Morgunblaðið - 28.12.2021, Síða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2021
Stigar og tröppur í mjög góðu úrvali
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Kate hertogaynja af Cambridge
kom kirkjugestum á óvart við jóla-
messu í Westminster Abbey þegar
hún lék á píanó í flutningi tónlistar-
mannsins Toms Walkers á nýju jóla-
lagi hans sem nefnist „For Those
Who Can’t Be Here“. Áður höfðu
þau á laun tekið lagið upp í stúdíói
og var þeirri upptöku deilt á twit-
terreikningi Kensington-hall-
arinnar um jólin og jafnframt sýnd
á sjónvarpsstöðinni ITV. Kate lærði
á píanó á sínum yngri árum. Walker
var hæstánægður með frammistöð-
una og sagði Kate hafa neglt þetta.
Kate kom á óvart með píanóleik sínum
Fjölhæf Kate hertogaynja af Cambridge.
Hinn áhrifamikli
bandaríski rit-
höfundur Joan
Didion er látin,
87 ára gömul.
Didion var fjöl-
hæfur, vinsæll og
virtur höfundur
en hvað mest
áhrif höfðu
greinaskrif
hennar seint á sjöunda áratugnum
og þeim áttunda, sem kennd hafa
verið við „nýja blaðamennsku“,
greinar um mannlíf og dægur-
menningu samtímans, til að mynda
hippamenninguna, og þá einkum í
Kaliforníuríki. Þekktustu greina-
söfn hennar frá þeim tíma eru
Slouching Towards Bethlehem
(1968) og The White Album (1979).
Skáldsögur Didion þóttu gagn-
rýnendum einnig slá nýjan tón í
bandarískum bókmenntum en
þekktastar eru Play It as It Lays og
A Book of Common Prayer.
Um langt skeið störfuðu Didion
og eiginmaður hennar, John Greg-
ory Dunne, saman að handrits-
skrifum fyrir kvikmyndir og þá
skrifaði hún einnig nokkrar bækur
um stjórnmál og átök í Bandaríkj-
unum og nágrannalöndum. Greina-
safnið Where I Was From (2003)
fjallar til dæmis um Kaliforníu,
Salvador (1983) um borgarastyrj-
öldina í El Salvador og Miami
(1987) um innflytjendur í Flórída.
The Year of Magical Thinking
(2005) fjallar um dauða eiginmanns
Didion og einkadóttur þeirra og
hreppti National Book Award.
Rithöfundurinn Joan Didion látin
Joan Didion
Drottningin sem kunni
allt nema … er bók
fyrir börn sem nálgast
skólaaldurinn og eru
búin að ná tökum á
flestu, nema kannski
því sem skiptir svo
miklu máli þegar mað-
ur byrjar í barnaskóla.
Frábærar teikningar
Ránar Flygenring eru í aðalhlutverki í bók-
inni, en texti Gunnars Helgasonar er líka
einkar lifandi og skemmtilegur. Skemmtun
fyrir börn og fullorðna, eins og allar góðar
barnabækur eiga að vera..
Lesið líka Kennarinn sem kveikti í eftir
Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og Bannað að
eyðileggja eftir Gunnar Helgason.
Barnabókin
Í ljóðasafni Þórdísar Helga-
dóttur, Tanntöku, kallast
fegurðin og ljótleikinn á.
Skáldið kafar ofan í hið lík-
amlega með hráum lýs-
ingum sem oftar en ekki
reynast magnaðar. Í Tann-
töku má finna vissa þroska-
sögu og sögu af fjölskyldu-
böndum og öðrum mann-
legum samböndum.
Ljóðin eru frumleg, stundum óhugnanleg og
veita lesandanum ákveðna mótstöðu en það
gerir þau bæði spennandi og áhrifarík.
Lesið líka Á asklimum ernir sitja eftir Matt-
hías Johannessen og Ég brotna 100% niður
eftir Eydísi Blöndal.
Ljóðabókin
Kristinn E. Andrésson var
einn áhrifamesti hliðvörður
íslenskrar menningar í ára-
tugi, vel studdur af Þóru
Vigfúsdóttur eiginkonu
sinni. Ævisaga þeirra
hjóna, Kristinn og Þóra -
Rauðir þræðir, eftir Rósu
Magnúsdóttur, er saga
þeirra og um leið íslenskrar
menningar frá fjórða og
fram á áttunda áratug síðustu aldar. Vel kem-
ur fram í bókinni hvernig trúin á bóndann í
Kreml litaði þeirra líf allt og starf.
Lesið líka IImreyr eftir Ólínu Kjerúlf Þor-
varðardóttur og Læknirinn í Englaverksmiðj-
unni eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur.
Ævisagan
Bækur ársins
Bókaútgáfa jókst milli ára og útgefendum fjölgaði. Pestarfár síð-
ustu tveggja ára kemur eðlilega víða við sögu, en einnig glíma
rithöfundar við stærstu mál samtímans, ekki síður en ólguna
sem geisar innra með okkur. Árni Matthíasson og Ragnheiður
Birgisdóttir stungu sér í bókaflóðið og veiddu upp þær bækur
sem þeim þótti skara fram úr að gæðum og frumleika.
