Morgunblaðið - 29.12.2021, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 29.12.2021, Qupperneq 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2021 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar .Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. .Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. .Smíðum gestahús – margar útfærslur. .Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. .Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bílar Nýr 2022 Ford Transit 350 Trend Double Cab 7 manna með palli. Þessir bílar eru ófáanlegir í dag en við eigum þennan til afhendingar strax ! Verð: 5.300.000 án vsk. www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 10–18 virka daga. Húsviðhald Tek að mér ýmisskonar húsaviðhald og ýmis smærri verk- efni . Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Vantar þig pípara? FINNA.is Færir þér fréttirnar mbl.is Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Ath. Grímuskylda er á uppboðum. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Eyrarvegur 25, Akureyri, fnr. 214-6062, þingl. eig. Ómar Valur Stein- dórsson og Sæbjörg Rut Guðmundsdóttir, gerðarbeiðandi Íslands- banki hf., þriðjudaginn 4. janúar nk. kl. 11:00. Setberg, Svalbarðsstrandarhr, fnr. 216-0359, þingl. eig. AUTO ehf, gerðarbeiðendur Svalbarðsstrandarhreppur og Sýslumaðurinn á Norðurlandi eys og Íslandsbanki hf., miðvikudaginn 5. janúar nk. kl. 10:00. Kumblavík, Langanesbyggð, 4,1667% ehl, fnr. 216-8069, þingl. eig. Halla Hallmarsdóttir, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Norðurlandi ves, miðvikudaginn 5. janúar nk. kl. 11:15. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra 28. desember 2021 Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-15.30. Opin vinnu- stofa kl. 9-15.30. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Kaffisala kl. 14.45- 15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. Sími 411-2600. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 10-11. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Lokum kl. 14. Garðabær Pool-hópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Skák í Jónshúsi kl. 10.30. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13. Seltjarnarnes Kaffikrókur á Skólabraut frá kl. 9-11.30 alla virka daga. Félags- og tómstundastarf eldri bæjarbúa er komið í jólafrí fram yfir áramót. Byrjum aftur miðvikudaginn 5. janúar. Óskum ykkur öllum gleðilegrar hátíðar, árs og friðar og þökkum samveru og samstarf á liðnum árum. ✝ Garðar Stein- sen fæddist 19. nóvember 1931 í Reykjavík. Hann lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Grund 23. desem- ber 2021. Foreldr- ar Garðars voru Vilhelm Steinsen (f. 28. júlí 1903, d. 4. júní 1992) og Kristensa Marta Sigurgeirsdóttir (f. 11. sept- ember 1906, d. 19. desember 1982). Systkini Garðars: 1) Guðrún (f. 1929, d. 1953), maki Emil Ágústsson (f. 1926, d. 1983), 2) Anna Katrín (f. 1935, d. 1965), maki Þorvaldur Jónsson (f. 1936, d. 2020), 3) Örn Steinsen (f. 1940), maki Erna Franklín (f. 1941). Garðar gekk að eiga Ásthildi Guðmundsdóttur 27. desember 1952. Ásthildur G. Steinsen fæddist 2.11. 