Morgunblaðið - 29.12.2021, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2021
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Karítas Ríkharðsdóttir
karitas@mbl.is
Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinn-
ar var samþykkt í gær. Þá lauk
sömuleiðis atkvæðagreiðslu eftir
aðra umræðu um svokallaðan band-
orm, vegna fjárlaga ársins 2022. Al-
þingi er nú komið í hlé fram til 17.
janúar.
„Allir vinna“ framlengt
Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar-
innar fyrir næsta ár var samþykkt á
Alþingi í gær með 32 atkvæðum en
21 þingmaður greiddi ekki atkvæði
og voru 10 fjarstaddir. Meðal þeirra
sem voru fjarstaddir voru Áslaug
Arna Sigurbjörnsdóttir og Þórdís
Kolbrún R. Gylfadóttir en þær
greindust báðar með Covid-19 í gær.
Auk þeirra er Bjarni Benediktsson
smitaður en hann greindist á mánu-
daginn.
Atkvæðagreiðslu eftir aðra um-
ræðu um bandorminn lauk einnig í
gær eins og áður sagði, en bandorm-
ur er frumvarp sem hefur að geyma
ýmsar breytingar á lögum sem kall-
ast á við fjárlög, ýmsar upphæðir og/
eða hlutföll, undanþágur á borð við
„Allir vinna“-átakið, vörugjöld, gjöld
af áfengi og tóbaki og svo framvegis.
Atkvæðagreiðsla tók á aðra klukku-
stund og fjölmargar breytingatillög-
ur voru teknar fyrir.
Átakið „Allir vinna“, þar sem virð-
isaukaskattur af ýmiss konar iðnað-
arvinnu við heimili er endurgreiddur
að fullu, var framlengt í breyttri
mynd. Tillögu Ástu Lóu Þórsdóttur,
þingmanns Flokks fólksins, um
framlengingu átaksins í óbreyttri
mynd var hafnað. Þá sátu þingmenn
Pírata hjá í atkvæðagreiðslu um mál-
ið og sagði Þórhildur Sunna Ævars-
dóttir, varaformaður þingflokks Pí-
rata, það óþarft og kosta mikið.
Tillaga minnihlutans felld
Tillaga um hækkun sóknargjalda
til safnaða þjóðkirkjunnar var sam-
þykkt. Ásamt stjórnarflokkunum
studdu þingmenn Miðflokksins til-
löguna.
Þá var tillögu minnihlutans um
tæplega tvöföldun á fjárhæð frítekju-
marks vegna atvinnutekna örorkulíf-
eyrisþega miðað við tillögu meiri-
hlutans hafnað. Að baki tillögunni
stóðu þingmenn Samfylkingar, Við-
reisnar, Flokks fólksins og Pírata.
Fjárlagafrumvarp samþykkt
- Hlé gert á störfum - Þrír ráðherrar smitaðir af Covid-19 - Píratar segja átakið
„Allir vinna“ óþarft - Sóknargjöld hækkuð - Miðflokkurinn studdi ríkisstjórnina
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Salur Alþingi er nú komið í frí eftir
að hafa samþykkt frumvarpið.
Umbúðagámar Terra fyrir pappa, plastumbúðir
og jólapappír á völdum stöðvum Orkunnar voru
allir orðnir yfirfullir stuttu eftir hádegi á jóla-
dag og hafa verið tæmdir nokkrum sinnum á
dag. Myndin er tekin á móttökustöð Sorpu í
Seljahverfi þar sem margir komu við í gær til að
losa sig við það sem fellur til á jólunum. Hægt er
að skila ruslinu einnig til endurvinnslu á fjórum
stöðvum Orkunnar fram til dagsins í dag.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Endurvinnslugámar fyllast af jólapappír eftir jólin
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Líkur eru á rysjóttu veðri á gaml-
ársdag og mátulega góðu flugelda-
veðri, ef þannig má að orði komast.
Þetta segir Einar
Sveinbjörnsson
veðurfræðingur.
