Morgunblaðið - 29.12.2021, Side 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2021
✝
Ásta Sigríður
Sigtryggs-
dóttir fæddist í
Reykjavík 1. febr-
úar 1952. Hún lést
á líknardeildinni í
Kópavogi 28. nóv-
ember 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Valgerður
Björnsdóttir, f.
12.8. 1916, frá
Grundarfirði, d.
27.12. 1978, og Sigtryggur
Pálsson, f. 18.4. 1919, úr
Skagafirði, d. 30.4. 1996.
Systkini hennar eru Ester
Bergmann Halldórsdóttir, f.
14.4. 1943, d. 10.7. 2017, Björn
Ragnar Sigtryggsson, f. 23.12.
1949, Sigrún Sigtryggsdóttir,
mann, f. 19.10. 1998. 2) Valgeir
Bergmann, f. 19.1. 1974, sam-
býliskona hans er Sara Elías-
dóttir, f. 8.3. 1974, og eiga þau
Elías Bergmann, f. 10.6. 1999,
og Emelíu Bergmann, f. 12.7.
2005. 3) Linda Björg, f. 17.9.
1975, börn hennar eru Aníta
Heba, f. 16.2. 1994, Katrín
Ásta, f. 11.2. 1998, Aron Breki,
f. 8.10. 2007, Magnús Páll, f.
8.10. 2007, Yusif Þór, f. 18.12.
2013, og Abdul Karim, f. 24.1.
2015.
Barnabarnabörnin eru þrjú;
Hafsteinn Flóki, Marísól Gná
og Amelía May.
Ásta var mikill Kópavogsbúi
og hafði mikinn áhuga á öllu
sem tengist hannyrðum.
Útför hennar verður gerð
frá Kópavogskirkju í dag, 29.
desember 2021, klukkan 15.
Vegna aðstæðna í þjóðfélag-
inu geta einungis nánustu að-
standendur verið viðstaddir.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
f. 25.7. 1953, Ólaf-
ur Kristjón Sig-
tryggsson, f. 25.4.
1955, og Sig-
tryggur Páll Sig-
tryggsson, f. 18.7.
1959.
Ásta kláraði
barnaskólann í
Kópavogsskóla og
byrjaði ung að
vinna og starfaði
lengst við umönn-
unarstörf fyrir fatlaða.
Árið 1968 hóf hún sambúð
með Magnúsi Pálssyni Sigurðs-
syni, f. 18.2. 1950, og gengu
þau í hjónaband 10.1. 1976 en
skildu árið 2008. Börn þeirra
eru: 1) Eiríkur Þór, f. 8.6. 1970,
sonur hans er Róbert Berg-
Við vorum aðeins unglingar,
hún 16 ára og ég 18 ára, þegar við
kynntumst 1968 í september,
kannski október, í gegnum sam-
eiginlegan vin, hann var æsku-
vinur minn. Í vinahópnum okkar
sem unglingar var mikið fjör og
skemmtum við okkur um helgar.
Við fórum svo eina ferð í október
1968 á ball í Stapann í Keflavík,
sem var vinsælasti staðurinn þá.
Fullur bíll af krökkum og ég
keyrði bílinn, á leiðinni til Kefla-
víkur kynntumst við Ásta og
byrjuðum saman, sem stóð í 40
ár.
Ásta átti foreldra og systkini
sem tóku mér afskaplega vel, og
reyndust Valgerður og Sigtrygg-
ur okkur sem bestu foreldrar.
Betri hjónum hef ég ekki kynnst
og reyndist Ásta þeim alltaf vel.
Hún var mikil pabbastelpa og
leitaði Sigtryggur mikið til henn-
ar og stólaði á hana eftir að Val-
gerður lést langt um aldur fram.
Ásta og pabbi hennar tóku upp á
því að leigja sumarbústað af
Múrarafélaginu í Öndverðarnesi.
Þau voru afskaplega samrýnd í
öllu sem þau tóku sér fyrir hend-
ur, þar ákváðu þau að byggja sér
sumarbústað sem nefndur var
Hofdalir, sem systkinin eignuð-
ust svo síðar öll.
Eitt sinn fórum við í Naustið
saman og fengum okkur þorra-
mat, þar sátum við til borðs með
Sveinbirni Beinteinssyni ásta-
trúarformanni og kvað hann
þessa vísu til Ástu: „Ásta mín er
undurfríð, eins og blóm að vori,
heitan kossinn henni býð, hve-
nær sem ég þori.“
Ásta var í saumaklúbbi með
skólasystrum sínum frá 1974-5
og allt fram á síðasta dag. Þar
var oft fjörugt og margar sum-
arferðir farnar. Einnig átti Ásta
æskuvinkonur sem ólust upp á
hennar æskuslóðum, sá vinskap-
ur hélst einnig til hinsta dags.
