Morgunblaðið - 28.12.2021, Qupperneq 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2021
England
Newcastle – Manchester United ............ 1:1
Staðan:
Manch. City 19 15 2 2 50:12 47
Liverpool 18 12 5 1 50:15 41
Chelsea 19 12 5 2 42:13 41
Arsenal 19 11 2 6 32:23 35
Tottenham 16 9 2 5 21:19 29
West Ham 18 8 4 6 30:24 28
Manch. Utd 17 8 4 5 27:25 28
Wolves 18 7 4 7 13:14 25
Brighton 17 5 8 4 16:17 23
Leicester 17 6 4 7 30:33 22
Aston Villa 18 7 1 10 24:28 22
Crystal Palace 18 4 8 6 24:27 20
Brentford 17 5 5 7 21:24 20
Southampton 18 4 8 6 19:28 20
Everton 17 5 4 8 21:29 19
Leeds 18 3 7 8 18:36 16
Watford 16 4 1 11 21:31 13
Burnley 15 1 8 6 14:21 11
Newcastle 19 1 8 10 19:42 11
Norwich 18 2 4 12 8:39 10
B-deild:
Derby – WBA ........................................... 1:0
QPR – Bournemouth................................ 0:1
Staða efstu liða:
Bournemouth 24 13 7 4 38:20 46
Fulham 23 13 6 4 51:19 45
Blackburn 23 12 6 5 41:27 42
WBA 24 11 8 5 30:18 41
Middlesbrough 24 10 6 8 27:23 36
Huddersfield 24 10 6 8 31:29 36
Belgía
Charleroi – OH Leuven........................... 0:3
- Rúnar Alex Rúnarsson varði mark Leu-
ven í leiknum.
4.$--3795.$
Þýskaland
RN Löwen – Hannover-Burgdorf ..... 25:31
- Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki fyrir Lö-
wen.
- Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari
Hannover-Burgdorf.
Füchse Berlín – Melsungen................ 28:29
- Elvar Örn Jónsson skoraði eitt mark fyr-
ir Melsungen, Alexander Petersson eitt en
Arnar Freyr Arnarsson ekkert.
Hamburg – Bergischer....................... 26:27
- Arnór Þór Gunnarsson skoraði 6 mörk
fyrir Bergischer.
B-deild:
Aue – Dessauer.................................... 34:26
- Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 6
mörk fyrir Aue en Sveinbjörn Pétursson
lék ekki með liðinu.
Danmörk
Kolding – Fredericia........................... 27:31
- Ágúst Elí Björgvinsson varði 10 skot í
marki Kolding, 31%, og skoraði eitt mark.
Svíþjóð
Bikar kvenna, undanúrslit, seinni leikur:
Kristianstad – Skara........................... 32:31
- Andrea Jacobsen skoraði 7 mörk fyrir
Kristianstad sem tapaði 58:63 samanlagt.
%$.62)0-#
Subway-deild karla
Þór Þ. – Grindavík................................ 91:95
Staðan:
Keflavík 10 9 1 897:814 18
Þór Þ. 11 8 3 1063:964 16
Grindavík 11 7 4 915:899 14
Tindastóll 10 6 4 852:868 12
Njarðvík 9 6 3 860:759 12
Valur 10 6 4 800:792 12
KR 10 5 5 907:920 10
Breiðablik 10 4 6 1049:1031 8
Stjarnan 9 4 5 779:766 8
ÍR 10 3 7 869:931 6
Vestri 10 2 8 796:871 4
Þór Ak. 10 0 10 738:910 0
1. deild karla
Skallagrímur – Höttur ....................... 79:109
Álftanes – Sindri................................... 90:87
Staðan:
Haukar 14 12 2 1452:1066 24
Álftanes 14 11 3 1321:1144 22
Höttur 12 10 2 1195:1008 20
Sindri 14 8 6 1274:1209 16
Selfoss 13 7 6 1114:1114 14
Fjölnir 13 7 6 1158:1192 14
Skallagrímur 15 5 10 1249:1328 10
Hrunamenn 14 4 10 1197:1363 8
Hamar 12 2 10 934:1112 4
ÍA 13 1 12 964:1322 2
Belgía/Holland
Den Helder – Landstede Hammers .. 77:74
- Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skor-
aði 15 stig, tók 10 fráköst og átti 2 stoðsend-
ingar á 34 mínútum með Landstede.
NBA-deildin
Miami – Orlando................................... 93:83
Cleveland – Toronto........................... 144:99
Washington – Philadelphia................ 96:117
Sacramento – Memphis ................... 102:127
Oklahoma City – New Orleans........ 117:112
San Antonio – Detroit ...................... 144:109
Chicago – Indiana............................. 113:105
LA Clippers – Denver...................... 100:103
4"5'*2)0-#
Systkini á unglingsaldri urðu fyrir
valinu sem karatefólk ársins 2021
hjá Karatesambandi Íslands. Það
eru þau Ronja Halldórsdóttir, 17
ára, og Hugi Halldórsson, 16 ára,
Hafnfirðingar sem keppa fyrir Ka-
ratefélag Reykjavíkur. Þau urðu
bæði bikarmeistarar fullorðinna á
árinu og Hugi varð jafnframt Norð-
urlandameistari unglinga í kumite.
