Morgunblaðið - 29.12.2021, Page 20

Morgunblaðið - 29.12.2021, Page 20
20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2021 Gleðileg jól og farsælt komandi ár 50 ÁRA Anný er Kópavogsbúi og ólst þar upp. Hún er hjúkrunarfræðingur að mennt frá HÍ og er með M.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá HÍ. Hún er einnig með próf í verðbréfamiðlun. Anný er verk- efnastjóri í viðskiptaþróun hjá lyfja- fyrirtækinu Coripharma. Anný er formaður blakdeildar HK og áhugamálin eru blak, strandblak og skíði. „Ég er einmitt að bíða eftir að komast á skíði. Við fjölskyldan erum með for- eldrum mínum á Akureyri, en það er ófært núna upp í Hlíðarfjall,“ sagði Anný þegar blaðamaður ræddi við hana í gær. FJÖLSKYLDA Eiginmaður Annýjar er Halldór Ás- grímur Elvarsson, f. 1968, grafískur hönnuður hjá Vert. Synir þeirra eru Andreas Hilmir, f. 1993, Nökkvi Freyr, f. 1999, Elvar Örn, f. 2002, og Fjölnir Logi, f. 2009. Foreldrar Annýjar eru Örn Thorstensen, f. 1947, röntgen- læknir, og Guðbjörg Grétarsdóttir, f. 1948, kennari. Þau eru búsett í Kópa- vogi. Anný Berglind Thorstensen Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Samskipti kynjanna eru svo sannarlega hárfín list og þú færð smjör- þefinn af því þessa dagana. Oft sendum við frá okkur skilaboð, sem eru misskilin. 20. apríl - 20. maí + Naut Það er mikil togstreita innra með þér svo að þú átt erfitt með að einbeita þér. Eitthvað mun setja strik í reikninginn í dag. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Hvatning frá vinum virkar eins og plástur á sárið á sálartetrinu. Farðu vel með þig næstu daga. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Nú er rétti tíminn til þess að strengja þess heit að fara betur með peninga. Ekki fara offari í skipulagningu hluta. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú vilt eyða peningunum í hlut sem þú hefur lengi haft augastað á. Hvað heldur aftur af þér? Láttu það eftir þér að njóta lífsins. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þú hefur þörf fyrir að fara þínar eigin leiðir í dag. Breytingar á nánum samböndum neyða þig til að aðlagast breyttum aðstæðum. 23. sept. - 22. okt. k Vog Fjármál og vinna eru í brennidepli hjá þér í dag. Farðu aðra leið heim úr vinnunni en venjulega og kíktu í búð sem þú hefur ekki komið í áður. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Fylgdu áætlunum þínum eft- ir allt til enda þótt ekki séu þær öllum að skapi. Hikaðu ekki við að gera breytingar heima fyrir. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Sígandi lukka er best og ef þú gefur þér tíma til að kanna málin bet- ur kemstu fyrr að niðurstöðu. Þú færð skemmtilegt tilboð fljótlega. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Láttu þig dreyma, það kostar ekkert. Skilningur þinn á mannlegum samskiptum hefur dýpkað. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Óvæntar fréttir gætu borist í dag. Talaðu við yfirmenn þína um það sem þér liggur á hjarta. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Með örlítilli þolinmæði og smá hugkvæmni áttu að geta fellt alla hluta saman þannig að úr verði heil mynd. Þakkaðu fyrir það sem þú hefur nú þeg- ar. frá akademíunni. Með okkur mynd- aðist vinskapur sem hefur haldist síðan. Ég byrjaði í febrúar 1972 á akademíunni á deild Knuds Holch- ers, en þá hétu allar deildir í skól- anum eftir prófessorunum sem stýrðu þeim. Við fjórir ákváðum, til þess að geta unnið meira í friði, að leigja lítið lókal í bakhúsi við Kron- prinsensgade 1. Skírðum teiknistof- una Arkitektværkstedet og létum prenta fyrir okkur bréfsefni og um- slög. Þegar ég útskrifaðist í mars 1977 bassa, Gunnari Jökli á trommur og Finni Torfa tónskáldi á sólógítar. 1968 stofnuðum við Svenni hljóm- sveitina Roof Tops. Hún sló í gegn og við spiluðum allt að sex kvöld í viku. Við vorum þar fyrir utan allir í fullri vinnu.“ Guðni hætti í MR og fór að læra trésmíði og útskrifaðist sem slíkur 1967. „Á þessum árum kynntist ég verðandi konu minni Gurrý eða Guðríði Tómasdóttur. Við áttum aldrei frí um helgar en á þessum árum var bannað að selja vín á miðvikudögum því þá máttu her- menn af vellinum koma í bæinn. Ég bauð Gurrý samt út að borða á einn af þessum fínni veitinga- stöðum borgarinnar. Vinur okkar var þar yfirþjónn og leysti þetta með rauðvínið á auðveldan hátt. Við fengum það í tekönnu og drukkum það úr tebollum.“ Starfsferillinn Guðni og Gurrý gengu í hjóna- band 30.5. 