Norðaustlægar
áttir hafa verið
ríkjandi á landinu
síðustu daga en
vindur ætti að
ganga niður á
gamlársdag. Þeg-
ar nýtt ár gengur
í garð verður
stekkingur af
austri víða um landið og á höfuð-
borgarsvæðinu gæti vindstyrkur
verið um 5 m/sek.
„Norðaustanáttin gengur niður og
ekki eru horfur á éljum sem heitið
getur um norðan- og austanvert
landið. Eftir því sem líður á gaml-
ársdag léttir til með hægum vindi.
Sums staðar verður strekkingur um
kvöldið, en áfram þurrt,“ segir Ein-
ar sem bætir við að veðurspár hafi
breyst hratt síðustu sólarhringa.
Nokkuð djúp lægð nálgast landið
úr suðri á gamlársdag. SV-lands
hlánar síðdegis með austan-
strekkingi, svo snjóar um miðjan
daginn, en síðar rignir. Rigningin
verður þó ekki samfelld og á nýárs-
nótt ætti að hafa stytt upp og hiti
verður þá sennilega kominn í plús.
Mögulega rigning á nýársnótt
„Mögulega verður á höfuðborgar-
svæðinu einhver rigning á fyrstu
klukkustundum nýja ársins. Svipuð
veðrátta verður á Suðurlandi og
austur á bóginn, sem er þó for-
smekkur að umskiptum á nýársdag
þegar hlánar víða um landið,“ segir
Einar Sveinbjörnsson.
Umskipti í veðri um áramót
- Flugeldaveður tvísýnt - Strekkingur og lægð nálgast
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Flugeldar Ljós á himni leiftra skær.
Einar
Sveinbjörnsson
Gærdagurinn var annasamur hjá
björgunarsveitum vegna vonsku-
veðurs á Norðurlandi.
Sveitir voru kallaðar út um
klukkan eitt í gær á Siglufirði og
aðstoðuðu ökumenn innanbæjar
vegna ófærðar og snjóþunga. Þá
þurfti síðdegis í gær að loka þjóð-
veginum um Mývatns- og Möðru-
dalsöræfi.
Björgunarsveitin á Akureyri að-
stoðaði ökumenn sem höfðu verið í
vanda vegna ófærðar innst í Öxna-
dal í gær. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins höfðu að minnsta
kosti átta bílar farið út af veginum
á svæðinu í gær. Ekki er vitað um
nein slys á fólki.
Vegagerðin tilkynnti í gærkvöldi
að búið væri að loka Öxnadalsheiði,
Siglufjarðarvegi um Almenninga,
veginum um Hófaskarð og Fjarðar-
heiði. Búist var við að hægt yrði að
opna vegina árdegis í dag.
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Snjór Öxnadalsheiði varð ófær
mörgum eftir að veðrið skall á.
Átta lentu
utan vegar
- Lokuðu þjóðvegum
Brugðið getur til beggja vona hvað
varðar nýtt eldgos á Reykjanes-
skaga. Þorvaldur Þórðarson eld-
fjallafræðingur segir gögnin ekki
geta sagt af eða á að svo stöddu um
það hvort kvika sé á leiðinni upp á
yfirborðið eða hvort dragi úr virkni á
svæðinu. Þá segir hann mikla vinnu
fram undan við undirbúning for-
virkra aðgerðaáætlana á svæðinu.
„Við virðumst vera á krítískum
punkti eins og stendur. Hvort
skjálftavirknin og breytingar á af-
löguninni séu merki um að það sé að
draga úr þessu eða að kvikan sé
grynnra og á leiðinni upp á yfirborð-
ið. Gögnin segja í raun ekki af eða á
með það, eins og stendur hið
minnsta.“ Stærsti skjálfti gærdags-
ins mældist 3,9 að stærð og varð
skammt vestur af Kleifarvatni.
Óvíst hvort
gjósi á Reykja-
nesskaga