Morgunblaðið - 29.12.2021, Page 8
Þorgerður María
Gísladóttir íþrótta-
kennari lést á Hrafn-
istu Hafnarfirði 17.
desember sl., 96 ára að
aldri. Þorgerður fædd-
ist í Stykkishólmi 9.
september 1925. For-
eldrar hennar voru
Gísli Gíslason (1890-
1974) og Sigríður Guð-
mundsdóttir (1891-
1981).
Hinn 9. september
1952 giftist Þorgerður
Jóni Ólafi Bjarnasyni
úr Bolungarvík (1925-
2019). Þau eignuðust eina dóttur,
Sigríði, f. 1953.
Þriggja mánaða flutti Þorgerður
í Hafnarfjörð. Þau Jón byggðu
hús við Klettahraun þar sem þau
bjuggu í nær 30 ár. Síðast var heim-
ili þeirra við Hjallabraut.
Þorgerður gekk í Barnaskóla
Hafnarfjarðar og Flensborg. Hún
útskrifaðist frá Íþróttakenn-
araskólanum á Laugarvatni 1944.
Þorgerður kenndi leikfimi og sund
við skóla í Hafnarfirði og lauk ferl-
inum í Flensborg 1985. Síðast
kenndi hún sund á Hrafnistu í
Hafnarfirði. Þá sinnti hún fyrr á tíð
aukakennslu í Verzlunar- og
Kvennaskólanum.
Árið 1948 fór Þor-
gerður til London að
fylgjast með Ólympíu-
leikunum ásamt stórum
hópi frá Íslandi. Eftir
það snerist líf hennar
um fimleika. Árið 1951
tók hún þátt í að stofna
Fimleikafélagið Björk
og átti m.a. hugmynd-
ina að nafninu. Þor-
gerður var formaður
Bjarkar til 1978 en hélt
alltaf tengslum við fé-
lagið.
Þorgerður kom að
stofnun Félags áhugafólks um
íþróttir aldraðra, ásamt fleirum.
Hlaut sömuleiðis viðurkenningar
fyrir störf sín; gullmerki ÍBH 1985,
gullmerki FSÍ 1986 og var heiðurs-
félagi í Hafnarfjarðardeild RKÍ.
Árið 2002 hlaut Þorgerður heiðurs-
kross ÍSÍ og 2015 var hún gerð að
heiðursfélaga í félaginu Björk. Þá
starfaði Þorgerður mikið að félags-
málum og gegndi ýmsum trún-
aðarstörfum. Síðustu árin nutu
Kvenfélag Fríkirkjunnar í Hafnar-
firði og Hringurinn krafta hennar.
Útför Þorgerðar fer fram frá Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði á morgun, 30.
desember, klukkan 13.
Andlát
Þorgerður
María Gísladóttir
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2021
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
Komdu í BÍLÓ!
SKODA SUPERB IV SPORTLINE
Nýskráður 11/2020, ekinn 18 Þ.km, bensín & rafmagn (plug in hybrid),
sjálfskiptur, 19“ álfelgur, Canton hljóðkerfi, 360° bakkmyndavél,
dráttarkrókur og mikið meira. Raðnúmer 253554
Óskum viðskiptavinum okkar og
landsmönnumöllum farsældar
á komandi á
VW GOLF GTE NEW
Nýskráður 09/2020, ekinn aðeins 8 Þ.km, bensín & rafmagn (plug in hybrid),
sjálfskiptur (6 gíra). Glerþak, stafrænt mælaborð, IQ LED ljós, sjónlínuskjá,
18“ álfelgur o.fl Raðnúmer 253476
M.BENZ A 250E AMG LINE EDITION
Nýskráður 08/2020, ekinn aðeins 7 Þ.km, bensín & rafmagn (plug in hybrid),
sjálfskiptur (8 gíra). BURMESTER hljómkerfi - Apple CarPlay + Android Auto
- Night pack (Næturpakki) - AMG line innan og utan - Edition pakki innan og
utan - Leðurklætt mælaborð og hurðaspjöld o.fl. Raðnúmer 253495
0
Jólakveðjur,
Indriði Jónsson
og Árni Sveinsson
Á vef Samtaka atvinnulífsins er
að finna pistil eftir Önnu
Hrefnu Ingimundardóttur, for-
stöðumann efnahagssviðs samtak-
anna, þar sem hún
lýsir áhyggjum af
forsendum fjárlaga
og fjármálastefnu.