Hún var vinmörg og eignaðist
vini hvar sem við bjuggum.
Það lék allt í höndunum á
henni; hún saumaði á öll sín börn,
barnabörn og barnabarnabörn
svo eftir var tekið. Hún var í
glerskreytingum, skreytti
glugga og bjó til glerverk. Hún
var mikil listakona.
Ásta og systkini hennar voru
alla tíð mjög samrýnd, með þeim
hafa skapast margar góðar
minningar og stundir í kringum
ferðalög og aðrar hefðir. Við
Ásta eignuðumst þrjú börn, Ei-
rík Þór, Valgeir Bergmann og
Lindu Björgu. Fyrsta barna-
barnið okkar var Aníta Heba og
bjó inni á heimili okkar fyrstu ár-
in sín með Lindu móður sinni,
urðu þær Ásta og Aníta mjög
nánar og alla tíð síðar. Í dag á
hún níu barnabörn, þrjú lang-
ömmubörn og eitt sem er rétt
ófætt. Hún hefði orðið 70 ára
hinn 1. febrúar 2022 og víst er að
margir munu skála á þeim degi í
minningu hennar.
Þess má einnig geta og þakka
óendanlega systrunum Anítu
Hebu og Katrínu Ástu fyrir
stuðning við ömmu sína og fórn-
fýsi af þeirra hálfu. Síðast en
ekki síst þökkum við starfsfólki
líknardeildar Landspítalans fyrir
góða umönnun. Ég votta svo öll-
um sem eiga um sárt að binda
vegna fráfalls Ástu S. Sigtryggs
mína dýpstu samúð. Eitt er víst,
hennar verður sárt saknað af af-
komendum hennar.
Magnús P. Sigurðsson.
Ásta mágkona mín er látin eft-
ir erfið veikindi og er nú komin í
sumarlandið.
Ásta var mikil fjölskyldukona
og heimili hennar og Magga var
sá staður sem við komum alltaf
við á í bíltúrum um helgar og þar
var sannkallaður samkomustað-
ur fjölskyldunnar. Þegar barna-
börn hennar komu í heiminn áttu
þau alltaf hlýjan ömmufaðm að
kúra í og dvelja um lengri og
skemmri tíma hjá henni. Ásta
tengdist barnabörnunum sínum
vel og sterkir strengir ástar og
umhyggju tengdu þau saman.
Ásta var ættrækin og var í mun
að börnin hennar og raunar allir í
fjölskyldunni þekktu og vissu
deili á ættmennum sínum.
Trygglyndi er eitt af því sem ég
tengdi við Ástu mágkonu mína
og alltaf var hún tilbúin að hjálpa
ef eftir því var leitað. Þegar móð-
ir Ástu dó 1979 var það erfiður
tími hjá allri fjölskyldunni enda
einstök kona. Ásta hugsaði vel
um pabba sinn eftir að mamma
hennar dó og þau systkini öll
enda stóðu þau saman og mikill
samgangur á milli fjölskyldna
lengi vel.
Ásta hafði gaman af ferðalög-
um innanlands og erlendis. Hún
fór meðal annars með okkur og
fleirum úr fjölskyldunni til Spán-
ar fyrir 30 árum þegar börn
hennar voru enn á unglingsaldri
og við Óli vorum með þrjá litla
gutta sem nutu þess að vera í
þessari fjölskylduferð. Ótal dýr-
mætar minningar eru úr þessari
skemmtilegu ferð sem var auð-
vita mynduð í bak og fyrir. Einn-
ig fórum við í veiðiferðir saman
ásamt Bjössa bróður hennar og
Kiddý mágkonu hennar, þá var
gaman og staðið við vatnið og
veitt spjallað og leikið.
Ástu var mikið í mun að halda í
gamlar fjölskylduhefðir og var sú
hefð að búa til laufabrauð fyrir
jólin ein af þeim. Þá bauð hún öll-
um systkinum sínum og börnum
þeirra að taka þátt í því. Hefðin
lifði í mörg ár og var liður í jóla-
undirbúningi og samverustund-
um fjölskyldunnar. Kleinubakst-
ur var fastur liður hjá Valgerði
móður Ástu og var til sérstök
kleinuuppskrift sem kennd var
við hana. Allar systurnar, Ásta,
Sigrún og Ester, voru snillingar í
að baka kleinur eftir þessari fjöl-
skylduuppskrift. Systurnar voru
líka miklar handverkskonur og
liggur eftir þær mikið af falleg-
um peysum,vettlingum og sokk-
um. Ásta var sú sem prjónaði á
mína stráka og nutu þeir þess að
vera í fallega útprjónuðum peys-
um frá Ástu frænku.
