Morgunblaðið - 29.12.2021, Side 1
Björgunarsveitir lögðu lögreglu til fjölmennt lið í gær, þegar
leitað var að illa áttuðum og fáklæddum manni í Elliðaárdal. Á
myndinni sjást þrír af þeim rúmlega hundrað björgunarsveit-
armönnum sem leituðu mannsins, sem fannst heill á húfi um
kvöldið. Fyrir norðan voru björgunarsveitir kallaðar út vegna
vonskuveðurs sem skall á síðdegis í gær. Fjöldi bíla fór út af
veginum innst í Öxnadal en engar fregnir bárust af slysum á
fólki. Á sama tíma hófu sveitirnar árlega flugeldasölu sína um
land allt, en síðustu daga hafa sjálfboðaliðar flokkað vörur og
sett upp sölustaði sem verða opnir frá morgni til kvölds. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Annasamur dagur
hjá björgunarsveitum
víða um landið
M I Ð V I K U D A G U R 2 9. D E S E M B E R 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 305. tölublað . 109. árgangur .
SYKURMAGN
MINNKAÐ
UMTALSVERT
SKRIFA MJÖG
NÚTÍMALEGA
TÓNLIST
MIKIL BREYTING
AÐ FARA BEINT
HÉÐAN TIL ÍTALÍU
STEINGRÍMUR ROHLOFF 24 BRYNJAR INGI 23VIÐSKIPTAMOGGINN
Tvö hundruð sex-
tíu og níu nýir fé-
lagar hafa bæst
við það sem af er
ári í höfundar-
réttarsamtökin
STEF að sögn
Guðrúnar Bjark-
ar Bjarnadóttur,
framkvæmda-
stjóra samtak-
anna.
Hún segir fjölgunina bera vitni
um mikla grósku á tónlistarsviðinu.
„Ungt fólk er að skila sér til okkar,“
segir Guðrún í samtali við Viðskipta-
Moggann.
Tekjurnar 100 milljónir
Í samtalinu kemur einnig fram að
tekjur íslenskra tónlistarmanna af
streymisveitum meira en tvöföld-
uðust á árinu sem nú er að líða.
Tekjurnar námu rúmum 97 millj-
ónum króna fyrstu ellefu mánuði
ársins en allt árið í fyrra voru þær
tæpar 44 milljónir.
Guðrún segir að um sé að ræða
greiðslur til lagahöfunda en tekjur
til flytjenda og útgefenda séu ekki
inni í þessum tölum. „Ef þú ert eigin
útgefandi og flytjandi líka færðu
greitt fyrir sama streymi annars
staðar frá. Sú greiðsla kemur ekki í
gegnum höfundarréttarsamtök,
heldur beint frá útgefanda sem fær
tekjurnar í gegnum sinn miðlara eða
dreifingaraðila,“ útskýrir Guðrún.
Fái stærri sneið
Að hennar sögn rennur um ein
króna af hverju streymi til íslenskra
tónlistarmanna. Af því fá útgefendur
og flytjendur 55%. „Það er mín skoð-
un að lagahöfundar eigi að fá stærri
sneið af kökunni.“
Hundruð nýrra
félaga hjá STEFi
- Streymistekjur tvöfölduðust á árinu
Guðrún Björk
Bjarnadóttir
Ari Páll Karlsson
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
er með til athugunar breytingar á
leiðbeiningum um einangrun og
sóttkví vegna Covid-19, með hliðsjón
af nýjum leiðbeiningum sóttvarna-
stofnunar Bandaríkjanna um að
stytta einangrun einkennalausra
smitaðra einstaklinga úr tíu dögum í
fimm og viðhafa grímuskyldu í fimm
daga eftir það.
Víðir Reynisson, yfirlögreglu-
þjónn almannavarna, segir í samtali
við Morgunblaðið að gert sé ráð fyrir
að þessari vinnu ljúki í síðasta lagi í
dag.
Spurður hvort það sé hætt við því
að faraldurinn fari úr böndunum ef
einangrunartími verður styttur og
fólki falin sú ábyrgð í staðinn að bera
grímu í kringum annað fólk, segir
Víðir: „Ef það verður metið þannig
þá munum við ekki gera þetta, en
sóttvarnastofnun Bandaríkjanna er
með gríðarlegan fjölda sérfræðinga
og mikla hópa sem þeir geta rann-
sakað. Hingað til hafa gögn þeirra
reynst okkur nokkuð góð og við höf-
um farið eftir þeirra mati í mörgum
tilfellum.“
Landspítalinn var færður á neyð-
arstig í gær og segir Víðir þá ákvörð-
un hafa breytt stöðunni. „Þannig að
við verðum að taka tillit til þess í
okkar vinnu.“
Margir að hringja
í göngudeild
Sóttvarnalæknir bað fólk í gær um
að hætta að hringja í göngudeild Co-
vid-19 til að fá fram styttingu ein-
angrunar, fyrr en sjö dagar væru
liðnir af henni. Samkvæmt núgild-
andi reglugerð er heimilt að stytta
eða lengja einangrun með mati
lækna á göngudeild Covid-19.
Willum Þór Þórsson heilbrigðis-
ráðherra sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að til greina kæmi að
stytta einangrun einkennalausra,
gæfi slíkt góða raun í Bandaríkjun-
um. Það yrði þó gert í samráði við
sóttvarnalækni. »4 og 11
Niðurstaða um styttingu
einangrunar á að fást í dag
- Til skoðunar að stytta einangrun eins og í Bandaríkjunum
Morgunblaðið/Eggert
Beðið Fjöldi smita hefur greinst
eftir skimanir undanfarna daga.