Morgunblaðið - 29.12.2021, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þau tíðindi
sem bárust
annan í jól-
um, að erkibisk-
upinn Desmond
Tutu væri fallinn
frá, níræður að
aldri, kölluðu þegar á viðbrögð
og samúðarkveðjur frá nær öll-
um helstu þjóðarleiðtogum
heims. Það er ekki að undra, því
að fáir menn hafa haft jafnmikil
áhrif á samtíma sinn og sögu og
Tutu, jafnvel þótt hann hafi
aldrei gegnt kjörnu embætti.
Barátta Tutu gegn aðskiln-
aðarstefnunni í Suður-Afríku
aflaði honum á sínum tíma ekki
margra vina þar í landi. Hann
var hataður af hvítu yfir-
stéttinni, á sama tíma og
áhersla hans á friðsama mót-
spyrnu þýddi að Tutu var of
hófsamur fyrir marga af sam-
tíðarmönnum sínum sem vildu
beita beinskeyttari og blóðugri
aðgerðum til þess að varpa af
sér okinu.
Engu að síður náði Tutu með
meðfæddri útgeislun sinni eyr-
um margra, ekki síst á erlendri
grundu, á sama tíma og flestir
aðrir leiðtogar svartra, líkt og
Nelson Mandela, máttu sitja
bak við lás og slá. Tutu hlaut
friðarverðlaun Nóbels árið 1984
fyrir forystuhlutverk sitt og
suðurafrísku kirkjunnar í bar-
áttunni gegn aðskilnaðarstefn-
unni.
Áhersla Tutu á að beita frið-
sömum aðgerðum
leiddi að lokum til
þess að Mandela
valdi hann til þess
að leiða sannleiks-
og sáttanefndina
árið 1995. Næstu
þrjú árin stýrði hann störfum
nefndarinnar af þeirri festu og
myndugleik sem hið erfiða hlut-
verk hennar kallaði á. Var til
þess tekið, að Tutu skirrðist
ekki við að leiða í ljós voðaverk
sem svartir höfðu framið og
leita sátta til jafns og við þau,
sem hvíti meirihlutinn hafði
framið. Varð Tutu í raun nokk-
urs konar „samviska“ Suður-
Afríku, meðan samfélagið leit-
aði að fótfestu eftir það umrót
sem endalok aðskilnaðarstefn-
unnar höfðu í för með sér.
Á seinni árum gaf Tutu sig að
ýmsum öðrum mannréttinda-
málum og beitti sér fyrir lausn
þeirra af sömu einlægni og hann
hafði áður barist gegn aðskiln-
aðarstefnunni. Rauði þráðurinn
í öllum verkum hans var ævin-
lega hinn sami; áhersla á frið,
lýðræði og bróðurlegan kærleik
í anda þeirrar kristni sem hann
þjónaði alla ævi.
Það er á vissan hátt viðeig-
andi, að Tutu skyldi kveðja
þessa jarðvist á sama tíma og
fólk um alla veröld minnist fæð-
ingar frelsarans og fagnaðar-
erindisins. Alltént hafa fáir af
þjónum hans náð eyrum jafn-
margra og Desmond Tutu.
„Samviska
Suður-Afríku“
markaði djúp spor
í samtíð sína}
Desmond Tutu
Í ágætu samtali
Morgunblaðsins
í gær við Lilju Al-
freðsdóttur, nýjan
ráðherra ferða-
mála, viðskipta og
menningar, kom fram að stór
skref hefðu verið stigin til að
styrkja bókaútgáfu og að mikil
áform væru uppi um aukinn
stuðning við kvikmyndagerð og
tónlist.