Seinna sameinuðust Ásta,
pabbi hennar og systkini um að
byggja sumarbústað í Öndverð-
arnesi í Árnessýslu og var það
Ástu mikilvægur áningarstaður
og þar undi hún sér vel með
handavinnu og sínum nánustu.
Ásta vann á starfsævi sinni mest
með börnum og fötluðum enda
umhyggja og stuðningur við þá
sem minna mega sín mikilvægur
þáttur í hennar persónuleika sem
alltaf skein í gegn.
Ásta var elskuð og virt af allri
fjölskyldunni og ég á henni mikið
að þakka.
Hvíl í friði elskulega Ásta.
Ég samhryggist Eiríki, Valla,
Lindu og fjölskyldum þeirra og
ekki síst Anítu Hebu og Katrínu
Ástu, sem sinntu ömmu sinni af
sérstakri alúð.
Margrét Elíasdóttir.
Í dag kveðjum við okkar kæru
vinkonu, Ástu Sigríði.
Við kynntumst Ástu þegar við
byrjuðum í grunnskóla sjö ára
gamlar. Það er margs að minnast
og þær minningar eru góðar
enda alltaf góður vinskapur.
Ásta var mjög laghent og hafði
gaman af allri handavinnu og
föndri eins og við allar.
Okkar kæra vinkona kenndi
mér að prjóna fyrir rúmum
fjörutíu og fimm árum þegar við
vorum með krakkana okkar litla,
en þá bjuggum við báðar í Hafn-
arfirði og þar stofnuðum við okk-
ar fyrsta saumaklúbb. Fljótlega
bættust vinkonur okkar frá
æskuárunum í Kópavogi í klúbb-
inn, Greta og Nína, síðar kom
Guðrún. Þessir saumaklúbbshitt-
ingar einkenndust fyrstu árin af
alls kyns hnallþórum, síðar meir
varð þetta að matarveislum og
hin síðari ár vorum við komnar í
mun léttari og hollari mat, en
alltaf var mikið um handavinnu
og spjallað um allt milli himins og
jarðar. Síðasti saumaklúbburinn
var haldinn í ágúst sl. og áttum
við allar góða stund saman.
Þessi góði og samhenti fé-
lagsskapur var duglegur að fara
á alls kyns föndurnámskeið og á
sumrin var farið í útilegur þegar
krakkarnir voru litlir. Einn vet-
urinn föndruðum, saumuðum og
prjónuðum við alls kyns hluti og
fórum með það í Kolaportið og
seldum, fyrir það fórum við í
verslunarferð til Glasgow og
þegar við komum heim úr þeirri
ferð voru krakkarnir okkar í eins
Mikka Mús-peysum yfir vetur-
inn, sem þeim fannst ekkert sér-
lega spennandi. Saumaklúbbur-
inn fór í fleiri utanlandsferðir.
Ásta fór einn vetur á gler-
skurðarnámskeið hjá Listgleri,
eftir það námskeið, gerði hún
ýmsa fallega hluti sem hún bæði
gaf og seldi, það má því segja að
það var sama hvaða handverk
hún tók sér fyrir hendur, allt var
mjög vel unnið sama hvort það
var prjónaskapur eða glerskurð-
ur.
Ásta var hjartahlý og góð kona
sem gaf mikið af sér, enda varð
hennar ævistarf að annast fólk
með fötlun, bæði að aðstoða það á
vinnustofum og í búsetu.
Ásta naut þess líka að vera úti
í náttúrunni, henni fannst alltaf
gaman að fara í sumarbústaða-
ferðir og útilegur hér fyrr á ár-
um.
Það er skrýtið að hugsa til
þess að geta ekki lengur komið
við í Hamraborginni og prjónað
eða fengið aðstoð, en þú varst
alltaf tilbúin að aðstoða okkur
sem þess þurftum þegar við vor-
um komnar í strand, þá tókstu af
mér prjónana og sagðir: „Svona
gerir þú og haltu áfram, þú getur
þetta vel.“
Í maí síðastliðnum sátum við
saman og prjónuðum heimfarar-
sett á langömmubörnin okkar
sem voru væntanleg og áttum við
þar góðar stundir saman.
