haustið 1972 í Hólaskóla. Þeir sem voru með gagnfræðapróf köll- uðust vetrungar og stunduðu eins árs búfræðinám. Einar dúxaði þar. Búskapur á Neðri- Mýrum varð svo hans lífsstarf. Hann sinnti félagsmálum, var kosinn í nefndir fyrir sína sveit. Í hreppsnefnd, bygg- ingarnefnd, sókn- arnefndar- formaður Hösk- uldsstaðakirkju ásamt því að sjá um kirkjugarðinn og umsjónarmað- ur kirkjunnar og réttarstjóri í Skrapatungurétt. Árið 1998 var happaár í lífi Ein- ars þegar Sonja G. Wium flytur til hans með tveimur ungum dætrum sínum. 8. október 2000 ganga þau í hjónaband. Einar reyndist þessum systrum einstaklega vel sem og hinum eldri börn- um og barnabörnum Sonju. Börnin eru í aldursröð: Sólveig Ruth, f. 20. ágúst 1972, Bjarni Guðmundur, f. 9. október 1973, Björn, f. 24. mars 1976, Páley Sonja, f. 23. júlí 1981, Jófríður Eva, f. 31. mars 1989 og Steinunn Agnes, f. 29. ágúst 1996. Faðir systkinanna og fyrrverandi eiginmaður Sonju er Ragnar P. Bjarnason, bóndi í Norðurhaga. Upp úr 2010 tekur heilsu Einars að hraka, parkinsons- veikin lætur á sér kræla og þar kemur að þau bregða búi. Selja jörðina og flytja til Blönduóss og kaupa íbúð á Smárabraut 12 árið 2011. Ein- ar og Sonja ferðuðust mikið um landið eftir að þau fluttu á Blönduós. Útför hans fer fram frá Blönduóskirkju í dag, 28. des- ember 2021, kl. 13. Vegna fjöldatakmarkana verða ein- ungis nánustu aðstandendur viðstaddir. Hægt verður að nálgast streymi frá athöfn á facebook-síðu Blönduóskirkju. Hlekkur á streymi: https://www.mbl.is/andlat Kynni okkar Einars hófust haustið 1972 er við settumst á skólabekk við Bændaskólann á Hólum. Vorum við báðir „vetr- ungar“ en það voru þeir kall- aðir sem komu til skólavistar með landspróf eða gagnfræða- próf og gátu útskrifast sem bú- fræðingar eftir eins vetrar nám, annars voru nemendur tvo vetur. Vetrungar voru þá sjö talsins en nemendur alls í eldri deild 20. Kennarar voru þá sex að skólastjóra meðtöld- um. Einar var hæglátur og fór ekki mikið fyrir honum, hann gat þó verið glettinn og gam- ansamur. Strax komu í ljós góðar gáfur hans og námshæfi- leikar og var hann jafnvígur á greinar og ávallt með góðar einkunnir. Það voru þrír sem náðu yfir 9 í meðaleinkunn við útskrift og dúxaði hann þrátt fyrir að vera lasinn í einhverj- um prófum, sem er mér minn- isstætt vegna þess að ég las upphátt fyrir hann við und- irbúning fyrir próf í einni grein. Að útskrift lokinni vorið 1973 fór allur hópurinn til Færeyja í skólaferðalag og dvöldum við á farfuglaheimili í Þórshöfn. Á rölti okkar um Þórshöfn sáum við auglýst ball daginn eftir hjá bindindisfélagi þar í bæ og ræddum við um að gaman væri nú að komast á ball í Færeyjum og var þó ekki frekar rætt um það. Við höfð- um orðið okkur úti um smá víndreitil og vorum ofurlítið kenndir, þar á meðal Einar. Daginn eftir kemur Einar hróðugur til okkar og veifar skírteini, hann er þá búinn að skrá sig félaga í bindindis- félaginu og félagsmenn máttu bjóða með sér gestum! Við fór- um og skemmtum okkur kon- unglega. Í Færeyjaferðinni var lent í Reykjavík og held ég að það hafi verið í fyrsta skipti sem Einar kom til Reykjavíkur. Atli Már herbergisfélagi Einars átti heima í Njarðvík og bauð hon- um með sér þangað og keyrði með hann vítt og breitt um Reykjanesið áður en Einar hélt heimleiðis í búskapinn. Einar var uppalinn á Neðri- Mýrum og bjó þar allan sinn starfsaldur eða á meðan heilsan leyfði, en síðustu árin bjó hann á Blönduósi með konu sinni. Einar og Sonja bjuggu góðu búi á Neðri-Mýrum, búið var ekki stórt en gaf vel af sér enda var hann natinn og góður bóndi. Áberandi var hve þrifa- lega var gengið um á búinu. Eftir að við útskrifuðumst vorum við svo í sambandi ann- að slagið. Einar var drengur góður og hringdi oftar í mig en ég í hann og töluðum við þá oft lengi saman. Síðan voru heim- sóknir á báða bóga. Sumarið 2018 fórum við Einar ásamt konum okkar í eftirminnilega jeppaferð fram á Laxárdal fremri eins langt og með góðu móti mátti komast á bíl, keyrð- um við áreyrarnar fram eftir. Einar var þá orðinn talsvert þjakaður af sjúkdómi þeim sem hrjáði hann síðustu árin. Við nutum þeirrar ferðar öll, þó held ég að Einar hafi notið þess sérstaklega að fara um þær slóðir sem hann þekkti svo vel og líklegast í síðasta sinn. Dáð- ist ég að því hve lipurlega hann keyrði gamla Landcruiserinn. Með þessum orðum kveð ég þig kæri vinur og reikna með að þú hafir orðið hvíldinni feg- inn eins illa og parkinson hafði leikið þig. Við Margrét vottum Sonju og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Kári Sveinsson. Einar G. Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.