Þá var rætt um rekstrar-
umhverfi fjölmiðla og fram kom
að ráðherrann telur ljóst að
fjölmiðlar þurfi áfram stuðning
frá ríkinu. Lilja segir framtíð
fjölmiðla á Íslandi í húfi og að
hún muni „á næstu mánuðum
gera mjög ákveðna atlögu sem
miðar að því að bæta rekstrar-
umhverfi þeirra. Eitt er að
breyta leikreglum þannig að
Ríkisútvarpið gefi öðrum miðl-
um meira rými á auglýsinga-
markaði. Verði umsvif RÚV
þrengd þarf vissulega að bæta
stofnuninni slíkt upp, en bilið
sem brúa þarf verður samt ekki
ýkja stórt.“
Lilja segir einnig að skapa
þurfi „jafnvægi í rekstrar-
umhverfi milli innlendra fjöl-
miðla og félagsmiðla og er-
lendra streymisveitna, sem eru
umsvifamiklar á
markaði hér. Skatt-
lagningu þarna
þarf að breyta og
þar er valdið hjá
fjármálaráðherra,
sem ég legg mikla áherslu á að
bæti úr. Fjölmiðlar eru að-
göngumiði okkar út í samfélagið
og lykill að tungumálinu. Ef við
drögum úr aðgengi ungs fólks
að vönduðu fjölmiðlaefni á okk-
ar móðurmáli veikist sam-
keppnishæfni Íslands. Sköp-
unarkraftur minnkar og við
verðum ekki lengur þjóð. Þetta
er mitt hjartans mál og ég kalla
eftir liðstyrk.“
Þetta eru athyglisverð um-
mæli og hljóta að fela í sér að
ríkisstjórnin hyggist loks stíga
skref sem um munar í þessum
efnum. Hingað til hefur stuðn-
ingur við fjölmiðla einkum mið-
ast við að styrkja stöðu Ríkis-
útvarpsins og smærri
einkarekinna miðla. Stærri
miðlar með stórar ritstjórnir og
þar með mikinn kostnað hafa
síður notið stuðningsins þó að
það séu vitaskuld þeir miðlar
sem flytja langflestar fréttirnar
og tryggja með því nauðsynlegt
framboð af hvers kyns vönduðu
íslensku fjölmiðlaefni.
Ráðherra boðar átak
í þágu einkarekinna
íslenskra fjölmiðla}
Athyglisverð ummæli
V
ið höfum öll fundið með einum eða
öðrum hætti fyrir veirunni sem
markað hefur líf okkar síðustu tvö
ár. Hún gefur hátíðum og fjöl-
skylduaðstæðum engan gaum og
gerir bara sitt líkt og veirur gera. Strax í upp-
hafi faraldursins var sleginn sá tónn að pestir
væru illviðráðanlegar og best væri að nýta
kraftana í að heilbrigðiskerfið réði við verk-
efnið. Ástæðan er einföld; ef heilbrigðiskerfið
brestur er ekki hægt að beita lífsbjargandi úr-
ræðum sem nútímaheilbrigðiskerfi færa okkur.
Þetta er og var gott og skýrt markmið. Síðan
hefur það verið fært nokkrum sinnum; veiru-
frítt land varð takmarkið, svo að hemja út-
breiðsluna þar til búið væri að bólusetja, og að
verjast innrásum ýmissa afbrigða.
Í því er mikilvægt að hafa í huga að það er
ekki fjárhagslegur vandi sem veldur því hve spítalinn þyk-
ir brothættur heldur aðrir þættir sem öll eru sammála um
að leysa verði sem fyrst. En það er ekki bara veira sem
getur valdið álagi heldur allt mögulegt. Skorður á líf fólks
mega ekki verða sjálfkrafa svarið. Ef bráðamóttakan ræð-
ur ekki við rútuslys getur niðurstaðan ekki verið að loka
vegum, heldur að undirbúa spítalann betur.
Hér þarf nauðsynlega formlegt samtal um það hvað er
undir svo við getum sett stefnuna sameiginlega, ekki síst
með það fyrir augum að veirur og áföll verða alltaf hluti af
tilveru okkar. Þingið og lýðræðislega kjörnir fulltrúar
ættu að hafa meira um þetta allt að segja. Undir er ekki
bara veira heldur heilt samfélag þar sem skað-
inn getur verið langvinnur og ósýnilegur.