Ásta er búin að eiga við erfið
veikindi að stríða í nokkur ár og
hefur þetta ár reynst henni erf-
itt, en nú er komið að kveðju-
stund við erum þakklátar fyrir að
hafa átt þig sem vinkonu öll þessi
ár, en þín verður sárt saknað.
Innilegar samúðarkveðjur til
fjölskyldunnar.
Að eiga vin er vandmeðfarið,
að eiga vin er dýrmæt gjöf.
Vin, sem hlustar, huggar, styður,
hughreystir og gefur von.
Vin sem biður bænir þínar,
brosandi gefur þér ráð.
Eflir þig í hversdagsleika
til að drýgja nýja dáð.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Þínar vinkonur,
Sigriður (Sirrý) og Gréta.
Ásta Sigríður
Sigtryggsdóttir
✝
Einar Björgvin
Kristinsson
fæddist í Reykjavík
29. desember 1931.
Hann lést á hjarta-
deild Landspítalans
við Hringbraut 11.
maí 2021.
Foreldrar hans
voru Kristinn
Sóphus Pálmason,
f. 1897, d. 1965, og
Einbjörg Einars-
dóttir, f. 1902, d. 1995. Einar var
fjórði af sjö börnum þeirra
hjóna, sem eru nú öll látin, þeim
Jóni, Pálma, Klöru, Kristjáni,
Kristni og Sigurði. Hálfsystir
þeirra samfeðra, Dóra, er einnig
látin.
síðan í Gagnfræðaskólann við
Lindargötu. Seinna fór hann
einn vetur á Reykjaskóla í
Hrútafirði. Hann útskrifaðist úr
Stýrimannaskólanum árið 1955
með skipstjóra- og stýrimanns-
réttindi. Einar starfaði til sjós
frá unga aldri, m.a. frá Patreks-
firði og Vestmannaeyjum. Árið
1962 stofnaði hann stórútgerð-
ina og fiskvinnsluna Sjöstjörn-
una hf. sem gerði út fjölda báta
og keypti fyrsta skuttogara Suð-
urnesjanna. Einar starfaði við
vinnslu og útflutning sjávaraf-
urða út starfsævina.
Einar sat í ýmsum stjórnum
sem tengdust bæði vinnu hans
og áhugamálum. Hann var m.a.
formaður Vinnuveitendasam-
bands Suðurnesja og í stjórn
Landssambands íslenskra út-
vegsmanna, í stjórn Golfklúbbs
Suðurnesja, var meðlimur í Rot-
ary og fleira.
Útför hans fór fram í kyrrþey
hinn 20. maí 2021.
Einar kvæntist
hinn 7. janúar 1956
Steinunni Sigþórs-
dóttur, f. 1934 í
Reykjavík. For-
eldrar hennar voru
Sigþór Guðmunds-
son og Sigríður
Jónsdóttir.
Dóttir Einars og
Steinunnar er Auð-
ur, f. 1969, maki
hennar er Ásbjörn
Gíslason, f. 1970, börn þeirra
eru Einar Snær, f. 1997, í sam-
búð með Katrínu Káradóttur, f.
1997, Andri Steinn, f. 2001,
Viktor Orri, f. 2003, og Ásdís
Eva, f. 2008.
Einar gekk í Miðbæjarskóla,
Í dag, 29. desember, hefði
elsku pabbi minn, Einar Björg-
vin Kristinsson, orðið níræður en
hann lést á hjartadeild Landspít-
alans hinn 11. maí síðastliðinn.
Jarðarförin fór fram í kyrrþey að
hans ósk. Í tilefni afmælisdags-
ins minnist ég hans hér með
kærleik og söknuð í hjarta, en
pabbi var öðlingur mikill sem tók
á móti öllum með sínu hlýja brosi
og var húmorinn aldrei langt
undan.
Pabbi fæddist og ólst upp í
Vesturbæ Reykjavíkur í hópi sjö
systkina þar sem lífsbaráttan var
hörð og fór hann fljótt að vinna
sér inn aur með því að selja blöð
og bíómiða. Ungur fór hann í
sveit í Borgarfirði og vann hann
þar bæði sem mjólkurpóstur og
kaupamaður. Hann var aðeins 15
ára gamall þegar hann réð sig
sem kokk á bát frá Vestmanna-
eyjum með matreiðslubók að
vopni því ekki kunni hann að
elda en hann lét það ekki stoppa
sig, sem er mjög lýsandi fyrir
pabba.