Þá sigruðu þau bæði í fullorðins-
flokkum og unglingaflokkum á
Reykjavíkurleikunum í janúar 2021
og Ronja fékk brons á Norður-
landamóti unglinga.
Systkinin voru
best á árinu
Ljósmynd/kai.is
Systkinin Ronja og Hugi með verð-
launin frá Karatesambandinu.
Liverpool og egypska knattspyrnu-
sambandið hafa komist að sam-
komulagi um að Mohamed Salah
haldi til Kamerúns til þess að taka
þátt með Egyptum í Afríkumótinu í
knattspyrnu að loknum leik Liver-
pool gegn Chelsea 2. janúar. Allt út-
lit var fyrir að Salah myndi missa af
leiknum mikilvæga í toppbaráttu
ensku úrvalsdeildarinnar þar sem
flestir sem taka þátt í Afríkumótinu
verða farnir þegar leikurinn fer
fram. Sadio Mané og Naby Keita,
leikmenn Liverpool, fara einnig á
mótið með Senegal og Gíneu.
Salah nær að
spila í London
AFP
15 Mohamed Salah er markahæstur
allra í ensku úrvalsdeildinni.
HANDBOLTI
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Teitur Örn Einarsson hefur komið
sem stormsveipur inn í þýska hand-
boltann eftir að hafa gengið til liðs við
Flensburg frá sænska félaginu
Kristianstad fyrir rúmum tveimur
mánuðum. Teitur hefur smollið sem
flís við rass hjá þýska liðinu þar sem
hann leikur í stöðu hægri skyttu og
látið vel að sér kveða þegar kemur að
markaskorun og að gefa stoðsend-
ingar. Í þeim 11 leikjum sem Flens-
burg hefur spilað í 1. deildinni frá því
Teitur kom hafa níu þeirra unnist,
tveir endað með jafntefli og enginn
tapast og er liðið farið að gera sig
gildandi í toppbaráttunni.
Er tilkoma hans helsta ástæðan
fyrir þessu frábæra gengi?
„Það er erfitt að segja en það hjálp-
ar gríðarlega í handbolta að vera með
örvhentan leikmann í sínu liði. Lið
eru alltaf hálflöskuð þegar þau eru að
spila með þrjá rétthenta leikmenn
fyrir utan. Áður en ég kom voru allir
örvhentu leikmennirnir meiddir. Það
má alveg segja að ég hafi komið inn
sem mikilvægur leikmaður, að geta
verið þarna og kastað með vinstri.
Það var svolítið það sem þá vantaði;
einhver sem gæti kastað boltanum
með vinstri og ekki verið hálfheftir
alltaf í spilinu, að þurfa að spila með
þrjá rétthenta,“ sagði Teitur hógvær
í samtali við Morgunblaðið.
Félagaskiptin hentuðu bæði hinum
23 ára gamla Teiti og Flensburg afar
vel þar sem hann tók skrefið upp í
sterkari deild og liðið vantaði sárlega
örvhenta skyttu. Skiptin bar brátt að.
„Það var eitthvað búið að heyrast af
áhuga Flensburg fyrir tímabilið en
það var bara til þess að spyrja út í
mig og fá að vita hver ég væri. Það
voru engin önnur samskipti þá,“
sagði hann.
Fékk strax nýjan samning
„Hægriskyttan sem var að koma til
baka úr krossbandsslitum, það kom
eitthvert bakslag í hnéð á honum og
þá hringdu þeir í mig á miðvikudegi,
ég keyrði til Flensburg á laugardegi
og skrifaði undir á sunnudegi,“ út-
skýrði Teitur.
Upphaflega gerði hann skamm-
tímasamning út yfirstandandi tímabil
en vegna góðrar frammistöðu var
hann verðlaunaður með nýjum samn-
ingi sem rennur út sumarið 2024.
Teitur sagði framlenginguna til
marks um að ánægja ríkti með
frammistöðu hans til þessa. „Samn-
ingurinn sýnir að þjálfaranum og lið-
inu finnst ég meira en nógu góður til
þess að spila í þessari deild og passa
fullkomlega inn í liðið.“
Gífurlegur styrkleikamunur
Teitur segir skrefið úr sænsku úr-
valsdeildinni yfir í hina ógnarsterku
þýsku 1. deild stórt og mikið. „Það er
rosalegur munur á deildunum, bæði
hvað líkamlegan styrk leikmanna og
hæfileika varðar. Sænska deildin er
nær íslensku deildinni en þeirri
þýsku nokkurn tíma. Það er svaka-
legur munur, sérstaklega á breidd-
inni.
