Morgunblaðið - 29.12.2021, Síða 11

Morgunblaðið - 29.12.2021, Síða 11
FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2021 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Catherine Smallwood, yfirmaður Covid-deildar Evrópuhluta Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO, varaði við því í gær við því að fólk sýndi kæruleysi, þrátt fyrir vonir um að Ómíkron-afbrigðinu fylgdi vægari sjúkdómur. Sagði Smallwood að jafnvel þó að það kæmi í ljós að Ómíkron-af- brigðinu fylgdi ögn „mildari sjúk- dómur“ gæti mikil fjölgun tilfella engu að síður leitt til þess að fleiri, sérstaklega óbólusettir, þyrftu að leita á sjúkrahús, sem aftur myndi leiða af sér stórfelldar truflanir á starfsemi heilbrigðiskerfa og ann- arra grunnstofnana. Viðvörun WHO kom sama dag og stjórnvöld í Kína ákváðu að herða á útgöngubanni sínu í norð- urhluta landsins vegna 209 nýrra tilfella af kórónuveirunni. Er það mesti fjöldi nýrra tilfella í Kína frá því í mars árið 2020. Kínverjar settu í síðustu viku út- göngubann á íbúa í borginni Xi’an eftir að nokkur tilfelli komu þar upp en kínversk stjórnvöld vilja halda kórónuveirufaraldrinum í al- gjöru lágmarki í aðdraganda Vetr- arólympíuleikanna í febrúar. Út- göngubannið virðist ekki hafa komið í veg fyrir frekari útbreiðslu smita og var hluti af borginni Yan- ’an, sem er í um 300 km fjarlægð frá Xi’an, sett undir útgöngubannið í gær. Flest önnur ríki heims hafa þurft að glíma við mikinn uppgang í far- aldrinum vegna Ómíkron-afbrigð- isins. Fjöldi nýrra smita hefur leitt til þess að mikið af fólki þarf nú að sæta sóttkví eða einangrun, og mátti rekja tafir á flugumferð um jólahelgina til þess að illa gekk að manna áhafnir farþegaflugvéla. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, ákvað í fyrrinótt að stytta þann tíma sem einkennalausir þurfa að vera í einangrun um helm- ing, í þeirri von um að hægt verði að mæta skorti á vinnuafli þannig. Sérfræðingar í smitsjúkdómum gagnrýndu að ekki væri kallað eftir neikvæðu prófi áður en einangrun væri stytt, en gerð er krafa um að viðkomandi gangi með grímur í fimm daga eftir að einangrun þeirra lýkur. Metfjöldi smita í Frakklandi leiddi stjórnvöld þar í gær til að skikka vinnuveitendur til að láta starfsfólk sitt vinna heiman frá sér í þrjá daga af hverri viku, ef mögu- legt væri. Jean Castex, forsætisráðherra Frakklands, sagði í gær að þrátt fyrir hinar hertu aðgerðir myndu Frakkar brátt fara að fordæmi Bandaríkjanna og stytta þann tíma sem fólk þarf að vera í einangrun eða sóttkví ef það er einkennalaust. Þá ákváðu Þjóðverjar að herða samkomutakmörk sín frá og með gærdeginum svo að nú mega tíu bólusettir einstaklingar koma sam- an, en einungis tveir óbólusettir. Þá verður næturklúbbum lokað og íþróttaviðburðir skulu fara fram fyrir luktum dyrum. Ómíkron ýti Delta út? Enn sem komið er benda rann- sóknir til að minni líkur séu á að einstaklingar sem smitist af Ómík- ron þurfi að fara á sjúkrahús en af Delta-afbrigðinu, sér í lagi ef við- komandi hefur verið bólusettur fyr- ir kórónuveirunni. Þá benda frumniðurstöður rann- sóknar í Suður-Afríku, þar sem af- brigðið kom fyrst í ljós, að þeir sem smitist af Ómíkron séu síður líklegri til að smitast síðar af Delta-afbrigðinu, þar sem ónæmið sem fylgi Ómíkron verji vel gegn Delta. Höfundar rannsóknarinnar vör- uðu við að hún hefði ekki náð til margra, en sögðu að niðurstöðurn- ar gætu sýnt hvers vegna afbrigðið sé að verða ráðandi í heiminum á kostnað Delta-afbrigðisins. Alex Si- gal, prófessor við heilbrigðisrann- sóknastofnun Afríku í Suður-Afr- íku, sagði á Twitter-síðu sinni, að ef Ómíkron-afbrigðinu fylgdu minni einkenni, gæti þetta aðstoðað við að „ýta Delta-afbrigðinu út“. Vara við kæruleysi vegna Ómíkron - Mesti fjöldi tilfella í Kína frá mars 2020 - Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna styttir þann tíma sem einkennalausir þurfa að vera í einangrun - Frakkar og Þjóðverjar herða á aðgerðum vegna Ómíkron AFP Covid-19 Illa gekk að manna áætl- unarflug í Bandaríkjunum. Stjórnvöld í Kína gagnrýndu Banda- ríkjamenn harðlega í gær vegna tveggja meintra atvika þar sem gervihnettir á vegum SpaceX- fyrirtækisins voru sagðir