1930 í Reykjavík. Hún lést á Grund 27. október 2021. For- eldrar Ásthildar voru Guðmundur Benjamínsson klæðskeri (f. 1900, d. 1966) og un árs 1970 fluttu þau á Öldu- götu 4. Frá 1978 bjuggu þau í Smyrlahrauni 20 í Hafnarfirði en síðustu árin þar dvöldu þau um vetrartímann í húsi sínu Villa Marta á Spáni. Þau komu svo aftur í Vesturbæinn árið 2000 á Boðagranda 7 og svo Aflagranda 40. Síðustu tvö árin dvaldi Garðar svo alfarið á Grund og þangað flutti Ásthild- ur til hans síðastliðið haust. Garðar hafði mikinn áhuga á fótbolta og var KR-ingur í húð og hár. Flug og flugvélar voru honum hugðarefni, sem rímaði vel við sameiginlegt áhugamál Garðars og Ásthildar, ferðalög. Þau sigldu fyrst með Gullfossi árið 1964. Eftir það lágu leiðir þeirra um alla Evrópu og um víða veröld. Garðar gekk í Verzlunar- skóla Íslands en hóf störf hjá Vegagerð ríkisins að námi loknu. Þar átti hann allan sinn starfsferil og varð þátttakandi í þeim gríðarlegu breytingum sem vegakerfi landsins tók þau 50 ár sem hann starfaði þar. Útför Garðars fer fram frá Neskirkju í dag, 29. desember 2021, kl. 13. Streymt verður frá athöfn- inni á: https://sonik.is/gardar https://www.mbl.is/andlat Vilborg Einars- dóttir (f. 1904 , d. 1950). Synir Garðars og Ásthildar eru: 1) Már Steinsen (f. 26. maí 1952), maki El- ín Garðarsdóttir Steinsen (f. 14. mars 1962). Börn: a) Pétur Steinsen (f. 5.6. 1975), b) Ja- cob Suddergaard Steinsen (f. 8.10. 1979), c) Vala Elfudóttir Steinsen (f. 6.3. 1984), d) Vilborg Steinsen (f. 6.9. 1997) og fósturdóttir Hel- ena Jónsdóttir Steinsen (f. 30.4. 1991). 2) Vilhelm Steinsen (f. 17. júní 1960), maki Þóra Guðna- dóttir (f. 24. mars 1964). Börn þeirra eru: a) Ásta Kristensa Steinsen (f. 1.3. 1994), b) Una Kamilla Steinsen (f. 17.12. 1996) og c) Garðar Thor Steinsen (f. 10.5. 1998). Fyrstu æviárin bjó Garðar á Sólvallagötu 55, á heimili for- eldra hans, og þar hófu hann og Ásthildur búskap árið 1952. Hjónin fluttu í sína fyrstu íbúð á Kvisthaga 25 árið 1957. Í byrj- Þegar kveðja skal í hinsta sinn finnst mér engin orð geta gert tengdapabba nógu góð skil. Frá fyrstu kynnum okkar fyrir hartnær 35 árum tókst með okkur einlægt samband byggt á gagnkvæmum skilningi og trún- aði. Hvert sem hann fór var tekið eftir sterkri röddinni og hann heilsaði með þéttu handabandi. Garðar var sannkallaður „sént- ilmaður“ af gamla skólanum, alltaf flottur í tauinu, háttvísin og snyrtimennskan í fyrirrúmi. Umfram allt var Garðar traustur og ljúfur maður. Hann var góður vinur sem hafði vel- ferð sinna nánustu alltaf í huga. Í samskiptum okkar setti hann iðulega fram aðra höndina eins og til að heilsa, blikkaði öðru auganu og sagði „erum við ekki vinir …“ en það merkti einfald- lega „við skiljum hvort annað og erum sammála“. Garðar var kletturinn þar sem Ásthildur var fiðrildið. Staðfastur og jafnlyndur þar sem hún var framhleypin og leiftrandi. Henni tókst að lokka hann út í alls kyns ævintýri sem gáfu lífi þeirra lit og bjuggu þeim til ótal skemmtilegar minningar. Þótt hjónin væru um margt ólík höfðu þau sameig- inlega ástríðu fyrir ferðalögum og voru í gegnum áratugina bú- in að ferðast um víða veröld. Þau höfðu gaman af því að rifja upp ferðir sínar og nefndu oft hve gaman var að bruna um hlykkjótta vegi í Ölpunum, syngjandi með týrólatónlist í botni á leið til næsta nætur- staðar. Það er mynd sem fær mig alltaf til að brosa, það er bara svo ekta þau. Síðasta ferð Garðars til útlanda var á átt- ræðisafmæli Ásthildar þar sem stórfjölskyldan hittist í Portúgal til að fagna. Þegar komið var heim á hótelið eftir afmælisteit- ið var hljómsveit að spila gamla slagara í veislusalnum. Hópur- inn var orðinn lúinn og á leið í háttinn en þá kom Garðar yngri kynslóðunum á óvart þar sem hann leiddi „drottninguna sína“ út á dansgólfið og þau tóku nokkrar gamalkunnar sveiflur. Það átti svo sem ekki að koma okkur neitt á óvart; blíðuhót, væntumþykja og lífsgleði voru hversdagleg í þeirra lífi. Liðið haust hefur verið þungt. Á aðeins tveimur mán- uðum er mikið skarð höggvið í líf þeirra bræðra og fjölskyld- unnar allrar. Stutt er á milli fráfalls þeirra hjóna en í huga okkar flestra sem eftir stöndum er það eins og það á að vera. Þau höfðu varið ríflega 75 árum ævi sinnar saman og