Morgunblaðið - 29.12.2021, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 29.12.2021, Qupperneq 14
14 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2021 ✝ Kristrún Harpa Rúts- dóttir fæddist 2. júní 1952. Hún lést í faðmi fjölskyldu sinnar 14. desem- ber 2021 á heimili sínu í Kópavogi. Foreldrar henn- ar voru Rútur Kristinn Hann- esson hljóðfæra- leikari, f. 16.8. 1920, d. 18.8. 1984, og Ragn- heiður Benediktsdóttir hús- móðir, f. 2.7. 1924, d. 5.7. 2013. Systkini Hörpu eru Rut, f. 4.8. 1954, d. 3.12. 2021, Benedikt Heiðar, f. 1.8. 1956, Jónas, f. 21.7. 1958, Hannes, f. 28.7. 1959, Eygló, f. 3.12 1961, og Ragnar, f. 22.8. 1963. Samfeðra bróðir þeirra er Albert Sigurður, f. 14.5. 1946. Harpa ólst upp á Öldugötu í Hafnarfirði. Eftir grunn- skólanám hóf hún nám við Flensborg í Hafnarfirði og það- maður hennar er Eyþór Þórð- arson f. 14.7. 1966, synir þeirra eru Kristján Ægir, f. 5.3. 2008, Þórður Ýmir, f. 25.5. 2011, og Benedikt Þór, f. 25.5. 2011. Fyr- ir átti Eyþór fjögur börn, þau Inga Rafn, Eyrúnu Evu, Daníel Rafn og Þóreyju Rut. Fyrir átti Georg Þór dótturina Lilju, f. 15.2. 1970, maður hennar er Þórhallur Birgisson, f. 21.12. 1959. Fyrir átti Lilja dótturina Amy, f. 13.5. 2003, unnusti henn- ar er Einar Örn Guðlaugsson, f. 4.1. 1997. Harpa útskrifaðist úr Skrif- stofu- og ritaraskólanum og starfaði sem læknaritari á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja í rúmlega 25 ár. Harpa var ötul í starfi Sinawik og meðal annars studdi hún þétt við bak manns síns er hann gegndi æðstu stöðu Kiwanishreyfingarinnar á Ís- landi og Færeyjum sem um- dæmisstjóri árið 1998-1999. Harpa starfaði einnig fyrir stéttarfélagið Stavey. Harpa bjó í Vestmannaeyjum í 46 ár, en fluttist á meginlandið árið 2018. Útför Hörpu fer fram frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag, 29. desember 2021, og hefst athöfn- in klukkan 13. an lá leið hennar í þjóninn, var hún í læri á Óðali hjá Ólafi Laufdal. Árið 1973 skall á langt þjónaverkfall. Í kjölfarið árið 1974 fór hún á vertíð í Vestmannaeyjum og kynntist tilvon- andi eiginmanni sínum, Georg Þór Kristjánssyni, f. 25.3. 1950, d. 11.11. 2001. For- eldrar hans voru Kristján Georgsson, f. 13.11. 1928, d. 12.4. 1977, og Helga Björns- dóttir, f. 2.4. 1931, d. 17.2. 1994. Harpa og Georg giftust á Þórs- þjóðhátíð 6. ágúst 1976. Börn þeirra eru: 1) Kristján, f. 5.10 1975, kona hans er Alda Gunnarsdóttir, f. 6.3. 1973. Son- ur þeirra er Bjarni Rúnar, f. 10.6. 2013, en fyrir átti Kristján soninn Georg Þór, f. 10.4. 2000. 2) Ragnheiður Rut, f. 23.6. 1977. 3) Helga Björk, f. 20.10 1982, Mamma er konan sem heldur í hönd þína fyrstu æviárin en hjartað alla ævi. Á þessum orðum vil ég byrja minningargreinina um mömmu mína. Hún var með eindæmum góð móðir. Hún hélt alltaf verndar- hendi yfir okkur ungunum sín- um, leiðbeindi, hrósaði og hugg- aði. Mamma var glæsileg kona. Hún lagði alltaf upp með að við börnin værum snyrtileg, hrein og vel til fara. Þegar ég varð eldri benti hún mér á að ganga með reisn. Hafa bakið beint og það skaðaði ekki að nota smá rauðan varalit. Mamma var smart og