Morgunblaðið - 29.12.2021, Blaðsíða 4
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2021
Það hefur sýnt sig að íslenska þjóðin stendur
saman, sýnir stuðning og samhug
eftir bestu getu.
Hægt er að leggja framlög inn á reikning
nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119
S. 551 4349, 897 0044, maedur@simnet.is
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur
JÓLASÖFNUN
Ari Páll Karlsson
ari@mbl.is
Sóttvarnalæknir skoðar nú breyting-
ar á leiðbeiningum um einangrun og
sóttkví vegna Covid-19 með hliðsjón
af nýjum leiðbeiningum sóttvarna-
stofnunar Bandaríkjanna frá 27. des-
ember sl. um að stytta einangrun úr
tíu dögum í fimm og viðhafa grímu-
skyldu í fimm daga eftir það.
Willum Þór
Þórsson heil-
brigðisráðherra
segir koma til
greina að stytta
einangrun ein-
kennalausra, gefi
slíkt góða raun í
Bandaríkjunum.
Slíkt verði skoðað
í samráði við sótt-
varnalækni.
- Kæmi þetta til
umræðu hér gefi þetta góða raun
vestanhafs?
„Já, já, ég held að við verðum að
skoða þetta bara í samráði við sótt-
varnalækni og við erum auðvitað bú-
in að vera aðeins að ræða þetta,“ seg-
ir Willum í samtali við mbl.is.
„Þetta er auðvitað mikil skerðing
og það þarf einhvern veginn að meta
þetta, hver áhættan af því er að
fækka dögunum.“ Einangruninni hér
á landi var nýverið breytt í tíu daga
fyrir alla sem greinast smitaðir en áð-
ur gátu einkennalausir losnað eftir
sjö daga. Willum segir það hafa verið
gert til einföldunar. „Þetta er ekki al-
veg einfalt varðandi einkenni og
hvernig fólk er að smita.“ Einangr-
unin hafi verið allt frá sjö og upp í 14
daga eftir einkennastöðu fólks, slíkt
hafi reynst flókið. Hann segir það
hafi verið einfaldað niður í eina reglu:
Tíu daga einangrun með möguleika á
að losna fyrr.
Metfjöldi smita
Alls greindust 836 smit innanlands
í fyrradag og 57 á landamærum.
Bæði mun vera metfjöldi. Um fimm
þúsund manns eru nú í einangrun
vegna Covid-19 og yfir sjö þúsund í
sóttkví.
Hópsmit á hjartadeild Landspítala
leiddi til þess að sex bættust við í hóp
þeirra sem liggja inni auk eins sem
greindist á Landakoti. Útbreiðsla
veirunnar meðal starfsmanna er talin
halda yfir 100 manns frá störfum og
var neyðarstigi lýst yfir á spítalanum
í gær. Þríeykið heldur upplýsinga-
fund vegna stöðunnar kl. 11 í dag.
Til skoðunar að
stytta einangrunina
- Landspítali á neyðarstigi - Upplýsingafundur í dag
206
836
212432
90% landsmanna 12 ára
og eldri eru fullbólusettir
287.971 einstaklingur
hefur fengið
að minnsta kosti einn skammt
Heimild: LSH og covid.is
154
836 ný innan-
landssmit
greindust sl. sólarhring
Staðfest smit 7 daga meðaltal
Fjöldi innlagðra sjúklinga á LSHmeð staðfest Covid-19 smit
4.995 erumeð virkt smit
og í einangrun
7.060 einstaklingar
eru í sóttkví
21 einstaklingur er á sjúkrahúsi,
þar af fjórir á gjörgæslu, þrír í öndunarvél
júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des.
Fjöldi innanlandssmita og innlagna
á LSHmeðCovid-19 frá 1. júlí
800
700
600
500
400
300
200
100
0
Willum Þór
Þórsson
Urður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
Ár er í dag liðið frá því að bólusetn-
ing við Covid-19 hófst hér á landi
með skipulögðum hætti. Fyrstu
skammtarnir voru gefnir 29. desem-
ber 2020 en daginn áður kom sending
til landsins með viðhöfn að við-
stöddum heilbrigðisráðherra, þríeyk-
inu svonefnda og fleirum.
„Fyrir komu fyrstu sendingar-
innar var jafnvel talað um að þetta
kæmi bara allt í einni sendingu og að
nánast allir yrðu bólusettir á nokkr-
um dögum og þar með væri þetta
bara búið,“ segir Júlía Rós Atladótt-
ir, framkvæmdastjóri Distica, sem
hefur annast flutning bóluefnanna til
landsins.
„Að það sé verið að bólusetja fólk
með þriðja skammti, háu smittöl-
urnar og ný afbrigði er eitthvað sem
við bjuggumst ekki við,“ segir Júlía í
samtali við mbl.is en samkvæmt töl-
um á covid.is hafa alls 714.337
skammtar verið gefnir hér á landi.
Hún segir að 28. desember árið
2020 hafi verið magnaður dagur en
þá bárust 10.000 skammtar af bólu-
efni frá Pfizer.