1970 og Guðni flutti til Kaupmannahafnar stuttu seinna og hóf nám í byggingarfræði við Byggeteknisk Højskole. „Gurrý flutti svo út hálfu ári seinna og vann allan tímann hjá Icelandair meðan við bjuggum í Danmörku. Við vorum þarna fjórir saman í byggingarfræðinni, allir lærðir tré- smiðir, Finnur Björgvinsson, Hall- dór Guðmundsson, Hilmar Þór Björnsson og ég, sem enduðum með að útskrifast sem arkitektar G uðni Bergþór Pálsson fæddist 29. desember 1946 á Landspítalanum í Reykjavík og ólst upp í Reykjavík. „Við fluttum þrisvar og ég skipti jafn oft um skóla. Ég var tíu ára þegar við fluttum á Hagamelinn og átti að byrja í Melaskóla. Þetta var fyrir mér risabygging og ég mætti ekki í skólann, faldi mig bara. Á endanum fylgdi pabbi mér í skólann og ég mætti í teikningu. Á móti mér tók maður með stærstu hendur sem ég hafði nokkurn tímann séð. „Komdu, Guðni minn og sestu hjá mér. Við skulum teikna saman.“ Hann kenndi mér að teikna dali og bláan himin. Þetta var hann Böðvar teiknikennari. Hann kveikti ljós sem hefur aldrei slokknað. Held ég hafi síðan alltaf verið með 10 í teikningu. Ég var aldrei neinn námshestur. Fékk þó 9.00 í loka- prófi sem trésmiður.“ Guðni fór síðan í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar. „Gaggó Vest var fínn skóli með nokkra einstaka kennara. Óskar Magnússon frá Tungunesi var skólastjóri. Eins og klipptur út úr enskum héraðsskóla. Alltaf í tvídjakka, vesti og með þverslaufu. Meðal kennara voru Sverrir Krist- jánsson sagnfræðingur og Jóhann Briem listmálari.“ Snemma fór Guðni að vera í hljómsveitum. „Ég fann fljótt út úr því að ég var enginn maður til þess að bjóða stúlkum upp í dans. Það væri betra að vera uppi á senu en niðri í sal. Við Siggi Viggó mættum á alla miðnæturtónleika hljóm- sveitar Svavars Gests í Austurbæj- arbíói. Þar var Reynir Jónasson á tenórsaxófóninum, þarna var hljóð- færið. Siggi Viggó lærði á trommur og ég á saxófón og við stofnuðum Alto-kvintettinn, tveir. Stuttu seinna bættust í hópinn Svenni Guðjóns á píanó og Einar Páll á trompet. Músíkin heltók mig alveg; Bítl- arnir, Rolling Stones og allar þess- ar hljómsveitir voru að byrja. Við Svenni eyddum saman okkar tán- ingsárum í músíkinni. Ég var í Tónum frá 1964-66 með Jóni Þóri á auglýsti Knud Munk eftir arkitekt. Töluvert atvinnuleysi var þá meðal arkitekta í Danmörku og við vorum um 70 sem sóttum um starfið. Þeg- ar Knud hringdi í mig nokkrum vikum seinna og bauð mér stöðuna sagði Gurrý: „Og þú sem ætlaðir að mála stofuna.“ Ég vann við að klára Grieg-tónlistarhúsið í Bergen. Samstarf okkar Knuds var mjög stirt þar sem við höfðum ólíkar skoðanir. Prófessorinn minn, Holcher, bauð mér þá vinnu hjá KHR arkitektum, sem var ein af stærri stofum í Danmörku. Þar vann ég við afar fjölbreytt verkefni en var þó aðallega að teikna fyrir samkeppnir. Við unnum m.a. sam- keppni um viðbyggingu og nýjan sýningarsal við konunglega leik- húsið í Kaupmannahöfn.“ Árið 1981 fluttu Guðni og Gurrý heim eftir tæp 12 ár í Danmörku og fékk Guðni vinnu hjá Manfreð Vilhjálmssyni og Þorvaldi S. Þor- valdssyni. „Ég vann þar aðallega við Árbæjarkirkju, en svo fór ég að taka þátt í samkeppnum með Dag- nýju Helgadóttur arkitekt. Við unnum verðlaun um götugögn og 1. verðlaun um íþróttasvæði í Suður- Mjódd. Við stofnuðum svo stofu saman. Stjórnarskipti urðu í Reykjavík árið 1982 og Davíð Oddsson varð borgarstjóri. Við fór- um á fund hans og kynntum vinnu okkar. Okkur var í framhaldi af því falið að skipuleggja miðbæ Reykja- víkur, Kvosina, sem var í mikilli niðurníðslu.“ Einnig skipulögðu þau Rimahverfi, hönnuðu „hvítu húsin“ á horni Skúlagötu og Klapparstígs og einnig Lágmúla 4, sem hefur verið kallað Úrvals-Útsýnarhúsið. „Árið 1994 skildi okkar leiðir og ég hélt áfram sjálfstæðum rekstri. Helstu hús sem ég hef hannað eru hús Nýherja, nú Origo, við Borgar- tún, við hliðina á því Hús atvinnu- lífsins og því næst svokallað KPMG-hús. Einnig Lækjargötu 2a fyrir Topshop, en þar er núna Hard Rock, og Klettagarða 12, sem þá voru höfuðstöðvar Sindra auk íbúðarhúsa í báðum bryggjuhverf- unum. Árið 2004 hóf ég samstarf við Gísla Guðmundsson bygginga- Guðni Pálsson arkitekt – 75 ára Fjölskyldan Frá vinstri: Ragnheiður, Andrea, Gurrý og Guðni. Friðlýsing er mesti heiðurinn Saxófónleikarinn Guðni að spila í Glaumbæ með Roof Tops. Til hamingju með daginn Heiðurshjónin Sólon Rúnar Sigurðs- son, fyrrverandi bankastjóri, og Jóna Vestfjörð Árnadóttir, fyrrverandi bankastarfsmaður, fagna 60 ára brúðkaupsafmæli í dag, 29. desember. Fjölskyldan óskar þeim hjartanlega til hamingju með demantsbrúðkaupið. Demantsbrúðkaup

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.