elegant, alltaf með naglalakk á fingrum og tám og vel til fara. Ég var heppnasta kona í heimi að hafa slíka fyr- irmynd, þó mér finnist gott að hoppa í crocks og flíspeysu þeg- ar fáir sjá til. Mamma var gestrisin og gest- gjafi af lífi og sál. Heimili henn- ar var opið öllum, og tók hún fólki eins og það var. Hún var vinmörg og vinir okkar voru vin- ir hennar. Margir þeirra leituðu til hennar og elskuðu að eiga gott spjall við Hörpu mömmu eins og hún var oft kölluð. Mamma elskaði alla tónlist, sem var henni ástríða. Hún var svo glöð að ég deildi með henni áhuga á jazz og blús. Þá tónlist- arstefnu dýrkaði hún og sótti fjölda tónleika af áhuga og sér- staklega eftir að hún flutti í höf- uðborgina. Mamma var besta amma í heimi, hún dýrkaði og dáði barnabörnin sín. Það má segja að hún elskaði þau út af lífinu og þau dýrkuðu hana, vægast sagt! Hún bað oft um að fá strákana mína heilu helgarnar í ömmu- dekur. Hún var svo hress og skemmtileg. Ég minnist þeirra tíma sem við sungum og döns- uðum í eldhúsinu hennar. Ég, mamma og strákarnir mínir. Mamma var mín besta vin- kona og einnig minn besti ráð- gjafi. Til hennar leitaði ég alltaf. Ég er strax byrjuð að sakna þess að geta ekki hringt í hana og fengið ráðleggingar. Ég nefnilega þarf ennþá á henni að halda þó hún sé dáin. En til að deyfa þann sársauka sem sorg og söknuður er vil ég trúa því að pabbi hennar og mamma, Rut systir hennar og pabbi minn hafa tekið á móti henni í ljósinu með opna faðma. Mamma mín var sterk og bjó yfir æðruleysi alla sína tíð sem sýndi sig í veikindum pabba á sínum tíma. Hún hjúkraði hon- um sjálf sem varð til þess að hann fékk að eyða síðustu ævi- dögunum heima í Víkinni í Vest- mannaeyjum. Hún átti skilið frá okkur að við hugsuðum um hana á sama hátt. Við fengum hana heim síðustu dagana og fyrir það var hún svo þakklát. Hún sagði oft í gegnum þann tíma hvað hún væri þakklát fyrir okk- ur börnin og Siggu bestu vin- konu hennar. En hún gerði sér ekki grein fyrir því hversu mikið hún átti það skilið frá okkur. Hún stóð alltaf eins og klettur með okkur í gegnum öll árin til síðasta dags. Þetta ljóð samdi Sísí vinkona mín til hennar: Ljúfur ljósageisli blíður Hefur ferðalag inn í hið mjúka vor Í sumarlandinu draumaprinsinn bíður, Svo undurfögur eru hennar spor. Faðmurinn mjúkur og brosið svo blítt Úr augunum skilningur skein. Í nærveru hennar var ætíð svo hlýtt Og ástin svo tær og hrein. Í skýjaborg eru nú fagnaðarfundir Er Harpa og Goggi faðmast á ný. Þau horfa saman yfir liðnar stundir Og minningin er svo björt og hlý. Helga Björk Georgsdóttir. Elsku hjartans mamma mín sem var jafnframt mín allra besta vinkona hefur kvatt þenn- an heim. Mamma var litríkur karakter sem elskaði lífið og naut þess svo sannarlega að vera til, hún var mikil félagsvera og elskaði að vera í kringum fjölskylduna sína og vini, þannig leið henni best. Alla mína æsku hvatti hún mig áfram í öllu því sem ég tók mér fyrir hendur, hún stóð eins og klettur á bak við mig alla tíð, besta mamma í heimi. Mamma hafði ríka réttlætis- kennd og ól okkur systkinin þannig upp að rétt skal alltaf vera rétt og að