tengsl þeirra voru sterk og innileg. Við sem nú syrgjum megum leita huggunar í þeirri visku að Garð- ar kvaddi þetta líf saddur og sáttur. Hann er farinn í sitt hinsta ferðalag og ég vil trúa því að hann sé farinn að finna alla þá sem hann hefur sjálfur þurft að horfa á eftir og saknað. Takk fyrir allt, minning kær um stóran mann lifir. Nú hnígur sól að sævarbarmi, sígur húm á þreytta jörð. Nú blikar dögg á blómahvarmi, blundar þögul fuglahjörð. Í hljóðrar nætur ástarörmum allir fá hvíld frá dagsins hörmum. Þóra. Við kvöddum afa í síðasta sinn aðfaranótt Þorláksmessu. Á sama tíma og það er erfitt að kveðja er það huggun að afi átti langt og kærleiksríkt líf að baki og við erum lánsöm að hafa átt hann að eins lengi og við gerð- um. Afi Gæi var mikill fjölskyldu- maður og honum þótti gríðar- lega vænt um fólkið sitt og sýndi það óspart á marga mis- munandi vegu. Eins og allir sem þekkja hann vita var hann gjaf- mildur og gestrisinn og áhuga- samur um fólk og þá helst hverra manna það væri og hvort það héldi ekki örugglega með KR. Við eigum hlýjar minningar úr Smyrlahrauninu þar sem kveikt var upp í arn- inum og afi nuddaði tásurnar og raulaði um Akrafjall og Skarðs- heiði sem voru eins og fjólubláir draumar. Oft fór hann með okk- ur í gönguferðir um miðbæ Hafnarfjarðar og í Hellisgerði eða niður á höfn að skoða skip- in. Svo sagði hann gjarnan „allir mínir menn!“ til að smala okkur aftur saman og oftar en ekki enduðu þessar ferðir á því að við fengum ís eða nammi enda var afi mikill sælkeri og var þekktur fyrir að fá sér rjóma ofan á hvað sem var, meira að segja ritzkex. Afi var mikill snyrtipinni og okkur er minnisstæð rakvélin hans sem heyrðist mjög hátt í þegar hann rakaði sig inni á baði. En snyrtimennskan náði ef til vill hámarki hvað varðaði mözduna hans sem hann kallaði oft drossíuna og þvoði og bónaði samviskusamlega. Við fengum öll að keyra drossíuna í æfinga- akstri og þá kenndi afi okkur að tvíkúpla og keyra hægt yfir bryndísarbrjóstin í Frostaskjól- inu. Það sást langar leiðir að hann afi var góður maður. Hvert sem hann fór heilsaði fólk honum og ef hann hitti fólk sem hann þekkti ekki nú þegar þá tókst honum einhvern veginn alltaf að rekja tengingar aftur að Sól- vallagötunni, en sú gata hlýtur að hafa fleiri víddir en aðrar götur í Reykjavík því ef marka má afa þá bjó bróðurpartur þjóðarinnar þar á einhverjum tímapunkti í lífi sínu. Við söknum þín, elsku afi, hvíl í friði. Ásta, Una og Garðar. Bezti vinur minn og kær bróðir er látinn. Þúsundir minn- ingabrota þjóta í gegnum hug- ann og allt eins og gerst hafi í gær. Við vorum tveir bræðurnir og höfum verið samferða í rúm 80 ár, hann 9 árum eldri. Garð- ar (Gæi) bróðir minn var ljúf- lingur í orðsins fyllstu merk- ingu. Hann var hljóðlátur og feiminn og hafði sig ekki mikið í frammi en var þeim mun traust- ari og áreiðanlegri. Hann hafði hjartað svo sannarlega á réttum stað, hjálplegur og góður en umfram allt mikilmenni í mín- um augum. Hann var mín fyrir- mynd í einu og öllu. Gæi, eins hann var alltaf kall- aður, ólst upp Vesturbænum, KR-ingur í húð og hár. Hann lék knattspyrnu með yngri flokkum KR með þekktum strákum eins og Herði Felixsyni og Guðmundi Árnasyni tann- lækni. Ein smásaga af honum fylgdi honum alltaf. Hann var sérlega mikill snyrtipinni og eitt sinn þegar KR-ingar voru að spila á Grímsstaðaholtinu var rigning og rok. Hann var í ný- þveginni KR-peysu og hafði lof- að mömmu sinni að skíta nú ekki peysuna út. Til þess að hlífa peysunni, ef hár bolti kom að marki, þá ákvað hann að grípa ekki boltann heldur „drepa“ hann niður eins og kall- að er, því þá myndi peysan ekki óhreinkast. Oft var hann síðar minntur á þessa sögu, en