Menntun barna er til að mynda mannréttindi
þeirra og það er mikið á sig leggjandi til að hér
sé hægt að halda úti sem eðlilegustu samfélagi
sem ekki fer fram bak við luktar dyr. Þetta
segi ég af fullum skilningi og samkennd gagn-
vart því álagi sem heilbrigðisstarfsfólk er und-
ir.
Nú á næstu dögum þegar tölfræðin að baki
þessarar nýju bylgju liggur fyrir verðum við
að horfa yfirvegað yfir sviðið og meta áhrif og
afleiðingar – bæði faraldursins og aðgerðanna
– og taka ákvarðanir með það að leiðarljósi.
Ómíkron-afbrigðið virðist svo smitandi að
fyrirtæki eru farin að loka, ekki vegna veik-
inda heldur sóttkvíar. Fjöldi fjölskyldna eyddi
jólunum í sundur, í einangrun og sóttkví, og
hér væri engin leið að halda úti skólahaldi í þekkjanlegri
mynd ef skólar væru ekki í fríi. Ef staða heilbrigðiskerf-
isins kallar raunverulega á sömu aðferðafræði og í upphafi
faraldursins þegar við vissum ekkert, þekktum enga töl-
fræði, veikindin voru alvarlegri og bóluefnin engin, þá
stefnir hér í mjög mikið óefni. Næsta skref hlýtur að vera
að taka ákvarðanir sameiginlega út frá staðreyndum eins
hratt og heildstætt og hægt er og gæta þess að aðgerð-
irnar valdi ekki meiri sársauka en það sem þær eru að
vernda gegn.
Hildur
Sverrisdóttir
Pistill
Jól í ómíkron
Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Í
slensk stjórnvöld ættu að til-
einka sér þá sýn á mikilvægi
persónuverndarmála sem
ríkjandi er í nágrannalöndum
okkar. Þar er litið svo á að sterk per-
sónuverndarstofnun leiði til styrk-
ingar allra innviða og geti aukið sam-
keppnishæfni landsins, svo sem á sviði
nýsköpunar og tækni. Þetta segir
Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónu-
verndar, í formála nýútkominnar árs-
skýrslu stofnunarinnar fyrir árið 2020.
Óhætt er að segja að starfsfólk
Persónuverndar, um 20 manns, hafi
haft nóg á sinni könnu á síðasta ári.
Voru 2.519 mál nýskráð hjá stofn-
uninni og við það bættust óafgreidd
mál frá fyrri árum; var heildarfjöldi
mála því 3.156 alls. Lokið var við 2.574
mál og meðal annars litu tvær fyrstu
sektarákvarðanir stofnunarinnar
dagsins ljós.
Kórónuveirufaraldurinn hefur
aukið álag á Persónuvernd. Urðu mál
tengd faraldrinum um 190 í fyrra.
„Málin áttu það sammerkt að flest
þeirra voru brýn og við þeim þurfti að
bregðast með hraði,“ segir Helga.
Þessi mál snerust m.a. um heimildir
sóttvarnalæknis til gagnaöflunar og
vinnslu persónuupplýsinga og hvern-
ig smitrakningaforrit á vegum land-
læknisembættisins væri úr garði
gert. Þá þurfti Persónuvernd að af-
greiða fjölda erinda frá vísinda-
siðanefnd vegna rannsókna. Voru
þær 564 í fyrra en 430 árið 2019. Voru
63 rannsóknanna í fyrra tengdar kór-
ónuveirufaraldrinum.
Í skýrslunni kemur fram að
meðal helstu verkefna í fyrra hafi
verið gerð álits um skrár landlækn-
isembættisins. Var talið að þörf væri
á skýrari lagaákvæðum um skrán-
ingu persónuupplýsinga í sam-
skiptaskrá starfandi sérfræðinga.