viðurkenna mis- tök og fyrirgefa sjálfum sér og öðrum væri það besta sem mað- ur gerði til að ná góðum árangri í lífinu. Þegar ég hugsa til baka þá kemur allt upp í hugann á sama tíma því hún var alltaf með mér í öllu sem ég gerði, sem er ekk- ert skrítið því ég bar allt undir hana áður en ég framkvæmdi, hún tók þátt í öllu mínu og leiddi mig áfram þegar ég þurfti á því að halda. Allar ráðleggingarnar sem ég fékk frá henni voru alltaf réttar, það var svo mikil gjöf sem hún gaf mér. Mamma var afar glæsileg kona, vel lesin og gat tekið þátt í öllum umræðum. Hún vissi nánast allt um tón- list, var mikill jazz- og blúsaðdá- andi, það var fyrst og fremst hennar uppáhalds. Mamma var með hjarta úr gulli, hún gaf fjölskyldunni sinni og vinum mikið af sér, hún opn- aði faðminn sinn og gaf öllum tækifæri enda leituðu margir til hennar. Vinir mínir voru vinir hennar, margir af þeim kölluðu hana Hörpu mömmu, hversu yndis- legt er að eiga svona ofur góða manneskju að. Hún kom til dyranna eins og hún var klædd, var ákveðin og sagði alltaf sína meiningu. Mamma bjó yfir gífurlegum styrk sem ég dáðist að alla tíð, hún var æðrulaus og þakklát fyrir allt, það kom svo sterkt í ljós þegar pabbi veiktist fyrir 20 árum, hún sá um hann sjálf, gerði það heima til þess að við gætum öll verið saman á þeim ofur erfiða tíma. Sem betur fer gátum við systkinin og makar ásamt Sig- ríði Magnúsdóttur sem stóð eins og klettur við bakið á henni gert það sama fyrir hana, hún fékk að vera heima í sínu umhverfi og vera í kringum sína nánustu þangað til hún kvaddi okkur, það skipti hana og okkur sem elskuðum hana öllu máli. Það var alveg sama hversu fullorðin við systkinin vorum, hún var enn að ala okkur upp, sem okkur fannst oft á tíðum mjög fyndið og við hlógum oft að þessu, hún vissi alveg að hún væri enn að láta okkur ropa. Það er þyngra en tárum taki að hugsa til þess að hún sé farin frá okkur, mjúki faðmurinn hennar, allir kossarnir, ástin og hvatningin mun aldrei renna mér úr minni. Ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa getað sagt henni alla tíð hversu mikið ég elskaði hana og hversu þakklát ég væri fyrir ástríka og lærdómsríka uppeldið sem við fengum. Elsku bestasta mín, eins og þú þá trúi ég því að elsku pabbi, Rut frænka, ásamt ömmu Röggu og afa Rút hafi tekið á móti þér með opnum örmum og leitt þig inn í ljósið. Minningin um þig lifir í hjört- um okkar um ókomna tíð. Ég elska þig og ég sakna þín óendanlega mikið. Þín dóttir, Ragnheiður Rut Georgsdóttir. Jæja þá er baráttan töpuð en það er óhætt að segja að hún var háð hetjulega eða síðan þetta byrjaði allt í auganu fyrir þrem- ur árum. Hún er komin í Sum- arlandið þar sem ég efast alls ekki um að pabbi hafi tekið vel á móti sinni drottningu. Mamma var einstaklega góð kona sem vildi allt fyrir okkur gera, ég tala nú ekki um barna- börnin sem voru gimsteinarnir í hennar lífi. Á uppvaxtarárunum var mjög gott að eiga hana sem mömmu, alltaf kærleiksrík og oft og iðulega fékk maður að heyra hvað henni þótti vænt um okkur og elskaði. Það er einmitt svo mikilvægt þegar krakkar eru að vaxa og þá sérstaklega