hún var svo sem ekkert sérstök fyr- ir hans snyrtimennsku, því bíl- arnir hans glóðu alltaf jafnt í sólskini sem rigningu. Garðar fór í Verzlunarskól- ann og lauk þaðan prófi. Hann vann hin ýmsu störf í æsku m.a. við vegagerð og því lá beint við þegar hann lauk skóla að hefja störf hjá Vegagerðinni þar sem hann vann síðan í 50 ár. Öll hans störf voru unnin af trú- mennsku, samviskusemi og heiðarleika. Hann ferðaðist mik- ið um landið á vegum vinnunnar og kynntist því mörgum í gegn- um tíðina, sem leituðu ráða hjá honum um hin ýmsu mál. Á ferðum okkar hjóna og vina um landið nutum við hans leiðsagn- ar þar sem hann þekkti menn úr öllum landshornum sem gátu miðlað þekkingu sinni ef upp- lýsingar vantaði. Það er svo sannarlega margs að minnast á löngum ferli en ég bíð með að ræða það við hann þangað til við hittumst hinum megin. Gæi kynntist konu sinni henni Ásthildi (Hiddu) snemma á lífsleiðinni og eignuðust þau tvo syni, Má og Vilhelm. Þau bjuggu víðar um ævina, bæði í Reykjavík og Hafnarfirði, en enduðu svo auðvitað í Vestur- bænum. Á efri árum keyptu þau sér svo hús á Spáni og nutu til fullnustu í þó nokkur ár. Þar leið þeim vel og þau ferðuðust þaðan víða um Evrópu. Skammt er stórra högga á milli, þar sem Ásthildur lést fyrir tæpum tveimur mánuðum. Nú eru þau sameinuð aftur og er það vel. Mikill missir er að þeim báðum. Við Erna og börn vottum Má, Villa og fjölskyldum þeirra innilega samúð við lát Garðars. Hugur okkar er hjá þeim sem hafa misst mikið. Hvíl þú í friði, elsku bróðir. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Örn og Erna. Myrkrið var að byrja að hörfa fyrir birtunni og messa heilags Þorláks að ganga í garð þegar okkar kæri vinur, Garðar Steinsen, kvaddi þetta jarðlíf. Garðar var ekki aðeins vinur okkar, heldur litum við nánast á hann sem tengdaföður okkar beggja. Hugur okkar fyllist söknuði, en við hugsum til baka og rifj- um upp allar gleðistundirnar sem við áttum með hjónunum Garðari og Ásthildi. Garðar var traustur og tryggur félagi, kankvís og glað- sinna og snyrtimenni fram í fingurgóma. Það átti við um alla hluti sem hann umgekkst, bíla, hús og garð, allt var tandur- hreint og í góðu standi. Einu sinni sem oftar þegar við kom- um í heimsókn á Smyrlahraunið var Garðar að pússa þröskuld- inn á útidyrahurðinni sem var klæddur með einhvers konar koparhúð. Við sáum að þrösk- uldurinn á dyrum nágrannans var ekki eins fagur á að líta, svo að við spurðum í gríni hvort hann ætlaði ekki að pússa þröskuld nágrannans líka. Okk- ar maður glotti og svaraði: „Ég geri það nú stundum.“ Svona var Garðar, hann lét oftast verkin tala. Á allra síðustu árum fækkaði heimsóknunum, en oftar var hringt og spjallað. Mörg símtöl voru stutt og laggóð, spurt var um okkar hagi og tékkað á heilsu barna og barnabarna. Þess háttar símtöl verða ekki fleiri, en í staðinn verðum við að láta fallegar hugsanir nægja. Það er undarlegt til þess að hugsa að Ásthildur kona Garð- ars hafi kvatt fyrir einungis tveimur mánuðum. Synir þeirra hafa því misst foreldra sína með jafn skömmu millibili og raun ber vitni. Og þó að aldurinn hafi verið farinn að færast yfir þau, skapast samt ákveðin vatnaskil þegar báðir foreldrarnir hverfa á braut. Við hugsum til Garðars og auðvitað Ásthildar líka með söknuði og trega. Margar góðar gjafir féllu okkur í skaut frá þeim, en stærsta gjöfin var þó vinátta þeirra og elskusemi í ár- anna rás. Innilegar samúðarkveðjur sendum við bræðrunum og þeirra fjölskyldum. Megi Guð vera með ykkur, styrkja og styðja. Minningin um þetta yndis- lega fólk varðveitum við í hjört- um okkar. Elín Ástráðsdóttir Gunnlaugur Sveinsson. Garðar Steinsen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.