Morgunblaðið - 28.12.2021, Qupperneq 32
Þrátt fyrir samkomutakmarkanir á tímum heimsfarald-
urs hefur nýjasta Spider-Man-myndin þegar sett nýtt
met í fjölda seldra miða á heimsvísu. Spider-Man: No
Way Home var frumsýnd 13. desember og nú þegar
hafa miðar verið seldir fyrir rúman milljarð bandaríkja-
dala. Samkvæmt frétt BBC er þetta fyrsta kvikmyndin
eftir að heimsfaraldurinn braust út þar sem miðasala
fer yfir milljarð dala. Samkvæmt útreikningum Com-
score gerðist það síðast árið 2019 með myndina Star
Wars: The Rise of Skywalker.
Metfjöldi miða seldur á Spider-Man
fór í hana og festist í henni,“ segir
hann. „Þegar ég var ungur voru
ferðalögin skemmtilegust. Við fórum
víða um Vestfirðina og komum hing-
að suður. Um miðjan áttunda áratug-
inn spiluðum við í Ýri til dæmis oft í
Klúbbnum í Reykjavík.“
Á þessum árum hljóðritaði Ýr
plötu í New York og þar komst
Reynir næst Bítlunum. „Eitt lagið á
plötunni, „Kanínan“, sló svolítið í
gegn og Stebbi Hilmars og Sálin
hans Jóns míns gerðu það enn vin-
sælla. „Þetta var „hittari“ á sínum
tíma, lifði lengi og enn heyrist það í
útvarpinu auk þess sem við tökum
það reglulega.“
Böndin hafa verið misjöfn og höfð-
að til ólíkra aldurshópa. Reynir segir
að þegar hann var í Saga Class hafi
þeir þurft að laga tónlistina að eldra
fólki en áður. „Allt í einu rann upp sá
dagur að við vorum orðnir elstir í
húsinu, enginn vildi lengur heyra
gömludansalögin og við vildum held-
ur ekki spila þau.“
Reynir segir að spilamennskan
hafi verið slitrótt á covid-tímum og
enginn lifi á tónlist um þessar mund-
ir. Hann eigi mörg lög í kistunni og
gefist ekki upp þótt á móti blási. „Ég
þurfti að koma þesari plötu út og til-
fellið er að þegar maður er kominn af
stað er þetta ekkert mál.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Reynir Guðmundsson frá Ísafirði
hefur komið víða við í tónlistinni frá
1965, spilað og sungið á mörgum
plötum en gaf nýverið út sína fyrstu
sólóplötu, Reyni. „Ég hef verið lengi
að og þurfti að koma plötu frá mér,“
segir hann.
Eftir að Bítlarnir skutust fram á
sjónarsviðið spruttu upp bönd í öll-
um heimshornum. Líka á Ísafirði.
„Um fermingaraldurinn vissi ég
hvað ég vildi verða, en ég varð samt
aldrei alveg eins frægur og Bítl-
arnir,“ rifjar Reynir upp. „Spýtu-
byssurnar voru lagðar til hliðar og
þeim jafnvel hent eftir að gítarinn
tók öll völd,“ heldur hann áfram. Erf-
itt hafi verið að manna hljómsveit og
enn erfiðara að fylla í skarðið, þegar
einhver heltist úr lestinni. Þetta hafi
samt allt hafst á vestfirsku þrjósk-
unni og nú sé hann fær í flestan sjó.
Með átta lög af níu
Níu lög eru á plötunni og þar af
átta lög og textar eftir Reyni en Þór-
ir Úlfarsson samdi eitt lagið við texta
Stefáns Hilmarssonar. Á meðal
undirleikara eru Gunnlaugur Briem
trommari, Pétur Valgarð Pétursson
gítarleikari og Þórir Úlfarsson
hljómborðsleikari með meiru en
hann sá auk þess um hljóðblöndun.
Hljóðjöfnun fór fram í hljóðveri Sig-
urdórs Guðmundssonar í Kaup-
mannahöfn og útgefandi er hljóm-
plötuútgáfan Zonet, sem á 20 ára
afmæli um þessar mundir.
Ferill Reynis byrjaði með Rúnari
Þór Péturssyni og fleirum í skóla-
hljómsveitinni Skippers 1965 og
fljótlega lá leiðin í rokksveitina Ýri,
forvera Grafíkur. Lengst af var hann
í Saga Class, húsbandi Hótels Sögu,
frá 1993 til 2010, en fyrir nokkrum
árum tóku skólafélagarnir á Ísafirði
upp gamla þráðinn og hafa spilað
saman í bandinu Trap. „Við erum
bara að leika okkur, komum saman
til þess að halda okkur við,“ segir
Reynir.
Tónlistin virkar sem segull á
marga og þar á meðal á Reyni. „Ég
Spýtubyssur viku
fyrir tónlistinni
- Reynir Guðmundsson sendir frá sér fyrstu sólóplötuna
Tónlist Reynir Guðmundsson hefur sent frá sér sólóplötu.
ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 362. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
„Þessum kynslóðaskiptum er nú eiginlega bara lokið
og við erum allir orðnir góðir handboltamenn. Það er
varla hægt að kalla okkur einhverja krakka eða ung-
linga lengur. Við munum setja okkur háleit markmið
enda stefnum við hátt,“ sagði Teitur Örn Einarsson,
landsliðsmaður í handbolta, um möguleika Íslands á
EM í janúar. »26
Munum setja okkur háleit markmið
ÍÞRÓTTIR MENNING