á unglingsárum að heyra slíkt. Á þessum árum voru vinir okkar systkina mikið inni á heimilinu enda allir velkomnir. Og talandi um Víkina, þá var alltaf gestkvæmt þar og er Þjóðhátíð kannski besta dæmið um það. Yfirleitt fullt hús og var húsfrúin ávallt búin að gera allt klárt þegar gestir komu svo allir gætu haft það gott meðan á dvöl stæði. Alltaf var gott að koma til hennar á hlýlega heimilið henn- ar við Bárustíginn og ég tala nú ekki um þegar maður fékk hennar frábæra mömmumat enda frábær kokkur. Þegar pabbi lést fyrir um tuttugu árum sást vel úr hverju hún var gerð. Aldrei kom til greina að pabbi færi á sjúkrahús heldur var hann heima alveg fram á dauðadag og sá hún al- farið um hann. Hún hafði reynd- ar fengið sinn skerf af áföllum og þá sérstaklega þegar móðir hennar fékk heilablóðfall þegar mamma var aðeins 12 ára göm- ul, þá elst sjö systkina. Það á eftir að verða skrítið að heyra ekki frá henni aftur í sím- ann þar sem rætt var um allt og þá sérstaklega um okkar menn í United en eitt það síðasta sem við gerðum saman áður en hún fór var að horfa saman á leik. Ég þakka henni út í hið óend- anlega fyrir ást á drengjunum mínum tveimur og þá sérstak- lega á þeim eldri, Georg Þór, en þau áttu alveg einstakt sam- band. Þetta er mikill missir fyrir alla stórfjölskylduna og munum við Alda og peyjarnir sakna hennar mjög mikið enda dásam- leg í alla staði. Minningu hennar verður haldið vel á lofti. Ástarkveðjur og þakkir fyrir allt, elsku mamma. Þinn einkasonur, Kiddi. Kristján Georgsson. Elskulega Harpan okkar hef- ur kvatt þennan heim. Við minn- umst hennar með opinn hlýjan faðminn, opnum hug, hlýju og kærleik um það sem okkur lá á hjarta. Af visku sinni leiðbeindi hún okkur. Húsið hennar var ávallt opið, gistirýmið nóg og allir velkomnir. Hennar verður sárt saknað. Elsku mútta, við látum fylgja með fallega ljóðið sem Amy samdi til þín áður en þú kvaddir okkur. Ljóðið Harpa segir svo margt sem segja þarf. Harpa Fegursta Harpan er ekki sú sem englarnir spila á. Það er amma mín sem sterkir hljómar heyrast frá. Úr sterkustu strengjum sem guð á bjó hann til hörpuna. Sem allir þrá. Í hljómum hennar heyrist hátt en þegar þeir deyfast verð ég sár. Englar vilja Hörpu fá og verndarengill verður hún þá. (Amy Liljudóttir) Ástar- og saknaðarkveðjur, Lilja, Þórhallur (Halli) og Amy. Hún Harpa Rútsdóttir, más- an okkar systkina frá Klöpp, verður jarðsungin í dag. Við erum öll ungir krakkar þegar hún Harpa kemur inn í Klapparfjölskylduna 1974. Hún var okkur alltaf mjög góð og gott að leita til hennar sama hvað var og hvenær til að fá góð ráð og alltaf gat hún hjálpað og stóð með okkur í gegnum ým- islegt. Tók Þór með sér til Eyja sumarið 1974 og leyfði honum að vera með sér stráklingnum sem var bara pínu peyi – svona hlutir voru henni aldrei neitt mál. Hún stóð eins og klettur á bak við eiginmann sinn, Gogga í Klöpp, sama hvað hann tók sér fyrir hendur þá var hún alltaf við hlið hans og nú hafa þau sameinast á ný. Takk fyrir allt og allt, elsku másan okkar. Elsku Kiddi, Ragnheiður Rut, Helga Björk og fjölskyldur, innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd