Morgunblaðið - 29.12.2021, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 29.12.2021, Qupperneq 21
DÆGRADVÖL 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2021 Faxafeni 14, 108 Reykjavík www.z.is meistara. Við byggðum meðal ann- ars Hótel Plaza við Aðalstræti 4 og breyttum Eddufelli 8 í íbúðar- húsnæði. Seinasta verkefni okkar var Hótel South Coast á Selfossi, en Gísli féll frá skömmu fyrir opn- un þess 2019.“ Guðni er enn að starfa og teikni- stofa hans hlaut í vikunni fyrir jól leyfi til að grafa fyrir fyrsta áfanga af sérstæðum íbúðarhúsum við Hamranes í Hafnarfirði. „Ég kalla þetta klasa því hver eining saman- stendur af fjórum húsum. Þetta verða í allt 162 íbúðir. Í ár hlotnaðist mér sá heiður að húsið okkar á Litlubæjarvör 4 var valið til friðlýsingar. Þetta er lík- lega mesti heiður sem maður getur fengið sem arkitekt.“ Fjölskylda Eiginkona Guðna er Guðríður Tómasdóttir, f. 8.7. 1950, hársnyrti- dama að mennt og vann hjá Ice- landair, þau eru búsett á Litlu- bæjarvör 4 á Álftanesi. „Því miður hefur Gurrý frá 2014 verið að glíma við framheilabilun og frá því 2018 hefur hún verið á hjúkrunarheimili. Þetta hefur sett mikinn svip á okk- ar heimilislíf.“ Foreldrar Gurrýjar voru hjónin Tómas Pétursson, f. 19.9. 1910, d. 16.8. 1969, stór- kaupmaður í Reykjavík, og Ragn- heiður Einarsdóttir, f. 11.2. 1917, d. 2.6. 2008, húsfreyja. Dætur Guðna og Gurrýjar: Ragnheiður Andrea, f. 12.5. 1995, d. 30.6. 1995, og tvíburarnir Ragn- heiður og Andrea, f. 19.7. 1996. Andrea er nemi í lífeindafræði við HÍ og Ragnheiður er nemi í bygg- ingarfræði við HR. Systkini Guðna: Hilmar, f. 30.4. 1949, d. 17.12. 1949; Páll Hilmar, f. 8.12. 1950, d. 1.7. 1951; Þór Elís, f. 23.9. 1952; Lísa, f. 13.12. 1953, og Rannveig, f. 18.12. 1958. Foreldrar Guðna voru hjónin Páll Guðnason, f. 22.6. 1920, d. 20.2. 2000, skrifstofumaður í Reykjavík, og Paula Andrea Jónsdóttir, f. 13.1. 1920, d. 2.10. 2013, húsfreyja, saumakona og matráðskona í Reykjavík. Guðni Pálsson Oline Eriksen bjó í Álasundi Kristian Eriksen Tidingevåg bjó í Álasundi í Noregi Elise Sivrine Eriksen Jónsson húsmóðir í Reykjavík Jón Bergþór Jónsson leikfangasmiður í Reykjavík Paula Andrea Jónsdóttir húsfreyja, saumakona og matráðskona í Reykjavík Kristbjörg Sigurðardóttir húsfreyja í Norðurgröf og á Melum Jón Jónsson bóndi í Norðurgröf og á Melum á Kjalarnesi Rannveig Brynjólfsdóttir húsfreyja í Reykjavík Magnús Pálsson verkamaður í Reykjavík Jórunn Þórey Magnúsdóttir húsfreyja í Reykjavík Guðni Pálsson prentari og skipstjóri í Reykjavík Svanhildur Gísladóttir húsfreyja í Götu Páll Pálsson bóndi í Götu í Selvogi Ætt Guðna Pálssonar Páll Guðnason skrifstofumaður í Reykjavík „KINKAÐU KOLLI EF ÞEIR NEYDDU ÞIG TIL AÐ GERA ÞETTA.“ „ER ÞÉR ENNÞÁ ILLT Í HNÉNU?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... furunálafreyðibað. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG LEITA AÐ INNRI FRIÐI AHHH … ÞARNA ER HANN SÆLIR! SÆLL, BRÓÐIR ÓLAFUR! ÉG HEF ALDREI SÉÐ HANN ÁN ÞESSARAR BÓKAR! HANN HLÝTUR AÐ LESA MJÖG HÆGT! Ég get ekki stillt mig um að birta þetta gullfallega ljóð, „Jólakvöld“, eftir Guðmund Arn- finnsson: Jólaljósin ljóma hrein, líta má þá jólasvein, skakkvaxinn og skrýtinn kall, skelfilegan rugludall. Kominn er um langa leið lengst ofan af Herðubreið, rauða húfu hefur sá, heilsar upp á börnin smá. Gefur hann þeim gjafirnar, gott og leikföng alls konar, kvæði og sögur segir þeim, síðan fer hann aftur heim. Kvatt er hefur karlfuglinn kemur pabbi sposkur inn, höfðinglegur, hár og beinn, hann er enginn jólasveinn. Kvöldið líður kyrrt og blítt, krása neytt og messu hlýtt er á meðan ofur hljótt yfir færist jólanótt. Á Boðnarmiði yrkir Reir frá Drangsnesi við fallega ljósmynd eins og segir í stökunni: Á flæðiskeri sáttur svaf selurinn minn heima; hamingjuna hafið gaf, hana er gott að dreyma Friðrik Steingrímsson um „stærstu haldlagningu á grasi í langan tíma á Íslandi“: Dugleg löggan virðist alltaf að með yfirburðamenn í sínu fagi. Ég held það megi hiklaust segja það að heyskapurinn þeirra sé í lagi. Jökull Jónsson um „raunir græn- metisætu“: Á jólunum mikið við étum af jólamat, eins og við getum. Hinir fá hrygg - þó borða ég bygg og bragðgóða steik úr hnetum. Svo að áfram sé flett upp í bókum sem eru hendi næst. Í „Handan um höf“ eftir Helga Hálfdánarson eru m.a. „Ljóð frá miðöldum“ eftir jap- anska höfunda: Það sem fölnar svo enginn sér þess merki – er blómið í hjarta mannsins á þessari jörð. Og „um konur í Hólmi“ kvað Sím- on: Sem að yndi ætíð lér Adams flestum sonum Hólmurinn má hrósa sér helst af fríðum konum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Jólakvöld og selur á flæðiskeri

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.