hafa farið of nærri kínversku geimstöðinni. Þurftu geimfarar um borð í Tian- gong-geimstöðinni að beita þrýsti- búnaði hennar til að forðast árekstur við einn gervihnött í júlí síðast- liðnum og annan í október, sam- kvæmt kvörtun sem kínverska geim- ferðastofnunin lagði fram við Sameinuðu þjóðirnar fyrr í mán- uðinum. Sagði þar að atvikin hefðu ógnað lífi og heilsu geimfaranna um borð, en ekki var búið að staðfesta í gær að þau hefðu átt sér stað. Zhao Lijian, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, sagði í gær að Bandaríkin hefðu hunsað skuld- bindingar sínar samkvæmt alþjóða- lögum, en gervihnettirnir tveir voru á vegum Starlink, gervihnattadeild- ar SpaceX. Í kvörtun Kínverja sagði að þrátt fyrir að SpaceX væri einkafyr- irtæki, bæru að- ildarríki Samein- uðu þjóðanna ábyrgð á aðgerð- um einkafyrirtækja sinna sam- kvæmt útgeimssamningnum. Birting kvörtunarinnar í gær leiddi af sér mikla umræðu á kín- verskum samfélagsmiðlum, og mátti Elon Musk, stofnandi SpaceX og eigandi Tesla-bílaverksmiðjunnar, þola þar mikla gagnrýni. Kölluðu sumir netverjar eftir því að Kínverjar myndu sniðganga Tesla-bifreiðar, en þær eru mjög vinsælar í Kína. Saka Bandaríkin um óábyrga hegðun - Veist að Musk á samfélagsmiðlum Elon Musk STUÐIÐ ER Í VINNUNNI NÝR RAFMAGNS SENDIBÍLL Vivaro-e er einn fullkomnasti atvinnu– rafmagnsbílinn á markaðnum. Með honum velur þú að marka grænt fótspor með þínum atvinnurekstri. 100% RAFMAGN RAFHLAÐA, HLEÐSLA OG DRÆGNI Nú kemur ekkert í veg fyrir að það sé hægt að nota rafmagnsbíla í atvinnurekstri. Vivaro-e hefur svipaða burðagetu og vörurými og hefðbundinn sendibíll en er mikið hagkvæmari í rekstri. Mótor: 100 kW Rafhlaða: 50/75 kWh Drægni: 231/330 km. (WLTP) BÍLABÚÐ BENNA KOLEFNISJAFNAR OPEL benni.is Bílasala Suðurnesja Reykjanesbæ Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 Ib bílar Selfoss Fossnes A Sími: 480 8080 BB, betri bílar Akureyri Njarðarnesi 12 Sími: 534 7200 Bílabúð Benna Reykjavík Krókháls 9 Sími: 590 2035 VIVARO-E VERÐ FRÁ AÐEINS: 5.290.000 KR. LANGTÍMALEIGA FRÁ: 129.600 KR. Á MÁNUÐI. B irt m e ð fy rirv a ra u m m y n d - o g t e x ta b re n g l. B íll á m y n d e r m e ð a u k a b ú n a ð i. TILBÚIN TIL AFHENDINGAR STRAX! NÝTTU ÞÉR SKATTALEGT HAGRÆÐI ÁRSINS SEM ER AÐ LÍÐA! Embættismenn í Bandaríkjunum og Rússlandi staðfestu í gær að ríkin tvö myndu funda um hina viðkvæmu stöðu sem nú er uppi í Úkraínudeil- unni hinn 10. janúar næstkomandi. Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkis- ráðherra Rússlands, staðfesti við AFP-fréttastofuna að viðræðurnar myndu fara fram í Genf, en ekki er enn vitað hverjir verði fulltrúar ríkjanna. Embættismaður í þjóðaröryggis- ráði Bandaríkjanna sagði í skjóli nafnleysis við AFP að Bandaríkja- stjórn hlakkaði til að geta rætt málin við Rússa, þar sem báðir aðilar gætu þá sett áhyggjur sínar á borðið. Gert er ráð fyrir að fulltrúar Rússa muni svo funda með Atlants- hafsbandalaginu 12. janúar, og svo með fulltrúum Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu degi síðar. Fundurinn 10. janúar mun fara fram undir formerkjum nýs verkefn- is sem Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti sammæltust um á fundi sínum í júní síðastliðnum, en því var aðallega ætl- að að hefja viðræður milli ríkjanna um endurnýjaðar takmarkanir á kjarnorkuvopnum. Fundurinn nú mun hins vegar ræða sérstaklega stöðuna í Úkraínu, þar sem Vesturveldin óttast að Rússar hyggi á innrás, en rúmlega 100.000 rússneskir hermenn eru nú samankomnir við landamæri ríkjanna. Rússar segja á móti að sér stafi ógn af útvíkkun Atlantshafs- bandalagsins í austurátt. Ryabkov sagði við TASS-frétta- stofuna í gær að vonandi myndi eitt- hvað koma út úr viðræðunum 10. janúar, jafnvel þótt ekki mætti ætla að lausn fyndist á deiluefnunum. „Það er ómögulegt að ætla að kom- ast að samkomulagi á einum degi, en við getum heldur ekki dregið lapp- irnar. Málið er brýnt og mjög alvar- legt,“ sagði Ryabkov. Stefnt að Genfarfundi með Rússum 10. janúar - Ryabkov segir deiluefnið brýnt og mjög alvarlegt AFP Heræfing Úkraínskir varaliðar æfa sig í skugga innrásarógnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.