„Framleiðslan gekk hægar en von-
ir stóðu til og svo náttúrlega var ver-
ið að dreifa þessu um allan heim,“
segir Júlía og bætir við að fram-
leiðslan gangi mun hraðar fyrir sig
nú. Þá sé birgðastaða hér góð.
Sendingar í hverri viku
Hún segir að nánast í hverri viku
allt þetta ár hafi verið að berast send-
ingar af bóluefni og Distica verið að
dreifa bóluefni nánast í hverri viku.
Hún segir að enn berist sendingar
af bóluefni og enn sé verið að dreifa
bóluefni fyrir þriðja skammtinn. Þá
eru bólusetningar barna eldri en
fimm ára að hefjast eftir áramót.
„Við höfum einnig verið að flytja
út bóluefni,“ segir Júlía og vísar í orð
fyrrverandi heilbrigðisráðherra,
Svandísar Svavarsdóttur, um að fyr-
ir ári var búið að tryggja lands-
mönnum mun meira bóluefni en
nauðsyn var á og að það sem yrði
umfram yrði gefið til ríkja sem
þyrftu á því að halda.
„Við erum búin að flytja út 100
þúsund skammta til Taílands. Það
hefur gengið ágætlega en almennt er
Distica ekki í því að flytja út lyf og
var þetta því áskorun fyrir okkur,“
segir hún og bætir við að verkefnið
hafi verið unnið í samstarfi við World
Courier sem annast flutninga á lyfj-
um.
Búið að gefa 714 þúsund skammta
- Bólusetning við Covid-19 hófst hér á landi fyrir réttu ári - Átti að vera búið á nokkrum dögum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Bóluefni Þríeykið ásamt Rögnvaldi Ólafssyni við fyrsta skammt bóluefna
sem kom til landsins 28. desember í fyrra og byrjað var að gefa 29. des.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Vegna sóttvarnareglna í landinu
verður orðuveiting forseta Íslands á
nýársdag með sama sniði og um
síðustu áramót.
Orðuveiting verður á Bessastöð-
um á nýársdag og hefst hún kl. 13,
upplýsir Sif Gunnarsdóttir forseta-
ritari. Sérstök athöfn verður fyrir
hvern orðuþega og mun sá síðasti
mæta kl. 16:30. Í kjölfarið verður
listi yfir fólkið sem sæmt er fálka-
orðu birtur á vef forsetaembættis-
ins ásamt myndum. Á nýársdag í
fyrra sæmdi forseti 14 Íslendinga
heiðursmerki hinnar íslensku fálka-
orðu.
Hinn 17. júní 2020 og 2021 voru
14 Íslendingar sæmdir fálkaorðunni
í hvort skipti. Þær athafnir fóru
fram með venjubundnum hætti, þ.e.
orðuhafarnir voru viðstaddir sam-
tímis og hóparnir myndaðir saman
með forsetahjónunum, Guðna Th.
Jóhannessyni og Elizu Reid.
Ríkisráð á samkvæmt venju að
koma saman á gamlársdag en fund-
artíminn er ekki staðfestur ennþá,
segir Sif. Smit hafa sem kunnugt er
komið upp í ráðherrahópnum á
undanförnum dögum. Ríkisráð er
skipað ráðherrum og forseta Ís-
lands, sem jafnframt stýrir fundum
þess. Í ráðinu eru lög og aðrar mik-
ilvægar stjórnarráðstafanir bornar
upp við forseta til staðfestingar.
Hin hefðbundna nýársmóttaka
forseta Íslands, sem jafnan hefur
verið á fyrsta degi ársins, fellur
niður líkt og í fyrra.
Morgunblaðið/Eggert
Bessastaðir Dagskrá verður óhefðbundin á forsetasetrinu um þessi áramót.
Orðuþegarnir
mæta einn í einu
- Óvenjulegur nýársdagur á Bessa-
stöðum - Móttaka forseta fellur niður
Séra Agnes M. Sigurðardóttir,
biskup Íslands, hefur tekið þá
ákvörðun að allt helgihald í
kirkjum landsins um áramótin,
sem og öðrum stöðum, verði fellt
niður í ljósi hinnar hröðu út-
breiðslu veirunnar og vaxandi
fjölda smitaðra.
Frá þessu er greint í frétt á vef
þjóðkirkjunnar.
Biskup bendir fólki á að huga að
streymi frá sóknarkirkjum sem og
helgihaldi sem verður útvarpað á
Rás 1 um áramót. Um er að ræða
messur í Hallgrímskirkju, Dóm-
kirkjunni og Áskirkju.
Þetta eru önnur áramótin sem
fólki gefst ekki kostur á að sækja
kirkju, segir í fréttinni. En hægt er,
eins og í fyrra, að fylgjast með
helgihaldi í gegnum streymi frá
kirkjunum og í útvarpi.
Heimasíður og facebook-síður
kirknanna veita nánari upplýsingar
um hvenær streymt verður og með
hvaða hætti. sisi@mbl.is
Allt helgihald fellur niður
AFTUR MESSUFALL UM ÁRAMÓT VEGNA VEIRUNNAR
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Áramótin Biskup Íslands ákvað að fella
niður helgihald vegna fjölgunar smita.