Hún bendir á að það
stefni í hallarekstur
og skuldasöfnun til
næstu fimm ára hið
minnsta og segir að
ný fjármálastefna
nýrrar ríkisstjórnar fresti „enn
frekar að tekið sé á ójafnvæginu
sem myndast hefur í opinberum
fjármálum og var reyndar þegar
tekið að myndast áður en farald-
urinn skall á. Ný fjárlög og stefna
bera með sér að alfarið er treyst á
aukinn kraft atvinnulífsins til að
bæta stöðu ríkisfjármála á komandi
árum.“
- - -
Anna Hrefna telur þetta ekki
raunsætt og segir að bjartsýn-
ar efnahagsáætlanir séu iðulega
notaðar sem réttlæting fyrir aukn-
um útgjöldum eða frestun á nauð-
synlegum hagræðingaraðgerðum.
- - -
Hún nefnir einnig að á undan-
förnum árum hafi orðið „gíf-
urlegur vöxtur í tilfærslukerfum
hins opinbera, þ.e. bótakerfum.
Þessi ósjálfbæri útgjaldavöxtur í
málaflokknum hefur rutt fjárfest-
ingu og viðhaldi frá.“
- - -
Það sem Anna Hrefna lýsir í
pistli sínum er áhyggjuefni.
Ríkið – og raunar sveitarfélög ekki
síður – hefur þanist út svo til vand-
ræða horfir. Hallarekstur á tímum
faraldurs er skiljanlegur og senni-
lega óhjákvæmilegur, en undir-
liggjandi er vandi sem verður að
taka á. Það gerist aðeins sé skiln-
ingur á nauðsyn þess að draga úr
umsvifum hins opinbera. Fátt bend-
ir til að svo sé.
Anna Hrefna
Ingimundardóttir
Undirliggjandi
vandi hjá ríkinu
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Fjöldi ábendinga sem borist hafa til
Matvælastofnunar um sölu og dreif-
ingu á unnum afurðum frá villtum
fuglum hefur aukist töluvert á þessu
og síðasta ári. Ábendingarnar eru
bæði frá einstaklingum og fyrir-
tækjum og varða bæði sölu ein-
staklinga á netinu og sölu fyrirtækja
í verslunum og á netinu, samkvæmt
upplýsingum frá Matvælastofnun.
Stofnuninni er skylt að kanna all-
ar ábendingar sem berast og vinna
er hafin við að rannsaka hvort
ábendingarnar séu réttmætar. Jafn-
framt verður fylgt eftir auglýsingum
um sölu og dreifingu á þessum af-
urðum. Auglýsing á Facebook getur
talist til sölu eða dreifingar. Metið
verður hvernig aðgerða sé þörf
vegna þessa, en ekki liggur fyrir
hvort aukning hafi orðið á fram-
leiðslu þessara afurða.
Matvælastofnun vekur athygli á
því á heimasíðu sinni að ekki má
selja afurðir gæsa, anda eða annarra
villtra fugla, né dreifa þeim, nema
með leyfi Matvælastofnunar eða við-
komandi Heilbrigðiseftirlitssvæðis.
„Undantekning er þegar veiðimaður
afhendir heilan fugl (óreyttan) til
neytenda, markaða eða veitinga-
staða. Sérhver meðhöndlun á gæs
telst sem vinnsla og er leyfisskyld ef
selja eða dreifa á afurðunum. Þetta á
t.d. við um pakkaðar gæsa- og anda-
bringur (kryddaðar og ókryddaðar),
um pate og kæfu frá þessum fuglum
og um grafnar afurðir þeirra,“ segir
á mast.is
Leifar af skotfærum
Bent er á að þegar neytt er villi-
bráðar sem hefur verið skotin þurfi
ávallt að hafa í huga að hætta sé á að
leifar af skotfærum geti leynst í
kjötinu og að blýmengun geti verið
til staðar en blý sé þungmálmur sem
beri að varast að neyta.
Afurðir villtra fugla undir eftirliti
- Aukinn fjöldi ábendinga til Matvælastofnunar - Leyfi þarf fyrir dreifingu