Klapparsystkina, Margrét Grímlaug og Þór Kristjánsson. Það er liðin hálf öld síðan Georg frændi minn kynnti mig fyrir ungri unnustu sinni. Ég veitti því strax athygli að í þess- um unga líkama bjó gömul sál. Það kom líka á daginn að Harpa Rútsdóttir hafði barn að aldri þurft að axla mikla ábyrgð þeg- ar móðir systkinanna sjö veikt- ist alvarlega í kjölfar heilablóð- falls. Fjórum barnanna var komið fyrir í fóstri en þrjú elstu börnin urðu eftir í umsjá föður. Engum getur dulist að mikil ábyrgð hafi verið lögð á ungar herðar elstu dótturinnar sem þá var aðeins 12 ára gömul. Þetta fannst henni eðlilegt í ljósi að- stæðna, slíkt var æðruleysi hennar þegar á barnsaldri. Þannig var Harpa; jarðbundin, raunsæ og sjálfsörugg. Það tók þó verulega á þegar Rut yngri systir hennar greindist með krabbamein í sumar sem leið og lést nokkrum dögum áður en Harpa skildi við. Það var þeim Hörpu og Georg mikil gæfa að finna hvort annað en þau gengu samstiga um vegi lífsins allt til þess tíma að hann lést allt of ungur árið 2001. Þau reistu sér bú í hjarta Vest- mannaeyjabæjar í húsinu sem nefnt er Vík og stendur við Bárugötu. Fyrir mér voru þau einhvern veginn alltaf staðsett í miðju félagslífsins í Eyjum, í pólitíkinni og mörgum sameig- inlegum áhugamálum þeirra. Í kjölfar ágreinings við forystu Sjálfstæðisflokksins í Vest- mannaeyjum skömmu fyrir bæj- arstjórnarkosningarnar 1994 bauð Georg fram sérlista sem kostaði skjót viðbrögð og mikla vinnu. Þar stóð Harpa í eldlín- unni eins og klettur; hvatti bónda sinn til dáða þegar á móti blés og gaf ekkert eftir. Ég hygg að góð skipulagning og jafnaðargeð Hörpu hafi gert henni kleift að sinna mörgum verkefnum í senn; þótt börnin yrðu þrjú starfaði hún utan heimilis, lengst af sem læknarit- ari á sjúkrahúsinu. Harpa fylgdist vel með þjóð- félagsmálum, tónlist og bók- menntum. Það fór ekki fram hjá neinum að hún naut uppbyggi- legra samræðna allt til hins síð- asta. Hún brosti breitt þegar hún fékk góða viðmælendur og félagsskap að sjúkrarúmi sínu. Ég naut þess oft að vera gestur á heimili Hörpu meðan hún bjó í Eyjum og er ekki ofmælt að heimilið var oft eins og hótel enda allir velkomnir. Hún hafði einstakt lag á því að láta öllum líða vel í kringum sig og þóttist ekki hafa neitt fyrir því að fá skyndilega næturgesti á heim- ilið. Ég hef sjaldan hitt mann- eskju sem var jafnfær um að láta sér annt um aðra. Harpa var tónelsk eins og hún átti ræt- ur til; sótti reglulega djass- og blústónleika til Reykjavíkur. Þá var gaman að skella sér með enda Harpa mikil stemnings- manneskja. Þegar illskeytt krabbameinið tók sig upp fyrr á þessu ári reyndi verulega á styrk Hörpu og mannkosti, enda var svo margt sem hún átti eftir að gera í þessu lífi. Hún tók ör- lögum sínum með jafnaðargeði, kvartaði aldrei en hélt áfram að huga að líðan náungans; hvort sem var starfsfólk heilbrigð- istofnunarinnar, vinir eða fjöl- skyldan. Það var unun að fylgj- ast með þeirri natni og elsku sem börnin hennar þrjú auð- sýndu móðurinni allt til hins síð- asta. Það var alveg ljóst að upp- eldið hafði einkennst af blíðu