Eftir útskrift úr Stýrimanna-
skólanum varð hann stýrimaður
á togara frá Patreksfirði og vann
á vertíð í Vestmannaeyjum. Síð-
ar réð hann sig sem 1. stýrimann
á Austfirðing sem lenti í ham-
faraveðri við Nýfundnaland í
janúar 1959 þar sem þeir börðust
fyrir lífi sínu í nokkra daga og
var það honum þung lífsreynsla.
Pabbi og mamma, Steinunn
Sigþórsdóttir, giftu sig árið 1956
og árið 1960 fluttu þau til Kefla-
víkur þar sem þau hófu að reka
saltfiskverkun í Grindavík.
Tveimur árum seinna stofnaði
pabbi útgerðina Sjöstjörnuna hf.
ásamt Kristni bróður sínum er
þeir tóku bátinn Stjörnuna RE á
leigu. Það var mikill stórhugur í
þeim bræðrum og keyptu þeir í
kjölfarið fjölda báta og gerðu út.
Sjöstjarnan var fyrsta fyrirtækið
utan gömlu sölusamtakanna sem
fékk útflutningsleyfi, sem var
ekki auðsótt mál á þeim tíma.
Pabbi starfaði við sjávarútveg,
bæði við vinnslu og útflutning,
þangað til starfsævi hans lauk.
Pabbi var mjög félagslyndur
og sat í ýmsum stjórnum sem
tengdust bæði vinnu hans og
áhugamálum. Hann var alla tíð
mjög pólitískur og gekk ungur í
Sjálfstæðisflokkinn, gegndi hann
ýmsum trúnaðarstöfum fyrir
flokkinn og er gaman að segja
frá því að hann sat síðast lands-
fund árið 2018, þá 87 ára gamall,
sem fulltrúi Garðabæjar.
Pabbi stundaði stangveiði af
mikilli innlifun og notaði á sínum
bestu árum hvert tækifæri til að
renna fyrir lax en hann veiddi
síðast í Elliðaánum þegar hann
var 86 ára og naut þess í botn.
Hann var mikill golfari og byrj-
aði að spila í Leirunni hjá GS fyr-
ir rúmum 40 árum, en síðustu
áratugina spilaði hann í Oddinum
og GKG þar sem hann átti sína
góðu golffélaga.
Pabbi var einstaklega hjarta-
hlýr og barngóður og voru
barnabörnin honum allt. Pabbi
hafði mjög gaman af því að spila
bridge, sagði það sína hugarleik-
fimi en hann spilaði reglulega
með eldri borgurum í Gullsmára.
Pabbi var ótrúlega duglegur
og framkvæmdi meira á sinni
ævi en flestir og var aldrei
hræddur við að takast á við nýjar
áskoranir. Við pabbi vorum mjög
náin og þegar kveðjustundin
kom þá er svo margs að minnast
og svo óendanlega margs að
sakna en upp úr stendur þakk-
læti fyrir að hafa átt hann sem
pabba, hann var einstakur.
Auður Einarsdóttir.
Einar Björgvin
Kristinsson
Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, sonur,
bróður og mágur,
SIGURÐUR KRISTINSSON
framkvæmdastjóri,
Austurkór 52,
Kópavogi,
lést föstudaginn 17. desember.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 4. janúar
klukkan 13. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir en gestir þurfa
að framvísa hraðprófi við inngang. Athöfninni verður streymt á
Facebook-síðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju — beinar
útsendingar.
Sigríður Bjarkadóttir
Kristinn Már Sigurðsson
María Mjöll Sigurðardóttir
Aron Bjarki Sigurðsson
Kristinn G. Jóhannsson Guðbjörg Sigurðardóttir
Brynhildur Kristinsdóttir Ólafur Þór Jósefsson
Gunnar Kristinsson Dóróthee Damm
og fjölskyldur
Okkar ástkæra
HELENA MARÍA ÁGÚSTSDÓTTIR,
Stillholti 2, Akranesi,
lést á heimili sínu miðvikudaginn
15. desember.
Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju
fimmtudaginn 30. desember klukkan 13.
Streymt verður frá útförinni á vef Akraneskirkju,
www.akraneskirkja.is.
Hildur María Sævarsdóttir Sævar Þór og Helena María
Ágúst Ingi Sævarsson Alexander Leó
Ingvar Ágústsson Heiður Sigurðardóttir
Ágúst Guðmundsson Erna K. Þorkelsdóttir
og fjölskyldur