Álit var unnið um persónuvernd og
tjáningarfrelsi fjölmiðla auk þess sem
stofnunin sinnti nokkrum frumkvæð-
ismálum, m.a. um ferðagjöf stjórn-
valda, birtingu persónuupplýsinga á
vefsíðum dómstóla og notkun lög-
reglu á samfélagsmiðlum. Þá fór mik-
ill tími í undirbúning nýs starfsleyfis
fyrirtækisins Creditinfo Lánstrausts
hf. Umfangsmikil ráðgjöf var veitt
ráðuneytum vegna breytinga á
stjórnsýslu barnaverndarmála. Að
auki urðu starfsmenn Persónuvernd-
ar við fjölmörgum fundarbeiðnum frá
ýmsum fyrirtækjum, stofnunum og
öðrum ásamt því að sérfræðingar
hennar veittu ráðgjöf til margra
vinnuhópa á vegum hins opinbera.
Flokkarnir nærgöngulir
Í formála ársskýrslunnar segir
Helga Þórisdóttir að veigamesta álit
Persónuverndar á síðasta ári hafi
varðað vinnslu persónuupplýsinga
hjá stjórnmálaflokkum í tengslum við
alþingiskosningarnar 2017 og 2018.
Greint hafi verið frá því hvernig ís-
lensk stjórnmálasamtök unnu per-
sónuupplýsingar um íslenska borgara
á samfélagsmiðlum. Sumar af þeim
breytum sem þeir notuðu hafi falið í
sér „nærgöngula rýni,“ eins og hún
kemst að orði. „Ekki verður séð að fé-
lagsmenn stjórnmálasamtakanna og
kjósendur almennt hafi fengið nema
takmarkaða fræðslu um það hvernig
staðið var að þessari vinnslu samtak-
anna á persónuupplýsingum ís-
lenskra kjósenda,“ segir Helga.
Við undirbúning fjárlaga þessa
árs óskaði Persónuvernd eftir
heimild til að fjölga starfsfólki
um tíu til að sinna „viðvarandi og
verulega auknum verkefnum“.
Við því var ekki orðið og varð að
fækka fastráðnum starfs-
mönnum á árinu. Tímabundið
viðbótarframlag var þó veitt
til nýrrar tveggja manna
starfsstöðvar á Húsavík.
Verkefnin ærin
hjá Persónuvernd
Stofnunin Persónuvernd hefur
lögum samkvæmt sterka stöðu
til að tryggja að hún geti gegnt
því hlutverki sínu að gæta hags-
muna almennings, þannig að
mannréttindi séu ekki brotin við
meðferð persónuupplýsinga.
Hún er sjálfstæð með sér-
staka stjórn og tekur ekki við
fyrirmælum frá ríkisstjórninni
eða öðrum, þótt ýmsir sem eiga í
útistöðum við hana láti sig
dreyma um það. Ákvörðunum
hennar samkvæmt lögum um
persónuvernd og meðferð per-
sónuupplýsinga verður ekki
skotið til annarra stjórnvalda.
Auk þess að fylgjast með því
hvernig persónuupplýsingar eru
meðhöndlaðar af stjórnvöldum,
fyrirtækjum og einstaklingum
er Persónuvernd ætlað að efla
þekkingu, vitund og skilning
almennings á áhættu,
reglum, verndarráðstöf-
unum og réttindum í
tengslum við vinnslu
persónuupplýsinga.
Stofnun með
sterka stöðu
Helga
Þórisdóttir
Nýskráð og afgreidd mál hjá Persónuvernd
Árið 2020
2.518 mál voru nýskráð
árið 2020
2.574 mál voru afgreidd
árið 2020
Nýskráð mál
Afgreidd mál
Heimild: Ársskýrsla Persónuverndar 2020
0 100 200 300 400 500 600
Álitsbeiðnir
Eftirfylgnismál
Frumkvæðismál
Fyrirframsamráð
Kvartanir
Tilkynningar um
öryggisbresti
Umsagnarbeiðnir
um lög og reglur
Úttektir
Vísinda-
rannsóknir
Útgáfa leyfa
PERSÓNUVERND