Það eru öll lið góð hér og maður
getur ekki mætt í neinn leik og geng-
ið að einhverju sem vísu. Ef maður er
ekki 100 prósent þá lendir maður
bara í veseni eins og við gerðum í Bal-
ingen. Þá vorum við að spila á móti
næstneðsta liðinu í deildinni og af því
að við vorum ekki 100 prósent lentum
við bara í veseni og gerðum jafntefli
við þá. Við töpuðum þar dýrmætum
stigum,“ sagði Teitur.
Hann þurfti þó ekki á neinum að-
lögunartíma að halda og hélt góðum
dampi úr sænsku deildinni yfir í þá
þýsku. Hvernig tókst Teiti að aðlag-
ast þýsku deildinni þetta fljótt? „Ég
veit það eiginlega ekki. Ég kom bara
og spilaði minn handbolta, ég var
ekkert að aðlaga mig einhverju held-
ur mætti ég bara og gerði það sem ég
veit að ég er góður í. Ég var ekkert að
reyna að flækja hlutina og gera ein-
hverjar gloríur.“
Með rosalega gott lið
Teitur er í íslenska landsliðinu sem
tekur þátt í EM í Ungverjalandi og
Slóvakíu í janúar á næsta ári. Hann
er spenntur fyrir mótinu og telur liðið
geta staðið sig vel. „Ég hef fulla trú á
liðinu og mér finnst við vera með
rosalega gott lið. Við eru með mjög
mikið af góðum leikmönnum. Ég þori
ekki að nefna einhver sæti eða eitt-
hvað svoleiðis en ég veit að fyrsta
markmiðið verður að lenda í fyrsta
sæti í riðlinum, það er ávallt mark-
miðið í byrjun.
Það er ofboðslega mikilvægt upp á
milliriðlana að gera, að vinna sinn rið-
il. Ég hugsa að það sé alveg gerlegt
fyrir okkur að vinna þennan riðil okk-
ar. Þetta verða þrír erfiðir leikir en
ég held að þetta sé gerlegt fyrir okk-
ur með þetta lið sem við erum með
núna,“ sagði Teitur.
Kynslóðaskiptunum lokið
Undanfarin ár hafa kynslóðaskipti
átt sér stað hjá íslenska landsliðinu
og árangurinn á síðustu stórmótum
verið dræmur. Nú teljast fjölmargir
leikmanna ekki lengur ungir og efni-
legir heldur vaxnir úr grasi og ein-
faldlega góðir leikmenn. Með því
eykst pressan á landsliðið að standa
sig vel þótt Teitur hafi ekki orðið var
við neina utanaðkomandi pressu. „Ég
get náttúrlega bara talað fyrir sjálfan
mig en mér finnst við ekki finna fyrir
neinni pressu nema frá okkur sjálfum
þegar kemur að því að standa okkur á
stórmótum.
Þessum kynslóðaskiptum er nú
eiginlega bara lokið og við erum allir
orðnir góðir handboltamenn. Það sést
ef maður horfir á liðin sem við erum
að spila í og hvað menn eru að gera í
þeim liðum, góðum liðum í góðum
deildum. Það er varla hægt að kalla
okkur einhverja krakka eða unglinga
lengur. Að mínu mati er það allavega
engin afsökun að við séum í ein-
hverjum kynslóðaskiptum. Við mun-
um setja okkur háleit markmið enda
stefnum við hátt,“ sagði Teitur að lok-
um við Morgunblaðið.
Allir orðnir
góðir hand-
boltamenn
- Teitur gerir það gott í Þýskalandi
- Hefur fulla trú á landsliðinu á EM
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fjölhæfur Teitur Örn Einarsson er einn af fimm örvhentum leikmönnum í
landsliðshópnum og gæti spilað hvort sem er sem skytta eða í horninu.
Grindvíkingar áttu frábæran enda-
sprett í gærkvöld þegar þeir sneru
blaðinu við og sigruðu Íslandsmeist-
ara Þórs á útivelli í Þorlákshöfn í úr-
valsdeild karla í körfuknattleik,
95:91.
Grindvíkingar styrktu þar með
stöðu sína í þriðja sætinu og eru nú
tveimur stigum á eftir Þórsurum,
sem hefðu náð Keflavík með sigri.
Þór var með tólf stiga forystu í
byrjun fjórða leikhluta en Grindvík-
ingar náðu að jafna um hann miðjan
og þriggja stiga körfur Ólafs Ólafs-
sonar og ísraelska bakvarðarins Na-
or Sharabani gerðu útslagið undir
lokin.
Sharabani skoraði 21 stig fyrir
Grindavík, Ólafur Ólafsson og Ivan
Aurrecoechea 20 hvor, en Aurre-
coechea tók auk þess 12 fráköst.
Danski framherjinn Daniel
Mortensen skoraði 32 stig fyrir Þór
og tók 9 fráköst, Glynn Watson skor-
aði 19 og Davíð Arnar Ágústsson
skoraði 18, öll með þriggja stiga
skotum þar sem hann var með 60
prósenta nýtingu.
Frábær lokasprettur Grind-
víkinga gegn meisturunum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Drjúgur Ólafur Ólafsson var Grindvíkingum mikilvægur í Þorlákshöfn.