og kærleika. Ég votta fjölskyldu hennar og vinum dýpstu samúð. Katrín Theodórsdóttir. Harpa Rúts kom til Eyja eftir gos og vakti athygli hvar sem hún kom. Hafnfirðingur, komin af tónlistarfólki og var búin að stíga í vænginn við hann Gogga í Klöpp. Hann þekktu auðvitað allir, þann góða dreng. Vinátta okkar Siggu við hjónin sem stóðu á sviðinu á Breiðabakka og játuðust hvort öðru fyrir opnu hafi, fjallasölum og úteyj- um byrjaði í Eyverjasalnum. Vinátta sem stóð meðan stætt var. Við áttum saman ótrúlega skemmtilega tíma. Lyftum Ey- verjum í hæðir og unnum allar kosningar. Hrekkjalómafélagið og allt brasið í kringum það var auðvitað einstakur tími gleði og mikillar sveiflu. Það var ekki eins og við Goggi kæmum alltaf heim á réttum tíma eftir Hrekkjalómafundina. Nema þegar fundirnir enduðu í stof- unni í Vík og við spiluðum plötur fram á næsta dag. Spilakvöld okkar hjóna stóðu yfir í mörg ár og við ferðuðumst saman. Vor- um vinir. Harpa átti mjög erfitt með að tapa í spilum. Hún var reyndar ferlega tapsár þegar illa gekk en þá hlógum við Goggi þeim mun meira. Við höfðum kannski ekki bekennt lit eða spilað út frá röngu spili, þá varð andrúmsloftið rafmagnað. Þessi glæsilega kona hafði líka skap og svo var hún svo óþarflega ná- kvæm. Það varð allt að vera í röð og reglu, spilin heimilið, allt. Harpa Rúts var forfallin meyja þó hún væri tvíburi. Það var allt undirbúið, græjað og gert. Ekki kastað til höndunum, allt vandað og snyrtilegt. Hún var svo ná- kvæm að það skildi það enginn nema önnur meyja. Hún var vel að sér um tónlist og tónlistar- menn, uppalin á tónlistarheimili. Ég heimsótti Hörpu þegar hún lá banaleguna heima. Sigga stóð þar með vinkonu sinni og börn- um hennar eins og klettur þegar Harpa tók síðustu gönguna. Ég stóð við rúmið hennar og horfði á hana. Þarna þekkti ég mína konu. Hún var svo mikið með- ’etta. Hún leit svo vel út og fór strax að tala um gamlar minn- ingar. Það kom bros í augun hennar þegar hún þakkaði svo innilega fyrir allar gömlu stund- irnar og tímann okkar saman. Hún var farin að hlakka til að hitta Gogga eftir nær 20 ára að- skilnað. Ég bað hana að skila kveðju til hans frá okkur Siggu. En það var nóg að gera. Harpa var að skipuleggja útförina sína eins og sönn meyja gerir. Hún talaði um dagskrána, lögin og flytjendur eins og hún væri að undirbúa 70 ára afmælið sem hún náði aldrei að lifa. Ási, hún Védís var hérna áðan. Hún var að spila fyrir mig kvæðið um fuglana. Ég vildi heyra flutning- inn hennar á laginu áður en ég set það í sálmaskrána í jarð- arförinni minni. Þú hefðir átt að vera hérna Ási og hlusta á hvað hún var dásamleg. Jarðarförinni minni, hugsaði ég. Hún var svo sterk, svo viss og sjálfri sér lík. Svo tíguleg og falleg kona. Þá reisn tók hún með sér úr þessu lífi. Það skipulagði hún sjálf og allt var eins og hún vildi hafa það til hinstu stundar. Sigga mín og Harpa voru vinkonur í 45 ár. Sú vinátta var reist á trúnaði og trausti. Fram á síðustu stundu. Þegar tónarnir frá Vé- dísi heyrast úr Fríkirkjunni vestur Flóann kveðjum við K. Harpa Rútsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.