Morgunblaðið - 28.12.2021, Side 25

Morgunblaðið - 28.12.2021, Side 25
Fjölskylda Eiginkona Ólafs er Kristín Sigfús- dóttir framhaldsskólakennari. Þau búa nú í Lundarhverfi á Akureyri. Foreldrar Kristínar voru hjónin Sig- fús A. Jóhannsson, f. 5.6. 1926, d. 2.8. 2007, bóndi og vörubílstjóri, og Sig- ríður Jóhannesdóttir, f. 10.6. 1926, d. 15.10. 2007, húsfreyja. Þau bjuggu alla tíð á Gunnarsstöðum í Þistilfirði. Synir Kristínar og Ólafs eru: 1) Oddur, f. 17.7. 1971 í Reykjavík, svæf- ingalæknir á Akureyri. Maki hans er Petra Halldórsdóttir hjúkrunarfræð- ingur. Fyrri maki Odds er Meredith Jane Cricco læknir, býr í Bandaríkj- unum, þau eiga tvo syni; 2) Sigfús, f. 20.5. 1974 á Akureyri, aðstoðar- framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu Castlelake. Hann starfar og býr í London, Englandi. Maki hans er Margrét Rúna Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur, þau eiga þrjú börn; 3) Lýður, f. 15.3. 1976 í Gauta- borg, skurðlæknir í Kaupmannahöfn. Sambýliskona hans er Pernille Kof- oed, f. 23.4. 1970. Fyrri eiginkona Lýðs er Rósa Hrönn Haraldsdóttir, f. 22.6. 1971, hjúkrunarnemi, þau eiga sex börn. Barnabörn Kristínar og Ólafs eru ellefu. Kristín og Ólaf- ur eignuðust andvana tvíburadætur 12.2. 1973. Systkini Ólafs eru Vífill, f. 10.12. 1937, verkfræðingur í Reykjavík, Ketill, f. 20.1. 1941, flugvirki í Garðabæ; Þengill, f. 24.5. 1944, læknir í Mosfellsbæ; Guðríður Steinunn, f. 11.3. 1948, lífeindafræð- ingur í Reykjavík; Jóhannes Vand- ill, f. 12.6. 1956, verktaki í Mosfells- bæ. Foreldrar Ólafs voru hjónin Oddur Ólafsson, f. 26.4. 1909, d. 18.1. 1990, yfirlæknir á Reykjalundi og alþingismaður, og Ragnheiður Jóhannesdóttir, f. 6.9. 1911, d. 23.2. 1996, húsmóðir og hárgreiðslu- meistari og rak stofuna Carmen um nokkurra ára skeið. Þau bjuggu lengst af á Reykjalundi. Ólafur Hergill Oddsson Vilborg Eiríksdóttir húsfreyja í Kotvogi, frá Litlalandi í Ölfusi Ketill Ketilsson útvegsbóndi í Kotvogi í Höfnum Ólafur Ketilsson útvegsbóndi á Kalmannstjörn Steinunn Oddsdóttir húsfreyja á Kalmannstjörn í Höfnum Oddur Ólafsson yfirlæknir á Reykjalundi, síðar alþingismaður Anna Vilhjálmsdóttir húsfreyja á Stað í Grindavík, síðar í Kanada Oddur Vigfús Gíslason prestur á Stað í Grindavík, síðar í Kanada Jóhann Tómasson prestur á Hesti í Andakíl Arnbjörg Jóhannesdóttir húsfreyja á Hesti Jóhannes Lárus Lynge Jóhannsson prestur á Kvennabrekku, síðar starfsmaður Orðabókar HÍ Guðríður Helgadóttir húsfreyja á Kvennabrekku í Miðdölum og síðar á Laugavegi 54b, Reykjavík Helgi Helgason bóndi í Syðri-Hraundal Guðný Hannesdóttir húsfreyja í Syðri-Hraundal á Mýrum Ætt Ólafs Hergils Oddssonar Ragnheiður Jóhannesdóttir hárgreiðslumeistari og húsfreyja á Reykjalundi í Mosfellssveit DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2021 Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes www.gaeludyr.is Ekki láta gæludýrið fara í jólaköttinn Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „LÍFSGÆÐAKAPPHLAUP Í FIMMTÁN ÁR, RÚNAR? HVER ÞRÁIR ÞAÐ?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að fá helling af knúsum. GRETTIR, ÞAÐ ER HÁTTATÍMI BARA FIMM MÍNÚTUR Í VIÐBÓT HÚSIÐ ÞARF VIÐHALD … HÚSNÆÐISLÁNIÐ Í VANSKILUM … OG ÞAÐ ERU HÚSDÝR UM ALLT HÚS! HELGA, ELSKAN MÍN, LÍTTU Á BJÖRTU HLIÐARNAR … DOKAÐU VIÐ OG ANDAÐU AÐ ÞÉR ILMI BLÓMANNA! GET ÞAÐ EKKI. MAUL „ÞORPSBÚARNIR HEIMTA ZOOM-FUND.“ Sigurlín Hermannsdóttir vinnur á Alþingi og sendi jólakveðju til samstarfsmanna: Strembið er þingið og starfsdagur grár stöðugt er höndlað með lögin til fjár. Og menn þurfa’ að vinna uns verða þau klár þá virðist mér fokið í skjólin. Munu þeir tala út allt þetta ár? Ætli þeir fundi um jólin? Landsmenn fá yfir sig alls konar spár ómíkron-stuðullinn verða mun hár. En þrátt fyrir kóvíd og kosningafár kærleiksrík höldum við jólin. Eftir þau kemur eitt óskrifað ár og upp á við mjakast loks sólin. Ég greip ljóðabók Sigurlínar, „Nágrannar, stuðlamál og stutt- sögur“, til að lesa nú yfir hátíð- irnar. Mér þykir það góð bók og eiga erindi. Hér er „Vetur hörfar“: Sinan hylur holt og móa hvergi nokkur litur upp þó taki alla snjóa ís í jörðu situr. Í viðjum bíður vorsins forði væntanlegur aftur. Undir köldu yfirborði ólgar líf og kraftur. Á næstu síðu eru „Vorboðar“: Máríerlu mæri, mín er vinan fínust. Hrossagaukur hressir hneggið kerlur eggjar. Stelk með rauða stilka á staur sá kátan gaurinn. Músarrindlar masa mest er samt af þresti. Hér gefur Sigurlín „Heilræði“: Þegar bjátar eitthvað á aldrei gráta skaltu láttu hlátur lyfta brá lyndi kátu haltu. Nú rifjast upp Kristján Fjalla- skáld: Við skulum ekki víla hót það varla léttir trega, og það er þó alltaf búningsbót að bera sig karlmannlega. Enn yrkir Kristján og ekki er ástandið gott! Á ævi minni er engin mynd, hjá austanvérum slyngum ég er eins og kláðakind í klóm á Húnvetningum. Benedikt Jóhannsson yrkir á Boðnarmiði: Gott er að slæpast og slugsa slakur um jól og vel um heilsuna hugsa í hægindastól. Gamall húsgangur í lokin: Auminginn hann afi minn attanbrattur kauði, pyngir hann í pokann sinn pundi af svartabrauði. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Upp á við mjakast sólin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.