Óskilamunir eftir Evu
Rún Snorradóttur er
verk sem liggur á mörk-
um skáldsögu og ör-
sagnasafns. Það hefur að
geyma frásagnir úr lífi
listakonu sem hefur ný-
lega gengið í gegnum
skilnað. Formið er frum-
legt og krefjandi; örsög-
ur, ljóð og ljósmyndir
mynda þéttriðið net
merkingar. Myndin sem dregin er upp er
brotakennd en þó tekst höfundinum að setja
fram sannfærandi heildarsýn. Eva Rún kem-
ur ótrúlega miklu fyrir í hverri sögu, ljóð-
rænn textinn er þéttur og uppfullur af áleitn-
um hugmyndum um ást, sorg og sársauka.
Lesið líka Merkingu eftir Fríðu Ísberg og
Guð leitar að Salóme eftir Júlíu Margréti Ein-
arsdóttur.
Skáldverkið
Bernardine Evaristo dreg-
ur upp áhrifamikla mynd af
stöðu þeldökkra í Bretlandi
í verki sínu Stúlka, kona,
annað. Sögur tólf persóna
fléttast saman og mynda
marglaga vef þar sem
vangaveltur um stétt, kyn-
þætti og kynhneigð koma
saman. Verkið dregur fram
þann margbreytileika sem
einkennir samfélag samtímans. Evaristo hlaut
Booker-verðlaunin fyrir verkið sem kom út í
vandaðri þýðingu Helgu Soffíu Einarsdóttur.
Lesið líka Nickel-strákana eftir Colson
Whitehead og Tsjernobyl-bænina eftir Svetl-
önu Aleksíevítsj.
Þýðingin
Birta, aðalpersóna skáldsög-
unnar Sterk eftir Margréti
Tryggvadóttur, er trans-
stúlka sem flyst til borg-
arinnar úr þorpinu til að geta
verið hún sjálf. Í húsinu sem
Birta býr í er mikið rennerí af
öðrum leigjendum og hún
kemst á snoðir um að ekki er
allt með felldu. Myndin sem
Margrét gefur af Birtu er
ekki síst trúverðug fyrir það hvernig hún hafn-
ar staðalímyndum – transkonur og -karlar eru
nefnilega alls konar.
Lesið líka Mister EinSam eftir Ragnheiði
Eyjólfsdóttur og Eldinn eftir Hjalta Hall-
dórsson.
Ungmennabókin
Eins og viðeigandi verður
að teljast þegar norræn
glæpasaga er annars vegar
eru myrkur og kuldi í stóru
hlutverki í Þú sérð mig ekki
eftir Evu Björgu Ægisdótt-
ur. Bókin hefst þar sem
meðlimir auðugrar fjöl-
skyldu safnast saman í hót-
eli á Snæfellsnesi í illviðri
og myrkri allir með sín
leyndarmál. Bókin er einkar vel skrifuð og
kemur lesandanum á óvart hvað eftir annað.
Lögregluteymið úr fyrri bókum Evu birtist en
þetta er saga um glæp, frekar en rannsókn.
Lesið líka Launsátur eftir Jónínu Leósdótt-
ur og Náhvíta jörð eftir Lilju Sigurðardóttur.
Glæpasagan
Lóa Hlín Hjálmtýs-
dóttir setti sér það
markmið að teikna
eina mynd á dag
allt árið 2020. Það
tókst og úr varð hin
dásamlega litríka
bók Dæs. Lóu óraði
auðvitað ekki fyrir
því að árið 2020
yrði eins og það varð og úr varð skemmtileg
heimild um lífið á þessu viðburðaríka og á
sama tíma viðburðalitla ári. Húmor og alvara
takast á í þessu myndasögusafni þar sem
myndlistin og bókmenntirnar mætast.
Lesið líka Stríð og klið eftir Sverri Norland
og Erindi: Póetík í Reykjavík, safn hugleið-
inga eftir fjórtán höfunda.
Pælingin
Bókmenntafræðingurinn
Guðni Elísson stígur hinum
megin borðs og gengur í lið
rithöfunda með fyrstu
skáldsögu sinni Ljósgildr-
unni. Bókin er mikil að
vöxtum, 800 síður, en mætti
eiginlega ekki vera styttri,
svo mikið er undir. Í bók-
inni leikur Guðni sér með
bókmenntahefðina með til-
vísunum í samtíma- og stjórnmálasögu, sem
oft eru meinlega fyndnar. Margir hafa fundið
sjálfa sig í bókinni, en hún er um okkur öll.
Lesið líka Þegar fennir í sporin eftir Stein-
dór Ívarsson og Að telja upp í milljón eftir
Önnu Hafþórsdóttur.
Frumraunin
Fjölmargar bækur hafa
verið skrifaðar um morðið á
Natani Ketilssyni á Illuga-
stöðum árið 1828, ort hafa
um það ljóð og sungnir
textar. Það er þó ekki fyrr
en nú með bók Þórunnar
Jörlu Valdimarsdóttur,
Bærinn brennur, sem rýnt
er í frumgögn málsins,
rannsókarskýrslur og yfirheyrslur, en ekki
byggt á munnmælum. Fyrir vikið gefur bókin
nýja sýn á það sem fram fór og dregur upp
trúverðuga mynd af ógæfufólkinu og fórnar-
lömbum þess. Lýsingarnar á aðförunum eru
hrottalegar og ekki síður lýsing grimmilegs
samfélags þar sem líf fátæklings var lítils virði.
Lesið líka bókin um Kristínu Þorkelsdóttur
eftir Birnu Geirfinnsdóttur og Bryndísi Björg-
vinsdóttur og Skáldkona gengur laus eftir
Guðrúnu Ingólfsdóttur.
Fræðiritið